Alþýðumaðurinn - 09.02.1960, Qupperneq 2
2
ALÞÝÐUMAÐURINN
Þriðjudagur 9. febrúar 1960
Hvað gerist í launamálum
eftir gengisbreytinguna?
Ur greinargerð með gengisbreytingarfrumvarpi
ríkisstjórnarinnar, Fyrirsðgn og leturbr. blaðsins
ALÞÝÐUMAÐURINN
Útgefandi:
Alþýðuflokksfélag Akureyrar
Ritstjóri:
BRAGI SIGURJÓNSSON,
Bjarkarstíg 7. Sími 1604.
Verð kr. 40.00 á ári.
Lausasala kr. 1.00 blaðið.
Prentsm. Björns Jónssoruir h.f.
AihygMr
stihreynÉ
Þegar Þjóðviljinn sagði sl.
fimmtudag frá efnahagsmálafrum
varpi ríkisstjórnarinnar, sagði
hann ekkert frá fyrirhugaðri
stórhækkun fjölskyldubóta, barna
lífeyris, mæðralauna og elli- og
örorkulífeyris, fremur en þær ráð-
stafanir væru einskisverðar. Þær
eru þó ekki sízt við það miðaðar,
að aldurhnigið fólk, öryrkjar,
einstæðar mæður og fjölskyldu-
fólk, þar sem fyrirvinnan er oft-
ast ein fyr.ir mörgum, losni að
einhverju leyti og í mörgum tilfell
um að öllu leyti við byrðar vænt-
anlegar verðhækkana.
Almennignur spyr að vonum:
Hvernig mál slík „gleymska“ og
Þjóðviljans henda málgagn
„verkalýðsflokks“, málsvara
„efnaminnstu þegna“ þjóðfélags-
ins, eins og hann kallar sig oft?
Blöð Alþýðubandalagsins og
Framsóknarflokksins skýra öll svo
frá, að fyrirhuguð gengislækkun
sé 135%. Þetta er ekki einu sinni
rétt, þótt miðað sé við skráð
gengi Bandaríkjadollars, 16.32
kr., heldur um 132.2%, en þetta
skiptir ekki meginmáli. Ferlegasta
blekkingin er fólgin í því, að
skjóta þeirri staðreynd undan, að
undanfarin ár hefir enginn ís-
lenzkur þegn fengið erl. gjaldeyri
á skráðu gengi heldur með a. m.
k. 55% álagi eða í bezta falli að-
eins 30% (námsmenn og sjúkl.).
Raunveruleg gengislækkun er því
miklu minni en fyrrgreind blöð
segja, og hlýtur mörgum að skilj-
ast, að sá málstaður er veikur,
sem telur sig í röksemdastað
þurfa að beita svo ferlegum blekk-
ingum.
Sömu blöð herma, að ríkis-
stjórnin ætli að taka 800 millj. kr.
eyðslulán. Þau þegja vandlega
yfir því, að nefnd lánaheimild er
aðeins hugsuð sem einskonar
gjaldeyrisvarasjóður, svo að hægt
sé að gefa um 60% innflutnings-
ins frjálsan. Lánin eru veitt með
það fyrir augum að gera oss kleift
að kippa efnahagsmálum vorum
í lag, og eiga þannig ekkert skylt
við venjuleg eyðslulán, heldur í
sambandi við vissar efnahagsleg-
ar aðgerðir.
Menn spyrja enn: Getur sá mál
staður verið sigurstranglegur,
sem þorir ekki að segja satt um
þetta í málflutningi sínum?
í tíð vinstri stj órnarinnar börð
ust Sósialistar fyrir því leynt og
ljóst, að efnahagsaðstaða íslands
yrði háðari Austur-Evrópuvið-
skiptum. Alkunn er barátta þeirra
fyrir kaupum togara fyrir rúss-
neskt lán, rík me'ðmæli þeirra með
kaupum Austur-Þýzku togskip-
anna og loks er nú upplýst, að
þeir vildu 1958, að islendingar
tækju um 100 millj. kr. rússneskt
lán tii að kasta í hit uppbóta- og
verðþenslusteínunnar.
