Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 12.06.1956, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 12.06.1956, Blaðsíða 1
XXVI. árg. 22. tbl. Þriðjudagur 12. júní 1956 ■JT Ihaldið og einahagsmálin Sjálfstæðismenn láta sér hæpt inn, að hann kenndi neins kvíða, Jþjóðina í ógöngur. um það, að ræða efnahagsmál eða að honum væri órórra en áð- má ekki takast það. En honum Þjóðin mun taka í taumana hinn 24. þ.m. Hún vill engan leikaraskap þjóðarinnar fyrir þessar kosning- ur. Sagt var, að hann hefði þá ar í blöðum og á mannfundum. ^ verið léttlyndur og gáskafullur. Blöð flokksins tæpa á þessu ein- Kannske er honum horfinn allur eða glens um alvarlegustu vanda- stöku sinnum og þá helzt þannig, kvíði. Eða getur það verið, að mól sín. Hún vill nýja og óbyrga for- að aðeins sé um að ræða stund- arerfiðleika, sem auðvelt sé úr að bæta. Þess er þó ekki getið, með hverjum hætti það skuli gert. Hinu er óspart á loft haldið með miklu oflæti, að þjóðin hafi aldrei verið jafn auðug og nú og allt sé það stjórn Sj álfstæðisflokksins að þakka. Allt var það honum að þakka, að stríðsgróðinn flæddi inn í landið, Marshallféð og gjaldeyristekjur af varnarliðs- framkvæmdum. Ekki láta þeir þess þó getið í því sambandi, að auðmennirnir í Reykjavík hafa aldrei verið jafn auðugir og nú. Ekki er heldur haft hátt um það, að samkvæmt prentaðri skýrslu Landsbanka íslands var ekki til um síðustu áramót eyrisvirði í erlendum gjaldeyri til kaupa á nauðsynjum, og að þjóðin safnar nú gjaldeyrisskuldum. Þeir, sem nú ræða og rita um stjórnmál fyrir Sjálfstæðisflokk- inn ættu að rifja upp ræðuna, sem Ólafur Thors flutti þjóðinni á gamlárskvöld 1954. Hann minnti á þá alkunnu staðreynd, sem hann sagði að raunar væri búið að segja svo oft, að menn væru hættir að gefa því gaum, að engin þjóð gæti til langframa eytt meiru en hún aflaði. Góð vísa væri þó ekki of oft kveðin, og því kvaðst hann nú kveða þessa vísu og kveða hana við raust, að sér væri órórra en áð- ur. Hann var farinn að hugsa fyrir morgundeginum, blessaður karlinn. En hver var svo árangur- inn af þessum kveðskap? Hann var sá, að innflutningurinn 1955 varð 416 millj. króna meira en útflutningurinn. Á þetta vilja Sjálfstæðismenn ekki minnast fyrir kosningar nema með hálf- yrðum. Það kynni að vekja ó- þægilega athygli á því, að eitt- hvað kunni að hafa verið bogið við stjórn Sjálfstæðisflokksins. í sömu ræðu sagði þessi ráð- herra, að sumir kenndu nú þess kvíða, að íslendingar væru að glata fjárhagslegu sjálfstæði sínu, en þá væri einnig frelsinu hætt og vissi því enginn, hvað við tæki. Hann hefur víst ekki látið í ljós á fundinum í Nýja Bíó um dag- hann sé svo slingur leikari, að hann dylji nú kvíða sinn og óró- leika, vegna þess að kosningar eru í nánd? Eða var hann bara að leika á gamlárskvöld 1954, þegar hann flutti ræðuna, sem hér hef- ur verið minnst á? Getur maður yfirleitt nokkurn- tíma verið viss um, hvað þessi höfðingi íhaldsins er að fara? Vissulega er það augljóst mál nú. Hann er á góðri leið með að leiða Frombjó^eodur JtlliýðD- flohhsins í einmenninoi- hjördsmum Akureyri: Friðjón Skarphéðinsson, bœj- arfógeti. Siglufjörður: Áki íakobsson, lögfrœðingur. Austur-Húnavatnssýsla: Bragi Sigurjónsson, ritstjóri. Norður-Í safj arðarsýsla: Friðfinnur Ólafsson, framkv.