Alþýðumaðurinn - 14.05.1957, Side 2
2
ALÞÝÐUMAÐURINN
ÞriSjudagur 14. maí 1957
Honnheloi og lýðrœði, leiðarstjðrnur
Ræða Steiadórs Steindórssonar
I. maí s.l.
Endur fyrir löngu dreymdi
mig einkennilegan draum, eða ef
til vill var það ekki draumur,
heldur ævintýri, sem ég hafði
heyrt eða lesið, og skaut upp
kollinum úr undirvitundinni. Eg
var staddur í miklum sal, fullum
af fólki. Yið innri gafl salarins
var pallur, þar stóðu margar
skálar, og brann eldur í hverri
þeirra. Þarna var verið að færa
guðunum fórnir, og ég vissi, að
því hærra sem reykurinn stigi,
því þóknanlegri væri fórnin guð-
unum. Ég horfði á reykinn um
stund, og sá brátt, að einn
þeirra steig miklu hæst. Ég spurði
einhvern, hvers fórn það væri, er
þann reyk ætti. „Fórn vinnunn-
ar“ var svarið. Hvort sem þetta
var draumur eða ævintýri, hefir
þessi mynd orðið mér minnis-
stæð, sakir þess mikla táknræna
sannleika, sem í henni er fólginn.
í allri baráttu mannkynsins,
til þess að gera sér jörðina undir-
gefna og þróast frá frumstæðum
háttum til menningarlífs, hefir
grundvöllur valds þess og sigra
verið vinnan, vinna liuga og
handar. Hún er grundvöllur til-
veru mannsins og sú undirstaða,
sem þjóðfélagsbyggingin hvílir á.
Án vinnu verður enginn fram-
leiðsla, og án framleiðslu hryn-
ur höll þjóðfélagsins til grunna.
Þetta eru sannindi, sem ekki verð
ur um deilt. En þótt svo sé, hefir
sagan sýnt, að mjög hafa verið
skiptar skoðanir um það, hver
njóta skyldi arðsius af vinnunni,
hvort það væri sá, sem hana leysti
af hendi, eða einhver annar, sem
skapað hafði sér aðstæður, til að
láta annarra hendur mala sér
gull í greipar. Og vert er að
minnast þess, að hér hefir sama
sagan gerst um andlega vinnu og
líkamlega. Deilan um þessi atriði
hefir verið, og er, undirstaðan
undir og uppistaðan í verklýðs-
baráttu nútímans. Baráttu sem er
furðulega ung, en hlýtur að halda
áfram um ófyrirsjáanlega fram-
tíð í einhverri mynd. Annað mál
er það, að hún skiptir um form
og starfsaðferðir eftir því sem
aðstæður og tímar breytast. Hún
hlýtur alltaf að eiga sín dægur-
mál, sem snúast þarf við með sér-
stökum hætti, enda þótt hugsjón-
in, sem að baki er, sé hin sama.
Hugsjón frelsis, jafnréttis og
bræðralags. Á þeirri hugsjón
mannréttindanna, mannhelginni
sjálfri, hlýlur barátta launastélt-
anna ætíð að hvíla. Hverju sinni,
sem mannhelgishugsjónin er fyr-
ir borð borin, er kippt einni
sterkustu stoðinni undan þeim
baráttugrundvelli, sem á er stað-
ið.
Ég sagði áðan að baráttuað-
ferðir hlytu að breytast og dag-
skrármálin fá svip af líðandi
stund hverju sinni. Stundum
hlýtur sóknina að bera hæst, á
öðrum tímum getur varnarbarátt-
an átt fyllri rétt á sér. Einn tím-
ann er meginþátturinn bein kjara
barátta, annan tíma er einkum
leitað fram á sviði menningar og
félagsmála. Stundum er baráttan
með pólitískum svip, á öðrum
tímum er haldið fast við stéttar-
baráttuna eina saman, allt eftir
því sem er sigurvænlegast og
nauðsynlegast á líðandi stund.
