Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 01.05.1959, Síða 3

Alþýðumaðurinn - 01.05.1959, Síða 3
Föstudagur 1. maí 1959 ALÞÝÐUMAÐURINN 3 ,/Vakið OA s0OAÍð Nýtt leikrit sýnt bróðlega dórsson fró Leikfélag Akureyrar sýnir bráð- lega fjórða og síðasta sjónleik sinn á þessu leikári, „Vakið og syngið“. Það er eftir hinn kunna ameríska leikritahöfund Clefford Odets. Eftir hann eru m. a. Brúin til mánans og Vetrarferðin. Þýð- inguna gerði Ásgeir Hjartarson og leiktjöld teiknaði Magnús Páls- son, en þau málar Aðalsteinn Vestmann. ' Þjóðleikhússtjóri hefir sýnt L. A. þann sóma að lána félaginu leikstjórann, Baldvin Halldórsson, og er það í fyrsta skipti að leik- félag úti á landi nýtur slíkrar rausnar. Leikendur eru 9 og 3 af þeim nýliðar. . - Leikstjóri Baldvin Hall- Þjóðleikhúsinu. Æfingar hafa gengið vel og frumsýning verður næstkomandi laugardagskvöld. Hið nýja leikrit „Vakið og syngið“ er alvarlegs efnis með vissum léttleika þó og kímni, og þykir fuilrar athygli vert. Leikfélag Akureyrar hefir nú sýnt tvo gamanleiki hvern af öðrum undanfarið við mikla að- sókn, en það telur sér einnig skylt að mæta óskum þeirra leikhús- gesta, er vilja annað og meira en gamanleiki eina. Með leiknum Vakið og syngið er þessa freistað, og er það von félagsins, að bæjar- búar kunni vel að meta tilbreytn- ina. Að §¥ifirða isjálfan sig:, §kola §inn og bæ §inn Undanfarin ár hafa nemendur skóla eins úr Reykjavík heimsótt Akureyri nær ár hvert, ef ekki ár- lega, og því miður kynnt sig af endemum einum. Þetta eru Verzl- unarskólanemar. Þeir hafa verið með ólæti, framið spjöll, drukkið frá sér vit og rænu. Einn skóli norðanlands hefir í eitt skipti fyrir öll lokað gistidyr- um sínum fyrir nemendum þessa skóla vegna ósiðlegrar hegðunar. Árlega heimsækja Akureyri skólanemar víðs vegar að. Við framkomu flestra þeirra hefir ekkert þótt athugavert, það hefir verið kátt og lífsglatt æskufólk, eins og vera ber, og prútt. Nem- endur eins skóla hafa skorið sig úr, eins og fyrr getur, Verzlunar- skólans. Hvað veldur þessu? spyr fólk. Er skólanum eitthvað áfátt? Sækir hann sérstök gerð nem- enda? Er sú reykvíska æska á lægra menningarstigi en annað æskufólk? Og hvað á það að þýða, að senda þessa nemendur hingað eftirlitslausa af skólans hálfu, eins og nú hefir verið gert? Það er von, að fólk spyrji. Og þetta leiðir hugann að því, hvort hinir athugunarlitlu nem- endur Verzlunarskólans renni alls ekki grun í, hvað þeir eru að að- hafast með þessari framkomu sinni: Þeir eru ekki einungis að setja blett á sjálfa sig, heldur eru þeir að varpa skugga á veg næsta árgangs, svívirða skóla sinn og kasta rýrð á bæjarfélag sitt, upp- alendur þess og æskufólk. Þetta þurfa viðkomendur hins unga fólks að gera því ljóst hið fyrsta. Ugglaust er það fólk eins og geng- ur og gerist, en það virðist hald- ið óvenjulegri blindu, sem nauð- syn er að lækna það af. Býður Jietta lelagrsform hættunni lieim ? Á síðari árum hefir verið stofn- að allmargt hlutafélaga, sem eru með þeim hætti, að þau eru skoð- uð sem hálfopinber. Hér er dæm- ið um Útgerðarfélag Akureyringa h.f., sem Akureyrarbær á stærstan hlut í, en ber þó ekki ábyrgð á bókhaldi þess né rekstrarhætti nema gegnum stjórnarnefnd, sem hefir takmarkaða aðstöðu til að fylgjast með daglegu framferði í rekstrinum. Afleiðing þessa komu bæjarbúum eftirminnilega í koll 1957. Á vegum Sambands ísl. sam- vinnufélaga er þessu rekstrar- formi allmjög beitt, og eru þar kunnust félögin Hið ísl. steinolíu- félag og Olíufélagið h.f. Félög þessi, annað eða bæði, lentu fyrir nokkrum árum í fjár- drætti, svo sem kunnugt er. Reikn- uðu vöru sína á röngu verði. Nú hafa þau á ný lent í mjög alvarlegu misferli í sambandi við rekstur sinn á Keflavíkurvelli, og þó enn séu ekki komin öll kurl til grafar, er ljóst, að mjög alvarleg- ir hlutir hafa þar gerzt. Mönnum verður á að spyrja: Hvernig getur svona gerzt? Er bókhald svona félaga undir veik- ara eftirliti en einkahlutafélaga og svo alopinberra félaga? Býður þetta hlutafélagsform hættunni heim vegna þess að nægt aðhald skorti? TVEIR SÆKJA um yfirlögregluþjóns Hinn frcii loignfnnilnr stöðuna. Frestur til að sækja um yfirlög- regluþjónsstöðu þá, sem