Alþýðumaðurinn - 12.02.1957, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 12. febrúar 1957
ALÞÝÐUMAÐURINN
3
vel,“ svaraði faðir Borrelli, farið
þið bara leiðar ykkar. Við lokum
þ'l la Casa og faðir Vesúvlus hælt
ir að vera til, því að þá hefi ég
misst trúna á þá vináttu, sem
binda ■ átti okkur scugnizzana
saman.“ Hann snerist á hæli og
fór. Augnabliki síðar var upp-
reisnin úti.
Nokkrum mánuðum síðar kom
Pietro aftur til föður Borelli. „Nú
gengur það vel í skólanum, faðir
Vesúvíus,“ sagði hann hreykinn.
„Kennarinn sagði í dag, að ég
væri greindarpiltur. Og satt bezt
að segja finnst mér, að þeim geðj-
ist vel að mér í skólanum.“ Næstu
mánuði mátti í raun og sannleika
segja, að Piétro tæki stakkaskipt-
um. Æðisvipurinn hvarf af and-
liti hans og augnatillit hans varð
vingjarnlegt í staðinn fyrir hart
og kalt áður. Ilæðnisglottið vék
fyrir glöðum hlátri. Nú er „Hönd-
in“ nemi í vélaverksmiðju og allt
bendir til, að honum muni vel
farnast.
„Flestir scugnizzanna eru
greindir, margir jafnvel gáfaðir,“
segir faðir Borrelli. „Það hljóta
þeir raunar líka að vera, fyrst
þeir hafa getað haldið í sér lífinu
á götunni. Galdurinn er að sveigja
gáfur þeirra og áhuga inn á rétt-
ar leiðir."
Erfiðast af öllu reyndist að út-
vega elztu piltunum vinnu. Þeir,
se:n faðir Borrelli snéri sér til
með þeirra erinda, hryllti við til-
hugsunina eina. „Ég vil gjarnan
leggja eitthvað af mörkum til
starfsemi yðar,“ sagði kaupmað-
ur einn í varnarróm, „en að taka
einn þessara drísildjöfla í vinnu
geri ég aldrei!“ En þá gaus
Vesúvíus, og þegar gosinu slot-
aði, þá hafði kaupmaðurinn látið
sér segj ast. Hann réð til sín dreng
að nafni Mario sem sendil.
Nokkrum dögum síðar sagði
Mario við Borrelli: „Faðir Vesú-
víus, má ég ekki grípa smáhluti
í búðinni? Enginn mun sjá það.“
Faðir Vesúvíus lagði hönd sína á
öxl drengnum og horfði í augu
honum: „Mario, ég mun upp-
götva það, þótt þú takir aðeins
saumnálarvirði, og þá neyðist ég
til að skýra kaupmanninum frá
því. Þá verð ég að loka la Casa,
og ég mun ekki geta útvegað
nokkrum hinna drengjanna at-
vinnu. Viltu, að þetta fari svo?“
„Nei-eih“, muldraði pilturinn
loks. „Þá vil ég heldur láta það
vera.“ Og hann stóð við orð sín.
Nú er hann orðinn afgreiðslu-
maður í verzluninni.
Nú hefir faðir Vesúvíus fengið
hjálparmann við starfið, annan
kaþólskan prest, föður Spada. í
félagi hafa þeir hjálpað um 300
. scugnizzi til að byrja nýtt líf.
. Þeim - hefir ekki öllum farnazt
jafnvel, en þrír af hverjum fjór-
um hafa haft hamingjuna með
sér. Nú rúmar la Casa 80 drengi
í einu. Þar eru margir á biðlista,
en föður Vesúvíus skortir fé til að
auka starfsemina. Til 14 ára ald-
urs ganga drengirnir í skóla, en
síðan útvegar Borrelli þeim at-
vinnu við sendistörf, afgreiðslu,
iðnnám eða hótelþj ónustu. Þriðj-
ungur launa þeirra gengur til
reksturs la Casa, þriðjungur
þeirra er lagður á vöxtu og þriðj-
ung launanna mega piltarnir nota
að eigin vild. Nú er svo komið, að
„drengirnir hans föður Vesúvís-
ar“ eru eftirsóttir vil vinnu. „Þeir
leggja sig betur fram en flestir
aðrir,“ sagði einn neapeliskur
kaupmaður, sem hefir haft marga
í vinnu. „Furðulegt, finnst yður
ekki?“
í la Casa gildir ein regla án
undantekningar: „Drengirnir eiga
að koma heim í síðasta lagi kl. 21.
Brjóti einhver þessa reglu er hon-
um gefin áminning, en endurtaki
brotið sig, er honum tafarlaust
vísað brott. „Mér hefir ekki virzt
þörf á að banna eða heimta margt
annað,“ segir faðir Borrelli.
„Drengirnir læra af sjálfu sér að
ganga í skóm fremur en berfættir,
velja hreina skyrtu fremur en ó-
hreina og góðan mat fremur en
leifar. Fyrr eða síðar fá þeir löng-
un til að betrumbæta sig og þar
sem þeir eru ekki knúðir til þess
af neinum nema eigin löngun,
helzt sú löngun við.“
Fyrir skömmu stóð ég hjá föð-
ur Borrelli á leikvellinum fyrir
framan la Casa, þar sem hann
iðulega leikur knattspyrnu við
stærri drengina, en fer í höfrunga-
hlaup við þá minni. Lítill snáði
hélt fast um hönd honum, en ann-
ar hélt í hempu hans, meðan
klerkur spjallaði fjörlega við
eldri pilt á reiprennandi scugnizzi
orðfæri.