Enn eru ekki liðnir nema um
fjórir tugir ára síðan hægt er að
segja, að íslenzk verkalýðsbarátta
hefjist. Þótt tíminn sé ekki lang-
ur, er hann samt nógur lil þess,
að tekið er að fyrnast yfir mörg
hörðustu átökin og heitustu bar-
áttumálin frá fyrstu árunum. Þær
réttarbætur, sem unnizt hafa
eru nú taldar svo sjálfsagðar, að
yngra fólkinu, sem vanizt hefir
þeim frá bernsku, vill gleymast,
hverja baráttu það kostaði að ná
þeim fram, og hverjir voru þar
að verki. Það vill gleymast,
hversu berjast þurfti fyrir fyrstu
togaravökulögunum, fyrir bygg-
ingu verkamannabústaða, fyrir
hinum fyrstu almannatrygging-
um og umfram allt fyrir hinum
sjálfsaga rétti verkamannsins að
leggja verð á vinnu sína, og til að
efna til samtaka um hagsmuna-
mál sín. En oss er hollt að rifja
upp liðna hluti um leið og vér
skyggnumst um í samtíð og
framtíð. Þessi fáu atriði, er ég
nefndi sýna oss hversu mjög
dægurmálin skipta um svip með
breyttum tímum. Nú eru þessi
mál ekki dagskrármál, nema þar
sem umbóta er þörf, en breyttir
tímar krefjast ætíð breytinga á
lagasetningu og háttum. Þá er
ekki verið að knýja fram réttar-
bætur heldur lagfæringar á við-
urkenndum réttindum, eftir þörí
tímans.
En þótt dægurmálin laki breyt-
ingum, hljóta þó kaupgjalds- og
kjaramál í einhverri mynd alltaf
að vera á dagskrá í baráttu laun-
þeganna.
Um alllangt skeið höfum vér
íslendingar átt að búa við vax-
andi verðbólgu, þannig að erfitt
hefir reynzt að halda við kaup-
mætti Iauna, þótt þau hafi hækk-
að í krónutali. Um þessi mál hafa
verið háðar vinnudeilur, og næst-
um því árlega hefir horft ófrið-
vænlega í þessum málum á há-
Steindór Steindórsson
tíðis- og baráttudegi verkalýðsins
1. maí. Að þessu sinni liorfir
vænlegar í þessu efni en oft fyrr.
Ríkisstjórnin, sem studd er af
launþegum og bændum, þeim
stéttum, sem verðbólgan hlýtur
ætíð að koma harðast niður á,
hefir gert tilraunir til að stöðva
verðbólguna. Að vísu hafa þær
tilraunir enn borið minni árang-
ur en æskilegt hefði verið, en alls-
herjarsamtök verkalýðsins hafa
þó samþykkt að bíða átekta og
fresta launahækkunum, unz ljóst
verður hvert ber.
Engri stétt þjóðfélagsins er
nauðsynlegra en launþegum að
sæmiieg ró og kyrrð sé á verð-
lagi, og peningar fái haldið gildi
sínu. Enginn hagnast á verð-
bólgu, nema spákaupmenn og
braskarar, hún er þeirra keppi-
kefli og sæluland. Fjárhagskeríi
þjóðarinnar er sjúkt, og hefir
verið það alllengi. Enginn sjúk-
dómur verður læknaður án sárs-
auka. Ekkert þjóðfélagsvandamál
leyst án fórna. Þess skulum vér
minnast, en jafnframt gæta þess
vel og gera kröfur til, að ríkis-
stjórn landsins dreifi þcim fórn-
um, sem færa þarf, svo að þeir
beri þyngstar byrðarnar, sem
sterkastir eru, en ekki öfugt eins
og oft liefir verið á undanförnum
árum. Af þessum sökum verður
kjarabaráttan nú einkum sú að
kaupmætti launanna verði liald-
ið. Enda er það að öllum jafnaði
meira virði en launaupphæðin
sjálf í krónutali.
