Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 06.05.1958, Page 4

Alþýðumaðurinn - 06.05.1958, Page 4
Öxnodalsheiðí 09 Vaðld- heiði opnaðar Um miðja síðastliðna viku var vegurinn yíir Oxnadalsheiði opn- aður til umferðar. Var snjó rutt af veginum frá brekkubrún ofan Bakkasels og vestur fyrir Reið- gil- Um helgina var svo Vaðlaheiði opnuð til umferðar, en fyrst um sinn er þó þungaflutningur bann- aður yfir hana. íbnðarvandamál Framh. af 1. síðu. skyldna hér í bæ. En þar sem i mörgum þeim tilfellum er um þannig aðstæður að ræða, að al- veg er útilokað, að viðkomandi geti nokkuð lagt fram af eigin rammleik til íbúðarbyggingar fyrir sig, verður Akureyrarbær að leita annarra úrræða varðandi þá en að setja traust sitt á breytingar á lögum um verkamannabústaði. Þeim verður semsé aldrei breytt svo, að ekki þurfi að greiða svo og svo mikið til að eignast íbúð á vegum þeirra. Og þá verður helzt fyrir manni tvennt til athugunar: Hið fyrra er aðstoð hins .opin- bera til útrýmingar heilsuspillandi íbúðum, aðstoð, sem Akureyri hefir lítið sem ekki notfært sér, en mætti ugglaust eitthvað. Hitt er Byggingalánasjóður Akureyrar, sem lagt hefir verið í árlega af tekjum bæjarins um 200 þús. kr. síðastliðin 10 ár, EÐA JAFNMIKIÐ OG í BYGGINGASJÓÐ VERKA- MANNA ALLT FRÁ 1931. Þessum sjóði hefir verið varið til útlána til ýmissa húsbyggjenda í bænum og gert mikið gagn, en hann hefir ekki liðsinnt þeim fá- tœkustu, af því að nokkurrar getu hefir þurft til að hagnýta sér hann, alveg eins og varðandi verkamannabústaðina. Spurningin er hins vegar, hvort bærinn gerði ekki réttara að byggja sér íbúðir fyrir sjóðinn, íbúðir, er hann ætti og leigði þeim, sem ekki geta byggt og ekki fengið íbúðir nema bæjaraðstoð komi til. Einnig mætti hugsa sér að lána úr sjóðnum til að kaupa sig inn í íbúð á vegum Bygging- arfélags Akureyrar. Öll ættum við að geta verið sammála um, að það er til van- sæmdar bæjarfélaginu að láta fjölmargar fátækar barnafjöl- skyldur kúldast ár eftir ár í gjör- ómögulegum íbúðum, af því að ekkert boðlegt húsnæði er til handa þeim af hálfu bæjarfélags- ins, en geta þeirra og aðstæður slíkar, að þær eiga einskis úrvöl sj álfar. Hér er verkefni sem krefst úr- lausnar, verkefni, sem krefst fjár- magns — en ekki síður skduings og úrbótavilja. Shíðamót Horðurlands Ocideyrarskólanum verður slitið laug- ardaginn 10. maí kl. 5 síðdegis. Þá verður til sýnis skólavinna barnanna, einnig sunnudaginn 11. maí kl. 1—1 siðdegis. var haldið dagana 3.—4. maí í Hlíðarf j alli. Þátttakendur voru frá Siglufirði, Suður-Þingeyjar- sýslu, Ólafsfirði, Eyjafirði og Ak- ureyri. Fljótamenn mættu ekki til leiks, eins og skrásett hafði þó verið. Einnig mættu ekki nema 5 af 15 skráðum Siglfirðingum. Veður var ágætt og færi sæmi- legt. Mótstjóri var Svavar Ottesen. Úrslit urðu þessi: Stórsvig, A-flokkur. Norðurlandsmeistari Magnús Guðmundsson A. 1.10.9 mín. .2. Hjálmar Stefánsson A. 1.12.9 mín. 3. Einar Valur Ól. 1.14.5 mín. B-flokkur. 1. Hákon Ólafsson S. 1.05.7 mín. 2. Páll Stefánsson A. 1.09.8 mín. 3. Ottó Tulinius A. 1.10.1 min. C-flokkur. 1. Hallgrímur Jónsson A. 51.3 sek. 2. ívar Sigmundsson A. 52.3 sek. 3. Snorri Þórðarson S. 54.0 sek. 4X.5 km. boðganga. 1. Sveit Akureyrar 1.35.32 klst. Norðurlandsmeistarar í göngu urðu þessir: Guðmundur Þor- steinsson, Haukur Jakobsson, Stef- án Jónasson og Kristinn Steins- son. 2. Sveit H. S. Þ. 1.40.13 klst. 3. Sveit Siglufj. 1.41.47 klst. Svig, A-flokkur. Norðurlandsmeistari Hjálmar Stefánsson A. 226.5 sek. 2. Magn- ús Guðmundsson A. 228.6 sek. 3. Bragi Hjartarson A. 230.1 sek. B-flokkur. 1. Hákon Ólafsson S. 1.25.7 mín. 2. Páll Stefánsson A. 1.31 0 mín. 3. Ottó Tulinius A. 1.31 5 mín. C-flokkur. 