Alþýðumaðurinn - 30.08.1960, Qupperneq 1
XXX. árg.
Þriðjudagur 30. ágúst 1960
26. tbl.
Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráðherra:
Steínan í bankamálum
heínr heppnazt
(Grein þessi er ein úr greinajlokki,
er Gylfi Þ. Gíslason hefir ritað í Al-
þýðublaðið undanfarið um áhrif efna-
hagsráðstafananna sl. vor. Leturbreyl-
ingar eru Alþýðumannsins.)
Einn höfuðtilgangur stefnu-
breytingarinnar í efnahagsmálum
var að taka fyrir hinn stöðuga og
sívaxandi halla á gjaldeyrisvið-
skiptum þjóðarinnar. Til þess að
það mætti takast var ekki aðeins
nægilegt að skrá gengi krónunnar
á sannvirði, þannig að verðlag
og framleiðslukostnaður hér yrði
sambæsilegur því, sem gerist í
viðskiptalöndum okkar, heldur
var einnig nauðsynlegt að hafa
strangan hemil á útlánum bank-
anna og koma í veg fyrir, að út-
lánsaukning þeirra væri meiri en
svaraði til sparifj áraukningar. En
um mörg undanfarin ár hafa
bankarnir aukið útlán sín veru-
lega umfram sparifjáraukningu,
og það síðan á hinn bóginn vald-
ið greiðsluhalla gagnvart útlönd-
um.
Til þess að ná þessu markmiði
voru settar nýjar reglur um end-
urkaup Seðlabankans á afurða-
víxlum og um önnur viðskipti
hans við viðskiptabanka og spari-
sjóði. Var með þessum reglum
stefnt að því að viðskiptabankar
og sparisjóðir fengju ekki aukið
fé til útlána frá Seðlabankanum
heldur yrði útlánaaukning þeirra
að byggjast á vexti innlána og
rekstrarhagnaði þeirra sjálfra.
Til þess að draga úr eftirspurn
eftir lánsfé og jafnframt örva
Landsmót U.M.F.Í.
að Laogum
Undirbúningsnefnd landsmóts
Ungmennafélags Islands að Laug-
um næsta vor kom þar saman fyr-
ir skömmu. Nefndin skipti með
sér störfum og athugaði allar að-
stæður til hátíðarhaldanna. Þykir
staðurinn mjög góður bæði með
tilliti til íþróttakeppni og móttöku
gesta. Þar er stór og glæsilegur í-
þróttavöllur, sem nýbúið er að
stækka, en verið er að byggja pall
fyrir áhorfendur umhverfis í-
þróttasvæðið. Húsakynni skólans
að Laugum eru mikil og verið að
byggja við þau. í viðbyggingunni
á að vera rúmgóður matsalur og
eldhús. Væntir landsmótsnefnd
þess að viðbótarbyggingunni
verði lokið fyrir landsmótið. Að-
staða til starfsíþrótta er góð. —
Keppt verður bæði úti og inni.
Formaður undirbúningsnefnd-
ar landSmótsins er Oskar Agústs-
son, kennari að Laugum.
sparifjánnyndun, voru svo vextir
hækkaðir mjög verulega, eins og
kunnugt er.
Árangur þessara ráðstafana
hefir orðið sá, að mjög hefir dreg-
ið úr aukningu útlána frá því, sem
verið hefir á undanförnum árum.
Þannig jukust útlán viðskipla-
banka og sparisjóða á jyrstu sjö
mánuðum þessa árs um 220 millj.
króna, en um 351 millj. króna á
sama tíma árið 1959. Þessi aukn-
ing er að heita má öll í lánum lil
sjávarútvegs og verzlunar með
brýnustu nauðsynjar. — Þessi
minnkún á aukningu útlána er
sérstaklega athyglisverð, þegar
tillit er tekið til þess, að þær
hækkanir á verði innfluttrar vöru,
sem sigldu í kjölfar leiðréttingar
gengisins, kröfðust mjög aukins
rekstrarfj ár, en á sl. ári var að
sjálfsögðu ekki um neina sams
konar þörf að ræða.
Upphaflega var gert ráð fyrir
því, að heildarútlánaaukning við-
skiptabanka og sparisjóða á árinu
færi ekki fram úr 200 millj. kr.
Fjárþörf útvegsins á vetrarvertíð
og síldarvertíð reyndist hins veg-
ar öllu meiri en við hefði verið
búizt, og hennar vegna hefir ekki
að fullu tekizt að halda þessu
marki. Kemur hér til greina hvort
tveggja í senn, erfið fjárhagsað-
staða sj ávarútvegsins eftir lang-
varandi verðbólgu, og mikill
kostnaður vegna nýrrar veiði-
tækni. Á hinn bóginn, og það
skiptir mestu máli, hefir að fullu
tekizt að fara eftir þeim reglum,
sem settar voru um viðskipti milli
Seðlabankans annars vegar og
viðskiptabanka og sparisjóða hins
vegar. Hinir síðar nefndu hafa
ekki fengið neitt fé frá Seðla-
bankanum til útlánsaukningar.
