Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.07.1956, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 10.07.1956, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 10. júlí 1956 ALÞÝÐUMAÐURINN Útgef andi: Alþý&uflokksfélag Akureyrar Ritstjóri: BRAGI SIGURJÓNSSON Bjarkarstíg 7. Sími 1604 Verð kr. 40,00 á ári. Lausasala kr. 1,00 blaðiS. Prentsm. Björns Jónssonar h.f. Þórir Baldvinsson: Ameríkumeni) byggja ódýr hús Tekst að mynda vinstri stjórn? AlþýSuflokkurinn og Fram sóknarflokkurinn haía báðir talið sér skylt, eins og viShorf eru nú á stjórnmálasviðinu, að kanna möguleika á myndun stjórnar ín þátttöku SjálfstæSisilokksins. — Hafa báðir flokkarnir tahS rétt, að formaSur Framsókuavftokks- ins, Hermann Jónasson, hefði for- göngu um þaS mál og stendur at- hugun hans á því nú vfir. BáSir flokkarnir hafa kosiS nefndir til aS fjalla um málið, en þessar nefndir eiga engar viSræSur viS aSra flokka. Forsaga þessa máls er sú, aS föstudaginn 29. júní áttu fulltrú- ar fyrir þingmenn AlþýSuflokks- ins og Framsóknarflokksins, þeir Haraldur GuSmundsson og Gylfi Þ. Gíslason fyrir AlþýSuflokkinn, en Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson fyrir Framsóknarflokk- inn, fund með tveim fulltrúum AlþýSubandalagsins, Hannibal Valdimarssyni og Einari Olgeirs- 6yni. Á þessum fundi spurSust full- trúar umbótaflokkanna fyrir um þaS, hvort AlþýSubandalagiS mundi vilja veita minnihluta- stjórn Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins hlutleysi til þess aS framkvæma stefnuskrá þessara flokka í nánu samstarfi viS al- þýSusamtökin og bændasamtök- in. Svar þeirra IJannibals og Einars var algerlega neitandi. Eftir þennan fund skrifaði Hannibal Valdimarsson fyrir hönd Alþýðubandalagsins bréf til Alþýðujlolclcsins og Fram• sóknarflokksins og óskaði þess, að þeir tilnefndu menn í nefndir til viðrœðu um stjórn- armyndun. Þingflokkur AlþýSufl. og Fram sóknarfl. komu saman um miðja s. 1. viku og ræddu þar þessi mál öll. Var af báSum samþykkt, eins og fyrr getur, aS fela Hermanni Jónassyni, formanni Framsóknar- flokksins, að athuga möguleika á myndun ríkisstjórnar án þátttöku Sj álf stæSisf lokksins. J afnf ramt kusu þeir nefndir til aS fjalla um stj órnar-myndunina. AlþýSubandalagiS hefir einnig kosið neínd í sama skyni, en ekki höfSu þessar nefndir ræSzt við s. 1. sunnudag, heldur hafði Her- mann Jónasson rætt sérstaklega viS hverja þeirra. Ógerlegt er enn að segja um á- rangur, en óhætt er aS fullyrSa, Húsakynni manna taka miklum breytingum frá einum tíma til annars. Fjölmargar ástæður valda þessum breytingum. Á útþenslutíma verzlunar og iðnaSar á síSustu öld reistu auð- ugir menn oft mikil stórhýsi til einkaíbúSar. Vinnuaíl til heimil- ishalds var þá mikið og ódýrt og skattar lágir. Fjöldi þessara stóru íbúSarhúsa standa enn í dag, en eru nú ekki lengur notuð til íbúS- ar. Viðhorfin hafa breytzt. Bilið milli vinnuveitandans og vinnu- þiggjandans hefir minnkaS og það verSur æ sjaldgæfara aS menn lifi í hóglífi á kostnaS ann- arra. Skattarnir hafa