Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.10.1956, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 23.10.1956, Blaðsíða 1
XXVI. árg. Þriðjudagur 23. október 1956 32. tbl. logt from sijárnorfrumvorp om ISO milljón kr. Idntökuheimild til togarahaupn Ætlunin er, að smíða fimmtón íogara og sex minni fiskiskip fyrir lánið. Stjórnarfrumvarp hefir verið lagt fram um það, að heimila stjórn- inni að taka 150 milljón króna lán til togarakaupa og sérstakra ráð- stafana í útgerðarmálum til þess að stuðla að jafnvægi í byggð lands- ins. — Frumvarpið fer hér á eftir efnislega: ísfromleiðsld hafin í hrdðfnrstihúsíno Síðastliðið laugardagskvöld hófst ísframleiðsla fyrir togarana í hraðfrystihúsinu nýja á Odd- C) rartanga. Hefir vélsmiðjan Héðinn í Reykjavík smíðað og sett upp vélakostinn og á framleiðslugetan að vera 40 tonn á sólarhring. Hef- ir framleiðsla íssins gengið eftir áætlun, síðan hún var sett í gang, oý virðist vélakosturinn í full- komnu lagi. Veit »blendingor« ehhi, hvernig fromboðum flokko er lngai! Ríkisstj órninni er heimilt að gera fyrir hönd ríkissjóðs samn- inga um kaup og smíði allt að 15 togara og selja þá við kostnaðar- verði eða ráðstafa til útgerðar að fengnum tillögum atvinnutækj a- nefndar, er skipuð var með bréfi ríkisstjórnarinnar 5. sept. 1956, o;: eftir því sem nánar er fyrir mælt í lögum þessum. 150 millfónir króna. Til togarakaupa samkvæmt 1. gr. er ríkisstjórninni heimilt að taka fyrir hönd ríkissjóðs lán allt að kr. 150.000.000.00 — eitt hundrað og fimnitíu milljónum króna — í erlendum gjaldeyri og er durlána það kaupendum togar- anna með sömu kjörum og lánið er tekið með erlendis. Má endur- lána allt að 85% — áttatíu og fimm af hundraði — af andvirði hvers skips gegn 1. veðrétti í skipinu, sbr. þó 3. gr. | Heimilt er að bjóða út smíði 1—2 þessara togara innanlands og láta smíða þá í landinu, ef byggingarkostnaður þeirra telst viðunandi. I Jafnvægi í byggð landsins. Tillögur atvinnutækjanefndar skuh' gerðar með sérstöku tilliti til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Til kaupa á tog urum, sem skráðir verða og gerð ir út á Vestur-, Norður- og Aust urlandi, er ríkissjóði, þrátt fyrir ákvæði 2. gr., heimilt að endur- lána allt að 90% af verði hvers skips. Ríkisútgerð íogara. Ríkisstjórninni er, að fengn urn tillögum atvinnutcekja- nefndar, heimilt að setja á stofn ríkisútgerð togara á Vestur-, Norður- og Austur- landi, sérstaklega á stöðum, þar sem ekki eru fyrir hendi fjárhagslegir möguleikar til þess að kaupa og reka togara, enda sé talið, að skortur á at- vinnu á þeim stöðum hamli eðlilegum vexti þeirra. Um ríkisútgerðina fer að öðru leyti eftir lögum um ríkisút- gerð togara. Smíði fiskiskipa. Auk þeirra 15 togara, sem á- kveðið er á um í 1. gr., er ríkis- stjórninni heimilt að gera fyrir hönd ríkissjóðs samning um kaup og smíði allt að sex 150— 200 tonna fiskiskipa og taka til þess lán fyrir hönd ríkissjóðs allt að kr. 15.000.000.00 — fimmtán milljónum króna. Um fiskiskip samkvæmt þessari grein gilda á- kvæði þessara laga, eftir því sem við á. heimilt er að endurlána allt að 80% — áttatíu af hundraði — aí andvirði hvers skips. __*____ Opberir starfsmenn fái 18 daðfl Idgmarhsðlof Lagt hefir verið fram á Alþingi slj órnarfrumvarp um lögfestingu 18 daga lágmarksorlofs til handa st.arfsmönnum ríkisins. Lagt er til, að viðkomandi lagagrein um réttindi og skyldur starfsmanna rikisins orðist svo: „Starfsmenn skulu fá orlof í 18 virka daga og einskis í missa af föstum la'mum. Ef sérstaklega stendur á, má orlofið þó vera allt að 21 degi.