Annað mál er alltaf jafnungt,
og jafnmikilvægt, en það er at-
vinnan sjálf. Þótt svo hafi verið
háttað í þjóðfélagi voru síðari
árin, að atvinna hafi verið næg í
landinu, hefir henni verið harðla
misskipt eftir landshlutum, og
verkamaðurinn getur ekki hlaup-
ið oft á ári í atvinnuleit lands-
hornanna á milli. Á hverjum stað
á landinu þurfa að vera nægileg
atvinnutæki. Að vísu eru ýmsir
staðir verr settir í þeim efnum en
Akureyri, en þó skortir á um að
nægilega vel sé um þá hnúta bú-
ið, og halda verður fast við þá
stefnu, að efla hér iðnað og út-
veg, svo að atvinna megi verða
hér örugg og bærinn fái vaxið
með eðlilegum hætti.
Krafa verkalýðsins á hverjum
tíma er næg atvinna til handa öll-
um, sem unnið geta. Engin at-
vinnubótavinna, engar atvinnu-
leysistryggingar geta komið í
stað hinnar skapandi vinnu. Hún
er eins og ég fyrr gat undirstaða
þjóðfélagsins. Hitt eru eins konar
lyf, sem draga úr sársauka augna-
bliksins, en bæta ekki meinið
nema síður sé. Ekkert er þjóðfé-
laginu dýrara, en að láta vinn-
andi hendur skorta viðfangsefni,
sem skapað gætu ný verðmæti.
Einkum má segja að slík sóun sé
hættuleg í landi sem voru. Land-
ið er harðbýlt, og þjóðfélagið fá-
mennt, en þarf margs við til að
geta staðið á eigin fótum. Tilvera
vor hvílir því á því að mikið sé
unnið, tiltölulega meira en í öðr-
um löndum, og um leið, að arð-
inum sé skipt réttilega milli þjóð-
félagsþegnanna. Röng skipting
þeirra verðmæta, sem aflað er
með vinnu gerir þau að hefndar-
gjöf. Ranglæti og óréttur hefnir
sín fyrr eða síðar. Það virðist svo
auðsætt, að ekki þyrfti að eyða
orðum að því, að þeir, sem auð-
æfanna afla með vinnu sinni, eigi
fullan rétt á sínum hluta þeirra.
En þótt enn skorti mj ög á að alls-
herjarlausn þeirra mála sé fund-
in, þá hefir sagan sýnt oss, að
þar sem frjáls verkalýðshreyfing
hefir þróazt í lýðræðisþjóðfélagi,
hefir lengst náðzt áleiðis í þess-
um efnum, og þeirrar þróunar
óskum vér þjóð vorri til handa.
Ein af frumstæðustu kröfum
mannsins er að hafa þak yfir
höfuð. Húsnæðismálin eru því
ætið eitt þeirra dægurmála, sem
verkalýðsbaráttan hefir á dag-
skrá sinni. Ríkisvaldið hefir fyrir
alllöngu viðurkennt skyldu sína í
því, að styrkja þá sem lakast eru
settir í þeim efnum, þrátt fyrir
harða andstöðu íhaldsaflanna á
sínum tíma, er Alþýðuflokkurinn
barðist fyrir lögum um verka-
mannabústaði. En hér verður
alltaf að vera á verði, vernda það
sem unnizt hefir og sækja fram
til meiri úrbóta.
Ég hefi drepið á örfá atriði,
sem alltaf verða baráttumál
verkalýðs og annarra launþega.
Mál sem allir launþegar hljóta að
standa saman um, hverjar sem
skoðanir þeirra annars eru, því
að hér er einungis um að ræða
náttúrlegar kröfur og þarfir hvers
einasta manns.
