Alþýðumaðurinn - 01.05.1959, Síða 6
6
ALÞÝÐUMAÐURINN
Föstudagur 1. maí 1959
Hallað réttu mdli
í næstsíðasta tölublaði Verka-
mannsins er því haldið fram, að
fyrirhuguð bygging 6 íbúða á
vegum bæjarins í sumar hafi
komizt á rekspölinn fyrir for-
göngu bæjarfulltrúa Sósíalista-
flokksins, Jóns Rögnvaldssonar
og Jóns Ingimarssonar.
Af því að hér er hallað máli,
þykir rétt að leiðrétta þetta, enda
þótt báðir þessir ágætu fulltrúar
hafi ugglaust áhuga fyrir málinu,
og það skuli sízt dregið í efa.
Upphaf máls þessa, eftir að nú-
verandi bæjarstjórn var kosin, er
það, að bæjarstjórinn Magnús E.
Guðjónsson athugaði möguleik-
ana á því í Reykjavík hjá hlutað-
eigandi yfirvöldum, að bærinn
fengi lán til húsabygginga til út-
rýmingar heilsuspillandi íbúðum.
Skýrði hann síðan bæjarráði frá
undirtektum, en þær voru á þá
lund, að þess mundi ekki kostur
á yfirstandandi ári, þ. e. 1958, en
gefið undir fót með það í ár, og
var þá um það rætt í bæjarráði,
að taka yrði upp fjárveitingu til
þessa á fjárhagsáætlun bæjarins
fyrir yfirstandandi ár.
Einhverra hluta vegna þótti
fulltrúum Alþýðubandalagsins
skemmtilegra, eftir að málið var
komið á þennan rekspöl, að bera
fram um það tillögu í bæjarstjórn.
Þarf varla að leiða getum að því,
að slíkt hafi verið gert í öðrum
tilgangi en herða á málinu, enda
þótt vitað væri, að allt bæjarráð
stóð þegar að fyrrgreindum fyr-
irætlunum og athugunum. Vildu
tillögumenn, að sérstök nefnd
yrði kosin til að athuga, hvaða í-
búðir væru heilsuspillandi í bæn-
um, en ekki var á þá tillögu fall-
izt, heldur ákveðið, að bæjar-
verkfræð.ingur og byggingafull-
trúi önnuðust athugun þessa.
í framhaldi af þessu talaði bæj-
arráð svo um, að verja fé úr fram-
kvæmdasjóði til bygginga þess-
ara, en þó var þeirri fyrirætlan
sýnd nokkur hliðarárás af bæjar-
fulltrúum Alþýðubandalagsins, er
vildu við afgreiðslu fjárhagsáætl-
unar bæjarins lækka framlag til
framkvæmdasjóðsins um 1 millj-
ón kr. og þannig veikja hann til
hlutverks síns verulega.
Þessu fengu þeir þó ekki ráð-
ið.
Hið síðasta sem svo hefir gerzt
í þessu máli er það, að bæjarráð
og síðan bæjarstjórn hefir nýlega
samþykkt samkvæmt tillögu bæj-
arstjóra, að hefja undirbúning
að byggingu 6 raðhúsaíbúða í
sumar til útrýmingar heilsuspill-
andi íbúðum.
Athyglisvert er, að Verkamað-
ur.inn getur ekki um, hver er
frumkvöðull að þeirri tillögu né
heldur, hver hóf að athuga þessa
leið á raunhæfan hátt. Sennilega
hefir blaðið ekki vitað hið rétta
vegna ónógra upplýsinga og er
þeim þess vegna komið hér með á
framfæri.
Að vegog meta —
(Framh. aj 2. síðu.)
ríkin íslenzka ríkinu nauðsynlega
og vilja með engu móti, að ís-
land dragist inn í hina austrænu
blokk, þó að þeir vilji hins vegar
góða sambúð við allar þjóðir.