hækkaS og upphitun stórra húsa kostar mik- ið fé. Nútímafólk vill heldur vinna í skrifstofum og verksmiSj- ura, en á heimilunum. ViShorf manna til þessara hluta er ná- kvæmlega þaS sama suSur á Hol- landi, norður á íslandi og vestur í Bandaríkjum. Þó byggja menn ekki eins í þessum löndum. ÞaS er líka ým- islegt fleira en hin hagfræðilegu atriSi, sem áhrif hafa á gerð ( húsakynnanna. VeðurfariS hefir | sitt aS segja, einnig lífsvenjur og^ smekkur. Smekkurinn og venjurn-1 ar geta hins vegar oft mótazt af því, hvaS menn sjá fyrir sér og hverju menn kynnast. ASstaSa manna er þar oft misjöfn. Þá eiga sumar þjóðir oft leiðandi menn, sem geta haft raikil áhrif á einn eða annan hátt. Bandaríkjamenn eru auðug þjóð og mikil velmegun þar meS- al almennings. Þrátt fyrir það berast þeir oftast lítið á í híbýla- gerð sinni. Menn, sem kallaðir væru stórauðugir hér á landi, búa margir þar í húsum, sem eru ódýrari, einfaldari og minni en flest þeirra húsa, sem eru í smá- íbúðahverfinu svokallaða hér í Reykjavík. Þetta er ekki nýtt fyr- irbæri þar í landi: Þannig var það þegar ég dvaldi þar fyrir rúrnum aldarfjórðungi og þannig var það, þegar ég kom þangað aftur í stutta heimsókn fyrir skömmu síðan. En hús þessi eru mjög vel búin hvers konar tækni til vinnusparnaðar og léttis í (Byggingarmál eru sígild unihugs- unarefni, því að þorfin fyrir ný hús, nýjar íbúðir er alltaf brýn og aðkall- andi. í aprílhefti Frcys ritar Þórir Baldvinsson eftiríarandi grein sem er í scnn fróðleg og vissulega umhugsun- arverð, því að mörgum er nú spurn: Byggjum við ekki alltof dýrt? — Al- þýðumaðurinn tekur sér það bessaleyfi að birta grein Þóris og biður höfund- inn og rit vclvirðingar á. — Ritstj.) að ríkur vilji er íyrir því í öllum flokkunum, að viðræður þessar beri árangur. Grunur leikur þó á, að nokkur hluti Alþýðubandalags ins (Moskva-komnmnistarnir) séu meir fylgjandi samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn, og er vitað, að SjálfstæSismenn eru á höttun- um eftir þeirri samvinnu. Hinu verður þó að trúa, a. m. k. þangað til að hið gagnstæða sannast, að hinir raunsönnu íhaldsandstæSingar í Alþýðu- bandalaginu megi sín meir en Moskvakommúnistarnir og sam- komulag náist um myndun sterkr- ar vinstri stjórnar. Sennilega fæst úr þessu skorið nú fyrir vikulokin. heimilunum og þau eru jafnan búin mjög smekklegum húsgögn- um. Flestöll íbúðarhús, sem Banda- ríkjamenn byggja, eru einnar hæðar einbýlishús. Bandar.búar eru ákveðnir einstaklingshyggju- menn, og þrátt fyrir allar þær heljarfréttir, er þeir bera út um sjálfa sig, trúa þeir mjög á sjálf- stæði heimilisins og traust upp- eldi. Þessu álíta þeir bezt borgið með því að hver fjölskylda hafi sitt hús og sinn garð. ÞaS er að sjálfsögðu á ýmsan hátt ákaflega dýrt að byggja upp heilar borgir einbýlishúsa, og sá sem á slíkt hús, verður einnig aS borga brúsann. Hann verður að greiða sinn hluta af steinlögðu stræti og sinn hlula af öllum götu- leiðslum. En Bandaríkjamannin- um er sýnt um að gera þessa hluti á ódýran og hagkvæman