Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1938, Blaðsíða 11

Dýraverndarinn - 01.02.1938, Blaðsíða 11
DÝRAVERNDARIN N 3 unglingum, sem fátt og lítiS kunna í þeim fræS- um, þótt þörf séu, og jafnvel þarfari en ýmislegt þaS, sem i þau er verið að troða í skólunum og þeim aÖ litlu eÖa engu gagni kemur. Eins og áöur er a8 vikiö, var séra Ölafur viö- kvæmur t luncl og góÖmenni hið mesta, sem fann sárt til með öllurn þeim, mönnum og málleysingjum. sem bágt áttu, og hann vildi bæta úr böli þeirra á alla lund. Það var því eigi að undra, þótt hann tæki málstað dýranna, enda var hann kjörinn í stjórn Dýraverndunarfélags íslands, ýmist sem formaður þess eða varaformaður um langt skeið. Má óhætt fullyrða, að, þótt hann væri mjög önnum hlaðinn, þá léti hann einnig rnjög til sín taka um hollar og raunverulegar ráðstafanir í því félagi, sem stuðluðu að bættri meðferð dýranna, meiri skilningi manna á kjörum þeirra og betri aðbúS. Honum mundu þau nú þakkir tjá og blessa minningu hans fyrir margt gott og vel unnið starf í þeirra þágu, margt þarflegt orð hans mælt í þeirra garð, ef þau mætti mæla. Það væri e. t. v. eigi úrhættis eða óviðeigandi, að taka upp nokkur atriði úr málsvörnum séra Ól- afs fyrir dýrin, en til þess er hvorki tími né. rúm að þessu sinni. Orð hans um þau efni, sem ntörg önnur, verða jafnan sönn og sígilcl talin, og munu haltla minningu hans og heiðri uppi urn aldur og æfi, miklu betur en nokkur orð frá mér fá gjört. Eg get eigi skilizt svo við jæssi fáu og ófull- konmu minningarorð mín um séra Ólaf Ólafsson, sem ætlað var rúm á öðrum stað og birtast áttu miklu fyr en nú, að ég ekki minnist margra ára samvinnu minnar og samstarfs við hann um nærri 40 ára skeið og þó einkum í sambandi við prests- þjónustu hans hér í Fríkirkjusöfnuðinum. Við flutt- umst hingað báðir um líkt leyti og atvikin höguðu því svo, að ég komst í nána samvinnu við hann um margra ára skeið. Minnist ég þess jafnan síðan, hversu ræður hans í kirkjunni og við húskveðjur látinna manna, voru þrungnar af andagift og ör- uggri sannfæringu urn sígild sannindi trúar vorrar, sigur hins góða og samfélag vi'S látna vini, um eilífa framþróun og fullkomnun á leið allra manna til hins eilífa ljóss og lifs að vegferð vorri lokinni hér í heimi. Séra Ólafur lifði i ástríku hjónabandi með hinnj ágætu konu sinni, frú Guðriði Guðmundsdóttur pró- fasts Johnsens frá Arnarbæli, bróðurdóttur frú Ingi- bjargar, konu Jóns Sigurðssonar forseta. Eignuðust þau tvo sonu og andaðist annar þeirra á bernsku- skeiði, en hinn var Guðmundur sál. Ólafsson hæsta- réttarmálaflutningsmaður, er andaðist fyrir fám ár- um, mesti ágætismaður. Urðu þeir báðir foreldrum sínum harmdauði mikill og mun fráfall Guðmund- ar, nú á elliárum séra Ólafs. hafa orðið honum þyngri raun og þeim hjónum báðum, en þau fengi afborið og söknuðurinn meiri og sárari en þau létu þó á sér sjá. Nú á síðari árum heimsóttum við séra Ólafur svo að segja daglega hvor annan eða töluðum saman í sima og var þá margs að minnast frá fyrri árum og um daglega viðburði, því hann fylgdist með því öllu með miklum áhuga fram til hins síðasta, en þegar þau viðtöl féllu niður, síðustu vikuna sem hann lifði, sá ég að nú mundu þau með öllu þögn- u'S og sú leið eigi lengur fær til þess fyrir mig, a'S hafa tal af honum. Eg heimsótti hann því i síðasta sinni þrem dögum áður en hann andaðist og m. a. sem hann sag'ði við mig, var þetta : „ .... Eg þakka þér fyrir samveruna, Jón minn; þetta er nú brátt á enda fyrir mér. Eg er sáttur við guð og menn og þrái nú það eitt, að komast lieim. Það fer nú líklega svo, að ég verði að skilja við rninn góða og trúa förunaut, en vona að hans verði ekki langt að bíða. — Það gleður mig nú, að ég fæ bráðum að hitta drcngina mína “ — Með fráfalli séra Ölafs Ólafssonar er áreiðan- lega í valinn fallin „hetja og hraustur kappi“, einn meðal hinna beztu og mestu, er þjóð vor hefir átt. sem „fyrir hlóð lambsins bliða, búinn er nú að stríða, og sælan sigur vann.“ Blessuð sé minning hans! Jón Pálsson. Sökum rúmleysis í blaðinu verða minningarorð um Daníel Daníels son að bíða næsta þla'ðs (mars-blaðsins).

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.