Dýraverndarinn - 01.03.1939, Síða 11
DÝRAVERNDARINN
15
Oýrin og tónlistin.
Athugun hefir fariÖ fram um það í dýragörð-
um erlendis, hver áhrif venjuleg tónlist muni hafa
á hinar ýmsu ’dýrategundir. Þótti ekki alls kostar
ófróðlegt, að komast að nokkurri raun um þetta.
Talið er, að árangurinn hafi víðast hvar orðið mjög
á eina leið:
Slöngur virtust ekki verða fyrir neinuni teljandi
áhrifum, nema þá helst þeim, að þær langaði til að
ganga úr skugga unt, hvaðan ,,óhljóðin“ kæmi. —
Krókódílar skriðu á land eða „gengu á hljóðið“ og
var svo að sjá, sem þeir nyti tónanna að einhverju
leyti, rétt sem snöggvast. Naslryrningar brugðusl
illa við og þóttu líklegir til þess, að vilja ráðast á
hljóðfærin og ])á, sem með þau fóru. Hundar tóku
að spangóla af mikilli ákefð og lintu ekki fyrr en
hætt var að leika. — Apar hlustuðu gaumgæfilega
ofurlitla stund, en létu síðan sem þeim kæmi þetta
ekkert við. Selir virtust njóta tónanna í ríkum mæli,
lokuðu augunum og hlustuðu með athygli. Og svo
var að sjá, sem þeir söknuðu þess mjög, er hætt
var að leika. —
Um áhrif tónanna á önnur dýr en þau, sem að
ofan getur, er ekki rætt í heimild ]jeirri, sem þetta
er eftir haft.
Heldur trygð við liestinn sinn.
Það er í frásögur fært, og þykir merkilegt á þess-
ari lausungar-öld, að ökumaður nokkur vestur i
Whitewater i Wisconsin, sem lengi hefir haft hesta
í þjónustu sinni og á nú einn eftir, úrvals-grip, af-
taki með öllu a'ð láta hann þoka fyrir bifreið, sem
honum mundi þó innan handar að kaupa. Jdann má
ekki til ]>ess hugsa, að selja hestinn, vin sinn og
félaga, láta hann víkja fyrir dauöu flutningatæki
og svifta sjálfan sig þar með ánægjunni að sam-
starfi við skemtilegan félaga. Honum finst ]>að ó-
bærileg tilhugsun, að lóga klárnum, meðan hann
er heill heilsu og í fullu fjöri. En keypt hefir mað-
urinn skrautleg aktýgi á hestinn, rafljósum prýdd
að vild og þörf. Beislið er og með ljósakúlum, svip-
an og vagninn sjálfur. Útvarpstæki er i vagninum
og fleira til skemtunar og þæginda. „RafstöSin"
sjálf er undir sæti ökumannsins. Sagt er aS hestur-
inn hafi kunnaS ljósaganginum og útvarpshávaS-
anum heldur illa fyrst i staS, en sætti sig nú hiS
besta viS hvorttveggja. J^ykist eigandinn jafnvel
hafa orSiS þess var, aS hann lifni allur og fjörgist
viS glaSan söng og hljóöfæraslátt.
Smavegis.
Til margs má nota seppa!
ÞaS virSist ekki liggja beinlínis í augum uppi,
meS hverjum hætti hundar geti orSiö flugsamgöng-
unum aS liöi. Samt er ekki loku fyrir það skotiö, aS
þeir geti orSiö aö verulegu gagni i þessum efnum. —
MaSur er nefndur Carl Evert. Hann er flugmaöur
og mun vera búsettur i New York. Hann á hund
einn af þýsku kyni, hinn mesta þrekvarg, og hefir
kent honum marga hluti. — Eitt er þaö, meSal
margs annars, aS verSi rakkinn þess var sjálfur, eöa
sé sagt frá því, aö komin sé reka-sprek eöa trjá-
kubbar í flughöfnina, sem oft vill verSa, þá legst
hann til sunds og reynir af miklum dugnaöi og
samviskusemi, aS koma þessu drasli í burtu, svo að
lending flugbáta og flugvéla veröi auðveldari og
síSur hætt viö slysum.
★
Frábær mjólkurkýr.
Göniul og góö búkona norölensk komst stundum
svo aS orSi um bestu mjólkurkúna sína: „Hún er
bæSi nythá og dropsöm, blessuð skepnan — flæö-
ir mjólkinni vetur og sumar.“ — Sú kýr mun oft
hafa komist í 22 merkur í mál og fekk þó aldrei
antíaö en töðugjöf. — Og kölluS var hún dropsöm,
ekki síSur en hámjólk.
Fyrir skömmu birtu erlend blöð mynd af frábærri
mjólkurkú, sem höfö var á gripasýningu vestur í
Argentínu áriS sem leiö. Er hún af hollensk-argent-
isku kyni og talin með hestu mjólkurkúm í heimi
um þessar mundir. Iúitt áriö (líklega 1937) mjólka'Si
hún 10.544 kg. Og samkvæmt rannsöknum á fitu-
magni mjólkurinnar heföi mátt vinna úr nytinni
367 kg. af smjöri, ef hún heföi öll fariö í „strokk-
inn“
★