Dýraverndarinn - 01.03.1939, Side 10
14
DÝRAVERNDARINN
með saniskonar skilyrði að öðru leyti. Þetta er
orsök þess, að korn nær betri þroska við sama hita-
stig og önnur skilyrði jöfn, sé það norðar, þar sem
dagur og sól er lengur á lofti, og þetta er yfir-
leitt orsiik þess, að jurtalíf er hér norður i sumar-
sólskininu, þróttmeira og kjarnlætra en sunnar, nær
miðbaug, þar sem hitinn er meiri og sumarblíðan
lengri.
Þá er það dýralifið. Ekki notum við 1)laðgrænu,
en dýr þurfa sólarljósið samt til líkamlegrar upp-
byggingar. Sólarljósið er nokkurskonar aflvaki fyr-
ir dýralifið. Það drepur gerla, og er því sóttverjandi.
Sólarljósið hefir mikið góð áhrif á vöxt og heilsu
ungviðis. Það eru einkum útfjólubláu ljósgeislarn-
ir, sem valda ])vi, að skepnan getur hagnýtt sér
fosfórsúr kalksölt fóðursins, svo að beinmyndun
verður eðlileg. Þetta sést við fóðurtilraunir, ])ar
sem annar flokkurinn var í björtu, en hinn í diminu
húsi, en fóður og meðferð að öðru eins.
Læknar ráðleggja mönnum sólböð; eðlilega gild-
ir hið sama fyrir dýrin.
Skepnur missa fóstur stundum fyrir það, að
þær hafa, fyrir skort birtunnar, ekki náð kalksölt-
unum úr fóðrinu.
Læt eg nú lokið frásögn minni um það, hvaða
áhrif sólarljósið hefir á jarðlífið.
Mér flaug í hug áminst tilfelli, ]>egar eg las
í fyrravetur greinina ,,Merkilegt áheit“, í i. tbl.
Dýraverndarans, bls. 7. — Það er náttúrlega fjarri
því, að hundurinn, sem minst er á í greininni „Merki-
legt áheit“ hafi lifað í dimmu og þröngu húsi. En
eðli hans var hindrað með of mikilli inniveru, og
]>að leiddi af sér hreyfingarleysi, sem heilsa hans
þoldi ekki.
Það mun oftar en frá er skýrt, að dýrin missi
heilsu og lif fyrir skakka meðferð, stundum af van-
þekkingu hirðisins. — Þegar eg var unglingur,
heyrði eg búfjárskoðunarmenn eitt sinn hafa orð
á því, að það væri ergilegt, að þau lömbin, sem
gefið væri inni, bjá sumum bændum í sveitinni,
væru ver fóðruð en þau, sem út væri beitt með
fullorðna fénu. Skyldu þau hafa verið höfð í dimm-
um kofahreysum og sjaldan séð fullkomið dags-
ljós, meðan á innistöðutímanum stóð? — Sem bet-
ur fer, fer þekking manna á eðli og þörfurn skepn-
anna ört vaxandi, og byggingu gripahúsa fer mikið
fram á seinni árum, að því leyti, að þau eru nú
bygð rúmbetri, bjartari og loftbetri en gerðist i
gamla daga.
Bændur! Kaupið Dýraverndarann. í honum er
svo margt um meðferð húsdýra vorra, eðli þeirra
og vit. Því betur, sem menn skilja eðli skepnanna,
])vi eðlilegra er, að menn breyti betur við þær og
hafi þeirra meiri not.
Nesi, Loðmundarfirði, 1. desember 1938.
Halld. Pálsson.
Innflutningur fugla tll skrauts og skemtunar.
Konu nokkurri, frú Isenberg aö nafni, er búsett
var — og er kannske enn — á einni af Hawaii-eyj-
unum í Kyrrahaíi, datt i hug fyrir eitthvaö 40 árum,
aö gaman væri aö reyna, hvort ekki mundi hægt
að hagvenja þar á eyjunum framandi fugla, fallega
og skemtilega. Og hún lét ekki sitja við hugmyndir
einar eöa ráðagerðir, heldur bófst handa þegar í
stað. Meðal annars náði hún sér i hóp af lævirkjum
frá Austurlöndum. Hafði hún þá í einskonar haldi í
garði sínum fyrst um sinn, meðan þéir væri að venj-
ist liinu breytta loftslagi og lífsskilyrðum. Slepti
þeim siðan lausum og vonaði, að þeir færi ekki leið-
ar sinnar. En þeir hurfu þegar og sáust ekki framar.
En frúin gafst ekki upp, útvegaði sér nýja læ-
virkja og fleiri fuglategundir, svo sem þresti, dúfur
og næturgala. Og margra fleiri fuglategunda aflaði
hún sér og frá ýmsum löndum. Og smám saman
fóru aðrir eyjabúar að dæmi hennar og gerðu slíkt
hið sama. Árangurinn varð ekki að óskum hjá nein-
um fyrst í stað, en áfram var haldið og ekki gefist
upp. Og smám saman tóku fuglarnir að venjast
hinum breyttu lifsskilyrðum, tóku að eignast börn
og buru i hinum nýju átthögum — og þá var „björn-
inn unninn“. Og nú er þarna sægur fallegra og
skemtilegra fuglategunda, sem ekki voru áður til á
eyjunum, en liafa nú tekið sér þar fasta bólfestu
og una hag sínum hið besta. Og fólkið skilur í raun-
inni ekkert i því, hvernig eyjaskeggjar hafi getað
komist af án þeirra að undanförnu!