Alþýðumaðurinn - 14.05.1957, Blaðsíða 4
Ræða Steindórs Steindórssonar
Þriðjudagur 14. maí 1957
Frá bæjarstjórn
Framhald af 1. síðu.
hugsana og þeim sé stjórnað
eftir forskriftum valdhafanna. En
það sem gerzt hefir meðal vor, er
að íslenzkur verkalýður hefir
skipzt í tvær andstæðar fylking-
ar, sem vegið hafa hvor að ann-
arri, þótt þær hafi getað starfað
saman að einstökum málum.
Sorglegast við þá sundrungu er,
að hún stafar ekki af þeim mál-
um, sem næst oss eru, heldur eru
þar utanaðkomandi öfl að verki,
og mestu ræður þar viðhorf til
erlendra ríkja og utanríkis- og
hagsmunastefna þeirra. Og ef
lengra er gáð, þá er um það
deilt, hvort starfa skuli eftir leik-
reglum einræðis eða lýðræðis.
Þótt ég viti, að ýmis ykkar, er
mál mitt heyrið séuð mér ósam-
þykk, þá vil ég nú benda yður á,
að taka yður til og sleppa um
sinn öllum fordómum, gleyma í
bili persónulegum deilumálum,
en taka að skoða málin frá rót-
um, láta eins og þér séuð að
byrja að skapa yður skoðun um
þessa hluti. Mér þykir þá næsta
furðulegt, ef þeir verða margir í
yðar hópi, sem fremur kjósa bola
brögð einræðisins en leikreglur
lýðræðisins, eða kjósa að miða
afstöðu sína til innlendra mála
og manna við erlenda utanríkis-
stefnu. Mein vort flestra er, að
vér gefum oss ekki nægilegt tóm
til að hugsa, látum annars vegar
leiðast um of af háværum áróðri,
en beitum á hinn bóginn ónauð-
synlegri og hættulegri torlryggni
gagnvart þeim, sem ekki tala oss
eftir eyrunum.
í dag er hátíðisdagur verka-
lýðsins haldinn um heim allan. í
upphafi var hann helgaður bar-
áttu, meðan allt þurfti að vinna,
og réttleysi verkamanna var svo
mikið, að það kostaði atvinnu-
sviftingu og jafnvel fangelsisvist
að taka þátt í hópgöngu 1. maí.
Ef til vill hefir dagurinn hvergi
tekið jafn miklum breytingum og
á Norðurlöndum. Þar hefir frjáls
verkalýðshreyfing unnið sín
mestu þrekvirki, og löndin og
þjóðirnar umskapast á nokkrum
áratugum fyrir tilverknað henn-
ar. Sú umsköpun hefir ekki gerzt
með blóðsúthellingum og bylt-
ingu, heldur á grundvelli þjóðar-
uppeldis við frelsi og lýðræði.
Oss er vænlegt til eftirbreytni, að
skoða dæmi frændþjóða vorra,
því að vér getum gert hið sama,
ef vér viljum.
Þótt margt liafi unnizt síðan
íslenzk verkalýðsbarátta hófst, er
margt enn óunnið. Enn skortir
mjög á um réttláta skiptingu arðs
ins í þjóðfélagi voru. Enn skortir
á um fullkomið öryggi á vinnu-
stöðvum, og umfram allt enn
skortir mjög á um almennt at-
vinnuöryggi. En öryggisleysið
um afkomuna og framtíð einstakl
ingsins er ef til vill mesta böl
hvers manns. Sá, sem þarf að
vera síkvíðinn um hvað fram
undan er, lamast að lífsþrótti og
starfsþreki, þótt hann geri sér
það ef til vill ekki ljóst.