Aliir, sem gera sér Ijóst, að eig-
inlegir ráðamenn Alþýðubanda-
iagsins eru harðsvíraðir Moskvu-
koinmúnistar, sem haía það að
lokamarki að binda island í fullu
og öllu aítan í hinn kommúnist-
íska beim og þar með eínahags-
keríi hans, eru ekkert hissa á þess
ari baráttu sósialistanna. Þeim
þykir og heidur ekkert furðulegt
við það, að Alþýðubandalagið
berjist gegn efnahagsráðstöfunum
núverandi ríkisstj órnar með klóm
og kjafti.
Það iiggur semsé í augum uppi,
að beri ráðstafanir tilætlaðan á-
rangur, verður lsland óbundnara
en áður Austur-Evrópuviðskipt-
um, getur valið og hafnað miiii
vesturs og austurs eftir hag-
kvæmni, hvað nú er raunar alls
ekki hægt.
En þó menn skilji afstöðu
kommúnista gegn- efnahagsvið-
reisnartillögum ríkisstj órnarinn-
ar, gengur flestum illa að átta sig
á afstöðu Framsóknarforystunn-
ar.
Vitað er, að hún sér hættuna á
framhaldi núverandi efnahags-
kerfis, það sýndu orð Hermanns
Jónassonar 1958 um fótmálin fáu
fram að þverhnípinu og það hafa
orð og gerðir Eysteins Jónssonar
oft sýnt á undanförnum árum.
Vitað er og, að 1958 vildu þessir
menn þegar fara beina gengis-
lækkunarleið, þegar sú óbeina var
valin með yfirfærslugjöldunum,
og kommúnistar munu miklu hafa
ráðið um. Enginn lætur sér heldur
detta í hug, að Framsóknarforyst-
an sé á móti efnahagsráðstöfun-
um ríkisstjórnarinnar vegna þess,
að henni finnist þær skerða háska-
lega kjör almennings. Alkunna er,
að haustið 1958 heimtaði þessi
forysta, að launþegar gæfu eftir
15—17 vísitölustig bótalaust,
svo að „umhyggjan“ var engan
veginn óbotnandi.
Nei, hvernig sem menn virða
fyrir sér v.iðbrögð Framsóknar-
forystunnar nú, finna þeir aðeins
eina skýringu á þeim: VALDA-
STREITU. Svo hörmulega, sem
það hljóðar, þá skirrist þessi
flokksforysta ekki við það að
beita sér gegn ráðstöfunum, sem
hún í hjarta sínu viðurkennir rétt-
ar, bar af því að hún er ekki í
ríkisstjórn. „Hvað varðar mig um
þjóðarhag?“ spyrja áreiðanlega
fleiri en kommúnistaforoinginn
fyrrum.
--------□---------
Aðolfundur llju
var haldinn 31. jan. sl. Stjórnin
var öll endurkosin, en hana skipa
Jón Ingimarsson, formaður, Frið-
þjófur Guðlaugsson, varaformað-
ur, Arnfinnur Arnfinnsson, ritari,
Hjörleifur Hafliðason, gjaldkeri.
Hallgrímur Jónsson, meðstjórn-
andi.
Félagar eru nú 647, og er Iðja
nú fjölmennasta verkalýðsfélagið
á Akureyri, enda eðlilegt, svo
mikill iðnaðarbær sem Akureyri
er.
Þegar leiðréttingar hafa verið
gerðar á gengisskráningunni sl.
áratug, hafa þeim fylgt miklar
launahækkanir. Þetta var svo
1950, þegar laun hækkuðu sam-
kvæmt hækkun vísitölu fram-
færslukostnaðar, — og 1958, þeg-
ar lögboðin var 5% hækkun
grunnkaups. — Það getur ekki
verið álitamál, að þessar launa-
liækkanir liafi gefizt illa. Þær hafa
leitt til mikilla og hraðra víxl-
hækkana verðlags og kaupgjalds
og aukið vantrú manna á það, að
jafnvægisástandi yrð náð í efna-
hagsmálunum. Á hinn . bóginn
hafa þær ekki megnað að færa
launþegum raunverulega kjara-
bót. Lífskjör launafólks ákvarð-
ast af því, hve mikil framleiðsla
þjóðarinnar er, hve mikið fæst
fyrir þá framleiðslu á erlendum
markaði og hvernig arðinum af
þeirri framleiðslu er skipt. Al-
mennar launahækkanir hafa að
sjálfsögðu engin áhrif á það, —
hversu mikil raunveruleg verð-
mæti þjóðin framleiðir, né hversu
mikið fæst fyrir þau erlendis. —
Þœr haja ekki heldur áhrif á það,
hvernig arðinum af framleiðsl-
unni er skipt, ef sérhver launa-
hœkkun leiðir til samsvarandi
verðhœkkunar, eins og tíðkazt
hejir hér á landi. — Iðnrekendur
og kaupsýslumenn velta þá launa-
hækkuninni aftur í hækkuðu
vöruverði yfir á almenning,
og framleiðendur útflutnings-
vöru fá launahækkanirnar
jafnaðar með hækkun útflutn-
ingsbóta, er ríkið síðan endur-
krefur með því að leggja á ný
gjöld, sem borin eru af launþeg-
um.
