Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1938, Qupperneq 10

Dýraverndarinn - 01.02.1938, Qupperneq 10
2 D YRAVERNDARí N N munaðarlausra barna, voru svo ástrík og einlæg, aö hjartasorgir þeirra og hugarangur hurfu sem ský fyrir sólu. Trúarvissan og hin glaða von, græddi sorgarsárin oft ótrúlega fljótt, og séra Ólafur varð oft að standa í sporum þeirra manna, er sárast áttu um að binda, þá er dauði, slys og hörmungar dundu yfir land vort og þjóð. Varð honurn þá aldrei ráða- fátt um heppilegar og skjótar framkvæmdir beztu úrlausna sem á varð kosið. Þarf eigi í þessum efn- um annað en að benda á hina viðtæku viðreisnar- starfsemi hans og hollu framkvæmdir á jarðskjálfta- svæðinu 1896, ræður hans 20. apríl og 12. maí 1906, í tilefni hinna átakamiklu sjóslysa það ár og rnörg- um sinnum oftar. I stjórnmálastarfsemi sinni, um og eftir síðustu aldamót, beitti séra Ólafur oft og örugglega hinum beitta brandi rnælsku sinnar og meginreglu: Sann- leiks og siðugs málflutnings, hver sem í hlut átti, án allra undirhvggjubragða eða bráðabirgða-úrlausna fyrir sig eða sinn málstað; hann var heill og óskift- ur að hverju sem hann gekk og hafði jafnan það eitt fyrir augum, er hann hugði að bezta og mesta blessun mætti af leiða fyrir rnenn og málefni. Meðan séra Ólafur var prestur að Arnarbæli og ávalt síðan, var hann hinn ótrauðasti málsvari bind- indismálsins austur þar og einnig hér í bæ, bæði á Alþingi og utan þess. Má mér og öðrum reka minni til þess, hversu skjótur hann var til viðbragðs, oft og einatt i vondu veðri og illri færð, jafnvel þótt Ölvesá væri lítt fær öðrum en fuglinum fljúgandi, sökurn ísskriðs, opinna vaka eða veikra isa. Kom hann þá oft til liðs viS oss, er mest á lá og liSveizla hans brást aldrei: Úrslitasigur í sérhverju góðu mál- efni varð þá jafnan hlutskifti vort. Mér er enn í minni ræSa sú, er séra Ólafur flutti í Goodtempl- arahúsinu á Eyrarbakka, sumariS 1902, þá er ég kvaddi í síðasta sinn hina mörgu vini mína, börnin í skólanum og barnastúkunum, aS lokinni 16 ára samveru minni viS þau, sem mér verSur jafnan ó- gleymanleg. Séra Ólafur hafSi einnig sótt samkom- ur vorar í þeim félagsskap og margt fallegt orSið flutt fyrir þeim og öSrum, er þar voru staddir. Hvar sem séra Ólafur kom og lét til sín heyra, mátti um hann segja, að erindi hans loknu: „Hann kom og sá og sigraSi" meS lipurS sinni og lif- andi fjöri; hjartanleg alúð hans og hispursleysi heill- aði hugi allra svo, eldri sem yngri, að þeir hrifust meS honum og fyltust eldmóSi þeim, er hann sjálf- ur var gæddur i svo ríkulegum mæli. Þessa hins sama gætti og einnig hér i málefn- um Sjúkrasanrlags Reykjavíkur, er stofnað var 12. sept. 1909 og starfaði hér um 27 ára skeið, unz ný lög voru samin í því efni og samlaginu breytt á þá lund, sem nú er orðin. Sjúkrasamlagið eldra kjöri séra Ólaf heiðursfélaga sinn. Þótt hann að verðugu hlyti mörg heiðurs- og virðingarmerki fyrir vel unn- in störf í þágu lands og þjóðar um æfina, mat hann þennan viðurkenningar- og vináttuvott eigi hvað minst verSan fyrir sig og þótti vænt um hann. Séra Ólafur hafði áreiðanlega næmari og réttari skilning á starfsemi Sjúkrasamlagsins og þýðingu þess, fyr- ir alda og óborna íbúa þessa bæjar og landsmanna allra, en margir aðrir, sem þó hefðu átt að láta það mál sig eigi ininna skifta en hann, senii engra hlunn- inda naut í því. En þannig voru öll afskifti hans af opinberum málum, að hann leit einvörðungu á hag almennings, en ekki á sinn eigin. Séra Ólafur var tíður gestur á aðalfundum Sjúkrasamlags Reykja- víkur og flutti þar marga kjarnyrta ræðuna til hvatn- ingar og uppörvunar þeim, er enn eigi höfðu skilið þýðingu þessarar nýjungar og nauðsynlegu stofn- unar fyrir sig og fjölda annara manna. Hann lét og birta fjölda góðra greina og ritgjörða um sam- lagið í blöðum bæjarins. Þá er loks að minnast hinnar miklu og góðu starf- semi séra Ólafs fyrir málleysingjana minstu og mörgu — dýrin, sem hann lét sér mjög ant um að vernda og verja íyrir vansæmandi og heimskulegri meðferð mannanna á þeim. Þau áttu þar eigi ein- ungis einlægan vin og velunnara sem hann var, held- ur og mætan málsvara, sem enga dul vildi á það leggja, hversu illa oft og einatt farið væri með dýr- in, og þá einkum hestinn, „þarfasta þjóninn". Hinn 3. ágúst 1890 flutti séra Ólafur hinn fyrsta opin- bera fyrirlestur sinn um dýraverndun að Árbæ í Holtum og fanst mönnum svo mjög um hann, að hinn góðkunni bókaútgefandi Sigurður Kristjáns- son gaf fyrirlesturinn út ári siðar, á sinn kostnað og nefndi hann: „Hvernig er farið með þarfasta j)jóninn?“ Er þetta svo megingó'S og merkileg rit- gjiirð, að hin mesta þörf væri á, að hún væri endurprentuð og henni útbýtt ókeypis meðal sem flestra landsmanna. öllum þeirn, sem eitt- hvað hafa saman við dýrin að sælda, væri holt að lesa ritgjörS þessa og þá eigi sízt börnum og

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.