- stjóri. ísafjörður: Dr. Gunnlaugur Þórðarson, fulltrúi. Snæfells- og Hnappadalssýsla: Pétur Pétursson, framkvœmda- stjóri. Borgarf j arðarsýsla: Benedikt Gröndal, ritstjóri. Gullbringu- og Kjósarsýsla: Guðm. I. Guðmundsson,bœjar■ fógeti. Hafnarfjörður: Emil Jónsson, alþingismaður. Vestmannaeyjar: Olafur Þ. Kristjánsson, skóla- stjóri. Landslisti Alþýðuflokksins er A-LISTl og er í kjöri í öllum kjördæmum landsins. Islandsmót i knattspymu hófst í Reykjavík s. 1. sunnudag. Fyrsti leik- ur mótsins var á milli Akureyringa og Fram og lauk honum með sigri Fram, 2 mörk gegn engu. — Næsti leikur Ak- ureyringa verður í dag og keppa þeir þá við Val. ystu. Fró nðoljundi K. V. A. Aðalfundur Kaupfélags Verka- manna Akureyrar var haldinn 7. þ. m. og var fertugasti aðalfund- ur félagsins, því að félagið var 40 ára í desember s. 1. Erlingur Friðjónsson flutti skýrslu stjórnarinnar og gat helztu atriða úr rekstri félagsins og framkvæmdum á árinu. Á árinu sem leið keypti félagið neðri hæð hússins Norðurgata 40 hér í bæ og rekur þar nú útibú. Vörusala félagsins óx á árinu um 28,6 af hundraði og varð alls 1.784.673,59 krónur. Rekstur saumastofunnar gekk einnig ágætlega. Aðalfundur félagsins í fyrra samþykkti að gerð yrði gagnger breyting á nýlenduvörudeild fé- lagsins og er nú sú breyting vel á veg komin. Sameignarsjóðir félagsins eru nú orðnir 45 þúsund krónum hærri en bókfært verð allra hús- eigna þess og lóða við Strand- götu 9, Strandgötu 7, saumastofu og Túngötu 2, en allar þessar lóð- ir eru eignarlóðir. Nettó ágóði af rekstri félagsins varð 23,417,84 kr. Samþykkt var að greiða félags- mönnum 5% af ágóðaskyldri út- tekt þeirra við verzlun félagsins, þar af skyldu 3% renna í stofn- sjóð. Halldór Friðjónsson baðst undan endurkjöri í stjórn íélags- ins, en í henni hefir hann átt sæti allt frá stofnun félagsins og ætíð verið formaður hennar. Margir fundarmanna tóku til máls og þökkuðu Halldóri vel unnin störf í þágu félagsins. Þorsteinn Svanlaugsson var kosinn í stað Halldórs í stjórn- ina. Stefán Þórarinsson var endur- kosinn aðalendurskoðandi félags- ins og Sigurður Ringsted vara- endurskoðandi. Fulltrúi á aðalfund S. í. S. var kosinn Erlingur Friðjónsson, en Albert Sölvason varafulltrúi. X Friðjón Sharphéðinsson ií Hræðsla — HeiMverzl- Hræðslubandalag kölluðu þeir það, íhaldsmennirnir, þegar ljóst varð að samvinna hefði tekist með Alþýðuflokknum og Fram- sóknarflokknum, nú fyrir kosn- ingarnar, því að þá kom þeim fyrst hræðsla í hug. íhaldið, sem um margra árabil hafði glaðst svo innilega yfir sundrungu vinstri aflanna vissi ekki sitt rjúk- andi ráð. Slagorð þess um sundr- ungu vinstri manna voru orðin því trúarbrögð, en nú blasti við augum þess staðreynd, sem ekki var hægt að bera brigður á. — Vinstrimenn höfðu borið gæfu til þess að taka höndum saman í baráttunni við óþurftaröfl þjóð- félagsins. Draumur Sjálfstæðis- flokksins frá síðustu kosningum um að ná hreinum þingmeirihluta með aðeins 37,1% kjósenda var hruninn í rúst. Flokkurinn sá fyr- i ir endalok valda sinna í íslenzku þjóðlífi. Hann sá fyrir sér enda- lok braskara- og hermangarasjón- armiða