hátt, og það er livorki unnið sem bæjarvinna eða ríkisrekstur. Segja má að þessi einbýlishúsa- hverfi næstum því flæði yfir land- ið. Bandaríkjamenn setja það þó ekki fyrir sig, en ýmiss konar vandamál skaþast þó við þessa miklu útþenslu borganna. Mikil breyting hefir orðið á skipulagi híbýla í Bandaríkjunum á síðustu tíu árum. TíSkast nú mjög að ýmsar vistarverur íbúð- anna hafi ekki afmörkuð tak- mörk sín á milli. Renna þannig oft saman í eitt: anddyri, innri forstofa, setustofa, borðstofa og eldhús. Má þetta heita algild regla ef um einnar hæðar hús er að ræða, en um 90% einbýlishús- anna þar eru ein hæð aðeins. MeS þessu skipulagi íbúðarinnar segjast Bandaríkjamenn fá „flo- wing spaceousness", þ. e. eitt her- bergið er óslitiS áframhald af öðru. Á bak við þessa skipulagshætti liggja miklar rannsóknir, bæði efnislegar og sálfræðilegar. Yms- ir háskólar standa að þessum at- hugunum, svo 8em University of Illinois, sem er með merkustu há- skólum landsins. ASal frumkvöð- ull þessarar stefnu í húsagerð er þó fyrst og fremst hinn heims- frægi, ameríski arkitekt Frank L. Wright, sem hreyfði þessum kenningum fyrst fyrir 50 árum, en hann er nú á níræðis aldri. Það, sem kann að vekja mesta furðu um skipulag húsa þessara er, að anddyri er að mestu sleppt og að ekki er skilveggur milli eld- húss og stofu. HiS fyrra stafar sumpart af veSurfarsástæðum og sumpart af hitunartækni hús- anna. Þótt miklir kuldar séu á vetrum í Bandaríkjunum, eru stormar og umhleypingar ekki nærri eins tíðir þar í landi og hér. Þá eru nær öll þessi hús hit-1 uð með heitu lofti, en slík upp- hitun er mjög hröð og varir því hitarýrnun vegna opnunar á úti- hurð mj ög skamma stund eftir að hurð er lokað. Ef miðað er við íslenzkt veðurfar yrði þó aflokað anddyri óhj ákvæmilegt. | Ekki verður hjá því komizt að nokkur matarþefjan berist um húsið vegna hinna opnu eldhúsa. Þetta er þó minna en ætla mætti. Við eldavél er allstór loftdæla, auk þess er amerískum húsmæðr- um sýnt um að elda í lokuðum í- látum. Sérstakt þvottahús er ekki í þessum íbúðum. Sjálfvirk þvotta- vél ásamt þurrkunarvél standa því jafnan hlið við hliS í eldhúsi, og er talið eitt af hinum óvissandi hlutum. Hitunarklefinn er ekki mikið stærri en vænn fataskápur| og stendur þar vatnshitari og loft- hilari. HurSir að þessum klefa eru frá stofu eða gangi, sem í fljótu bragði sýnist fráleitt, en ekki virðist þetta saka eða neinn setja það fyrir sig í reyndinni, og haldi menn að þetta valdi óþrif- um, þá er sú ekki raunin, enda amerísk hcimili fræg fyrir þrifn- að. Ég skal viðurkenna, að þegar ég fyrst skoðaði liús þessi, var það með nokkuð efablöndnum til- finningum. Ég sá þau síðar sem sýningarhús búin öllum tækjum og húsgögnum og rénaði efi minn þá stórum. AS lokum bjó ég hjá amerísk-íslenzkri fjölskyldu í slílcu húsi í nokkra daga og sann- færðist ég þá um ágæti þeirra. Það er að sjálfsögðu hægt að byggja veglegar og skrautlegar og margbreytilegar á ýmsa vegu, en hinn náttúrlegi, rökhugsaði og yfirlætislausi blær amerísku