1. ívar Sigmundsson A. 78.6 sek. 2. Hallgrímur Jónsson A. 86.8 sek. 3. Eggert Eggertsson A. 89.0 sek. Stökk, 20 ára og eldri. Norðurlandsmeistari Krisciv. í Steinsson A. 209.8 stig. 3. Einar Valur Ól. 209.5 stig. 3. Hjálmur Stefánsson A. 207.8 stig. 15—16 ára. 1. Jón Halldórsson UMSE 208.2 stig. 2. Níels Kristinsson UMSE 187.2 stig. 3. Valur Jóhansen S. 179.4 stig. Gestir mótsins voru Haraldur Pálsson, Marteinn Guðjónsson og Ásgeir Úlfarsson frá Reykjavík. Frd MMhi d llliiircyii Iðnskólanum á Akureyri var slitið síðastliðið þriðjudagskvöld, 29. apríl. Jón Sigurgeirsson, skólastjóii, gaf yfirlitsskýrslu um skólastarfið á liðnum vetri. Skólinn starfaði í fjórum deildum, og voru alls 87 iðnnemar innritaðir þennan vet- ur. Þar af luku nú þrjátíu burt- fararprófi, og afhenti skólastjóri hinum brautskráðu skírteini þeirra við skólaslitin. Hæstu eink- unn á fullnaðarprófi hlaut að þessu sinni Haukur Haraldsson, húsasmiður, 8.94, og næsthæstu Hörður Tulinius, húsgagnasmið- ur 8.87. Að skýrslu sinni lokinni ræddi skólastjóri sérstaklega hús- næðismál og efnahagsmál iðn- fræðslunnar á Akureyri, en Iðn- skólinn hér á ekki enn sitt eigið skólahús, heldur hefir fengið inni á húsakynnum Húsmæðraskóla Akureyrar og Gagnfræðaskólan- um. Að lokum flutti svo skóla- stjóri nokkur hvatningar- og þakkarorð til iðnnemanna og starfsmanna skólans. Einn úr hópi hinna brautskráðu iðnnema, Þrá- inn Karlsson, vélvirki, kvaddi sér hljóðs og flutti þakkir skólanum, sérstaklega Jóni Sigurgeirssyni, skólastjóra og afhenti honum gjöf. Þessir iðnnemar hrautskráðust: Albert Valdimarsson, bifvélav., Arngrímur Kristjánsson, múrari, Axel Clausen Jónasson, rafvirki, Birgir E. Tryggvason, brauðgerð- arm., Björn S. Sveinsson, renni- smiður, Brynjar H. Jónsson, bif- vélavirki, Guðmundur Þ. Bjarna- son, skipasm., Gylfi Geirsson, húsasm., Hallgrímur Gíslason, hifvélav., Ilaukur Haraldsson, húsasm., Helgi Konráðsson, múr- ari, Hildur Bergþórsdóttir, hár- greiðslumær, Hörður Tulinius, húsg.sm., Ingibjörg Sigfúsdóttir, hárgr.mær, Ingibjörg Sigurðar- dóttir, hárgr.mær, Jón M. Guð- mundsson, málari, Knútur Val- mundsson, rafvirki, Kristjáu Kjartansson, húsasm., Óðinn Valdimarsson, prentari, Sigurður Vatnsdal, prentari, Skjöldur Sig- urðsson, liúsg.sm., Stefán A. Jón- asson, húsasm., Stefán M. Jóns- son, málari, Sverrir Ragnarsson, húsasm., Þór Þorvaldsson, bók- bindari, Þráinn Karlsson, vél- virki. Þessir áttu ólokið prófi í teikn- ingu og fengu lokaskírteini: 'Gunnar Berg Gunnarsson, prentari, Hjálmar Stefánsson, hif- vélav., Kristján H. Magnússon, bifvélav., Matthías Gestsson, hús- gagnasmiður. Friörik Á. Brekkan rithöfundur látinn Hinn 22. f. m. lézt í Reykjavik Friðrik Ásmundsson Brekkan, rit- höfundur. Var hann á sjötugasta aldurs- ári, er hann lézt, fæddur á Ytri- Reykjum í Miðfirði 28. júlí 1888. Hann stundaði húfræðinám á Hvanneyri og síðan lýðháskóla- og kennaranám í Danmörku. Kennslu stundaði hann erlendis nokkur ár og síðar við Gagn- fræðaskóla Reykjavíkur, en síð- ustu árin var hann starfsmaður Þjóðminjasafnsins. Friðrik starf- aði mikið í Góðtemplarareglunni og var stórtemplar 1934—1939 og aftur 1940—’41. Eftir hann liggja margar bækur, frumsamdar og þýddar. Kvæntur var Friðrik Á. Brekk- an konu af sænskum ættum, Est- rid Jóhönnu, sem lifir mann sinn ásamt tveim sonum þeirra hjóna. Ndmsstyrhur fyrir fslend ingo frd ssnsha som- vinnusafnbandinn Sænska samvinnusambandið hefir ákveðið að veita ungu fólki frá Danmörku, Finnlandi, íslandi og Noregi nokkra styrki til náms í Svíþjóð. Styrkirnir eru sérstak- lega ætlaðir þeim, sem hafa á- huga á samvinnu-, þjóðfélags- og efnahagsmálum. Þetta fólk verður að geta varið til þess sex