Alþýðumaðurinn - 30.04.1958, Side 2
2
ALÞÝÐUMAÐURINN
Miðvikudagur 30. apríl 1958
\
E I
■OOOOOOOOOOOO'OOO'fr^C’Vr..
ALÞÝÐUMAÐURINN
Útgefandi:
AlþýSuflokksfélag Akureyrar
Ritstjóri:
BRAGI SIGURJÓNSSON,
Bjarkarstíg 7. Sími 1604.
Verff kr. 40.00 á ári.
Lausasala kr. 1.00 blaðið.
Prentsm. Björns Jónssonar h.f.
sooooooooooooootxiooooovt
Hver verða
næstu skrefin ?
Sjóréttarráðstefnunni í Genf er
lokið, og er alþjóð manna kunn
niðurstaða hennar: Bindandi
samkomulag um landhelgi ríkja
og fiskveiðilögsögn náðist ekki,
en segja má, að reglan um 3ja
mílna landhelgi sé raunverulega
að fullu úr sögunni, þrengri land-
helgi en 6 sjómílur virðist engri
þjóð detta lengur í hug að nefna
og meirihlutavilji virðist meðal
þjóða um 12 mílna fiskveiðilög-
sögn.
Innan þessa ramma mun ríkis-
stjórnin ísl. nú á næstunni verða
að taka næstu skrefin í útvíkkun
landhelginnar. Það er almanna-
rómur, að íslenzka ríkið hafi
haldið vel á málstað sínum á
Genfarfundinum, en ekki er síð-
ur nauðsynlegt að næstu skrefin
í málinu séu hnitmiðuð.
I ýmsum hlaðaskrifum undan-
farið hefir brunnið beiskja til
annarra þjóða, er ekki vildu við-
urkenna málstað okkar á um-
ræddri ráðstefnu. En hví skyldum
við sýna slíka vanstillingu? Hví
ekki að horfast í augu við þá
staðreynd, að frá bæjardyrum
Breta og Norðmanna, svo að nær-
tækustu dæmin séu nefnd, er ekk-
ert eðlilegra en þeir streitist móti
útfærslu landhelgi hér. Það er
andstætt þeirra hagsmunum. Okk-
ar og þeirra hagsmunir fara ein-
faldlega ekki saman, og okkur er
hollt að horfast strax í augu við
það, að frá þessum þjóðum t. d.
er ekki aðstoðar að vænta í land-
helgismálum okkar. Það er hreinn
barnaskapur að nefna nortæna
samvinnu í þessu sambandi eða
stríðssiglingar með fisk til Bret-
lands. Hið fyrra er tiltölulega
meinlaust kjaftæði, meðan það
sefjar ekki árvekni oklcar, en hið
síðara er hrein og skær blekking:
Við siglum með fisk til Bretlands
á stríðsárunum til að lifa, en ekki
fyrst og fremst Bretunum til
bjargar.
Svo eru skrifin um rýtings-
stungu Bandaríkjanna í bak okk-
ur. Skelfing eru þau barnaleg.
Vorum við kannske að kaupa gott
veður hjá Bandaríkjunum með
Keflavíkursamningnum, eins og
helzt virðist mega lesa út úr rama-
öskri sumra blaða hér? Höfum
við ekki einu sinni þjóðarstolt til
að sjá, hvílík skömm er að láta
skína í slíka skoðun?
Við skulum horfa á málin í
nöktu Ijósi staðreynda: Annað
hvort gerðum við samninga við
Bandaríkin af frjálsum vilja með
t B
!. M OWP AIPIMMDIM
frjábra vtrUýilsíta
Verkamenn um heirn allan!
Aiþýðusamband frjálsra verka-
iýðsféiaga sendir ykkur ölium
innilegustu hróðurkveðjur í til-
efni fyrsta maí.