ein- býlishúsanna er ákaflega aðlað- andi. Það liggur vitaskuld ljóst fyr- ir, að allverulega sparast í bygg- ingakostnaði með því að fella niður forstofur að mestu ásamt dyrum o'g vegghlutum, þótt húsið sé ekki að verulegu leyti minnkað þess vegna. Geymslur eru ákaflega tak- markaðar í húsum þessum. Vel er þó séð fyrir fataplássi, bæði í svefnherbergjum og við útidyr og góðir skápar í eldhúsum. Skýli fyrir bifreið er jafnan viðbyggt. Er þó skýli þetta oftast ekki ann- að en þak á súlmn. Stundum er þó lítill geymsluklefi hafður sem gafl í skýlum þessum, aðallega ætlaður fyrir garðáhöld. Það virðist vera skoðun Ameríku- manna að geymslur eigi yfirleitt að vera skápar, en ekki sérstök herbergi nema um meiriháttar umsvif sé að ræSa. Fólkið virðist að minnsta kosti ekki gera kröfur til annars. Þótt amerísku húsin séu oftast einföld og einhæf i plani, er fjöl- breytni og líf í svipmóti þeirra. MikiS er notað af náttúrlegum efnum auk þeirra verksmiðju- gerðu. Algengt er að einn stofu- veggur sé úr timbri, annar úr hlöðnu grjóti með innbyggðum ariii, en þriðji og fjórði veggur málaður og gerður úr gipsplöt- um, haglega felldum saman. Heita má að innanhússmúrhúSun sé nú óþekkt, en var þó algeng fyrir stríð.Þykir hún of dýr og tefja eins vel búazt við, að hann telji Þarfir hinna ýmsu þjóða eru mismunandi hvað húsakynni snertir. Munur á lífsvenjum fer þó stöðugt minnkandi, hvort sem mönnum fellur það betur eða ver, og telja má víst, að áframhald verði í þeim efnum. Hér á fs- landi hefir t.d. orðið vart svip- aðra tilhneiginga um skipulag húsrýmis og þess, sem að framan er lýst, og lítill vafi er á, að það á eftir að verða almennara, að óskir manna hnígi í þá átt. Bruni að Gnúpufc'elli AS kveldi síðastliSins mið- vikudags varð eldur laus að Gnúpufelli í EyjafirSi og varð mikið tjón á íbúðarhúsi, en ekki stórvægilegt á innbúi. íbúðarhúsið að Gnúpufelli er stórt steinhús, hæð og portris á kjallara, en timburinnrétting og timburgólf milli hæða. Er álitið, að eldurinn hafi kviknað með þeim hætti, að gleymzt hafi straumur á strok- járni í herbergi uppi á lofti, en mótorrafstöð er í Gnúpufelli, og það hafi gerzt, meðan bóndinn og húsfreyjan, Daníel Pálmason og Ingibjörg Bjarnadóttir, voru að mjöltun í fjósi. Eigi varð þó eldsins vart fyrr en um kl. 10, eða alllöngu eftir mjaltir, og var hann þá orðinn svo magnaður í áðurgreindu her- bergi, sem erlend kaupakona hélt til á, að lieimilisfólk gat ekki ráð- ið niðurlögum hans, heldur kvaddi slökkvilið frá Akureyri á vettvang, en tók siðan að bjarga út innanstokksmunum. SlökkviliSiS kom fljótt að Gnúpufelli og stóð þá eldurinn upp úr þaki hússins, og hefði við- byggt fjós og hlaSa verið í bráðri hættu, ef ekki hefði verið nær logn. Tókst fljótt og vel að slökkva eldinn, en þó lifði all- lengi í þaktróði, svo að varzla var höfð á frara undir morgun. RishæS hússins mun gereyði- lögð, svo og miklar skemmdir af vatni á aðalhæð. Hins vegar ekki stórvægilegt tjón á innanstokks- munum.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.