Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.10.1956, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 23.10.1956, Blaðsíða 4
Frá Kina Framhald aj 2. síðu. is>t mikið athafnalíf í Peking á því sviði og í grenndinni. Víða eru íbúðir þannig byggðar, að vegfarandi sér inn í þær að nokkru af götunni og yfirleitt Lenti sú sjón á mjög frumstæða hýbýlaháttu. í tvo verkamanna- bústaði kom ég, báða í Shanghai. Var annar í sjálfseign og í hverfi, sem hafði byggzt í upphafi skipu- lagslaust og raunar utan laga og réttar, þar sem hvorki hafði verið þar vatn né frárennsli og aðstaða til hreinlætis og heilbrigðishátta nær engin. Nú hafði verið lagt frárennsliskerfi um hverfið og leitt þangað vatn í götur, en hvergi inn í hús. Sátu konur á steinsteyptum plönum úti og þvoðu þvotta sína. Húsin voru ein hæð, gjarnan tvíbýlishús, steinlímdir veggir og járnþak, en áður hafði verið stráþök á. íbúð- in, se:n ég sá, var stofa um 3X4 m., fremur lítið herbergi og eld- hús. Bjuggu þar 9 manns, 4 full- orðnir og 5 börn. Var gengið beint af götunni inn í stærra her- bergið, en þar var borð á gólfi, trébekkir við veggi, veggklukka, spegill, fallegir vasar á hillu, gljábrenndir, og silkiofin mynd aí forsetanum, Mao Tse-tung. Húsmóðirin var roskin, skraf- hreyfin kona og virtist ánægð með hlutskipti sitt. Fætur hennar höfðu verið reyrðir í bernsku, og allmargar eldri konur, þannig fatlaðar, bar fyrir augu í Kína. Tekjur þessarar fjölskyldu allrar á mánuði voru að sögn 260 yuan eða sem næst 1616 kr. ísl., en á móti þessu kemur, að venjulegt fæði og algengur klæðnaður er mjög ódýrt í Kína. Þá greiddi fjölskyldan 2 yuan á ári í lóðar- gjald, 1/10 yuan í vatnsskatt á rnánuði og 3/10—4/10 yuan á ijósastæði fyrir rafurmagn. Frá þessu hverfi ókum við til nýrra verkamannabústaða, en í leiðinni fórum við framhjá strá- hreysum og leirkofum, sem búið var í og voru hin dapurlegustu hýbýli að sjá. Verkamannabústaðirnir nýju voru 3—4 hæða múrsteinsbygg- ingar, langar, mjög einfaldar í stíl. Bjuggu í því hverfi, er við heimsóttum, 4 þúsund fjölskyldur eða 20 þúsund manns, en okkur var tjáð, að önnur 3 svipuð hverfi hefðu verið reist í borginni þ. e. yfir 15 þús. fjölskyldur alls eða 80 þús. manns. Er þetta í verk- smiðjuhverfi Shanghaiborgar, en hún er langstærsta borg Kína sem kunnugt er, eða um 6 milljóna horg. í hverfi því, er við skoðuðum, voru 4 barnaskólar, heilsugæzlu- stöð og kaupfélag, svo að nokk- uð sé nefnt, og gengum við þar um ganga, en að því loknu litum við á íbúðir. í íbúð þeirri, er ég sá og var 2ia herbergja, bjuggu hjón með 3 börn sín.- Vann maðurinn í verksmiðju þar í grennd og dótt- ir, tvítug að aldri, en hin börnin tvo voru fjarverandi í heimavist- arskóla, og því rýmra í íbúðinni en ella. íveruherbergi þessi voru fremur lítil bæði. Var hið stærra búið traustum, snotrum húsgögn- um, en hið minna lítt búið. Eld- hús var sameiginlegt með tveim öðrum fjölskyldum, og eldað hver á einhólfa kolakamínu. Við þetta er að athuga, að matseld 'un miklu fábrotnari í Kína í beimahúsum en hér tíðkast, bæði sökum