Vegna hinnar vestrænu sam-
vinnu hefir ísland gengið inn í
Atlantshafsbandalagið og tekið á
sig þá umdeildu kvöð að hafa er-
lent gæzlulið í landi.
Eins og allir þekkja, sem nokk-
uð fylgjast með heimsmálum, er
Sovétstjórn Atlantshafsbandalag-
ið sár þyrnir í holdi. Það vekur
óneitanlega þann grun, að banda-
lagið sé fyrirætlunum hennar ó-
þægur Ijár í þúfu.
Hvarvetna í vestrænum löndum
berjast kommúnistar hatramlega
gegn handalaginu. Sú barátta hef-
ir ekki sízt vakið trú á nauðsyn
þess hjá mörgum.
Barátta Sósíalistaflokksins og
nú Alþýðubandalagsins hér í
landi gegn Atlantshafsbandalag-
inu og dvöl erlends varnarliðs
hefir í hugum landsmanna verið
barátta kommúnista fyrir hags-
munum Sovétríkjanna eða öllu
heldur stjórnar þeirra.
Af þessum sökum hefir sú orð-
ið reyndin á, að öll barátta til að
losna við herdvölina og þá spill-
ingu, sem óneitanlega flýtur af
henni, hefir runnið út í sandinn.
Hávaði kommúnista í þeirri bar-
áttu hefir vakið grunsemdir.
Eftir líkum leiðum fer meining-
armunur lýðræðisflokkanna og
Alþýðubandalagsins, hvernig
vinna skuli að lausn landhelgis-
deilunnar v.ið Breta:
Alþýðubandalagið hefir mjög
mælt fyrir þeirri málsmeðferð að
fylgja málstað okkar eftir með
fyllstu hörku: stj órnarslitum við
Breta, úrgöngu úr Atlantshafs-
bandalaginu og kæru fyrir Sam-
einuðu þjóðunum.
Alþýðuflokkurinn, sem farið
hefir með mál Islands út á við,
meðan þessi deila hefir staðið,
hefir hins vegar ráðið annarri
málsmeðferð: að beita lagni sam-
fara festu, kynningarstarfsemi
meðal nágrannaþjóða og setu í
Atlantshafsbandalaginu til að
vinna málinu framgang.
Vel er hugsanlegt, að þessi
málsmeðferð falli ekki í smekk
reiðrar þjóðar, sem finnur sig
beitta órétti. En reiðin er sjaldan
góður ráðgjafi. Og það er ómót-
mælanleg staðreynd, að málsmeð-
ferð Alþýðuflokksins á landhelg-
ismálinu hefir orkað því, að allar
þjóðir — nema Bretar — hafa í
raun viðurkennt stækkun fisk-
veiðilandhelgi okkar, og enn hafa
engin glappaskot verið framin af
hálfu íslendinga í málinu, sem
gert hafi hina aumkunarverðu að-
stöðu Breta þeim hagkvæmari.
Þvert á móti.
Vígstaða
Alþýðuflokksins.
1 kosningunum í vor er víg-
staða Alþýðuflokksins fyrst og
fremst frábrugðin hinum flokk-
unum að því leyti, að hann ber á-
byrgð bæði á fyrrverandi og nú-
verandi ríkisstjórn. Verk hans
liggja skýrt fyrir, stefna hans í
efnahagsmálum og utanríkismál-
um er deginum ljósari: Hann tel-
ur það höfuðnauðsyn, að þjóðin
komi efnahagsmálum sínum í
jafnvægi af festu og virðuleik, þó
! að það kosti átök og fórnir. Ilann
telur sjálfsagt, að þjóðin sæki og
verji rétt sinn gagnvart öðrum
þjóðum, en vill gera það af lagni
í og þolgæði samfara festu og halda
góðri sambúð við nágrannaríki
sín, sé þess nokkur viðhlítandi
kostur, sem og allar þjóðir.
