Alþýðumaðurinn - 09.07.1964, Side 4
Rðmlefo 14 |é. mdl í Krosune
Síldarverksmiðjan í Krossanesi hefur nú tekið ó móti 74312 mál-
um af síld til bræðslu. Síðustu landanir voru á þriðjudagskvöld en
þá komu Sigurður Bjarnason með 1108 mál, og Ólafur Magnússon
með 649 mál, áður í vikunni höfðu komið Hafþór með 1015 mál
og Baldur, Dalvík, með 64*9 mál. Bræðsla hefur gengið vel, og verið
unnið allan sólarhringinn. Enn er nokkuð magn óbrætt.
Flutningaskipið Aska hefur komið með einn farm til verk-
smiðjunnar, en áður hafði hún flutt farm til Hjalteyrarverksmiðju.
Þegar er farið að flytja mjöl frá Krossanesi, ó þriðjudag tók
ísborg þar um 80 tonn.
Það óhapp vildi til þegar verið var að grafa fyrir vatnslögn í
Glerárhverfi að jarðstrengurinn í verksmiðjuna hjóst í sundur,
fór rafmagn skyndilega af og allar vélar stöðvuðust. Þurrkarinn
var fullur af mjöli, og því mikil hætta á bruna, en sem betur fór
tókst svo vel til að eldurinn var kæfður í þurrkaranum áður en
nokkurt verulegt tjón hlauzt af.
Staðreyndir mn pg
Tjinabtetur Samimnytrygginga 90.< nlljðnir hr.
Aðalfundir Samvinnutrygg-
inga og Líftryggingafélagsins
Andvöku voru haldnir á Hall-
ormsstað 30. júní. Fundinn sóttu
21 fulltrúi víðsvegar að af land-
inu, auk stjórnar og starfsmanna
félaganna.
í upphafi fundarins minntist
formaður félagsstjórnar, Erlend-
ur Einarsson, forstjóri, tveggja
forvígismanna félaganna, sem
látizt höfðu frá síðasla aðal-
fundi, þeirra Sigurður Kristins-
sonar forstjóra og Jóns Eiríks-
sonar frá Volaseli.
Fundarstjóri var kjörinn
Björn Stefánsson, kaupfélags-
stjóri, Egilsstöðum, en fundar-
ritarar þeir Jón S. Baldurs, fyrrv.
kaupfélagsstjóri, Blönduósi, Ósk-
ar Jónsson, fulltrúi, Selfossi, og
Árið 1961 flutti Emil Jónsson
félagsmálaráðherra frumvarp á
Alþingi um hækkun hámarks-
lána húsnæðismálastjórnar úr
100 þús. kr. í 150 þús. og verka-
mannabústaða úr kr. 140—160
þús. kr. í 300 þús. á hverja íbúð.
Til ársins 1959 höfðu lán
húsnæðismálastj órnar í raun-
veruleikanum sjaldan farið yfir
kr. 70 þús. kr. á íbúð.
Árið 1962 vann bankastjóri
norska Húsbankans Jóhann
Hoffmann hér að athugun um
húsnæðismál á vegum Samein-
uðu þjóðanna og setti síðan fram
tillögur sínar í mjög ítarlegri og
greinargóðri skýrslu, sem send
var ríkisstjórn og öllum alþingis-
mönnum og sveitarstjórnum á
fyrrihluta s.l. árs.
Skömmu eftir útkomu skýrsl-
unnar fól félagsmálaráðherra
húsnæðismálastjórn að taka
hana til athugunar og gera nýjar
tillögur í húsnæðismálum al-
mennt og þó sér í lagi fjármála-
hlið þeirra.
Húsnæðismálastjórn hafði
þessar tillögur til meðferðar á
mörgum fundum s.l. vetur og
skilaði áliti sínu til ríkisstj órnar-
S U M A R F R í
Þetta verður síðasta blað AI-
þýðumannsins fyrir sumarfrí.
Næsta tölublað kemur því ekki
út fyrr en 13. ágúst n. k.
innar um mánaðamótin marz og
apríl s.l.
