Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1938, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.10.1938, Blaðsíða 8
44 DÝRAVERNDARINN haíði náS sér í álitlegan Dita og fór meö hann upp i sund á milli tveggja húsa og bjóst til aS njóta hans þar í næSi. Krummahjón höfSu veitt þessu athygli og langaöi til aö ná í bitann. Þau færöu sig því nálægt Snata, en hann hreyföi sig ekki. Honum hefir sennilega skilist þaö, aö hann mundi ekki ná þeim núna fremur en áöur, )>ó hann færi aö elta þau. Tilraunir þeirra til þess að láta hann elta sig og ná á þann hátt i mat hans, uröu því árangurslausar. Þá flugu þau upp á kirkjuturn- inn og fóru aö tala saman, og sennilega aö ráögast um þaö, hvaö þau ættu nú til bragös aö taka. Eftir stutta dvöl á kirkjuturninum flugu þau aftur til Snata og settust á húsmænirinn sitt hvorumegin vi'Ö sundið og hann, sem lá þar, og krunkuðu í ákafa. Seppi lét ekkert á sér bæra að heldur. Þá fór ann- ar hrafninn að hoppa smátt og smátt ofan þekjuna í áttina til Snata, og gera sig líklegan til þess að hrifsa af honum matinn. Svona nærgöngula ó- svífni þoldi Snati ekki. Hann skildi bitann eftir og þaut upp þekjuna og hefir nú vaíalaust búist viö aö ná krumma, þar sem hann var kominn svo nálægt honum. Þaö tókst nú samt ekki, en meöan á þessum eltingaleik stóö, steypti liinn hrafninn sér ofan i sundiö og náöi öllu, sem Snati hafði dregiö aö sér og flaug i burtu með það, en krumma- hjónin neyttu þess í félagi langt úti á túni. II. BLEIKNASI. Móöurbróðir minn, Einar Bjarnason, bjó aö Hrífunesi i Skaftártungu. Hann var góður og hygg- inn bóndi, sparsamur og af sumurn talinn fastur á fé. Hann átti ungan hest eða fola að nafni Bleik- nasa. Þcssi foli var talinn mjög gott hestefni og frændi minn haföi miklar mætur á honum. En sá galli var á folanum, að hann var svo styggur aö ómögulegt var að ná honum nema með mannsöfn- uði, og varö þá stundum frá aö hverfa, þó revnt væri aö reka hann í rétt meö öörum hestum, eða snara hann. Einn sunnudagsmorgun var lögð mikil áhersla á þaö, aö handsama folann. Margir af heimilisfólk- inu tóku þátt í tilrauninni, en hún reyndist meö öllu árangurslaus. Skömmu seinna l)ar fööur minn þar aö garði. Hann Djó að Þykkavbæjarklaustri í Álftaveri, við fremur þröngan kost, því hann var ekki hneigöur til búskapar. Frændi minn var í öllu dagfari glaður og reifur, fjörugur og spaugsamur. Nú minntist hann þess, þegar hann sá fööur minn, hve illa hafði gengið aö handsama Bleiknasa, hafði orö um þaö viö hann, að hann heföi aö þessu leyti sótt illa aö og væri maklegt, að hann bætti úr þvi. Faðir minn taldi klaufaskap mundi valda því, hve illa gengi að ná folanum. Þá segir Einar: „Þú mátt eiga hann Bleiknasa, mágur, ef þú sækir hann þarna út i hólinn“. Faöir minn tók strax beisliö út úr hesti sinum og gekk af stað áleiöis til folans, þar sem hann var á beit með öðrum hestum. Nú kom þaö fyrir, sem enginn skildi og allir uröu hissa á. Þegar faöir minn nálgaðist Bleiknasa, leit hann til hans, stóö alveg kyr og leyfði honum aö lieizla sig. Sá, sem nú varð kátur og hreykinn, var faðir minn, ekki þó af þvi, að hann heföi nú unnið fyrir því, aö fá hestinn til eignar. Honum datt alls- ekki í hug, að taka orö mágs síns alvárlega um það. aö hann ætti að eiga hestinn, ef hann næöi hon- um, en hann haföi gaman af því, að erta Einar upp á þessu og ráðleggja honum, aö vera orövar- ari eftirleiðis. En þegar faöir minn fór aö erta Einar upp á þessú, brá honum í brún, því Einar hélt því fram, aö hann ætti ekkert i hestinum framar, þaö væri faðir minn, sem ætti hann. Og hvernig sem aö var íarið, reyndist alveg ómögulegt aö fá Einar ofan af þessu. Þegar svo faöir minn þverneitaði aö fara meö hestinn, þá baö Einar hann aö gera sér þann greiða, að teyma hann meö sér, því ella yröi hann aö senda mann með honum með hestinn. Þaö varð því úr, aö eigendaskifti urðu á hcstinum. iBleiknasi reyndist bezti hestur, fjörugur, ratvís og duglegur. En enginn fékk aö taka hann í haga nema faðir minn, og varð hann ávalt að sækja hann þangað sjálfur, þegar á honum þurfti aö halda. Jafnframt því, sem þessi saga lýsir þeirri óskilj- anlegu taug, sem þarna var á milli hests og manns, lýsir hún einnig skapferli Einars Bjarnasonar í Hrífunesi. Bjarni Sigurðsson. Sendið ritstjóranum söffur og sagnir um dýr og ritgerðir um ýms mál, sem dýraverndun varða. —• Vinnið að útbreiðslu Dýraverndarans!

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.