Fyrir níu árum voru þessi orð
rituð á skjaldarmerki Alþjóða-
samhandsins:
BRAUÐ FRIÖUR FRELSI
Síðan hafa frjáls verkaiýðsfé-
lög íengið mikiu áorkað, bæði
iivað snertir efnahagslegar um-
bætur og auknar atvinnutrygging-
ar. Kaup verkamanna hefur
hækkað, vinnuskilyrði bætt,
vinnustundum fækkað, ekki að-
eins í hinum sterkari iðnaðar-
löndum, heldur og þar sem efna-
hagsaðstæður eru síðri, enda þótt
þar sé margt enn ógjört. Fólk
liefir kynnzt lióflegri velmegun,
einkum í hinum sterkari iðnaðar-
löndum. En þó hefur óvættur víð-
tæks atvinnuleysis og efnahags-
legrar kyrrstöðu enn einu sinni
skotið upp koliinum. Það er aldrei
hægt að iíta á velmegun sem sjálf-
sagðan hiut. Hún fæst ekki nema
með vinnu, baráttu og skipulagn-
ingu.
Ailt frá upphafi hefur Alþjóða-|
sambandið stuðlað að því, að
komið verði á alþjóðlegri efna-
hagssamvinnu á æ víðtækara j
sviði. Stofnun aiþj óðlegra efna-!
iiagsstofnana eða annarra, sem |
hundnar eru við ákveðin lönd
eða svæði, er skref í rétta átt, en
samtök frjálsra verkalýðsfélaga
verða ávallt að vera áhrifamikil
innan þeirra, ef þau eiga að geta
lagt fram sem ríkastan skerf til
velferðar mannkynsins.
Alþj óðasambandið her einnig
þungar óhyggjur vegna þeirrar
óvissu, sem ríkir á sumum vöru-
mörkuðum, eins og t. d. á mörk-
uðum fyrir plantekruuppskeru og
heiztu málmtegundir. Það er nauð
synlegt, að komast að alþjóðleg-
um samningum, sem miða ekki
aðeins að því að skapa öryggi á
vörumörkuðum, heldur tryggja
verkamönnum einnig sanngj örn
og örugg laun.
gagnkvæman hag í varnarmálum
fyrir augum og þá er um engin
önnur eftirkaup að eiga, ella að
við vorum neyddir til samning-
anna, og þá er enn síður um eftir-
kaup að ræða. Engin þjóð með
sjálfsvirðingu tekur við, hvað þá
ætlast til, náðarhita úr hendi kúg-
arans.
Séu málin þannig skoðuð, skul-
um við einfaldlega sleppa að
hrakyrða aðrar þjóðir fyrir af-
stöðu þeirra í landhelgismálum
okkar, en hugsa því betur og sam-
stilltar um það, hvernig við eig-
um að færa taflmennina næst. Við
höfum á ekkert að treysta nema
taflleiki okkar sjálfra. Skilning-
urinn á því er grundvallarskilyrð-
ið fyrir vituriegum leik næst, leik,
sem verður að samrýma hvort
tveggja í senn: áræði og gætni.
Verkamenn!
A þessum degi viljum við einn-
ig láta í ljós þá von, að menn í
hinum æðstu ábyrgðarstöðum
muni halda áfram að beita sér af
öllum mætti fyrir því að dregið
verði úr ósainlyndi í alþjóðamál-
um og reýni að leysa sem mest
aðkallandi vandamái okkar daga:
að stöðva vígbúnaðarkapphlaup-
ið og forða heiminum frá hætt-
unni af kjarnorkustyrjöld, sein
gæti ekki leitt til annars en enda-
loka mannkynsins sjálfs.
Þetta er öld stórstígra vísinda-
iegra og tæknilegra framfara á
svo að segja öllum sviðum mann-
legrar viðleitni. Ahrifa sjólfvirkni
er þegar farið að gæta alls staðar
og skapar það vandamál, sem
varða mjög allan verkalýð. Gervi-
hnettir svífa umhverfis hnöttinn.
Það er meistaralegt afrek manns-
andans, þýðingarmikið til að
auka þekkingu mannsins, en við-
bjóðsiegt, ef þeim er ætlað að slá
ótta og óhug á hjörtu mannanna.