flokksgæðinga sinna. Já, hann sá meira aðsegja hinn ame- ríska her hverfa úr landi og þar með eina hina stærstu gróðrar- stíu verðbólgu og jafnvægisleysis. Hann sá stigið stórt spor í áttina til frelsis og framfara, sem í 6enn ivakti trú hins almenna kjósanda i bæði á landi og lýð. Og var það I þá nokkuð undarlegt, þó að Sjálf- I stæðisflokknum brygði illa í brún, þegar svona var komið? Var það nokkur furða þótt þeir skvlfu út úr sér þessu eina orði, sem nú er orðið þeim tamast allra orða, Hræðslubandalag? í leit að Ijótum orðum. Og hver urðu svo hin fyrstu viðbrögð þessara hræddu manna, gegn þessari samvinnu umbóta- flokkanna? Jú, fyrst þurfti að finna einhver nógu ljót orð um þetta ógurlega fyrirbæri, sem þeir kölluðu Hræðslubandalag. Og ein hvern veginn varð það fyrsta, sem á vegi þeirra varð í íhaldsherbúð- unum brask og heildverzlun. Og þarna voru ljótu orðin fengin, sem Sjálfstæðisflokkurinn fann sig hafa svo mikil not fyrir. Og þó að heildsalahjartað í Sjálfstæðis- flokknum tæki nú kannski svolít- inn kipp, þá mátti nú sjá daglega bæði í Morgunblaðinu og öðrum smærri málgögnum flokksins orð eins og „atkvæðabrask“ og „heild- verzlun með kjósendur Alþýðu-1 flokksins og Framsóknarflokks- ins.“ Og í einfeldingslegri örvinglun birti svo Moggatetrið myndir af formanni Alþýðuflokksins og for- manni Framsóknarflokksins, þar sem þeir eiga að vera með kjós- endurna í kippum við búðar- borðið, fala eins og hverja aðra þyrsklinga. Og á annarri mynd eru sömu menn að eltast við sauði og draga í dilka. Þannig koma hinir íslenzku kjósendur fyrir í íhaldsaugunum, sem þorsk- ar eða sauðir. Þannig sýnir Morg- unblaðið alþýðunni, hinum al- menna kjósanda, virðingu sína. Svo eru þeir utan við sig í hræðslunni, Sj álfstæðismennirnir, að þeir gleyma öllu almennu vel- sæmi, og sýna íslenzkum kjósend- um slíka móðgun og mannfyrir- litningu, að einsdæmi mun vera. En er það kannske ekki dálítið skrítin tilviljun, að einmitt orðin brask og heildsala skyldu verða fyrir Sjálfstæðisflokknum, þegar hann fór að leita að hinu vonda? Og vindhöggið reið af. Og enn fann Sj álfstæðisflokk- urinn vanmátt sinn. Hann sá að þetta dugði hvergi nærri til. Hann varð að gera eitthvað meira. Og hann varð sér úti um bandamenn. Þríraddaðar stunur kváðu við. Kommarnir, íhaldsmennirnir og þjóðvarnarmennirnir mjálmuðu í kór: Hræðslubandalag! Og textinn varð eftir efnum og ástæðum: Alþýðuflokkurinn flek- ar Framsóknarflokkinn, Fram- sóknarflokkurinn gleypir Alþýðu- flokkinn, kjósendur hryllir við kosningabraski þessara flokka, fylgið hrynur af þeim, þeir týnast og glatast með öllu í næstu kosn- ingum og annað af slíku tagi. Og þetta dugði þeim um hríð. Þeir vonuðu að finna aftur trú sína með því að endurtaka ósannindin nógu oft fyrir sjálfum sér. En þetta varð jafnvel þeim um megn. Þeir gátu ekki lokað augunum fyrir því, að fagnaðaralda var ris- in meðal fólksins í landinu, vegna þess að Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn höfðu bor- ið gæfu til þess að taka höndum saman til þess að hrinda í fram- kvæmd, með samstarfi í stað sundrungar, hugsjónamálum sín- Framhald á 3. síðu. þing fyrir Ahureyri

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.