Vér getum því á þessum degi
tekið fyllilega undir þær kröfur,
sem Alþjóðasamband frjálsra
verkamanna hefir sett fram í á-
varpi sínu, að berjast fyrir:
Nægri atvinnu,
sífellt bættum vinnuskilyrðum,
styttri vinnutíma,
sanngjörnum hluta af endur-
bótum, sem leiða af aukinni
tækni, aðstoð við þróun mála
í þeim löndum heims, sem
skammt eru komin á veg efna-
hagslega,
fullum verkalýðsfélagsrétti
allra verkamanna alls staðar í
heiminum,
sjálfræði þjóða í eigin málum,
fullum lýðræðis- og mannrétt-
indum handa öllum,
friði í heiminum undir vernd-
arvæng Sameinuðu þjóðanna.
Ég fæ ekki betur séð en þarna
séu saman dregnar þær hugsjón-
ir, sem verkalýðshreyfingin hefir
átt og látið stjórnast af frá önd-
verðu. Og frávik frá þeirri hug-
sjón eru svik við starf og stefnu
hreyfingarinnar, í hvers nafni,
sem þau eru gerð. Enn skortir
mjög á að þessum kröfum sé full-
nægt víða um heim. Enn stynja
þjóðir undir oki innlends einræð-
is og erlendrar harðstjórnar. Og
vér erum að bregðast hugsjónum
vorum, ef vér með þögninni sam-
þykkjum aðferðir kúgaranna eða
höfum samúð með þeim, hverju
nafni sem þeir nefnast, eða hvar
sem þeir eiga heima.
En þótt 1. maí sé nú með
meiri blæ fagnaðar en baráttu
hjá því sem áður var, er hann
samt áminning um að standa fast
á þeim rétti, sem fenginn er, og
hlaða ofan á þann grunn, sem
lagður er, unz sú mannfélagshöll
er reist, sem réttlæti og mann-
helgi sitja að völdum, og vér öll
þráum. En til þess að því marki
verði náð er oss eining nauðsyn-
leg. Sú eining verður að hvíla á
þeirri bjargföstu skoðun, að sá
einn sigur sé samboðinn málefn-
inu, sem fenginn er með lýðræðis
legri baráttu og haldið í krafti
hennar. Markið er þjóðfélag
frelsis og réttlætis, en ekki sam-
félag, þar sem nokkrir einræðis-
herrar hneppa fjöldann í spenni-
treyju skoðana sinna, og stjórna
í krafti fallbyssna og hervalds.
Þótt þeir geri það í nafni alþýðu
og verkalýðs verður hlutur þeirra
sízt betri.
Ég hefi með þessum orðum
mínum viljað leilast við að draga
upp það mark, er stefna beri að
í íslenzkri verkalýðshreyfingu. En
það er einhuga launþegastétt, sem
stefnir að betra og réttlátara
þjóðfélagi, eftir leiðum lýðræðis-
ins með mannhelgina að leiðar-
stjörnu.
Enga ósk á ég betri íslenzkum
launastéttum til handa en þeim
megi auðnast að skilja þetta hlut
verk sitt, að þeim megi takast að
vinna með einum huga og einni
hönd að því að gera þjóðlíf vort
fegurra og betra.
Það borgar sig vel að aug-
lýsa í Alþýðumanninum.
Hann kemur ó flest heim-
ili í Eyjafjarðarsýslu og S.
Þingeyjarsýslu, auk heim-
ila á Akureyri.
Bæj arstj órnarfundur síðastlið-
inn þriðjudag var stuttur, enda
fátt mála á dagskrá. Þetta var hið
helzta:
Vatnsveitan
Bæjarráð samþykkir að heim-
ila bæjarstjóra að taka tilboði
Ingólfs G. S. Espholin, dags. 16.
apríl s.I., í vatnsveiturör úr as-
best.
Bæjarráð leggur til, að bæjar-
stjórn samþykki svofellda álykt-
un:
„Bæjarstjórn heimilar bæjar-
stjóra að veðsetja Vatnsveitu Ak-
ureyrar til tryggingar væntanlegu
láni teknu hjá Brunabótafélagi
Islands vegna Vatnsveitu Akur-
eyrar.“
Meðmæli
Valtýr Þorsteinsson, útgerðar-
maður, fer fram á meðmæli bæj-
arráðs til atvinnutækjanefndar
vegna væntanlegra kaupa á fiski-
skipi.
