Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.03.1956, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 20.03.1956, Blaðsíða 4
Undirrót krabba- meins fundin? / Science, tímarid Vísindafram- farafélagsins bandaríska (The American Association for the Ad- vancement of Science) hefir verið birt grein, sem fjallar um athug- anir og rannsóknir, sem eru til skýringar á uppruna krabba- meins, og kunna að leiða til nýrra lœkningaaðgerða á meininu. Robert K. Plumb gerir þessa grein að umtalsefni í grein í New York Times, og telur, að þarna kunni að vera fundnar skýringar, sem leiði til auðveldari úrlausnar á vandamálinu mikla, hversu vinna megi bug á krabbameini. Hér kunni að sannast sem oftar, að einfaldar skýringar og eðlileg- ar leiðir til lausnar á erfiðu vandamáli. Allt virðist allt í einu auðskiljanlegt og einfalt. Enn er þó ekki lengra komið en svo, að ekkert sé hægt að full- yrða með neinni vissu, fyrr en að undangengnum athugunum og rannsóknum í rannsóknarstofum og vísindastofnunum um gervall- an heim. Kannske taki það mörg ár. að sanna — eða afsanna kenn- inguna. Skýringarnar voru fyrst birtar í þýzka vísindatímaritinu Natur- wissenschaften, sem þýdd var til birtingar í Science. Höfundur hinnar upphaflegu greinar er prófessor Otto Warburg, for- stöðumaður Max Planck stofnun- arinnar í frumulífeðlisfræði, cn sú stofnun er í Berlín. — War- burg prófessor hlaut Nobelsverð- laun 1931 fyrir skyldar rann- sóknir. Warburg telur, að undirrót krabbameins sé, að einstakar frumur sem nota súrefni, verði fyrir skemmdum, og starfsemi þeirra truflist af þeim sökum. Skemmdir orsakist af ýmsu, sem kunnugt sé að valdf krabbameini, svo sem radíumgeislum, ertingu, þrýstingi, tiöruefnum, arseniki og fleiri efnum. Skemmdirnar valda breytingu á starfsemi frum- anna, sem miðar að vexti og við- haldi, en þær halda áfram bar- áttu sinni fyrir tilverunni þrátt fyrir skemmdirnar um langan tíma, og vinna loks bug á súrefn- isskortinum með því að breyta til frá eðlilegri öndunarstarfsemi og byrja orkuframleiðslu með öðru inóti, þ. e. með gerjun, sem ekki er eins fullkomin og öndunin. Veldur það því, að frumukerfið, sem ella mundi notast til venju- legs frumuvaxtar og viðhalds, beinist að gerjuninni. Breytast hinar margbreytnu líkamsfrumur við þetta í fábrotnar frumur, krabbameinsfrumur, sem þróast ört. Warburg segist byggja kenn- ingar sínar á þúsundum rann- sókna í efnarannsóknastofum. Og hann bætir því við, að ekki sé um neina aðra kenningu að ræða á undirrót krabbameins. Arsþing íþróttabandalags Akureyrar verður sett í Iþróttahúsinu miðvikudag 21. marz (annað kvöld) kl. 20.20. Her- mann Guðmundsson, framkv.stj. Í.S.Í., mxtir á þinginu. Fulltrúar mæti stund- víslega og hafi kjörbréf sín með. Þriðjudagur 20. marz 1956 Valbjörk opn »r husgagnaverzlun við Ráðhiistorg Öilit fjirir, oi) fnr. Alfiýðuflohlð- ins om 12 stonilo htrlld d togurum verii sdmbyhkt Sjávarutvegsnefnd skilað áliti um írv. Góðar horfur eru nú á því, að ^ jrumvarp Alþýðuflokksins um að lögfesta 12 stunda lágmarkshvíld togarasjómanna, nái fram að ganga á því þingi er nú situr. ^ Hefir sjávarútvegsnefnd ejri deild ar alþingis sltilað áliti um frv. og mxelt með samþykkt þess. Alit sjávarútvegsnefndar er á þessa leið: Sjávarútvegsnefnd hefur rætt. málið á fundi sínum, og hafa Stjóro A. S. I. fer inn ó vflrfiugaverða örout Framhald af 1. síðu. tefla styrk og faglegri einingu A. S. I. í voða. Flokkurinn hefir ugglaust veitt því athygli, að hann vann aðeins þar á í síðustu * 1 