Hann vill ekki skorast undan
sanngjörnum sambúðarkvöðum í
samfélagi grannþjóða, en að sjálf-
sögðu telur hann ófrávíkj anlega
skyldu að meta það og vega eftir
ástandi heimsmálanna hverju
sinni, hverjar þær kvaðir skuli
vera.
Með öðrum orðum: Alþýðu-
flokkurinn höfðar til dómgreind-
ar, ábyrgðarkenndar og öryggis-
hyggju þjóðarinnar i málflutn-
,ingi sínum. Hann trúir ekki á
æsimálflutning og vill ekki beita
honum. Hann telur ósæmandi að
gera kjósendum óraunhæf ginni-
boð, leyna þá sannleikanum um
það, hvað þurfi að gera og hvað
ekki megi gera, hvað hœgt sé að
gera og hvað verði að bíða.
Mótherjar Alþýðuflokksins
virðast ekki trúa á ábyrgan mál-
flutning. A það virð.ist benda sú
stjórnarandstaða Sjálfstæðis-
flokksins gegn fyrrverandi ríkis-
stjórn að gagnrýna allar efnahags-
aðgerðir hennar, en benda á eng-
ar leiðir sjálfur. A það virðist
benda sams konar vinnubrögð
Framsóknarflokksins nú gegn nú-
verandi ríkisstjórn. A það virðist
benda ofsalegt persónuníð Þjóð-
viljans um forystumenn Alþýðu-
flokksins.
Það verður fróðlegt að sjá,
hver dómur kjósendanna verður.
Ný epli
Nýjar perur.
Kaupfélag
verkamanna
Kjörbúð og útibú.
Frif (MrcMliiH 0 Ak.
Sýning á handavinnu og teikningum nemenda, ásamt nokkr-
um sýnishornum á annarri nemendavinnu frá sl. vetri, verður
opin almenningi í skólahúsinu n. k. sunnudag kl. 1—9 síðd.
Akureyri, 28. apríl 1959.
JÓHANN FRÍMANN, skólastjóri.
Frá ÍMkilii Akureyrar
Sýning á skólavinnu barnanna verður opin fimmtudag 7. maí
(uppstigningardag) frá kl. 2—6. Allir velkomnir.
Föstudaginn 8. maí verður inntökupróf 7 ára barna (fædd
1952) kl. 1 síðdegis. Af Oddeyrinni mæta börn úr Hólabraut,
Glerárgötu og Lundargötu.
Áríðandi að tilkynnt séu forföll.
Skólaslit laugardag 9. maí. Foreldrar velkomnir meðan hús-
rúrn leyfir.
Vorskólinn hefst á mánudaginn 11. maí kl. 9 árdegis.
Skólastjóri.
GEYMIÐ ÞESSA AUGLÝSINGU.
frá Oddeyrarshólanum
Skólanum verður slitið laugardaginn 9. maí kl. 5 síðdegis.
Skólavinna barnanna verður þá til sýnis í kennslustofum. —
Skólasýningin verður einnig opin á sunnudag kl. 2—5 síð-
degis. Allir velkomnir.
Inntökupróf barna, sem fædd eru 1952, fer fram í skólan-
um föstudaginn 8. maí kl. 3 síðdegis. Vorskólinn hefst mánu-
daginn 11. maí kl. 9 árdegis.
, Skólastjóri.
GEYMIÐ ÞESSA AUGLYSINGU.
•................... •
prÓBntt ðfslÁttar
gefinn af öllum vörum verzlunarinnar
1. maí.
Markaðurimi
Sími 1261.
I ÞVOTTim:
Ómo
Rinsó
Perla
Geysir
Sólarspænir
Kristalsópa
Sólsópa
Sun light sópa
Verdol
Vise
Klórax.
Kaupfélag
verkamanna
Kjörbúð og útibú.
°9 feygja
nýkomið.
Kaupfélag
verkamanna
Vefnaðarvörudeild.