„Þarna yfir frá,“ sagði faðir
Vesúvíus og benti á byggingu í
smíðum, er nýja la Casa okkar.
„Við höfum orðið að hætta í bili
vegna fjárskorts. En fyrr eða síð-
ar verður húsið fullgert og þá
geta 300 scugnizzi búið þar í
einu. Við verðum þá færir um að
rétta mörgum þeirra hjálpar-
hönd.“ Drengirnir þrír störðu
hugfangnir á hann, meðan hann
talaði. Glampinn í augum þeirra
bar því öruggt vitni, að faðir
Vesúvíus mundi bæði vilja og
geta framkvæmt fyrirætlun sína.
(Lauslega þýtt.)
jeoeeeeescíf;
Seljum Mýrt:
Vinnubuxur
kvenna á kr. 25, 35, 75, 95.
Sportskyrtur og
vinnuskyrtur
karlmanna og drengja
mjög ódýrar.
Nærskyrtur
karlmanna kr. 15.00.
Nærbuxur
karlmanna kr. 15.00.
Bakpokar með grind
aðeins kr. 125.00,
og margt fleira ódýrt.
Vöruhúsið h.f.
KVENFÉLAGIÐ HLÍF þakkar af alhug góðar óskir, gjaf-
ir, blóm og heillaskeyti á fimmtíu ára ajmœli þess 4. febrúar
1957. — Hlíf árnar bœjarbúum allra heilla í framtíðinni. —
/ guðs friði.
Stjórn Hlífar.
Þ A K K I R
Innilega þakka ég þeim öllum, sem glöddu mig á áttrœðis-
ajmæli mínu með gjöfum, árnaðaróskum og á annan hátt.
Erlingur Friðjónsson.
1 .
er lítil íbúð, eitt stórt herbergi og eldhús, á góðum stað á
Oddeyri.
Einnig er til sölu smásíldarnót í góðu ástandi.
Semja ber við undirritaðan.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Æskuminning
Mlnninganna sœktu í sjó3,
sajnaða gulli Braga,
kveddu inn í eUiljóð,
unað bernskudaga.
Sœkir að mér heimþrá hörð,
hugurinn leysir böndin,
draga hann að sér cettarjörð,
œsku- og bernskulöndin.
Man ég heima jagurt jlest,
jljótið breiða, langa,
skógarholtin, hraunið mest,
hlíð með grœnan vanga.
Blómaskrúð og berjalaut,
brekka mels og dranga,
sótti ég í þitt sœluskaut,
sólskinsdaga langa.
lðgrcen stör í vatni vœn,
viður í skjóli dajnar,
lyng í mó og lautin græn
Ijúfum blómum sajnar.
Man ég anda og unga jjöld,
unað juglaljóða,
daga, nætur, kyrrlát kvöld,
kveða um landið góða.
Landið sem að á sinn óð,
eljur straums og vinda,
sollið haj og sólarglóð,
sveit og jjallatinda.
Fylla lojtið kvaki og klið,
kveða á sína strengi,
taka undir áarnið,
œjðum rómi og lengi:
Áljt og gæs og æðurin,
önd og kría og spói,
hávellan og himbriminn,
heiðlóa og kjói.
Rjúpa, urt og rauðhöjðinn,
rita, hrajn og májur,
gráönd, staumönd, grœnhöjðinn,
gulltoppa og sundhaninn.
Lómur, stelkur, lóuþrœll,
lítill grátittlíngur,
hrossagaukur hress og sœll,
liátt í lojti syngur.
Syngja alls kyns söngva val
sitt á milli fjalla,
út við Gjögra og innst i dal,
ótal raddir gjalla.
Vatnið gljáir vors í blœ,
vot er bráin slétta,
úti jrá og inn við bæ,
upp við bláa kletta.
Um það vota tún og torg,
tindra geislar skœru,
hœngur er i blárri borg,
bleikja í vatni tœru.
Vatn þó bindi vetraris,
vermir á laun minn klettur
unga lind, sem aldrei frís,
undan hrauni sprettur.
Þó að skarti um koll og kinn,
kalda, svarta myndin,
inn við hjartaylinn þinn
undir bjarta lindin.
Þú sem kemur, þú sem fer,
þarjt að vita meira,
i klettinum jmrna álfur er,
og eitthvað máski jleira.
Þar er gull og þar er eir,
þar er hringur jagur,
þar er hjálmur, þar er geir,
þar er ei nótt eða dagur.
Þar er skikkja skarlatsrauð,
skrautbúningur glœstur,
þar er fullt aj alls kyns auð,
ojan i kistu læstur.
Áljkona er einnig þar,
þó ojt séu dagar kaldir,
haja þau búið hér og hvar,
i hrauninu i tíu aldir.
Hrauns við yndi og höfin blá,
hafa þau búið lengi,
fuglasöng og jjöllin há,
jossa og grösug engi.
Þau hafa horjl þann unað á,
ættlands jjalla milli,
út jyrir Gjögra og Tjörnestá
tibrá lojtið jyllL
Eftir heitan yndisdag,
eyjar og dranga hillir,
inn að Sandi sólarlag
sjóinn logagyllir.
Þó ég fari úr þessupi heim,
þó ég reyni að gleyma,
þá mun ég leita hingað heim,
hugann mun þangað dreyma.
Erlingur Friðjónsson.