Dýraverndarinn - 01.02.1938, Síða 16
8
DÝRAVERNDART N N
snærisspottinn gat ekki rakizt til enda. Þessi ágæt-
iskona lét bera clúfuna inn til sín og hjúkraöi henni
svo, að hún hjarnaSi við aftur eftir langan tíina,
en lengi haföi hún verið aö ná sér, og öll var hún
reitt, rifin og Irlóöug eftir þessa viöureign sína
við spýtuna og símþráðinn, enda Ijúin aö gefa frá
sér alla viöleitni til aö losa sig.
Þaö er ekki langt síðan eg lét segja frá álíka
óþokkaljragöi í Dýraverndaranura og líirta mynd
af því, þar sem einhverir óþokkar höföu bunclið
teygjubandi ura háls og kviö sraáfiska nokkura
(kola og þyrsklinga), svo aö bandiö var komiö inn
í bein á fiskunum og þeir nærri hordauöa orönir,
þá er þeir náðust (í dragnót).
Hverskonar þrælraenni eru það, sem hafa á-
nægju af því, að fara svona raeð saklaus og ósjálf-
bjarga dýrin? Það eru áreiðanlega vondir menn og
væri þörf á aö hafa hendur í hári þeirra, draga þá
fyrir lög og dóm, því hegning er við því l<>gð í
lögura, að fara illa með skepnur, kvelja þær eða
særa að óþörfu. Sæist þá, hvaða aumingjar það eru,
sem legg'ja þvílíka iðju fyrir sig og hafa gaman af
því. Það eru áreiðanlega ekki öfundsverðir raenn,
sera svo eru innrættir; þeir eru aumkunarverðir
og þyrftu sjálfir hjálpar viö, ef þeir þá kynnu að
notfæra sér það og taka sönsurn, sem efasamt er,
því vitanlega gjöra þetta ekki aðrir en illgjarnir
heimskingjar.
Jón Pálsson.
Ungup útsölumaður.
Það hefir vakið sérstaka ánægju vora og athygli,
að io—’ii ára drengur austur á Stokkseyri, Dag-
bjartur Jónsson á Sólbakka, hefir gjörzt útsölu-
maöur Dýraverndarans austur þar og sýnt mik-
inn áhuga fyrir því og dugnað, að afla honum
nýrra kaupenda. jafnframt því sem vér þökkum
þessum unga vini vorum og dýranna fyrir dugnaö
hans og ósérplægni, vonum vér aö önnur börn og
unglingar, hvar á landi sem er, taki hann sér til
fyrirmyndar í þessu og öðru því er málefnum dýr-
anna niá aö gagni veröa. Þaö er ekki sízt til þessa
hluta þjóðar vorrar, barnanna og unglingjnna, sem
vér berum það traust til, að þeir vilji styöja við-
leitni vora, dýrunum til verndar, að útvega góöa
og skilvísa kaupendur aö málgagni þeirra. Kæru
foreldrar! Hvetjið börn yðar til þessa, því þér mun-
uö reyna, að það er og verður gæfuvegur fyrir þau,
að venja þau á að hjálpa þeim, sem bágt eiga;
dýrin eru áreiðanlega í hópi jieirra, sem þess
þurfa við.
Minningaryjafasjóíur
Jóns Ólafssonar hankastjóra.
Gjiif Ólafs Ólafssonar kaupm.......... kr. 2000.00
Vextir frá gjafadegi þangað til Söfnun-
arsjóður íslands tekur viö sjóðnum .. — 31.78
Gjafir frá starfsfólki hjá h.f. ,,Alliance“ — 160.00
Gjafir frá þingmönnum Framsóknarfl. — 160.00
Gjöf frá Gísla Magnússyni vkm. Grett-
isgötu 19 C, Reykjavik ............ — 10.00
Selcl minningarspjöld ................ — 38.22
Kr. 2400.00
Stjórn Dýravernclunarfélags íslands flytur öllum
þeirn, er gefið hafa í sjóðinn, kærar þakkir.
Skilagrein þessi, frá formanni Dýraverndunarfé-
lags íslands, hr. Þórarni Kristjánssyni hafnar-
stjóra, sýnir, að upphæð sjóðsins nú, kr. 2400.00,
er sett á vöxtu í Söfnunarsjóði íslancls samkvæmt
skipulagsskránni, er birt var hér í blaðinu (6. tbl.
f. ár) ; en aukning sjóðsins á aðeins tæpu hálfu ári
sýnir einnig það, hversu miklum vinsældunr þeSsi
veglega minningargjöf hr. Ólafs Ólafssonar kaupm.
um hinn áæta mann hefir átt að fagna, þar senr
sjóðurinn hefir þegar aukizt um 20%. á svo ör-
stuttum tíma. Af árlegum vöxtum sjóðsins í ^inni
hinni tryggustu peningastofnun landsins, Sö.fmfnar-
sjóði Islands, svo og vinargöfum og væntanlegri
sölu minningarsjóðsspjalda (ártíðaskrár), er^þess
aö vænta, að sjóður þessi komi bráðlega að beztu
notum fyrir dýraverndun alla í landinu og er þess
mikil þörf.
Afgreiðslu „Dýraverndarans“ annast Hjörtur
Hansson, Aðalstræti 18 (Uppsölum), 2. liæð. Póst-
hólf 566, Reykjavík.
Munið að gjalddagi blaðsins er 1. júlí.
Útgáfu þessa blaðs hefir annast Jón Pálsson,
fyrv. bankaféhirðir.
Úlgefandi: Dýraverndunarfélag íslands.
Félagsprentsmiðj an.