Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.07.1963, Síða 13

Dýraverndarinn - 01.07.1963, Síða 13
dýra væri því hærri, sem þau væru stærri, en nánari athugun hefur sýnt, að sú er ekki raunin. Leður- blaka sú, sem á lieima á Norðurlöndum, er ósköp lítil, þyngdin aðeins nokkrir tugir gramma, en hún hefur reynzt geta orðið 25 ára. Stóru rándýrin, ljón og tígrisdýr, verða ekki eldri en 30—35 ára í dýragörðum, en talið er, að Jrau lifi þar mun skemur en úti í náttúrunni. ... Menn vita meira um aldur villtra fugla en spendýra, því að fuglamerkingar hófust fyrir all- mörgum áratugum, til dæmis í Danmörku fyrir 70 árum. Þá liggja og fyrir margar upplýsingar urn aldur fugla, sem hafðir hafa verið í búrum. Og svo undarlegt, sem það kann að virðast, reynast fuglar, sem hafðir eru í búrum, ná hærri aldri en villtir. Lífsbarátta fuglanna mun vera það hörð, að hún valdi þessum mismun. Páfagaukar verða rnjög gamlir. Vitað er um páfa- gauk, sem lifði liálfa aðra öld í búri. Annar lifði í 94 ár, eftir að hann náðist og var settur í búr. Ernir verða mjög gamlir. Þjóðverjar geta sannað, að tveir ernir lifðu ófrjálsir geipilengi, annar 80 ár, en hinn í 104. í dýragarðinum í Kaupmanna- höfn eru fimmtugir ernir og gammar, og ugla hefur verið í dýragarðinum í rúm 70 ár. Svartbakurinn hefur reynzt verða 64 ára og hrafninn 69. Vitað er, að þrestir hafa lifað í búri í 17 ár, og rauðbryst- ingur hefur orðið tvítugur. Það Jjótti tíðindum sæta í Noregi, að árið 1952 lézt þar hanagrey, sem var 17 ára og tveggja rnánaða — og var hann |>á talinn elzti liani á öllu landinu. Mörg skriðdýr verða afargömul. í dýragarði Kaup- mannahafnar er skjaldbaka, sem er meira en 100 ára, og til er eitt slíkt dýr, sem sannanlega er orðið 180 ára. Menn vita um krókódíla, sem eru 100 ára, og Danir eiga stálorm, sem lifað hetur ófrjáls í 40 ár. Þá eru j>að fiskarnir .. . Fyrir rúmum 20 árurn drapst áll, sem liafði lil'að í íiskabúri í Helsingja- borg í Svíjrjóð í 88 ár. Geddan, sem er allra fiska gráðugust og lifir í ám, vötnum og tjörnum, meðal annars á Norðurlöndum, getur náð 50—60 ára aldri, enda hafa veiðzt geddur, sem voru 20 kíló á )>yngd. Ekki vita menn til, að veiðzt hafi eldri lax en 13 ára. Það var hrygna, og hafði hún sannanlega hrygnt fjórum sinnum, en til skamms tíma var )>að trú manna, að laxinn dæi, J>á er hann hefði hrygnt einu sinni. Hér er loks mynd, er sýnir humar, sem var 4 kíló að Jryngd, enda skrokkurinn á honum 42 sentí- metra langur! Vargur varplandanna með unga sinn. Hundrað ára shjaldbaka Risaliumar — skrokkurinn ncerri hálfur metri á lengd. DÝRAVERNDARINN 45

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.