Önnur leið farin.
Ríkisstjórnin leggur til, að í
þetta skipti sé farin önnur leið,
sem geri hvort tveggja í senn,
komi í veg fyrir víxlhækkanir
verðlags og kaupgjalds og dragi
sem mest úr áhrifum gengisbreyt-
ingarinnar á lífskjör almennings
með raunverulegri breytingu á
skiptingu þjóðarteknanna. Leiðin
er sú, að auka stórlega bætur al-
mannatrygginga, einkum fjöl-
skyldubætur, elli- og örorkulíf-
eyri, og taka upp niðurgreiðslur
á nokkrum þýðingarmiklum inn-
fluttum neyzluvörum (kornvör-
um, kaffi og sykri). Þessar ráð-
stafanir fela í sér raunverulega
breytingu á tekj uskiptingu þjóð-
arinnar, vegna þess að þær koma
fyrst og fremst barnafjölskyldum,
öldurðu fólki og öryrkjum til
góða, en fjár til þess að standa
straum af þeim er aflað með toll-
um og sköttum, sem einkum eru
bornir af öðrum.
Jafnframt þessu er lagt til, að
tenging kaups við vísitölu fram-
fœrslukostnaðar sé numin úr
gildi. Þetta er nauðsynlegt til
þess að gera þá hreytingu tekju-
skiptingarinnar, sem að framan
getur, raunhœfa, og koma í veg
fyrir þá öru verðbólguþróun, sem
annars myndi hljótast af víxlhœkk
unum verðlags og kaupgjalds.
Það leiðir beinlínis af því fyrir-
komulagi, sem lögákveðið hefir
verið hér á landi frá 1943 varð-
andi verðlagningu landbúnaðar-
afurða, að á meðan kaup verka-
manna, iðnaða’rmanna og sjó-
manna breytist ekki, breytist ekki
kaup bóndans, og verð landbún-
aðarafurða hækkar ekki af þeim
sökum. Á hinn bóginn verða
bændur til samræmis við aðra að
fá endurgreiddar í hærra vöru-
verði þær hækkanir á kostnaði
rekstrarvöru sinnar, sem af geng-
isbreytingunni leiða.
Togaramenn
fái hækkun.
I samræmi við það, að kaup-
hækkanir eiga sér ekki stað vegna
þeirrar hækkunar vísitölu fram-
færslukostnaðar, sem af gengis-
breytingunni leiðir, er ekki gert
ráð fyrir, að bátasjómenn og tog-
arasjómenn fái neina kauphækk-
un vegna þeirrar hækkunar fisk-
verðs, sem gengisbreytingin hefir
í för með sér. Ríkisstjórnin er þó
þeirrar skoðunar, að togarasjó-
menn hafi sérstöðu samanborið
við aðra launþega. Þeir hafa á
undanjörnu ári orðið fyrir tekju-
rýrnun, sem beinlínis stendur í
sambandi við útfœrslu landhelg-
innar. Það er ekki réttlátt, að ráð-
stafanir, sem gerðar eru með
framtíðarhagsmuni allrar þjóðar-
innar fyrir augum, bitni þannig
beinlínis á einni stétt manna. —
Ríkisstjórnin telur, að sú bœtta
afkoma togaranna, sem af gengis-
breytingunni leiðir, muni gera
það kleift að hœkka tekjur togara-
sjómanna. Er eðlilegast, að um
það væri samið á milli togaraeig-
enda og sjómanna sjálfra.
Þá hafa farmenn og fiugmenn
einnig nokkra sérstöðu í sam-
bandi við efnahagsráðstafanirn-
ar. Þeir hafa fengið hluta launa
sinna greiddan í erlendum gjald-
eyri með 30% yfirfærslugjaldi,
þar sem skipafélögin og flugfélög-
in hafa tekið að sér greiðslu 25%
af 55% yfirfærslugjaldinu. Þetta
er vandamál, sem ráða verður
fram úr með frjálsum samning-
um milli aðila, og greiða ákvæði
frumvarpsins um efnahagsmál
fyrir þeim samningum.