Bæjarráð leggur til, að bæjar-
stjórn mæli með því, að Valtýr
Þorsleinsson fái umbeðið leyfi.
Heimsókn
norsks leikflokks
Guðmundur Gunnarsson, for-
maður Leikfélags Akureyrar, fer
þess á leit með erindi, dags. 26.
apríl s. 1., að bærinn láti sam-
komuhús bæjarins endurgjalds-
laust í té vegna leiksýningar leik-
flokks írá Ríkisleikhúsinu í Oslo.
Ennfremur spyrst hann fyrir um,
hvort bærinn vilji ekki styrkja
þessa leikför á annan hátt.
Bæjayráð leggur til, að Leikfé-
lagi Akureyrar verði veittur kr.
5000.00 styrkur til móttöku á
þessum erlenda leikflokki, enda
verði greitt fyrir samkomuhúsið
eins og venja er til.
Fjóreigendafélag
Fjáreigendafélag Akureyrar fer
fram á með erindi, dags. 23. apríl
s.l., að félagið fái leigt Miðhúsa-
landið áfram eins og s.l. ár við
sama gjald, ársleiga kr. 1000.00,
og óskar um leið að girðingiu
verði gerð fullkomlega fjárheld.
Ennfremur sækir félagið um að
fá á leigu hólfið, sem liggur norð-
an við Miðhúsalandið, sem nær
norður að Tómasartúni.
Bæjarráð leggur til, að bæjar-
stjórn samþykki að leigja Fjár-
eigendafélaginu Miðhúsalandið
eins og s.l. ár til næstu þriggja
ára, ársleiga kr. 1000.00, enda
haldi félagið girðingum við á
leigutímanum. Hins vegar getur
bæjarráð ekki lagt til að viðbót-
arlandið verði leigt.
Flugvöllurinn
Kristinn Jónsson, f.h. Flug-
málastjórnarinnar, sækir um með
erindi, dags. 15. apríl s.l., að leyft
verði að reisa loftnetsstengur
með tilheyrandi útbúnaði austan
vestustu hvíslar Eyjafjarðarár,
samkv. meðfylgjandi uppdrætti.
Bæjarráð leggur til að orðið
sé við beiðni Flugmálastjórnar-
innar, enda greiði Flugmála-
stjórnin leigjendum hólmana
skaðabætur fyrir jarðrask og á-
troðning, ef þess gerist þörf.
Synjað um vatnsæð
Erindi frá ábúendum Sólvalla
1 og 2, Þingvalla 1 og 2 og Borg-
um, dags. 10. okt. 1956, þar sem
farið er fram á að lögð verði
vatnsleiðsla að býlunum og bjóð-
ast þeir til að taka þátt í kostn-
aðinum á sama hátt og ábúendur
Nausta o. fl. jarða, sem fengu
vatnsveitu á s.I. hausti.
Bæjarráð getur ekki lagt til að
orðið sé við beiðninni vegna
þeirra miklu framkvæmda, sem
fyrirhugaðar eru á árinu og ger-
ir bæjarráð ekki ráð fyrir að fé
verði til ofangreindra fram-
kvæmda á árinu.
Sl. þriðjudag var samþykkt
endanlega frá efri deild alþingis
frumvarp þeirra Friðjóns Skarp-
héðinssonar, þingmanns Akur-
eyringa, Björns Jónssonar, land-
kjörins þingmanns og Bernharðs
Stefánssonar fyrra þingmanns
Eyfirðinga um Tunnuverksmiðj-
ur ríkisins. Er í frumvarpinu gert
ráð fyrir að ríkisstjórninni sé
heimilt að byggja tunnuverk-
smiðjuhús við tunnuverksmiðj-
una á Akureyri og endurbæta þá
verksmiðju að öðru leyti og taka
til þessara frapikvæmda allt að 5
millj. króna lán.
