Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1934, Page 12

Dýraverndarinn - 01.12.1934, Page 12
64 DÝRAVERNDARINN Margar tegundir skeifna hafa veri'Ö fundnar upp meö mismunandi hökum, og nokkurar þeirra hafa gefizt sæmilega. Þó rná segja, að þær hafi ekki orðiö annað en smá linun á þjáningunum, og rnest ger'Öar til þess aÖ skyggja á galla gömlu skeifn- anna, og verða þær því engin hjálp til lengdar. Það er ekki nóg að járna hesta með flötum skeif- um, því aÖ sumar skeifur, þótt flatar sé, eru svo þykkar, að hóftungan nemur ekki við jörðu. Það verður því að járna með nokkuð þunnum, breiðum og hæla gleiðum skeifum úr góðu járni; þá fær hóftungan notið sín eins og henni er ætlað.“ * * * Þó að þetta, sem eg hefi nú uppritað, sé upphaf- lega miðað .við enska staðháttu, ættu Islendingar þó aÖ festa sér þaÖ vel í minni. ÞaÖ er sannarlega kominn tími til þess, að við sýnum fótum hestsins meira sóma, en átt hefir sér stað hér í landi, og á eg þá einkannlega við þau gálausu ódáðaverk, sem títt hafa átt sér stað um járningu hesta, svo sem með því að tálga hóítunguna, að tálga aftur úr hæl- grófunum („opna hælana“), sverta undan hnykk- ingum og fleira af slíku tæi. Það er vitan- legt, að við getum ekki losnað við skaflana á vetrum, en við getum haft þá lægri og skeifurnar þynnri, og er það hvort tveggja spor í rétta átt. Eigi er hér í landi urn liála vegi að ræða, nema spotta og spotta hér í Reykjavík, enda fá þeir fáu akhestar, sem enn eru hér, að kenna á því. Þessir hestar eru enn þá járnaðir með háum hæla- og tásköflum, sem valda því, að hóftungan fær aldrei numið við jörðu, og vinnur þar aí leiðandi ekki sitt ætlunarverk. Lagðir vegir út um sveitir eru harðir, en ekki hálir; ætti því að varast aÖ hafa skafla eða táhök á skeifum þeirra hesta, sem þá vegi verða daglega að troöa, og mundu þá færri hestar fá sinaskeiðabólgu, eða aðra slæma fótakvilla. Það hafa altof fáir menn gerzt til þess hér í landi að leiðbeina alþýðu um þá hluti, sem lúta að réttri meðferð hesta, og því hafa mistökin á því sviði orðið mörg og stór. En vonandi fara að vekjast upp fleiri menn, sem sjá þörf á því að fræða al- menning um eitt og annað í þessu efni. Að endingu vil eg svo segja þetta: Mín reynsla er sú, að hestur með heilbrigða og vel þroskaða hóftungu kernur betur við, ef hóf- tungan fær að nema við jörðu — gangur hestsins verður þá fjaðurmagnaðri og öll hreyíing hans mýkri. Dan. Daníelsson. * * * Rétt þykir, í sambandi við ofanritaða grein, að vekja athygli á hinni ágætu „Dýralœkningábók“, er Magnús Einarson dýralæknir tók saman og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar gaf út árið KAUPENDUR DÝRAVERNDARANS! Yður tilkynnist hér með, að gjalddagi blaðsins var i. júli síðastliðinn. Það eru því vinsamleg til- rnæli vor, er stöndum að útgáfu þessa blaðs, að þeir kaupendur, er ekki hafa enn sýnt blaðinu skil, en skulda því, — surnir fleiri árganga, — að þeir sýni málgagni þessu, er berst fyrir verndun hinna mállausu og munaðarlausu, hluttekningu i starfinu, með þvi að greiða blaðið skilvislega. Það veltur einungis á því, að blaðið geti haldið áfram að koma út, að fjárhagur þess ekki skerðist frá því, sem nú ér, og kaupendur sýni því full skil. Enn frernur er það ósk vor, að kaupendur blaðs- ins reyni að útvega því kaupendur, ])ótt ekki væri nema einn nýjan áskrifanda frá hverjum kaupanda þess nú, því það mundi veita blaðinu mikla hjálp fjárhagslega. Dýraverndarinn er ódýrasta blaðið, sem nú er gefið út hér á landi. Argangurinn kostar að eins 3 krónur. Af honurn koma, að minsta kosti, átta tölu- blöð út á ári. Dýraverndarinn verður eftirleiðis, eins og áður, prýddur myndum í sambandi við ritgerðir og sögur eftir ritfæra menn og meríka. Þeir, sem útvega 5 kaupendur að Dýraverndar- anum, eða fleiri, fá 20% í sölulaun. Veitið dýraverndunarstarfseminni stuðning yðar, það mun óefað auka farsæld yðar. Afgreiðslumaður HJÖRTUR HANSSON Laugaveg 28 (Verzlunin Vaðnes). — Reykjavík. Pósthólf: 566. 1931. — I bók þessari er, meðal annars, all-langur kafli um ýmissa hófgalla: af hverju þeir stafi og hvernjg þeir verði læknaðir. Kaupendur eru beðnir aÖ virða á hægra veg, að blaðið var'Ö nú síðbúnara, en heitið hafði verið. Ollu óvenju- miklar annir prentsmiðjunnar fyrir jólin. Bitstjóri: Einar E. SíEnmndsen. ÍJtgefandi: Dýraverndunarfélag íslands. Félagsprentsmiðj an.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.