Hærri
námsstyrkir.
Um íslenzka námsmenn erlend-
is gildir að sínu leyti svipað og
um farmenn og flugmenn, að þeir
hafa getað keypt erlendan gjald-
eyri á sérstaklega hagstæðu gengi.
Þau fríðindi munu nú að sjálf-
sögðu falla niður. Hefir verið ráð
fyrir því gert í fj árlagafrumvarp-
inu, að námsmönnum verði þetta
bætt að nokkru með því, að náms-
styrkir hækki í sama hlutfalli og
verð hins erlenda gjaldeyris,
þannig að styrkirnir geti haldizt
óbreyttir í erlendum gjaldeyri,
þrátt fyrir gengisbreytinguna.
Engin ákvœði er að finna í
þessu frumvarpi varðandi grunn-
laun. Ákvörðun þeirra verður
eftir sem áður háð frjálsum samn
mgum á milli atvinnurekenda og
stéttarfélaga. Þrátt fyrir þetta
getur ekki hjá því farið, að við-
horjið í launamálum verði annað
að lokinni framkvœmd þeirra ráð-
stafana, sem hér er gert ráð fyrir,
heldur en það liefir verið um langt
skeið undanfarið. Útflytjendur
hafa um margra ára skeið talið
öruggt, að þeir gœtu fengið sér
hverja launahœkkun, er þeir
veittu starfsmönnum sínum, jafn-
aða með hœkkun útflutningsbóta.
A sama hátt hafa aðrir atvinnu-
rekendur miðað við það, að þeir
gœtu fengiðsérhverja launahœkk-
un endurgreidda í hœkkuðu verði
á vörum sínum og þjónustu. Þetta
hefir orðið til þess, að œ ofan í
ce hefir verið samið um launa-
hœkkanir, sem ekki áttu sér stað
í auknum framleiðslutekjum, og
ekki gátu heldur leitt til breyttrar
tekjuskiptingar þjóðarinnar. Slík-
ar launahœkkanir eru launþegum
gagnslausar, en leiða hins vegar
til verðbólgu og hafa þannig hin-
ar alvarlegustu afleiðingar, þegar
til lengdar lœtur.
Nýtt viðhorf
í launamálum.
Ríkisstj órnin telur, að með
þeim ráðstöfunum í efnahagsmál-
um, sem þetta frumvarp felur í
sér, muni nýtt viðhorf skapast. —
Útflytjendur verða framvegis að
sœta ríkjandi gengi og geta ekki
fengið aukinn launakostnað end-
urgreiddan í hœkkuðum útflutn-
ingsbótum. Þá er það einnig œtl-
un ríkisstjórnarinnar að leyfa
engar verðhœkkanir á innlendum
vörum og þjónustu vegna launa-
hœkkana. Með þessu móti getur
því aðeins skapast grndvöllur fyr-
ir launahækkunum, að um sé að
ræða aukningu framleiðslutekna,
sem launþeginn njóti góðs af fyrir
sitt leyti í hækkuðu kaupi. Það er
líka aðeins með þessu móti, sem
launahækkanir geta orðið laun-
þegum til raunverulegra hags-
bóta.
---------□---------
Vitið þið þetta?
I uppstillingarnefnd fyrir stjórn-
arkjör í Verkamannafélagi Akur-
eyrarkaupstað völdu Björn Jóns-
son og félagar m. a. Ingólf Árna-
son, sem svo síðar gekk í félagið
á aðalfundi, þegar stjórnarkjöri
var lýst. Hvers konar. félagsreglur
eru nú þetta? spyrja aflaust
margir.
Á sama aðalfundi taldi Björn
Jónsson, alþingismaður, að ekki
mætti endurkjósa Stefán Eiríks-
son sem endurskoðanda, af því
að hann stundaði ekki lengur
almenna verkamannavinnu. —
Hins vegár þótti alþingismannin-
um ekkert við það að athuga að
velja sér Rósberg G. Snædal,
starfsmann verðlagseftirlitsins 3
sl. ár, sem fundarritara, en hann
var líka skoðanabróðir, hinn
ekki. Svo segja menn, að félags-
legt jafnrétti sé ekki í hávegum
haft hj á kommúnistum!!