kosningum, sem sósialistar, en j ekki kommúnistar voru í fram- boði (Finnbogi Rútur og Karl Guðjónsson). En í stað þess að drsga þá mannlegu ályktun af þessu, að efla til valda í flokknum frjálslyndari öfl hans, (hin nýja lína í Moskva var þá heldur ekki komin) breytti flokksforystan þveröfugt á síðasta flokksþingi: Kommúnistum var raðað þar í öll valdasœti. Til þess hins vegar að slá ryki í augu kjósenda er nú reynt að fá nýtt blóð inn í flokk- inn með því að breiða yfir nafn og númer. Þetta er sami leikurinn og 1938. Ábyrgðin En ábyrgðin af þessum leik fellur þó ekki fyrst og fremst á herðar konnnúnistunum. Þar er litla ábyrgð að hafa. Ábyrgðin bvílir að meginhluta á þeim, sem láta kommúnistana véla sig til þessa leiks og hafa að sýnd for- ystuna um hann. Hér skiptir engu máli, þótt þeir geri þetta í góðri trú. Hin illa afleiðing, ef nokkur afleiðing verður, er söm: að riðla fvlkingar alþýðunnar og rugla fyrir henni spilin. Við getum í hjarta okkar óskað cftir svo og svo víðtæku samstarfi til vinstri, en þegar öll skynsemi okkar bendir til þess, að lengra verði ekki komizt um sinn án hættu á klofningi, þá eigum við, sem viljum meiri sameiningu, ekki að taka þátt í verknaði, sem eykur glundroða. Þetta ætti að vera svo augljóst mál, að ekki þurfi um að ræða. eíri deildar hefiu' og mælt meö því nefndarmenn orðið ásáttir um að mæla með frv., en áskilja sér rétt til að bera fram breyt- ingartillögur við það eða fall- ast á brtt., ef fram koma undir umræðu málsins. Alþingi, 13. marz 1956. Jóhann Þ. Jósefsson, form., Vilhjálmur Hjálmarss., funda- skr., Ingólfur Flygenring, frsm., Bernharð Stefánsson, Guðm. í. Guðmundsson. I „FJÓRAR SEX l STUNDA VÖKUR“. i Flutningsmenn frv. eru þeir Haraldur Guðmundsson og Guð- mundur í. Guðmundsson. Frum- varpið er flutt sem breyting á lögum nr. 53, 27. júní 1921 um hvíldartíma háseta á ísl. botn- vörpuskipum og á lögum nr. 45, 7. maí 1929, um breytingu á þeim lögum. Fyrsta greinin hljóðar svo: I 2. gr. laganna orðist svo: Þá er skip er að veiðum með botnvörpu eða á siglingu milli innlendra hafna og fiskimið- anna, skal jafnan skipta sólar- hringnum í fjórar sex stunda vökur. Skal eigi nema helm- ingur háseta skyldur að vinna í einu, en hinn helmingurinn eigi hvíld, og skal hver háseti hafa að minnsta kosti 12 klukkustunda hvíld á sólar- hring hverjum. Samningar milli sjómannafélaga og út- gerðarmanna um lengri vinnu- tíma en fyrir er mælt í lögum þessum skulu ógildir vera. MARGOFT FLUTT ÁÐUR. Þingmenn Alþýðuflokksins hafa á undanförnum þingum flutt frv., samhljóða því, er hér um ræðir, en ekki hafa þau náð fram að ganga. L A. frumsýnir Úlíhildi um ncestu helgi Leikfélag Akureyrar hefir að undanförnu verið að æfa innlend- an sjónleik, Úlfhildi. Höfundur- inn er Páll H. Jónsson, kennari á Laugum. Frums'ningin mun væntanlega verða um næstu helgi. Leikstjóri er Jón Norðfjörð, en leikendur eru 12 og nokkrar aukapersónur í viðbót. Að minnsta kosti 4 nýir leikarar koma nú í fyrsta sinn fram á leiksviðinu og bíða menn þess með óþreyju, hvernig þeim tekst í hinum nýja sjónleik. Inlið dð innnn I dra verði onnt oð Ishni menn við hveji, / grein í New York Times eftir Robert K. Plump er skýrt frá því, að lœknar og vísindamenn hafi góðar vonir um, að innan fimm ára verði jundin örugg ráð til að lækna menn af kvefi. í Bandarðcjunum er sérstök stofnun, sem vinnur að rannsókn- um í þessu efni, The Common Cold Foundation. Var efnt til fundar lækna og vísindamanna á vegum hennar í New York og var sá fundur haldinn