auglýst var hér í bæ fyrir nokkru, rann út 25. þ. m. Höfðu þá borizt 2 um- sóknir: Björns Guðmundssonar, varðstjóra, Akureyri, og Gísla Ól- afssonar, varðstjóra, Akureyri. Formlega ræður bæjarstjórnin í starfið eftir ábendingu lögreglu- stjóra, en ekki hefir málið kom.ið til afgreiðslu enn. ------X------- ÁREKSTUR Á mánudagskvöldið var varð harður árekstur á gatnamótum Byggðavegar og Þingvallastrætis. Kom fólksbifreiðin A-206 neðan Þingvallastræti, en vörubifreiðin A-391 norðan Byggðaveg, og óku þær saman á verulegri ferð á gatnamótunum með þeim afleið- ingum, að fólksbifreiðin skemmd- ist mjög mikið og vörubíllinn tals- vert. — Ekki varð slys á mönnum. Hinn almenni stjórnmálafund- ur, er Karl Kristjánsson, alþingis- maður Suður-Þingeyinga, boðaði að Laugum laugardaginn fyrir páska, hefir mörgum orðið um- hugsunarefni. í fyrsta lagi þótti fundarhús einkennilega valið, skólastofa í opinberum skóla. Hver leyfði fundarstaðinn? spyr fólk. Er heimilt að lána starfandi skóla undir flokkspólitíska fundi? Hvorki skólastjórinn á Laugum né alþingismaðurinn hafa gefið skýringar á þessu máli. Annað vakti og athygli. Það var fundartíminn. Fundurinn með hvössum deilum og ýmiss konar áburði á andstæðinga fundarboð- anda stóð til kl. 7.30 eða 8 e. h., þ. e. íy^—2 tíma fram á sjálfa páskahelgina eftir kenningu þjóð- kirkjunnar. Þetta gerist í skóla- húsi, þar sem skólastjóri er guð- frœðingur. Enn gerist það á þessum fundi, samkvæmt því sem blaðið íslend- ingur upplýsir, og hlaðið Dagur, málsvari alþingismannsins, hefir ekki treyst sér til að hrekja, að fáeinir meðlimir úr Bændafélagi Þingeyinga eru kvaddir af fund- inum í hliðarstofu við fundarsal og látnir þar samþykkja í nafni félagsins umræðulaust tillögu í kjördæmamálinu. Hér er um svo grófa misnotkun á félagsrétti að ræða og opinber- ar svo djúpa fyrirlitningu á því kerfi, sem almenn félagssamtök byggja á — þ. e. að svíkjast ekki með skoðanir og ályktanir óvör- um að meðlimum sínum, heldur boða til funda með dagskrá, þar sem fundarefni er tilgreint — að furðu sætir. Er ekki eitthvað sérstaklega veikt og Ijósfælið við málstað, sem beitir svona starfsaðferðum? spyr nú margur. Eitt er víst, að félagsþroskuð- um mönnum sæmir hann ekki. »Loftleiðir« hafa ákveðið kanp á tveim Cloudmaster-vélnm EYFIRÐINGAR gera að gamni sínu. Sú saga gengur nú meðal Ey- firðinga, að væntanlegur fram- boðslisti Framsóknarflokksins hér í firðinum verði þannig skipaður: 1. Bernharð Stefánsson, alþm. 2. Guðmundur Eiðsson, tengdasonur 3. Steingrímur Bernharðsson, sonur 4. Hrefna Guðmundsdóttir, eiginkona. Framboðslistinn, eða sagan að baki honum, mun ekki þurfa skýr- ingar við. ------X—------ Kaupið og lesið Alþýðumanninn. Lojtleiðir hafa nú um 21/*) árs skeið leitað ejtir hagkvœmum kaupum á flugvélum til endurnýj- unar á flugflota sínum. Nýlega voru undirritaðir samningar við Pan Amerícan-félagið um kaup á 2 flugvélum af gerðinni Douglas DC-6B, Cloudmaster. 80 farþegar. Douglas DC-6B geta flutt 80 farþega með góðu móti og geta flogið í 5—6 km. hæð, en farþega- klefinn er útbúinn þrýstikerfi, þannig að loftþrýstingur í far- þegarúmi samsvarar miklu lægri flughæð, og veldur hann því far- þegum engum óþægindum. Vélar þessar eru þriggja ára gamlar og þær yngstu af þessari gerð, er Pan American-félagið á. Ending Cloudmaster-vélanna er talin mjög góð, en reksturskostn- aður mun vera nokkru meiri en á Skymaster-vélum þeim, sem Loft- leiðir eiga nú. 465 km. á klst. Flugliraði vélanna er að meðal- tali 465 km. á klst., og til dæmis um flugþolið má geta þess, að Cloudmaster-vélin getur farið fimm sinnum fram og aftur milli Glasgow og Reykjavíkur án þess að taka eldsneyti, eða rúmlega þrisvar sinnum milli Kaupmanna- hafnar og Reykjavíkur. Vélar þessar eiga alla jafna að gela lent á Reykjavíkurflugvelli, en eins og kunnugt er, stendur lenging einnar flugbrautarinnar fyrir dyrum nú. Til viðskiptamanna vorra. Allor iMtvöro- og mjóMir vorar verða opnaðar kl. 8,30 á laugardögum í sumar Það eru vinsamleg tilmæli vor til húsmæðra, að þær geri innkaupin til helgarinnar á FÖSTUDÖGUM, eftir því sem hægt er, til að grynna á laugardags- ösinni. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.