En á margt fleira er að líta. í
heiminum er uggvænlegt um að
litast. Enda þótt þeir af oss, sem
komnir eru á miðjan aidur eða
eldri, liafi þegar lifað tvær heims-
styrjaldir, eru þær óveðursblikur
enn á himni heimsmálanna, að
illviðrið getur skollið á þegar
minnst varir. Atburðir síðasta
hausts sýndu oss svo að ekki
verður um villzt, að friðurinn í
heiminum hangir á veikum
þræði. Hvort sem oss íslending-
um er það ljúft eða leitt, höfum
vér dregist inn í rás heimsvið-
burðanna. Einangrun landsins,
sem var því skjól og skjöldur í
þúsund ár, er rofin. Reynsla síð-
ustu heimsstyrjaldar sýndi oss,
að hlutleysisyfirlýsingar, hvort
heldur íslendinga eða annarra,
eru einskis virði í átökunum um
heimsyfirráðin. í oss er togað frá
austri og vestri. Flest af oss
myndu kjósa að fá að vera utan
við slíka togstreitu, en þess er
ekki lengur kostur. Margt hefir
verið rætt um erlenda hersetu í
landinu, og vafalaust er hún fá-
um ljúf, þótt menn líti á hana
misjöfnum augurn. Vér verðum
að horfast í augu við þá stað-
reynd, að sameinuð ríkisstjórn
vor og alþingi hefir séð sig til-
neydda, eftir mati hinna fróðustu
manna á öryggi landsins, að
halda hér hersetu enn um skeið.
Enda hlaut slíkt að leiða af sam-
stöðu vorri með vestrænum lýð-
ræðisþjóðum og samningum við
þær. Skoðanir manna eru skiptar
í þessum efnurn. En eitt má þó
vera öllum mönnum Ijóst, að hið
gamla hlutleysi er haldlaus flík,
ef til átaka kemur í heiminum,
eins og nú er komið málum. En
eitt ættum vér að vera sammála
um og hafa hugfast. Látum ekki
utanaðkomandi öfl varpa ryki í
augu vor og marka afstöðu vora.
Beiturn vorri eigin dómgreind og
höfum það eitt að mælikvarða,
sem samvizka vor segir oss að
henti bezt íslenzkum hagsmunum.
Ekkert annað er samboðið ís-
lenzkum mönnum og þá einkum
íslenzkri verklýðsstétt.
Vafasamt er, hvort verkalýður
nokkurrar þjóðar stendur íslenzk
um verkalýð framar að almennri
menntun og menningu. Af þeim
sökum hafa islenzkir verkamenn
og konur bæði meiri möguleika
til sjálfstæðs skjlnings á hlutun-
um og meiri skyldur, til að láta
ekki leiðast af óhlutvöndum á-
róðursmönnum, eða verða leik-
soppar í hendi einræðissinnaðrar
forystu, sem skipar þeim að
dansa eftir aðfenginni línu, hvað-
an sem hún er fengin.
í heiminum er barist um ein-
ræði og lýðræði. Að vísu eru
hugtökin teygð og toguð í allar
áttir. En eitt ætti oss öllum að
vera Ijóst. Grundvöllur lýðræðis-
ins er mannhelgin. Virðingin fyr-
ir manninum sem persónu. Skoð-
anafrelsi, málfrelsi og réttarör-
yggi eru þau mannréttindi, sem
oss eru helgust og aldrei munum
vér óska, að á þau verði gengið.
Vér viljum hafa rétt til að láta
skoðanir vorar í ljós, hvort held-
ur til samþykkis eða gagnrýni.
Um leið og það frelsi er heft er
hverskyns spillingu og ofríki í
þjóðfélaginu opnuð leið, og veg-
ið að hjartarótum mannhelgi og
lýðræðis. En svo vel þykist ég
kenna íslenzkt hugarfar, að slíkt
muni seint verða ósk og vilji ís-
lenzkra verkamanna, þegar þeir
fá athugað málin.
Enda þótt íslenzkur verkalýður
standi í fremstu röð stéttar-
bræðra sinna og systra um víða
veröld að manndómi og menn-
ingu, fer því fjarri að hann hafi
borið gæfu til samþykkis. Með
samþykki á ég ekki við, að allir
séu sammála um alla hluti. Ekk-
ert er hættulegra mannlegum
þroska en að hneppa alla menn í
spennitreyju sömu skoðana og
Framhald á 4. síðu.