Ríkisstjórnin starfrækir nú
tvær tunnuverksmiðjur, aðra á
Akureyri en hina á Siglufirði, og
eiga þær að annast smíði á tunn-
um fyrir saltsíldarframleiðslu,
saltkjötsframleiðslu og í frum-
varpinu er stefnt að því að allar
tunnur, sem síldarframleiðslan
þarfnast séu smíðaðar innan-
lands í Tunnuverksmiðju ríkis-
ins.
ALLAR TUNNUR SMÍÐAÐAR
HÉRLENDIS.
Við tunnuverksmiðjuna á Siglu-
firði hefir verið stórt geymsluhús
en slíka geymslu hefur tilfinnan-
lega vantað á Akureyri. Tunn-
urnar hafa verið geymdar undir
berum himni í himinháum hlöð-
um og hefir það oft valdið tjóni,
þar sem tunnur skemmast eðli-
lega við margs konar veðrabrigði
sumar og vetur, því að oft kemur
það fyrir þegar síldveiði er treg,
Fyrsti leikor sonorÉs
Fyrsti knattspyrnuleikur sum-
arsins hér á Akureyri fór fram
um síðastliðna helgi á gamla
Þórsvellinum. Áttust þar við Ak-
ureyringar og Keflvíkingar, og
lauk báðum leikjunum með sigri
Akureyringa; á laugardag með
6:3 og sunnudag með 2:1.
Dómari var Rafn Hjaltalín.
Glöggt báru leikirnir þess
merki, að liðin eru ekki enn kom-
in í fulla þjálfun og völlurinn
heldur ekki vel góður, svo áhorf-
endur fengu ekki eins skemmti-
lega leiki og þeir annars hefðu
gjarnan búizt við, þar sem Kefl-
víkingar standa mjög framarlega
í II. deild, en Akureyringar eiga
nú að mæta til leiks í I. deild við
Hafnfirðinga n. k. föstudag. En
við þökkum Keflvíkingum fyrir
komuna, og vonumst eftir að sjá
þá hér oftar, þó þeim tækist ekki
að fara með sigur að þessu sinni.
Akureyringum óskum við góðrar
ferðar á íslandsmótið og vonum
að þeim liafi verið þessi fyrsta
heimsókn til nokkurs lærdóms í
þeim átökum, sem íramundan eru
á knattspyrnusviðinu.
að geyma verði tunnur frá ári til
árs. Af því leiðir að menn hika
við að láta smíða mikið af tunn-
um í einu og aíleiðingin er svo
sú að, þegar mikil síld kemur þá
eru ekki fyrir nægilegar tunnu-
birgðir í landinu, eins og
skemmst er að minnast frá sl.
sumri, þegar við sjálft lá að síld-
arsöltun á Norðurlandi stöðvað-
ist með öllu vegna tunnuskorts.
GEYMSLAN RÚMAR
50 ÞÚS. TUNNUR
Með þessum nýju lögum er
stefnt að því að allar tunnur
verði framleiddar hérlendis og
jafnframt sé tryggt að ávallt séu
til nægilegar birgðir í landinu.
Hin nýja tunnugeymsla á Akur-
eyri verður gífurlegt mannvirki
og á að rúma allt að 50 þús.
tunnur.
5 MILLJ. KRÓNA LÁN
Nýja tunnugeymslan og endur-
bætur á verksmiðjunni eru mjög
kostnaðarsamar og er ríkisstjórn-
inni því veitt heimild til að taka
allt af 5 milljóna króna lán til
að koma verkinu í framkvæmd.
Tunnuverksmiðjan og fram-
kvæmdir við hana munu tryggja
mörgum Akureyringum atvinnu
um vetrartímann og nú er því að
komast í höfn mál, sem Akureyr-
ingar hafa lengi hafl hinn mesta
áhuga fyrir og munu verða til
mikilla heilla fyrir þjóðarbúið í
heild.
Byggt verði geymsluskýli við
tunnuverksmiðjuna á Akureyri
Frumvarp Friðjóns Skarphéðinssonar, Björns Jóns-
sonar og Bernharðs Sfefónssonar samþykkt endan-
lega ó alþingi.