Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.07.1963, Qupperneq 15

Dýraverndarinn - 01.07.1963, Qupperneq 15
Kisa cleyr ekki eáðalaus Kisa var sárþyrst, og það var engin lifandi manneskja í húsinu. En kisa komst inn í eldhús, og hún hafði séð vatn renna úr einhverju skrýtnu og gljáandi, og svo stökk hún þá upp á eldhúsborðið og sett- ist á röndina á vaskin- um. Hún hafði horft á húsmóður sína taka um eitthvað efst á þessu gljá- andi, og þá hafði komið vatn. Hún kom við það með framlöppinni, ýtti á, og svo kom vatn til allrar hamingju. Og kisa setti þá löppina undir vatnslekann og sleikti af þófanum ... En hún var mjög þyrst og afar lítið sem hún gat fengið af vatni á þennan hátt. Og hún var hreint ekki ánægð. Henni fannst hún verða að fá bunu í stað- inn fyrir þennan vesald- ar leka. Og hún liugsaði málið, já, það gerði lnin. Og víst datt henni þá ráð í hug. Hún beit í þetta skrýtna efst á hinu gljáandi fyrirbrigði, og sjáum til: Úr því fór að buna, og það hélt áfram. Svo laut kisa ofan að bununni, en fór ósköp varlega, því að ekki kærði hún sig um að væta sig heitt að ráði. En skyldi það vera munur að svala sér svona eða að verða að láta sér nægja að sleikja dropa eftir dropa af lopp- unni? Nú gat hún verulega svalað sér. Og það var áreið- anlega mjög ánægður köttur, sem stökk ofan af eldhús- borðinu og settist í stól við að snyrta sig. En þegar hús- móðirin kom heim, var hún leið yfir J)ví, að hún skyldi ekki hafa skrúfað fyrir kranann, áður en hún fór út! LANDNÁM. Einn af allra stærstu og tígulegustu fuglunum í dýraríki íslands er hafsúlan, hvítur fugl, þrek- legur og þó fimlegur, með stóra og sterka vængi og langt og sterkt nef. Fjölmargir af lesendum Dýraverndarans munu aldrei hafa séð hafsúlu, því að hún er svo sem ekki á almannafæri. Hún er ekki sníkjudýr í höfnum og á fjörðum, og ekki er heldur vitað, að hún sé ræningi eða íuglamorðingi. Hún heldur sig úti á liafi, sést sjaldan nema á djúpmiðum, og það er ekki víða, sem hún verpir. Eldey, hinn mikli hamra- kastali úti fyrir Reykjanesi, hefur verið talin af mörgum eini varpstaður súlunnar liér við land, en hún mun þó verpa víðar við Vestmannaeyjar, svo sem í Súlnaskeri. En Eldey liefur hún gert að sínu ríki, og er þar talin mesta súlnabyggð veraldar, enda súluhreiðrin þar milli tíu og tuttugu þúsund. Nú flytur blað, sem gefið er út á Akureyri, þá fregn, að Norðlendingar hafi eignazt súlnabyggð, og líkar þeim það vel, því að jafnan hafa þeir viljað halda sig til jalns við landa sína í öðrurn landsfjórð- ungum. Fyrir nokkru fundu menn eitt súluhreiður í Stórakalli í Læknisstaðabjörgum á Langanesi, og þótti það mikið undur. En í vor fór Aðalbjörn flugafgreiðslumaður í Þórshöfn til eggjatöku á Langanesi, og uppgötvaði hann þá hundrað súlna- lireiður í Stórakalli. Hann hetur sagt, að sig gruni, að súlan hafi líka numið land í Rauðunúpum á Melrakkasléttu. Ekki er vitað, hvort landnemarnir þarna eru upp- aldir í Eldey, en trúlegt er það, því að súlan fer víða urn hafið kringum ísland og sannarlega mun tekið að þrengjast í liöfuðstöðvum hennar. Svo hafa þá ein lijón, sem hafa átt rneira framtak en aðrar súlur og einnig meiri löngun til að vera sem frjálsust, tekið sig út úr og gerst frumherjar að stofnun nýlendu. RÆNINGI. Það var snemma í vor, að konan mín vakti máls á því við mig, að drifhvítur lugl væri farinn að halda sig í hópi æðarfuglanna, sem löngum hafa, oÝ R AVERN DARINN 47

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.