þess að hrísgrjón og á- vextir er víða meginfæðan, en einnig sökum þess vana, að menn neyta all-mjög matar til og frá vinnu á ýmsum matstöðum við götur úti, grípa með sér einn eð annan rétt og borða á leiðinni. Húsaleiga var sögð 4 vuan niánuði eða sem svarar 26.50 kr. ísl., og þætti okkur það ódýrt bezta lagi, en verkamannakaup er heldur ekki nema 60—-70 yuan mánuði eða 400—440 ísl. kr., svo að af minnu er að taka. Húsnæði það, sem hér um get- ur, grunar mig, að sé með því al bezta, er kínverskur verkalýður á mi völ á, og geta menn þá dregið af því sínar ályktanir. Samkvæmt eftirgrennslan okk ar í verksmiðjum, sem við kom um í, prentsmiðjum og verk smiðjum, munu venjuleg verka mannalaun vera eins og fyrr get ur um 60—70 yuan á mánuði Faglærðu fólki er þó greitt hærra eða 90—100 yuan, og sé um lang- ’ærða og langæfða menn að ræða, eins og t. d. góða prentara, snjalla útskurðarmenn eða valda teiknara við listmunasmíði getur kaupið farið upp í 180 yuan á íánuði. Þetta eru meðaltalstölur, en nokkuð er svo farið eftir af- köstum. Byrjunarlaun nema voru sögð 30 yuan á mánuði eða um 200 krónur. Konur hafa sömu laun og karl- ai fyrir sömu vinnu og sömu af- köst og jáfnræði kynjanna virtist mér þar um margt drjúgum meira en hér, enda er talið, að kven- þjóðin standi vel að baki núver- andi stjórn Kína. Kaup landbúnaðarverkamanna er drjúgum lægra en verkamanna við verksmiðjuvinnu eða um 40 ■—45 yuan á mánuði, að okkur var sagt á ríkisreknu búi, er við skoðuðum. Á móti þessu kemur svo, að Þriðjudagur 23. október 1956 húsnæði er mjög ódýrt, eins og áður greinir, algeng fæða einnig venjuklæðnaður fólks. Þannig kvað auðvelt að fá góða máltíð fyrir sem svaraði 2 kr. ísl., og bómullarfatnaður all- ur virtist mér ódýr. Vöruskortur virtist ekki við fljót kynni í búðum og tekin hef- ir verið upp nákvæm verðmerk- ing á öllum hlutum, a. m. k. var svo í öllum búðum, er við komum í. Var gefin nóta fyrir hverju jinu, sem keypt var, enda öll verzlun, að okkur var sagt, ríkis- rekin, samvinnurekin eða þá í elnhverju sameignarformi. Biðraðir sá ég þó um morgna út um bílglugga við sumar verzl- anir, og er grunur minn sá, að þar hafi verið um kjötverzlanir að ræða. Þar sem Kína er fyrst og fremst akuryrkjuland, er fátt um frálagspening móts við fólks- mergðina, og nautahjörð, er cg sá rekna til slátrunar inn í Pek- ingborg, var grannholda og ó- bragðleg í hárum. Af því, sem nú hefir verið tal- ið fram, má ljóst vera, að kjör vinnustétta í Kína eru ekki eftir- sóknarverð á íslenzkan mæli- kvarða, því að ég tel víst, að kjör hins venjulega bónda þar séu sízt betri en landbúnaðarverka- mannsins á ríkisreknu stórbúi. Hinu má ekki gleyma, að lífskröf- urnar eru þar allt aðrar en hér annars vegar, og á hinn bóginn ei ýmislegt gert í skólahaldi, tryggingamálum og fleiru til að létta fólki lífsbaráttuna. Hvort það er hlutfallslega meira en hér, gat ég þó ekki áttað mig á. í þriðja — og væntanlega síð- asta þætti þessarar frásagnar frá Kína t— mun ég svo segja lítillega frá þjóðhátíðarhöldunum í Pek- ing 1. október síðastliðinn