Dýraverndarinn - 01.04.1938, Síða 11
DÝRAVERNDARINN
->3
lega blessuö skepnan líSur, yröi þaö hverjum góö-
um manni óbærileg hugsun aö fella úr hor.
Vrér mennirnir getum hla'Sið utan á oss fötum
til hlýinda og variö oss kuldanum eöa flúiö í eitt-
hvert húsaskjól, þegar oss veröur kalt. Þetta get-
ur ekki blessuð skepnan. Hún velkist úti varnar-
laus meöan enginn maöur líknar henni. Hún bíöur
aðeins dauðans og hún deyr.
* * *
Vér hugsum meö hryllingi og viöbjóöi til víg-
vallanna hingaö og þangaö um heim, um þjáningar
hermannsins, hörmungar hans og daúöastríð, eða
um lemstraða limi hans og líkama, það sem eftir
kynni aö vera hinnar aumu ævi hans. Oss' ofbýöur
jafnvel grimd og óvit þjóðanna. Hver þjóð, sem
á í ófriði, lendir í óteljandi vandræðum, hvort sem
hún sigrar eða lýtur í lægra haldi. Þau eru meðal
annars hordauði hinna stærri þjóða.
Hér á landi er, sem betur fer, engum manni otað
út í opinn dauðann, en þetta land hefir, því miður,
á liðnum öldum átt sinn vígvöll. Á síðari öldum
hefir eigi verið mannslífum fórnaö, heldur öörum
lifandi verum, skynlausum skepnunum og mest fyr-
ir tvísýna hagnaðarvon. Hermaðurinn lætur líf sitt á
vígvellinum. Hann lætur eftir sig ekkju og ein-
stæðinga. Þjáningin flytzt frá kyni til kyns.
Skynlaus skepnan hefir verið látin fórna lífí
sínu á íslenzkum vígvelli. Hún lætur aö vísu ekki
eftir sig ekkju né einstæðinga, en hún lætur það
eina, sem hún á, lífið sjálft. Einmana líður hún
óumræðilega þjáning, einmana deyr hún. Þögul
jörðin er hennar vottur.
Þess vegna: Burt með hinn ljóta smánarblett af
íslenzkum söguspjöldum, hordauðann. Enginn láti
framar reka á reiðanum, því það merkir líf eða
dauöa, líka mannanna sjálfra, landsins l)arna.
Að láta reynzluna kenna sér er í þessum efnum
svo brýn nauðsyn, að daufheyrast má enginn fram-
ar, við slíkri hrópandans rödd.
II.
Sumarið eftir að eg hafði lokið embættisprófi,
lék eg um nokkra hrið og að nokkru leyti lausum
hala. Bú föður míns var tvístrað, og réðst eg um
þriggja vikna skeið kaupamaður til móðursystur
minnar, sem var ekkja og bjó í Landeyjum. Hún
var annáluð rausnar- og dugnaðarkona. Hún var
reglusöm með afbrigðum og stjórnsöm og gengu
allir hlutir vel á heimili hennar úti og inni, enda
var góð samvinna milli hennar og hinna uppkomnu
barna hennar um allt, sem vel mátti fara. — Mér
hafa ávalt síðan verið minnisstæö orð, er móður-
systir mín hafði einatt mjög oft á takteinum. Hún
ciginlega klifaði á þessum oröum: „Slátturinn er
stundaglöggur“. Hún þurfti ekki sérstaklega að
gefa mér áminningu. Eg hafði lært þau sannindi,
að talsverðu leyti og var þá ungur og duglegur
vinnumaður, og hafði einmitt yndi af útivinnu. Eg
man hve gamla konan var ánægð, til dæmis í viku-
lokin, yfir því, hve allt gekk ágætlega vel,
enda var þá góð tíð. Á því heimili bjó vinnu-
gleði og hvers virði er hún ekki? Mundi ekki ein-
mitt eitt af meinum nútímans, að ekki er ýtt undir
vinnugleðina, þetta eitt hið fremsta skilyrði þess,
aö flestir hlutir geti gengið vel. Þá var heldur ekki
verið að karpa um kaup né æsa hið vinnandi fólk
upp til að gera æ hærri og hærri kröfur með æ
styttri vinnutíma og fríum og fríðindum.
En umgetin orð gömlu sæmdarkonunnar voru
greypt inn í meðvitund hennar með stórum stöf-
um. Eg hefi enn betur síðar lært að skilja, hve
orðin voru sönn: „Slátturinn er stundaglöggur".
Hefir mér verið það sönn gleði í hvert sinn, er mér
hefir virzt vera farið einmitt eftir þessari gull-
vægu reglu.
Mér hefir einriig yfirleitt virzt mega treysta því,
að hafi þetta veriö eins og yfirskrift á sveitaheim-
ili um hinn óðfluga og skammvinna heyskapartíma,
hafi heldur ekki þurft að kvíða vetrarfari né vor-
harðindum, hvorki heyleysi né hordauða, ef skyn-
samlega var að öðru leyti að vetrinum búið með
gætilegri heyásetningu. Sé nokkur tími ársins öðr-
um fremur þess eðlis, að þá þurfi að vaka og vinna
og nota tímann vel, þá er það slátturinn, þessi átta
til tíu vikna tími og einkum meðan öll grös eru í
blóma, því óðum fölna þau og verða að æ minni
notum, er nær dregur hausti.
* * *
„Vér eigum lög, og eftir vorum lögum á hann
að deyja", eins og skrifað stendur.
Vér eigum lög, forðagæzlulög og viðurlög við
illri meðferð á skepnum. Vér eigum lög, og lög,
öll möguleg og ómöguleg lög, en ef lögin komast
ekki i meðvitund þjóðarinnar eða samþýðast skap-
lyndi hennar og eðlisfari, þá er hætt við, að lögin
verði einatt í heild sinni helzt pappírslög, sem hafa