Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.07.1956, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 10.07.1956, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10. júlí 1956 ALÞfÖUMAÐURINN 3 Það er mikilvægara að halda vin- áttn bjóðar en að haia óvinsæla her»töð í landi hennar — segir einn af leiðfogum brezka Verka- mannaflokksins. Grein sú, sem hér fer á eftir, er eftir einn af þingmönnum brezka Verkamannaflokksins, Denis Healay. Hann hefir mjög látið utanrík- ismál til sín taka og er talinn vera helzti ráðunautur Hugh Gaitskells um þau mál, enda mikill stuðningsmaður hans. Denis hefir því oft gagnrýnt Bevan og utanríkisstefnu hans. Grein hans er ekki síður merkileg fyrir þá sök. Ef þróunin næstu árin verður svipuð þróuninni undanfamar vikur og mánuði, er ckkert lík- legra en að Stóra-Bretland muni tapa öllum herbækistöðvum sín- um allt frá Möltu til Ástralíu. Það mun hafa það í för með sér, að öll Mið-Austurlönd og Suð-aust- ur Asía standa varnarlaus fyrir framsókn Rússa og Kínverja og bjóða þannig hættunni heim. Og jafnvel þó að kommúnistar hafi hægt um sig og hreyfi hvorki hönd né fót, má telja fullvíst, að þjóðernissinnar í Arabalöndun- um nái algjörum yfirráðum yfir olíulindunum I löndum þessum og taki þannig iðnað Evrópumanna því kverkataki, sem hann ekki má við. Brezka stjórnin í vonda. Miklir möguleikar eru á því, að næsta stjórn í Bandaríkjunum muni lenda í töluverðum vand- ræðum út af afstöðunni til Kýp- ur-deilunnar. Það er erfitt að hugsa sér, að brezka stjórnin geti haldið stefnu sinni lengi til streitu í trássi við alla bandamenn sína, að einum undanteknum, fyrir ut- an það að minnsta kosti helming- ur brezku þjóðarinnar er andvíg- ur stefnu stj órnarinnar í Kýpur- deilunni. Misheppnuð stefna í Singapore. Árangurslausar samningaum- leitanir brezku stjórnarinuar og ráðamanna í Singapore bera sama ömurlega vottinn um mis- heppnaða stefnu stjórnarinnar. Þar ber margt að sama brunni og á Kýpur. Báðir aðilar höfðu gef- ið mikið eftir. Forsætisráðherra Singapore, David Marshall, kvaðst geta fallizt á að Bretar hefðu herstöðvar áfram í landinu til að verja það bæði gegn utan- aðkomandi árás og innankom- andi hættu. Og nýlendumálaráð- herrann, Lennox Boyd, kvaðst vera fús að veita Singapore sjálfsstjórn að öðru leyti en því, að Bretar vildu hafa hönd í bagga með yfirstjórn varnanna. Sökum sumarleyfa i prentsmiðjunni kemur Al- þýðumaðurinn ekki út fyrr en fimmtudaginn 2. ágúst n. k. ' Allir samningar fóru út um þúf- ur, þar sem sendinefndin frá Singapore var á þeirri skoðun, að stjórn Breta á vörnum landsins gæti ekki samrýmzt algerri sjálfs- stjórn landsins. Og þegar Marshall reyndi á siðustu stundu að finna einhvern meðalveg leystist nefndin upp vegna ósamkomulags. Marshall 1 sagði síðan af sér fyrir hönd 1 stjórnarinnar og ný stjórn tekur ‘ við völdum, sem frekar túlkar vilja hins kínverska meirihluta í Singapore. Herstöðvarnar í Aden í hættu. En Bretar eiga í vandræðum á fleiri stöðum en á Kýpur og i Singapore. í Aden vex þeirri skoðun ört fylgi, að Bretar eigi að hverfa ó brott með herstöðvar sínar þarna við Rauðahafið. Til skamms tima hafa Bretar stuðzt við flokka