Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1938, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 01.10.1938, Blaðsíða 12
DÝRAVERNDARIN N 48 fjarri og hljóp af staö til aS duga ánni. En þegar hann kom þangaS, sem leikurinn hafði staSiS, var ærin lögst i valinn, en álftin öll á burt. Nú varS það ljóst, hvaS ánum hafSi orSiS aS meini. Skotta var sýknuS, en skuldinni skellt á álftirnar. Nú voru álftirnar dæmdar til dauSa, en enginn gat fullnægt dóminum. Þær voru svo styggar og varkárar, aS ómögulegt var aS komast í skotfæri viS þær. En jafnan er góSur vilji sigursæll, og svo fór i þetta skipti. Einhverjum hugkvæmdist aS leggja refaboga í álftardyngjuna og var þaS þegar reynt. Agnspott- anum var bundiS um eitt eggiS, en mosa og sinu stráS yfir bogann, og var þetta gert svo laglega, aS engar missmiSar sáust á í fljótu bragSi. Þegar álftin lagSist á eggin, hljóp boginn und- an þunga hennar og tók hana fasta. SíSan var hún tekin höndum og var hún þá búin aS brjóta sundur öll eggin og sundra dyngj- unni i umbrotunum. * * * Stegginn hélt til á vatninu nokkurn tíma eftir dauSa konu sinnar. Stundum sat hann viS dyngju- leyfarnar eSa synti um tjörnina. En oftast var hann á vatninu. Stundum flaug hann eitthvaS burt, en kom aftur næsta dag. Hann þagSi ávalt, þegar hann var á sundi. En þegar hann flaug, heyrSist kvakiS lágt og raunalegt. Svo hvarf hann alveg og sást ekki framar. Enginn vissi, hvert hann fór. En auSvitaS er þaS, aS hann fór eitthvaS út á veg allrar veraldar meS endurminningarnar frá sambúSinni viS mennina. Hann bar harm sinn i hljóSi. En hver veit, hve þung byrSin hefir veriS, sem hann bar frá aftöku- staS konu sinnar og barna? Þessi tignu hjón hafa aS líkindum veriS borin þarna og barnfædd og tryggS þeirra viS Sandvatn og eyna rótfest á þann hátt. En hvaS sem því HS- ur, mættu þeir menn hugsa margt, sem snúa bak- inu viS móSurjörS sinni og föSurleifS, sem hafa veitt þeim góSa kosti og sæmilega. Þeir verSa léttir á metunum, þegar þeir eru vegn- ir rnóti álftunum á Sandvatni. — Og úti í tjörnirini standa enn þá þúfurnar þrjár, uppmjóar og alinar háar, og er sinn gráviS- istoppur í hverri þeirra. Þær eru minnisvarSar hjónanna hvítu, sem skammsýni mannanna og grinrd svifti börnurn sín- um og rnargri gleSi. Nú verpa sundhanar og lóuþrælar í dyngjum hjónanna — hjónanna tiginbornu, senr hefndu sin eins og þeim var framast auSiS aS gera. Úr: Úti á víSavangi, bls. 25—32. Guðmundur Friðjónsson. Um útflutning hesta. DýraverndunarfélagiS hefir haft eftirlit meS út- flutningi hesta í sumar í Reykjavík. ÓskaSi Dýra- verndunarfélagiS þess, aS lögreglumenn væru viS- staddir, senr gættu þess, aS ákvæSunr laganna væri framfylgt. Veitti lögreglan fúslega þessa aSstoS. ViS þetta eftirlit konr ljós, aS heyiS, senr ætlaS var hestununr til fóSurs á leiSinni, reyndist ónothæft, og var útflytjandi skyldaSur til aS kaupa 500 kg. af góðu heyi. — í þessu sanrbandi nrá geta þess, aS núgildandi lög heinrila því nriSur útflutning hrossa franr til 1. nóvember. Ætti ekki aS Ieyfa aS flytja hesta út eftir 1. október, sökunr hinna vondu veSra, senr oft eru á haustin. Mun Dýra- verndunarfélagiS beita sér fyrir lagabreytingu unr þetta atriSi. Afgreiðslu „Dýraverndarans" annast Hjörtur Hansson, Aðalstræti 18 (Uppsölum), 2. hæð. Póst- hólf 566, Reykjavík. Munið að gjalddagi blaðsins er 1. júlí. Ritstj.: Símon Jóh. Ágústsson, Njálsgötu 92. Útgefandi: Dýraverndunarfélag íslands. Fclagsprentsmiðjan.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.