Þvert á móti liafa nettóskuldir
viðskiptabanka og sparisjóða við
Seðlabankann á jyrstu sjö mánuð-
um þessa árs lœkkað um 38 millj.
kr., en höjðu á sama tíma árið
1959 hœkkað um 56 millj. kr.
Það var ekki við öðru að bú-
ast en að nokkur tími liði þar til
er efnahagsráðstafanirnar færu
að hafa áhrif á sparifjármyndun-
ina. Kom þar ekki sízt til greina
hin mikla óvissa, sem ríkjandi var
um þróun launa og þar með alls
verðlags í landinu. Ennfremur var
líklegt, að frjálsari innflutningur
mundi í bili örva innkaup og
draga úr sparifjármyndun. —
Reynslan varð sú, að sparifjár-
innlög lækkuðu mánuðina fyrir
og eftir gengisbreytinguna. I apríl
mánuði fór spariféð hins vegar
að aukast á nýjan leik, og hefir
sú aukning haldið áfram síðan. í
mánuðunum apríl—júlí varð
aukning spariinnlána 188 millj.
kr. á þessu ári, en varð á sama
tíma árið áður 131 millj. kr. /
júlímánuði einum jukust spari-
innlán nú um 57 millj. kr., eða um
nálega helmingi hœrri upphœð en
á sl. ári, en þá varð aukningin í
þeim mánuði 32 millj. kr.
Um veltiinnlánin gildir allt
öðru máli en spariinnlánin. Þau
hafa á fyrstu sjö mánuðum þessa
árs lækkað um 8 millj. kr., en juk-
ust á sama tímabili sl. árs um 40
millj. kr. Lækkun veltiinnlánanna
er fyrst og fremst afleiðing af því,
hve aukning útlánanna hefir ver-
ið lítil. Yeltiinnlánin eru að miklu
leyti starfsfé fyrirtækj anna. Því
erfiðara sem fyrirtækjum reynist
að fá lán, því betur verða þau að
nota það fé, sem þau hafa undir
höndum, og það dregur úr vexti
veltiinnlána. Lítil aukning velti-
innlána ber því einmitt vott um,
að breytingin á stefnunni í lána-
málum hafi borið tilætlaðan ár-
angur.
Því heyrist oft haldið fram í
umræðunum um efnahagsmálin á
Alþingi, að rekstur útvegsins og
annarra framleiðslugreina myndi
stöðvast, ef ríkisstj órnin héldi fast
við stefnu sína í bankamálunum,
og leyfði útlánum ekki að vaxa
meira en ráðgert var. Bæði vetr-
arvertíð og síldarvertíð hafa ver-
ið stundaðar af kappi, og öll önn-
ur atvinnutæki landsmanna hafa
verið hagnýtt til hins ýtrasta, það
sem af er þessu ári. Spádómarnir
um rekstrarstöðvun og atvinnu-
leysi hafa ekki rætzt. Þó hefir rík-
isstjórnin framkvæmt stefnu sína
og haldið útlánum bankanna í
öllum aðalatriðum innan þeirra
takmarka, sem þeim voru sett í
viðreisnaráformunum. Vonirnar
um það, að hækkun vaxta og sú
alvarlega tilraun, sem með við-
reisninni var gerð til stöðvunar
verðbólgunnar, mundu leiða af
sér aukna sparifj ármyndun, hafa
heldur ekki brugðizt. Þó er sú
aukning sparifj ármyndunar, sem
orðin er, aðeins vísir þeirrar, sem
orðið gæti, þegar Ijóst væri, að
viðreisnaráformin hefðu tekizt að
fullu.
leirihlntí bæjarstjóriiar
Akrane§§ rísar bæjar-
sitjóranum úr §tarfi —
en hann neitar að fara
Aðeins 2 bæjarfulltrúar af 9 styðja hann.
Þau sögulegu tíðindi hafa gerzt
á Akranesi, að meiri hluti bæjar-
stjórnarinnar — 7 af 9 — hafa
samþykkt að segja bæjarstjóran- j
um, Daníel Agústínussyni, upp
starfi sökum óviðurkvæmilegrar!
framkomu við ellilífeyrisþega á
Elliheimili Akraness, hundruð!
þúsunda fj árfestingu í heimildar-'
leysi og óhlýðni við ýmsar sam-
þykktir bæj arstj órnar.
Daníel hefir hins vegar brugð-
izt þannig við þessu að neita að
hætta bæjarstjórnarstörfum og
telur sig ráðinn út kj örtímabil
bæjarstjórnarinnar. Hitt munu
fáir skilja, hvernig hann hyggst
stjórna bænum með stuðningi að-
eins 2 af 9 bæjarfulltrúa.
Daníel Ágústínusson hefir ver-
ið bæjarstjóri Akraness um 6 ára
skeið, studdur af Alþýðuflokkn-
um, Framsóknarflokknum og Al-
þýðubandalaginu, og eiga tveir
síðarnefndu flokkarnir sinn full-
trúann hvor í bæjarstjórn Akra-
ness.