Um leið og geysimikil viðleitni er
gerð til þess að rannsaka hinn
ytra geim, skulum við minnast
þess, að langtum meira þarf að
gera til þess að afmá hungur og
kvilla, sem enn ógna miklum liluta
mannkynsins, af yfirborði jarð-
ar.
Á tíu ára afmæli yfirlýsingar-
innar á mannréttindastofnskrá
Sameinuðu þjóðanna í október
1958 fylkjum við liði með þeim,
sem eru reiðubúnir að berjast
fyrir framkvæmd hennar um all-
an heim. Og við munum jafu-
framt halda áfram baráttu okkar
fyrir því, að Sameinuðu þjóðirn-
ar verði sífellt áhrifameira verk-
færi í þjónustu mannkynsins.
Verkamenn liins frjálsa heims!
I dag helgum við okkur á ný
baráttunni fyrir frelsi mannanna
og lausn úr efnahagslegum, þjóð-
félagslegupi og stjórnmálalegum
þrældómi.
Ef menn hafa nokkurn tíma
gert sér vonir um, að kommúnist-
iskt einræði gæti orðið frjálslynt,
þá hafa þær vonir brostið fyrir
fullt og allt. Reyndin hefur verið
sú, að allt frá því að hin djarfa
uppreisn ungversku þjóðarinnar
og barátta fyrir frelsi var bæld
niður á svo svívirðilegan hátt,
höfum við liorft á það, að alls
staðar hefur verið hert á ólinni.
Jafnframt er lialdið áfram þeirri
heimsveldisstefnu að binda frjáls-
ar þjóðir í þrældóm.
Það getur verið, að hópur ein-
ræðisherra og hernaðareinvalda
hafi minnkað, en það er langt frá
því, að fasistahættan sé enn úr
sögunni, og hin illræmda Frankó-
stjórn er enn við líði.
Og ekki geta stjórnmálalegar
breytingar leynt hinni sáru fátækt
almúgans í mið-Austurlöndum.
Enda þótt nýlendustefnan sé á
undanhaldi, megum við aldrei
linna baráttu okkar fyrir rétti
allra þjóða til þess að ráða sjálf-
ar örlögum sínum, né heldur
hverfa af verðinum, þegar um er
að ræða brot ó réttindum þeirra,
sem nýlega hafa hlotið frelsi.
Styrkur hins frjáisa heims er
kominn undir því, að hann sé full-
komlega frjáls.
Verkamenn hins frjálsa heims!
Á þessu stutta tímabili, aðeins
níu árum, hefur vegur Alþjóða-
sambands frjálsra verkalýðsfélaga
vaxið ört, og nú nær það til 137
verkalýðsfélaga í 95 löndum, og
meðlimafjöldinn er samtals 55
milljónir. Það talar alls staðar
máli verkalýðsins, hinna frjálsu
og þeirra, sem enn eru undirok-
aðir, og það er enginn sá afkimi
til á jörðinni, þar sem rödd þess
heyrist ekki.
Aldrei liefur nauðsyn á sam-
heldni meðal verkamanna allra
þjóða verið meiri en nú. Tilmæli
okkar um stuðning við sjóð þann,
sem stofnaður hefir verið til
þess að efla alþjóðlegt samstarf,
liafa þegar fengið góðar undir-
tektir. Sjóðnum er vel varið í
hinni miklu baráttu til þess að
styrkja raðir okkar og skipu-
leggja hina óskipulögðu.
Fylkið ykkur um Alþjóðasam-
band frjálsra verkalýðsfélaga í
baráttunni fyrir þjóðfélagslegu og
efnahagslegu réttlæti og fyrir var-
anlegum friði.
Sækið fram undir merki frelsis-
ins með Alþj óðasambandi
frjálsra verkalýðsfélaga!
FVæðslwisiofna'Bii
liiisiijM^a
Lagafrv. fluft af Eggerfi Þorsfeinssyni
og Friðjóni Skarphéðinssyni
Fyrir efri deild alþingis liggur
nú svohljóðandi lagafrumvarp um
fræðslustofnun launþega:
1. gr.