þar í landi, sem lýst hafa yfir: „að um næstu framtíð sé það ekki skynsamlegt og alls ekki í þágu íbúa Aden að krefj- ast meiri sjálfsstjórnar en þeir þegar hafa í innanlandsmálum.” Það er erfitt að hugsa sér, hvernxg slíkt óstand á að vara lengi, þegar öll Arabaríkin ólga af þjóðerniskennd og hatri í garð Breta. Valdbeiting er óskynsamleg. Ef við virðum fyrir okkur vandamálið varðandi herstöðvar á erlendri grund, komumst við alltaf að sömu niðurstöðunni — allt hlýtur að vera háð kringum- stæðunum og ástandinu á við- komandi stöðum. Það var óskynsamlegt að halda herstöðvum í Asíu með valdi og eiga það á hættu, að íbúar við- komandi landa létu skrá sig í heri kommúnista í mótmælaskyni. Og jafnvel þó að slík valdbeiting gæti staðizt í nokkur ár myndi hatur íbúanna á eigendum her- stöðvanna verða orðið slíkt eftir lengri tíma, að það verður langt frá því að verða hagstætt að halda þessum herstöðvum, jafnvel frá hernaðarlegu sjónarmiði séð. I Það geta verið góðar ástœður . fyrir að halda herstöðvum með j valdi, ef fullvíst væri, að stríð , vœri á nœstu grösum, sem hefði ' það í för með sér, að herstöðvar (þessar vœru óhjákvœmilegar varnarstöðvar fyrir vesturveldin. En þar sem engar líkur eru fyr- ir því, að stríð sé á nœstu grös- um, mun hrein valdbeitingarpóli-, tík gera vesturveldin svo óvinsæl í Asíu, einmitt þegar þörf er að beita stjórnvizku frekar en rök- um á herfrœðilega vísu, að tjón- ð af því yrði seint bœtt. Ef þess- iri stefnu verður beitt áfram i Asíu, má telja það fullvíst, að vesturveldin tapa öllum þessurn herstöðvum, sem standa varnav- lausar einmitl þegar kommúmst- ar breyta aftur um stefnu og hverfa frá öllu tali sínu um „sam- tilveru“ austurs og vesturs. Asíuþjóðirnar gastu horfið fró hlutleysisstefnunni. Ein stærsta hættan við þá stefnu, sem ráðandi hefir verið, er sú, að Asíuþjóðirnar muni hreinlega fyrr eða síðar hverfa frá núverandi hlutleysisstefnu sinni og ánetjast kommúnista- löndunum. Viðbrögð Indverja vegna hinna árangurslausu við- ræðna sendinefndarinnar frá Singapore og brezku stjórnarinn- ar, benda eindregið til þess, að Indverjar geri sér gleggri grein fyrir þeirri hættu, sem frá Kín- verjum stafi, heldur en almennt er álitið á vesturlöndum. Mikilvægast er, að vesturveldin miði fyrst og fremst stefnu sína við það, að hún hljóti samþykki Asíuþjóðanna. Jafnvel þó að slík stefna hafi í för með sér, að vest- urveldin missi nokkrar herstöðv- ar, þá verða þau að vera þess minnug, að aðalatriðið er að eiga vináttu og traust þessara þjóða og það mun reynast heillavænleg- ast þegar á reynir. (Lausl. þýtt úr Arbeiderbladet.) ___*____ BORGARBÍÓ Simi1500 Afgreiðslutími kl. 7—9. í kvöld kl. 9: Svarfklæddi maðurinn (The Dark Man) Afar spennandi brezk leyni- lögreglumynd. Aðalhlutverk: Maxwell Reed, Edward Unddown. - Bönnuð yngri en 16 ára. - Bæjarráð Akureyrar hefir falið okkur undirrituðum, að safna skýrslum inn það, hversu mikið heilsuspillandi hús- næði sé notað til íbúðar hér í bænum. Viljum við því biðja þá, sem búa í heilsuspillandi íbúðum, að snúa sér til okkar fyrir 20. þ. m. og leggja fram vottorð frá héraðslækni um íbúðina. Viðtalstími 11—12 daglega. Sími 2227. Akureyri 