mánuð- um á Jakobsbergs folkhögskola í Svíþjóð. Skólinn er 17 kílómetra frá Stokkhólmi. Skólinn starfar á sama hátt og aðrir lýðháskólar á Norðurlöndum, en leggur auk þess sérstaka áherzlu á efnahags- leg og félagsleg fræði, samvinnu- mál, bankamál, bókfærslu og fleira. Þeir, sem áhuga hafa fyrir samvinnumálum, eiga því sérstakt erindi á skólann. Einnig er kennt við skólann bókmenntir, saga, þjóðfélags- fræði, enska og fleira. Hinn sænski námsstyrkur nem- ur samtals kr. 1000.00 sænskum, og þeir, sem hljóta hann, verða að stunda nám við skólann frá 1. október iil 1. apríl, að undan- skildu jólafríi. Umsóknir um námsstyrkinn skal senda skólastjóranum, fil. dr. Thorsten Eklund, Jakobsberg, Sverige, og skulu þær vera ann- aðhvort á dönsku, norsku eða sænsku. Taka skal fram aldur, starf, menntun og einnig er kraf- izt góðra meðmæla. Umsóknir þurfa að hafa borizt fyrir 1. ágúst næstkomandi. Áætlaður kostnaður við skól- ann er um sænskar kr. 1400.00, en þar við bætast svo ferðir frá heimalandinu. Sá möguleiki er einnig fvrir hendi að sækja um sænskan ríkis- styrk til Norræna félagsins hér heima. Sá styrkur, ef hann fæst, Ólöf Elíasdóttir 100 óra. í gær varð elzti íbúi Eyjafjarð- arsýslu, frú Olöf Elíasdóttir, Hóli á Staðarbyggð, 100 ára. Hún er ekkja Jóns Benjamínssonar,- bróð- ur þeirra Kristjáns heitins á Ytri- Tjörnum og Halldórs á Rifkels- stöðum, og bjuggu þau hjón lengi á Hóli. Ólöf dvelur nú í skjóli harna sinna og er mjög þrotin að heilsu og kröftum, sjón að mestu þorrin og heyrn mikið farin að bila, en hugsun cr e.:n furðu skýr og minni. Þjóðverjar stla oð hefja Zeppelin-smíðar ó ný Þegar loftfarið Hindenhurg fórst yfir Lakeliurst í New Jersey fyrir 20 árum töldu menn, að þar með vœru dagar hinna miklu lojt- skipa taldir. Menn sannfœrðust enn betur um þetta, þegar þrýsti- loftsflugvélarnar og eldflaugarnar komu til sögunnar. Nú eru þó að gerast þeir at- burðir í Frankfurt am Main í Þýzkalandi, sem benda til, að svo geti farið, að aftur verði hafizt handa um að byggja loftför. Það er hinn þekkti, fyrrverandi skip- herra Hindenburgs, Max Pruss, sem nú er 67 ára, sem hefir látið til sín heyra um þessa hluti. Pruss bjargaðist nauðulega, þegar Hin- denburg fórst. Hann skýrir svo frá, að búið sé að teikna hið nýja loftfar, sem verði stærra, hrað- fleygara og öruggara en hið gamla. Borgarafeðurnir í Friedrichaf- en, þar sem loftskipin voru byggð á árunum 1900 til 1933, hafa þeg- ar veitt fé til uridirbúnings ný- byggingarinnar. Nefnd, sem í eru Pruss og nokkrir tæknisérfræð- ingar í loftfarasmíði, hefir þegar tekið til starfa og lagt fram frum- teikningar. Hið nýja loftfar verður fyllt helium, en ekki hinu eldfima gasi eins og áður var. Ytraborðið verður úr nylön, en ekki alumíni- umbornum vefnaði. Nylon er létt- ara og sterkara. Það verður knú- ið fjórum hreyflum, sem brenna ódýrri olíu, sem ekki er mjög eld- fim og á að geta farið með 150 km. hraða á klst. Síðar meir kæmu svo kjarnorkuhreyflar til sögunnar og yrði það þá enn ó- dýrara í rekstri og hraðinn meiri. LZ-132, sem verður einkennis- merki hins nýja loftfars, mun hafa rúm fyrir 150 farþega í eins og tveggja manna klefum. Þar verður borðsalur, setustofa, vín- stúka og skemmtigöngusalur. Eng- inn hávaði eða titringur mun finnast í farþegarýmunum. LZ- 132 verður þægilegra farartæki og það verður ódýrara að ferðast með því heldur en flugvélum eða stórum farþegaskipum og allur aðbúnaður verður stórum betri, segir Pruss. er sænskar kr. 840.00 að viðbætt- um hluta af ferðakostnaði. Mun láta nærri að báðir styrkirnir samanlagðir nægi fyrir öllum kostnaði við skólavistina. (Fræðsludeild SÍS.)

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.