“ FoiKdar Ai- þingis Emil Jónsson forseti sam- eirtaðs þings. Síðastliðinn þriðjudag voru kjörbréf þingmanna afgreidd eft- ir vikulangt málþóf Sjálfstæðis- manna. Voru þau öll samþykkt og greiddu Sjálfstæðismenn einir atlcvæði gegn því. Daginn eftir var svo forseti sameinaðs alþingis kjörinn, og hlaut E íil Jónsson, þingmaður Hafnfirðinga kosningu með 31 alkvæði. Jón Pálmason forseta- efni Sjálfstæðismanna, hlaut 18 atkvæði. Fyrsti varaforseti var kjörinn Gunnar Jóhannsson og annar varaforseti Karl Kristjáns- Degi síðar, fimmtudag, var skipað í deildir og kosnir deildar- íorsetar. Var Bernharð Stefáns- sor kjörinn forseti efri deildar, fyrsti varaforseti Friðjón Skarp- héðinsson og annar varaforseti Alfreð Gíslason. Forseti neðri deildar var kjör- inn Einar Olgeirsson, en fyrsti Ritstjóri íslendings er greind- ui maður og gegn, en stundum virðist honum þvingað til að ganga lengra í þjónustusemi við húsbændur sína en vitsmunir lians kunna við og verða þá skrif hans undarlega hjárænuleg. Svo verður síðastliðinn föstudag, er hann spyr stórletrað á forsíðu blaðs síns: Hvenœr gengu forvíg- ismenn Framsóknarflokksins á Akureyri í Alþýðuflokkinn? Síð- au telur hann upp nokkra for- ystumenn Framsóknarflokksins hér í bæ, er hann kveður hafa verið meðmælendur Friðjóns Skarphéðinssonar við síðustu al- þingiskosningar (ekki getur hann þó heimildarmanns »íns að þeirri fullyrðingu) og staðhæfir síðan, að af þeim sökum hljóti þeir að hafa gengið í Alþýðuflokkinn, fyrst Friðjón Skarphéðinsson hafi fullyrt á Alþingi í ræðu þeirri, er Alþýðumaðurinn birti í síðasta tölublaði, að öll framboð Alþýðuflokksins í síðustu kosn- ingum hafi verið eingöngu á veg- um flokksins og ákvörðun um þau tekin af Alþýðuflokksmönnum eingöngu. Nú skal ekkert um það fullyrt að svo stöddu, hvort Framsókn- armenn þeir, er íslendingur telur upp, hafi verið meðmælendur Friðjóns. Enda þótt Alþm. telji, að slíkt væri þá aðeins báðum að- ilum sæmdarauki, hefir hann ekki aðstöðu til að skoða framboðs- listana frá í vor, svo sem íslend- ingur telur sig hafa. En hitt hlýt- iu ritstjóri Isl. að vita, að um-' mæli Friðjóns eru jafnsönn, þótt svo væri. Framboð flokka hér á I varaforseti Halldór Ásgrímsson landi em ákveðin í flokksfélög- og annar varaforseti Áki Jakobs- Stúdentaráöshðsningar Hinar árlegu stúdentaráðskosn- ingar við Háskóla Islands fóru fram síðastliðinn laugardag og var lcosið um tvo lista: A-lista, er íhaldsandstæðingar stóðu að, og B-lista, er Sj álfstæðismenn báru fram. Kosning fór svo, að B-listi hlaut 307 atkvæði og 5 menn kjörna, en A-listi 263 atkvæði og 4 menn kjörna. í fyrra voru listarnir þrír: Sameiginlegur listi Alþýðuflokks- manna, Þjóðvarnar og Sósíalista er hlaut 4 menn kjörna, listi Framsóknarmanna, er hlaut 1 mann kjörinn, og listi Sjálfstæð- ismanna, er fékk 4 menn kjörna. II son. í efri deild eiga nú sæti þessir jnenn: Af hálfu Alþýðuflokksins: Friðjón Skarphéðinsson Haraldur Guðmundsson. Af hálfu Framsóknarflokksins: Bernharð Stefánsson Björgvin Jónsson Hermann Jónasson Karl Kristjánsson Páll Zophoníasson Sigurvin Einarsson. Af hálfu Alþýðubandalagsins: Alfreð Gíslason Björn Jónsson Finnbogi R. Valdemarsson. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins: Friðjón Þórðarson Gunnar Thoroddsen Jóhann Þ. Jósefsson Jón Kjartansson Sigurður Bjarnason Sigurður' Óli Ólafsson. um kjördæmanna, en síðan sam- þykkir flokksstjórn ákvörðun fíokksfélaga og telst þá framboð ákveðið. Þannig eru hrein flokks- framboð ákveðin, og þannig voru öll framboð Alþýðuflokksins á- kveðin í vor, eins og Friðjón Skarphéðinsson staðhæfir líka í ræðu sinni. Hins vegar hefir það aldrei þótt nein skylda að binda meðmælendur flokksframboða við flokksmenn, og mun það vera al- ger nýlunda hjá ritsjóra ísl. í röksemdafærslu, að vilja telja það sönnun fyrir því, að framboð ein- hvers sé ekki fyrir ákveðinn flokk, ef allir meðmælendur hans tilheyri ekki þeim flokki! Enn raunalegri en þessi fávís- lega röksemdaleiðsla annars greinds manns eru þó þau vísvit- andi ósannindi hans, að framboð Friðjóns Skarphéðinssonar hafi verið „borið undir fund í Fram- sóknarfélagi Akureyrar og sam- þykkt þar“. Slíkt kom vitanlega aldrei til greina. Hitt er allt ann- að og óskylt mál, að nefnt félag ræddi það á fundi, eftir að Al- þýðuflokksfélag Akureyrar hafði ákveðið framboð Friðjóns, að sfuðla að kosningu hans og sam- þykkti slíkt. Sýnir hin glæsilega kosning Friðjóns það líka, að þar hefir vilji almennings í flokknum ráðið, og ætti ekki málgagn eins og ísh, sem oftlega ber sér orðið lýðræði í munn, að láta sér verða það margra mánaðar ólundar- eíni. Má það merkilegt kalla, ef skrif eins og þau, er ísl. birti sl. föstudag, eru frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins hér á sl. vori að skapi, og þá ólík framkoma hans eða Friðjóns, sem farið hef- ir vinar- og virðingarorðum um hann á þingi, ef hann telur sér sæmandi að þegja við útúrsnún- ingum og rangfærslum blaðs síns á orðum hans. * Menntamálaráðiineytið vill nýja skipnn listamannalanna Menntamálaráðuneytið hefir nýlega falið eftirtöldum mönnum ao gera tillögur til ráðuneytisins um, hvernig veiting listamanna- l^una verði felld í fastara form en nú á sér stað og betur að skapi þeirra, er launanna njóta: Guðmundi G. Hagalín, rithöf- undi, Gunnlaugi Scheving, list- niálara, Helga Sæmundssyni,rit- stjóra, Jóni Leifs, form. Banda- lags íslenzkra listamanna, dr. Páli Isólfssyni, tónskáldi, Snorra Hjartarsyni, skáldi, dr. Stein- grími J. Þorsteinssyni, prófessor, Þorsteini Hannessyni, óperu- söngvara og Ævari R. Kvaran, loikara. Helgi Sæmundsson er ' formaður nefndarinnar. Þá hefir menntamálaráðuneyt- ið enn fremur falið eftirtöldum mönnum að gera tillögur til ráðu- neytisins um fyrirkomulag á veit- ing námsstyrkja og námslána, bæði til þeirra, er nám stunda hér á landi og erlendis, svo og yf- irfærslu námskostnaðar til þeirra, er stunda nám erlendis: Dr. Þorkeli Jóhannessyni, há- skólarektor, Pálma Hannessyni, rektor, dr. Leifi Ásgeirssyni, pró- fessor, Ólafi Hanssyni, mennta- skólakennara og Björgvin Guð- mundssyni, formanni Stúdenta- ráðs háskólans. Leifur Ásgeirsson er fonnaður nefndarinnar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.