fyrir nokkru. — Skoðun þeirri, sem að cfsn um getur var m. a. haldið fram af dr. John S. Dingle há- skólakennara við læknadeild Western Reserve University. Á meðal vísindamanna, sem voru sömu eða svipaðrar skoðunar og dr Dingle, er dr. John F. End- ers, sem var meðþegi Nobelsverð- launa 1956 í læknavísindum, fyr- ir uppgötvanir á aðferðum til að rækta vírusa í rannsóknarglösum. Dr. Dingle kvaðst ekki vera þeirrar skoðunar, að hægt muni að gera fólk ónæmt fyrir kvefi, með bólusetningum, eins og við bólu-, barna- og lömunarveiki. Og ástæðurnar væru þær, að svo \irtist sem til væru margar teg- undir vírusa, sem valda kvefi, og ónæmi það sem menn fá eftir eina tegund kvefvirusa eftir eðli- lega smitun er mjög lítil, en nátt- úrlegt ónæmi framleitt af vírus- um sem valda sumum öðrum sjúkdómum getur enzt jafnvel alla ævi. En dr. Dingle kveðst sann- færður um, að lyf til varnar kvefi inundi finnast. Um möguleika væri að ræða til að reyna þrennt: Gera alla ónæma gegn kvefi, girða fyrir smithættu, legg’a á- herzlu á lækningu eftir smitun. í gær opnaði húsgagnasmíða- stofan Valbjörk húsgagnaverzlun við Ráðhústorg í húsnæði því, er BSO hafði. Verður verzlunin op- in síðari hluta dags og höfð þar ti! sýnis og sölu hin fjölbreyttu og smekklegu húsgögn Valbjark- ar-verkstæðisins. Svo sem kunnugt er, hefir Val- bjórk smíðaverkstæði sitt niður á Tanga, og því langsótt fyrir viðskiptavinina að fara þangað til að skoða húsgögnin. Vilja eig- endurnir með því að opna sýni- og sölubúð í miðbænum auðvelda viðskiptin. Verka! vennafélagið EINING heldur félags- og skemratifund í Verkalýðshúsinu sunnudaginn 25. marz kl. 8.30 síðdegis. Fyrst verða rædd félagsmál, síðan hefst kaffi- drykkja og spiluð verður félagsvist. Konur beðnar að hafa með sér kaffi- hrauð. STJÓRNIN. Hið síðasta væri það, sem senni- legast myndi koma að mestum notum, en hann lagði áherzlu á að ekki væri enn til neitt lyf eða öruggt heilsufarslegt ráð, sem ilvgði til varnar gegn kvefi. — Yniis lyf og annað, sem reynt befði verið, væri vita gagnslaust. Nýjustu tilraunir kvað hann hafa s'nt, að fólk fengi ekki kvef af því, að því yrði kalt eða ofþreytt- ist, og allir einstaklingar kvefast ekki þótt aðrir kvefist við sömu aðstæður og skilyrði. Dr. Thomas G. Ward, kennari i gerlafræði við John Hopkins háskólann sagði, að mikill fjöldi \irusa orsakaði kvef eða fram- leiddu kvefeinkenni, og í þeim flokki, sem valda sárindum í hálsi < g rennsli í augum eru 13 virusa- legundir, hinir svonefndu APC- virusar og svo framvegis. * Utborganir illmannatrygginga í Akureyrarumdæmi árið 1955 Samkvæmt upplýsingum Akurevrarumboðs Almannatrygginga hafa greiddar bætur orðið á síðastliðnu ári í umdæminu sem hér segir: Samtals kr. 533 hafa fengið ellilífeyri ..................... 3.364.406.00 168 — — örorkulífeyri ...................... 924.329.00 38 — — örorkustyrk ......................... 73.500.00 102 — — barnalífeyri óendurkræfan .... 635.765.00 105 — — barnalífeyri endurkræfan ........... 470.741.00 701 — —- fjölskyldubætur .................. 1.439.186.00 238 — — fæðingarstyrki ..................... 230.292.00 20 — — ekkjubætur og lífeyri ............... 48.019.00 2 — — makabætur ........................... 4.000.00 49 — — mæðralaun ........................... 76.523.00 1956 hafa fengið ................................. 7.266.761.00 Auk þess hefir umboðið greitt: Sjúkrabætur....... 239.464.00 Eftirlaun ............. 202.289.00 Alls kr. 7.708.514.00

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.