2. júlí 1956. Asgeir Valdemarsson, lóðarskrárritari. Tryggvi Jónatansson, byggingafulltrúi. AUGLÝSING fró Grjótnómi Akureyrar. Fyrst um sinn verður mulningur mokaður á bíla eða af- hentur í trektum mánudaga og föstudaga kl. 7.20—12 f. h. Mulningur þannig afgreiddur kostar 1.00 kr. meira pr. hl. Sé um meiriháttar afgreiðslu að ræða, verður hægt að fá mulningi mokað á bíla aðra daga, sé slík afgreiðsla pöntuð með 1—2 daga fyrirvara. Bæjarverkfræðingur. Av sending; Morgunkjólar Barnakjólar Telpukjólar Svuntur Markaðurinn Sími 126). Tilkynning frá Rafveitu Akureyrar Ollum rafmagnsnotendum á Akureyri tilkynnist hér með að frá 1. ágúst n. k. verða rafmagnsreikningar aðeins bornir einu sinni í mánuði til rafmagnsnotenda, til innheimtu. Þeir gjaldendur, sem ekki greiða innheimtumanni reikninga sína, verða að greiða þá á skrifstofu rafveitunnar innan 8 daga frá framvísun þeirra. Reikningarnir verða innheimtir á heimilum notenda, nema öðruvísi sé um samið. Þeir, sem ennþá skulda eldri reikninga, verða að hafa greitt þá fyrir 1. ágúst n. k. Akureyri, 6. júlí 1956. Rafveita Akureyrar. Aðalfandur Skógræktarfél. fslands haldinn í Nyvatnssveit Aðalfundur Skógræktarfélags íslands var haldinn að Reynihlíð í Mývatnssveit dagana 30. júní og 1. júlí síðastliðinn. Fundinn sóttu fulltrúar frá 17 héraðsskógræktarfélögum af land- inu, og munu þeir hafa verið um 50 talsins, auk skógræktarstjóra, stjórn félagsins og nokkurra gesta. Hákon Guðmundsson, hæsta- réttarritari, stjórnaði fundi í for- föllum formanns og varafor- manns, Valtýs Stefánssonar og Hermanns Jónassonar, 6em ekki gátu mætt að þessu sinni. Hákon Bjarnason flutti yfirlits- skýrslu um störf skógræktarinnar. Kom þar meðal annars fram, að í vor hafa verið gróðursettar á vegum Skógræktar ríkisins og skógræktarfélaga landsins yfir 700.000 plöntur, og varð eftir- spurn ekki fullnægt. Klemens Kristjánsson á Sáms- stöðum flutti erindi um skjól- beltarækt og reynslu sína af þeim á tilraunastöðinni á Sámsstöðum. Kom þar fram samhljóða árang- ur í kornrækt og víðar hefir franx komið, að því óhagstæðari sem veðráttan er, þess árangursríkari eru skjólbeltin. Þannig þroskaðist kornið svo miklu betur í hléi við skjólbelti á Sámsstöðum í fyrra- sumar, að það varð með 60% meira mjölvi, en það korn, sem ekki naut skjólsins. Fundurinn samþykkti tillögur um þetta efni og fleira, sem ekki er rúm að rekja hér. Fundarmenn skoðuðu merka staði í Mývatnssveit. Meðal ann- ars Höfða, þar sem Héðinn heit- inn Valdimarsson hóf ræktunar- starf fyrir aldarfjórðungi. Þar dafna tré og runnar í hinu sér- kennilega og fagra landi og er heilsubót hverjum skógræktar- manni á að líta. Kvöldvöku héldu fundarnxenn fyrri fundardaginn að umræðum loknum, 'en síðari daginn sátu þeir boð Skógræktarfélags Suður- Þingeyinga að Laugum. Stjórn- aði Tryggvi Sigtryggsson hófinu. Þar voru ræðuhöld og söngur. Stj órn Skógræktarfélagsins skipa: Valtýr Stefánsson, formað- ur, Einar G. E. Sæmundsen, fé- hirðir, H. J. Hólmjárn, ritari. — Tveir stjórnarnefndarmenn áttu að ganga úr stjórn, þeir Hermann Jónasson og Haukur Jörundsson, en voru báðir endurkjörnir.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.