og hvaða hugboð ég taldi mig fá af Kínaförinni um styrkleika hinnar nýju stjórnarvalda þar. SjésHka i Norðlendingofjóréungi (Jiilí — september) Færri cn viltfln komiiMt að á licrOM^kólaiiiiiii aó Luiigiim Skólinn seHur síðastliðinn miðvikudag. í vetur verða þar yfir 100 nemendur. Héraðsskólinn að Laugum var settur síðastliðinn miðvikudag með hátíðlegri viðhöfn. Skólinn verður fullskipaður í vetur, eins og að venju og varð að vísa frá miklum fjölda skólafólks, sem þangað vildi komast, en ekki var hægt að taka vegna þess að ekki er rúm í heima- vist fyrir meira en rösklega 100 nemendur. Skólasetningarathöfn hófst með [ Nokkur breyting verður á guðsþjónustu. Sóknarpresturinn kennaraliði skólans i vetur. Einn séra Sigurður Guðmundsson að þeirra, Páll H. Jónsson, hefir . Grenjaðarstað flutti prédikun. j fengið orlof frá kennslustörfum, Skólastjórinn Sigurður Kristjáns- en tveir nýir kennarar koma að son flutti síðan skólasetningar- skólanum, sem stundakennarar. ræðu. Nemendum, kennurum og Eru það þeir séra Stefán Lárus- gestum var síðan boðið til kaffi- ^ son, sem kennir bóklegar greinar samsætis um kvöldið og fluttu og Friðrik Jónsson, sem kennir þar ræður kennarar og nemend- söng. ut. en Páll H. Jónsson stjórnaði almennum söng. Um helmingur nemenda í Laugaskóla er innanhéraðsfólk að í skólanum verða væntanlega þessu sinni, eins og raunar hefir 108 nemendur í vetur, eða eins vcrið um 30 ára skeið. margir og frekast er rúm fyrir. j ^ _it_ Skagaströnd. Þar hefir lítið verið róið til fiskjar í sumar, að- eins 4 opnir vélbátar, sem stund- uðu sjó með færum og fiskuðu vel, eða allt upp í 3 og 4 tonn í róðri, með 2 menn á bát. Þilfars- bátarnir hafa legið, nema Aðal- björg, sem fór á síldveiðar með herpinót og reknet upp úr miðj- um ágúst, og Ásbjörg, sem tók reknet síðari hluta ágústs, og stunduðu bæði þessi skip þá veiði fi am í miðjan september, en veiði var treg. Frá 20. sept. liggja allir Skagastrandarbátar aðgerðar- lausir. Sauðárkrókur. Þaðan hafa ró- ið mest 6 opnir bátar og þó mjög stopult, vegna mikillar atvinnu í landi. Nokkrir togarar hafa þar lagt upp afla sinn til hraðfrysti- húsanna. Þá hefir Auður Djúp- úðga frá Salthólmavík haldið til á Sauðárkróki í ágúst og septem- ber, stundað færaveiðar með 3 inönnum á og aflað vel, eða allt að 6 tonnum í róðri. Einnig hefir Björgvin frá Akureyri, sem stund- ar samtímis hrefnuveiðar og færa- veiðar, lagt upp á Sauðárkróki afla sinn, sem saltaður er um borð. Hofsós. 14 opnir vélbátar hafa stundað fiskveiðar í sumar, ým- ist með línu eða færi, og eru afla- biögð talin þau beztu, er þeir haja átt að venjast um fjölda ára; hlutur til 10. sept. er allt upp í 16 þúsund krónur, en síðan hef- ir ekki verið farið á sjó. Bátarn- ir hafa fengið allt upp í 3000 kg. í róðri. Mestan afla hefir tr.b. Haraldur Ólafsson. Siglufjörður. Þar hefir allt snú- ist um síldina, taka á móti henni og koma henni í verkun og síðan flokka hana, undirbúa til afskip- ur.ar. — Því ekkert róið þaðan. Ólafsfförður. Þilfarsbátarnir fóru allir til síldveiða. Sex opnir vélbátar