Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.07.1964, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 09.07.1964, Blaðsíða 2
ALÞÝÐU m—m ■ ■ | Bbnr ■mP MAÐURINN RITSTJÓRI: BRAGI SIGURJÓNSSON . BJARKARSTÍG 7 . SÍMI 1604 ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUREYRAR . VERÐ KR. 100.00 Á ÁRI . LAUSASALA KR. S.00 BLAÐIÐ . SETNING OG PRENTUN: PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. . AKUREYRI Krossgötur Ýmislegt bendir til þess, að íslenzka þjóðin standi innan tíðar á krossgötum varðandi flokkaskipun í landinu. Það er opinbert leyndarmál, að Þjóðvarnarflokkstilraunin hefur beðið algert skipbrot. Hitt veit almenningur ekki enn, að Sósíalistaflokkurinn er að brotna upp, en fær þó í sífellu ýmis augljós dæmi um þetta upp í hendurnar. Um þetta farast Jóni Baldvini Hannibalssyni, sem fyllti ílokk kommúnista um skeið, en var fljótur að átta sig á því, að hann var þar í dauðra manna húsi, m. a. svo orð í Frjálsri þjóð 3. júlí s.l.: „Sameiningarflokkur alþýðu er einfaldlega ekki það, sem hann segist vera og verður ekki úr þessu. Hafi hann einhvern tíma átt að sameina íslenzka alþýðu, þá er það fyrir löngu sannanlega borin von. Flokkur, sem ekki getur sameinað j sjálfan sig, sameinar ekki aðra.“ Um brotafylgi þessara tveggja flokka verður barizt á næst- unni, og það verður örlagaríkt fyrir íslenzka þjóð, hvernig sú barátta fer. Framsóknarflokknum er orðið ljóst, eftir hverju er að slægjast: Nái hann þessu fylgi að meginhluta til sín — en þar bar hann í fyrstu lotu sigurorð af Sósíalistaflokknum um Þjóðvarnarfylgið sbr. síðustu þingkosningar — er hann kom- inn með sterk spil á hendina að knýja íslenzk stjórnmál inn í tveggja flokka kerfi líkt og í Bandaríkjum Norður-Ameríku, þar sem tveir borgaralegir flokkar tefla einráðir um öll völd, hug og háttu fólks í krafti ofboðslegra fjárráða. Óskum vér slíkrar flokkaskipunar hér? Ef vér athugum hugsunarhátt og lífsskoðun þess fólks, sem fyllt hefur þá tvo flokka, sem nú eru að leysast upp, kemur strax í ljós, að þar er um menn og konur að ræða, sem ýmist eru eða standa mjög nærri jafnaðarmönnum að hugsunar-1 hætti. Þau hafa ýmist yfirgefið Alþýðuflokkinn eða aldrei \ fyllt hann, af því að þeim hefur verið talin trú um, að hann hafi brugðizt sínu sósíal-demókratiska hlutverki. Þetta fólk allt þráir innst inni sterkan sósial-demokratiskan flokk, sem það geti fyllt og starfað fyrir, svipaðan flokk og brezku og norsku verkamannaflokkarnir eru í augum þeirra, og ef það dreymir um tveggja flokka kerfi, þá væntir það vinstra flokks gegn hœgri, það er tvær andstæður, en ekki tveggja borgaraflokka með örlítið tilbrigðilegum íhaldsblæ. Það væri því næsta grálegur örlagaleikur, að þetta fólk yrði til þess í áttavillu sinni að efla Framsókn sem leiknaut Sjálfstæðisins. Hér er það, sem Alþýðuflokkurinn á að verða skapandi afl í rás viðburðanna: Hann er eini fasti vinstri kjarninn í landinu. Hann hefur aldrei hvikað frá grundvelli jafnaðarstefn- unnar. Hann á gáfuðu og mikilhæfu forustuliði á að skipa. Honum ber því að taka forystu í því að byggja upp sterkan vinstri flokk, sem getur rúmað allt það fólk, er nú hefur skilið skipsbrot Þjóðvarnar og Sósíalistafl., en vill stuðla að raunhæfri vinstri pólitík. Stórborgin London er höfuðsetur lista, mennta og heimsviðskipta. London er brennipunktur flugsamgangná um allan heim. Við fljúgum 10 sinnum í viku til Bretlands í sumar, þar af þrjár ferðir beint til London. Tíðustu ferðirnar, þægilegustu ferðirnar, beztu ferðirnar, það eru ferðir Flugfélagsins. FERÐIR I VIKU BEINA LEIÐ TIL L0ND0N Auðvitað verður þessi sameining erfitt vandaverk. Mörgu því fólki, sem nú er á lausum kili frá Þjóðvörn og Sósíalista- fb, þykir sú villan sárust, að það hafi ekki dæmt Alþfl. rétt. Það heldur dauðahaldi í þann fordóminn, að Alþfl. sé einnig úr leik. Innst inni dáist það þó að þreki og festu flokksins að hafa komizt sterkur og traustur út úr þeim vopnaburði, sem á bonum hefur staðið allt frá 1930. Hér verða allir að skilja, að mestu máli skiptir að taka raunhæft á hlutunum, strika yfir fornar væringar og fordóma og fylkja liði til sóknar á ný, ná inn í þá sóknarfylkingu hverjum þeim nýtum og gegnum Þjóðvarnarmanni og Sósíal- istaflokksmanni, sem er sósíaldemókrat að skoðun og vill þjóð sinni vel, og setjast svo niður og finna, að hverju þessi fylking getur og vill vinna saman. Hitt getur beðið um sinn, sem hún er ekki alveg sammála um, því að hitt munu ærin verkefni. Og þegar þau eru leyst, munu menn sjá, að ýmis ný verk- efni bíða, sem þeir geta vel orðið sammála um, hvernig leysa skuli. Tortryggnina hefur tekið upp í sunnanvindi sam- vinnunnar. Verður Siglufjörður heifur bær Tilraunaborun fer nú fram á Siglufirði eftir heitu vatni í Skútadal. Hinn 1. þ. m. var komið niður á 25 m dýpi og gaus þá borholan 2 m vatnssúlu 50° heitri og mældist rennsli 7 sek. lítrar. Hætta varð borun í bili, en sérfræðingur athugar aðstæður nánar. Gera Siglfirðingar sér nú vonir um, að fyrir bæ þeirra eigi innan tíðar að liggja að komast í tölu heitra bæja, þ. e. upphitun húsa verði frá jarðhita. Matthíasarsafnið opið kl. 2—4 e. h. alla virka daga, nema laugar- daga.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.