Það var sl. miðvikudagskvöld,
sem þessi tíðindi gerðust með
samþykkt eftirfarandi tillögu:
„Með því að sannað er, að bœj-
arstjóri Akraness, Daníel Agúst-
ínusson, hefir á eigin ábyrgð
dregið bœnum fé af uppbóta-
greiðslum til ellilífeyrisþega í
' Elliheimili Akraness, að upphceð
J kr. 62.223, nýlega ákveðið fjár-
festingu fyrir hönd bcejarins að
upphœð 300.000 krónur án sam-
ráðs við bæjarstjórn; vanrœkt að
framkvœma samþykktir bœjar-
ráðs og tíðum stungið undir stól
erindum til bœjarstjórnar í stað
þess að leggja þau fyrir bœjarráð
til úrlausnar, þá samþykkir bœj-
arstjórn Akraness að segja hon-
um upp bœjarstjórnarstarfinu frá
og með 25. ágúst 1960 að telja.
Jafnframt samþykkir bœjar-
stjórnin að fela forseta bæjar-
stjórnar, Hálfdáni Sveinssyni, að
gegna bœjarstjórastarfinu fyrst
um sinn.“
Með tillögu þessari greiddu at-
kvæði fulltrúar Alþýðuflokksins,
þrír, og Sj álfstæðisflokksins, fjór-
ir, en fulltrúar Framsóknarflokks-
ins og Alþýðubandalagsins á
móti.
Hvorugur stuðningsmanna
Daníels, Framsóknarmaðurinn né
Alþýðubandalagsmaðurinn, vildi
þó afsaka hátterni hans gagnvart
ellilífeyrisþegunum, og bar full-
trúi Alþýðubandalagsins fram
svohljóðandi tillögu á fundinum
til úrbóta þessu atriði:
„Með tilvísun til álitsgerðar
Elliheimllisnefndar dags. 19. júlí
1960 samþykkir bœjarstjórn
ÍBA hh froii meH:J
Síðastliðinn sunnudag lék ÍBA
síðari leik sinn á Islandsmótinu
við Fram, Reykjavík, og vann
með 6 mörkum gegn 3. Með þess-
um leik má segja, að ÍBA hafi
tryggt sér setu í I. deild, því að
það er nú 1 stigi yfir Keflvíkinga,
sem léku sinn síðasta leik síðast-
liðinn sunndag yið KR og tapaði.
ÍBA á eftir að leika einn leik —
við KR hér á vellinum — og verð-
ur hann væntanlega næstkomandi
fimmtudagskvöld eða sunnudag.
Baráttan um íslandsmeistara-
titilinn stendur milli Akraness og
KR.
Leikur ÍBA og Fram sl. sunnu-
dag fór fram hér á leikvanginum
í bezta veðri og að viðstöddum
fjölda áhorfenda, sem létu álit sitt
óspart í Ijós.
Lið ÍBA hélt uppi linnulítilli
sókn fyrri hálfleik og stóðu leikar
í lok hans 3:1 ÍBA í vil.
Fyrri hluta síðara hálfleiks átti
Fram meira í leiknum, en í leiks-
lok tóku ÍBA-menn aftur foryst-
una og lauk leiknum, eins og fyrr
segir, með 6:3.
Dómari var Þorlákur Þórðar-
Engir samningar enn milli
Iðju og atvinnurekenda.
Enda þótt nær hálfur mánuður
sé liðinn frá því, að Iðja, félag
verksmiðj ufólks á Akureyri, setti
fram kröfur um 25—30% kaup-
hækkun, hafa engar samningauin-
ræður hafizt milli hennar og at-
vinnurekenda hér enn.
Akraness að standa án tafar, þar
tilgreindum lífeyrisþegum full skil
á lífeyri og lífeyrishœkkun sam-
tals kr. 62.223.00 ásamt 6% árs-
vöxtum. Bœjarstjórn Akraness
harmar þau vítaverðu mistök,
sem liér hafa átt sér stað og felur
bœjarstjóra að annast um endur-
greiðsluna og gera ráðstafanir til
að slíkir hlutir endurtaki sig
ekki.“
Álitsgerð sú, sem hér er vitnað
í, var m.a. undirrituð af fulltrúa
Framsóknar í nefndinni, þannig,
að allir flokkar hafa lýst andúð
sinni hinum „vítaverðu mistök-
um“ Daníels í því máli.
Eins og fyrr segir, neitaði Daní-
el að láta bæjarstjórastarfið laust
fyrir Hálfdan Sveinssyni, er þá
lét hart mæta hörðu og heimtaði
sig settan inn í starfið með fó-
getaúrskurði. Var Kristján Kristj-
ánsson, borgarfógeti í Reykjavík,
skipaður setudómari í málið.
Almennur borgarafundur var
um mál þetta sl. föstudagskvöld,
en eigi munu aðrir hafa staðið að
honum en Framsóknarflokkurinn
og Alþýðubandalagið auk nokk-
urra persónulegra vina Daníels.
Skoraði sá fundur á bæjarstjórn
að taka brottvikningu Daníels úr
bæjarstjórastarfi aftur, ella efna
til nýrra bæjarstjórnarkosninga.