Stofna skal og starfrækja
Fræðslustofnun launþega. Hlut-
verk stofnunarinnar er að veita
trúnaðarmönnum og öðru starfs-
fólki verkalýðsfélaga, félaga opin-
berra starfsmanna og annarra
launþegasamtaka raunhæfa
íræðslu um hlutverk slíkra sam-
taka í nútíma þjóðfélagi, sögu
þeirra, skiplag og starfshætti.
Einnig skal stofnunin veita al-
menna fræðslu um efnahagslíf.
atvinnu- og félagsmál þjóðarinn-
ar og aðrar greinar, er stjórn
stofnunarinnar telur samrýmast
tilgangi hennar. Aðsetur stofnun-
arinnar skal vera í Reykjavík, en
umdæmi liennar allt landið.
2. gr.
Stofnunin skal gegna hlutverki
sínu á eftirfarandi hátt:
1. Með því að reka Félagsmála-
skólann, er starfa skal í stutt-
um eða löngum námskeiðum,
er lialda má á ýmsum stöðum í
landinu, eftir því sem henta
þykir. Kennsluefni skal vera í
samræmi við 1. gr. eftir náu-
ari ákvörðun stjórnar Fræðsiu
stofnunar launþega hverj u
sinni.
2. Með því að gangast fyrir al-
mennu fræðslustarfi, t. d. fyrir
lestraferðum, öflun og sýningu
myndræma, skuggamynda eða
kvikmynda, útgáfu fræðslurita,
blaða og bóka, stofnun og
rekstur hókasafns viðkomandi
verkefni stofnunarinnar, sam-
vinnu við blöð og útvarp o. s.
frv.
3. gr.
Stjórn Fræðslustofnunar laun-
þega skipa fimm menn. Skulu þrír
þeirra kjörnir af miðstjórn Ai-
þýðusambands Islands, einn kjör-
inn af stjórn Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja og einn skip-
aður af menntamálaráðherra.
Stjórnin kýs sér formann. Stjórn-
in skal kjörin til fjögurra ára í
senn.
Stjórnin ræður framkvæmdar-
stjóra, er jafnframt sé skólastjóri
Félagsmálaskólans, svo og annað
starfslið og setur því erindisbréf.
Stj órn stofnunarinnar segiur
reglugerð um starfsemi Fræðslu-
stofnunar launþega, en staðfest
skal hún af menntamálaráðherra.
4. gr.
Kostnaður við stofnunina
greiðist úr ríkissjóði, eftir því
sem fé er veitt til hennar á fjár-
lögum.
5. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Greinargerð flutningsmanna.
Á undanförnum þingum hefur
mikið verið rætt um almenna
fræðslu cil aukins skilnings á hög-
um og háttum ísienzkra verka-
lýðssamtaka, tilgangi þeirra og
starfsháttum, m. a. til þess að
auðvelda samskipti vinnuseljenda
og atvinnurekenda.
Flutt hafa verið frumvörp og
þingsályktunartillögur um þessi
efni, og núverandi ríkisstjórn tók:
málið upp og hefur lieitið þvii
stuðningi. Fyrri flm. þessa frum-
varps fiutti ásamt tveim öðruir
aiþingismönnum þáltill. á þskj. gg
um þetta efni í upphafi yfirs' ianc|.
andi þings, en hún hefur e’ ^ enn
hlotið afgreiðslu.
Á grundvelU jiessarr Q. þáltilj. er
þetta frumvarp sarai' ^ og er þess
nú freista^ að má' iS nái fram aS
ganga í frumvarr psÍQlmi
Til rökst«S' nings frumvarpi
þessu nægir > JVÍ aS vitna til þeirr.
ai gieinarg erSar; er fylgdi þáltill.
á þskj. y ^ en þar segir m. a.:
”f lu mvörp um verkalýðsskóla
imfa áSur verjS lögð fram á Al-
gi, og í málefnasamningi nú-
v erandi ríkisstjórnar var stofnun