hafa róið til fiskjar, en afli hefir verið tregur, hvort held- ur róið var með línu eða færi. Að herpinótaveiðinni lokinni stund- uðu Stígandi og Sævaldur rek- netaveiði, en Einar Þveræingur og Kristján þorskveiði með hand- færum og fiskuðu mjög sæmi- lega. Dalvík. Það litla, sem róið hef- ir verið í sumar, var með færi, seinni hluta ágúst og framan af september. Fiskuðu bátarnir þá upp í 9 tonn á bát með 3 mönn- um á, og stóð sjóferðin venjulega í 3 sólarhringa. Mestur aflinn var smáfiskur. M.b. Júlíus Björnsson tók troll að loknum síldveiðum, en afli hefir verið mjög rýr. Hrísey. 3 þilfarsbátar og 4 opn- ir bátar hafa stundað þorskveiðar í sumar. Þilfarsbátarnir reru með línu framan af, en afli var treg- ur; tóku þeir þá að róa með færi og öfluðu ágætlega, eða um 90 skpd., sem þeir söltuðu um borð í bátunum. Voru 2 og 3 menn á liverjum bát. Róðrar opnu bát- anna voru stopulir, enda tregur fiskur. I Árskógsströnd. í júlí og ágúst var varla farið á sjó, en í sept. hafa 3 bátar róið öðru hvoru, en afli tregur, 2 til 3 skpd. í róðri, og mest allt smáfiskur. Akureyri. Þar hefir enginn fiskur verið lagður á land nema frá togaranum Harðbak, sem stundað hefir veiðar í salt og afl- að mjög vel, miðað við árstíma. Þrír aðrir Akureyrartogarar hafa fiskað í ís og lagt upp á Vest- jjörðum og ýmsum stöðum norð- anlands; hafa ekki getað lagt á land í heimahöjn, jmr sem enn er ekkert hraðfrystihús á staðnum. Að lokinni veiðiför hafa þeir orð- ið að sigla til Reykjavíkur til að fá ís í nœstu veiðiferð. Jörundur var á síldveiðum fram um miðj- an ágúst, en fór síðan á ís við sömu vandræða skilyrðin og hin- ir Akureyrartogararnir. Grenivík. Þaðan hafa róið opn- ir bátar, þó ekki allir stöðugt. Af- koma þessara báta hefir verið með bezta móti í sumar. Húsavík. Þessi verstöð er orð- ^ in stœrsta verstöð norðanlands. Þaðan stunduðu 5 heimaskip síldveiðar með herpinót; 4 þil- jarsbátar og 13 opnir vélbátar þorskveiðar, ýmist með línu eða I jœrum. I júlí fengu bátarnir 3 til 5 þúsund kíló í róðri, og svipað magn í ágúst, en mjög keilu- biandið. Opnu bátarnir stunduðu mest færaveiðar í ágúst og sept., og öfluðu 1000—1500 kg. í róðri 1 með 1 og 3 menn á. Hraðfrysti- | húsið á staðnum tekur allan afl- I ann og verkar, bæði í frost og salt. Tveir bátar voru á rekneta- ^ veiðum frá miðjum ágúst til miðs september. Raufarhöfn. Þaðan er varla 1 farið á sjó til að ná sér í soðið; allir, ungir og gamlir, eru önnum kafnir við verkun síldarinnar yf- ir sumarið, og fram á haust við flokkun hennar og undirbúning lil útflutnings. Þórsliöjn. Þrír þilfarsbátar liafa róið all stöðugt; gæftir ver- ið góðar og afli 4 til 7 skpd. 10 trillur reru í júlí, en fór fækkandi í ágúst og reru ekkert í septem- bei. Meðan róið var, var afli mjög sæmilegur. Töluvert veidd- isi af kola. Frystihúsið á staðnum lekur á móti öllum afla. (Október-hefti Ægis. — Letur- breytingar Alþýðumannsins.) Skagjirðingar, Akureyri. — Munið spilakvöld í Alþýðuhúsinu á fimmtu- dagskvöld kl. 8.30. — Stjórnin.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.