Húsnæðismálastjórn varð ekki
sammála um niðurstöður sínar,
og væntanlega verður upplýst
áður en langur tími líður, í
hverju sá ágreiningur fólst.
Tveimur vikum eftir að hús-
næðismálastjórn hafði sent til-
lögur sínar til ríkisstjórnarinnar
hirti Alþýðusambandið ályktun
sína með ósk um viðræður við
ríkisstjórnina, þ. á m. um hús-
næðismál.
Síðan hafa tillögur húsnæðis-
málastjórnar og verkalýðssam-
takanna orðið hluti af samkomu-
laginu við ríkisstjórnina.
Nýju vélarnar hans Tryggva Hclgasonar. (Ljósm.: S.)
Tvær flugvélar til Akureyrar
Fimmtudag s.l. komu hingað
til Akureyrar tvær flugvélar
Tryggva Helgasonar sem hann
hefur fest kaup á í Bandaríkjun-
um. Margir lögðu leið sína á
flugvöllinn til þess að fagna nýju
vélunum, sem eru af gerðinni
Beechraft C—45 H, og taka 8
—9 farþega í sæti, hreyflar tveir
450 ha hvor. Þá eru vélarnar
búnar fullkomnum blindflugs-
tækjum, fjarskiptaútbúnaði og
enn fremur ísvarnartækjum.
Flughraði er 250—300 km.
Fjórir amerískir flugmenn
flugu vélunum hingað, en með
Steinþór Guðmundsson, kennari,
Reykjavík.
Stjórnarformaður, Erlendur
Einarsson, forstjóri, flutti
skýrslu stjórna félaganna og
framkvæmdastjórinn, Ásgeir
Magnússon, skýrði reikninga
þeirra.
Heildariðgjaldatekjur Sam-
vinnutrygginga á árinu 1963,
sem var 17. reikningsár þeirra,
námu kr. 130.068.699.00, í
brunadeild kr. 24.809.718.00, í
sjódeild kr. 48.322.524.00, í bif-
reiðadeild kr. 35.714.548.00 og
í endurtryggingadeild kr. 21.221-
.909.00. Höfðu iðgjöldin aukizt
um kr. 27.668.222.00 frá árinu
áður og hefur iðgjaldaaukningin
aldrei verið jafn mikil að krónu-
tölu.
Tjónabætur námu 90.6 millj-
ónum króna eða 16.1 milljón
meira en árið áður.
Verulegt tap varð á bifreiða-
tryggingum á árinu, en unnt var
að endurgreiða í tekjuafgang
svipaða upphæð og áður af
bruna-, dráttarvéla-, slysa-, farm-
og skipatryggingum eða kr.
7.050.000.00 auk bónusgreiðslna
til bifreiðaeigenda fyrir tjón-
lausar tryggingar, sem námu
kr. 6.124.000.00.
Frá því Samvinnutryggingar
hófu að endurgreiða tekjuaf-
gang árið 1949 hafa þær samtals
endurgreitt hinum tryggðu
tekjuafgang, sem nemur 51.7
milljónum króna, auk bónus-
greiðslna til bifreiðaeigenda.
Iðgjaldatekjur Líftrygginga-
félagsins Andvöku námu kr.
2.326.000.00 árið 1963, sem var
14. reikningsár þess. Trygginga-
stofn nýrra líftrygginga á árinu
nam kr. 6.642.000.00 og trygg-
ingastofninn í árslok kr. 103.902.
000.00. Trygginga- og bónus-
sjóðir námu í árslok tæpum 25
milljónum króna.
Á árinu var opnuð ný um-
boðsskrifstofa á Akranesi, og
veitir Sveinn Guðmundsson
fyrrv. kaupfélagsstj óri henni
forstöðu.
í lok ársins festu Samvinnu-
tryggingar kaup á tveimur hæð-
um í nýju skrifstofuhúsi að Ár-
múla 3 í Reykjavík, og munu
félögin flytja aðalskrifstofur sín-
ar þangað á þessu ári.
Ur stjórn áttu að ganga Isleif-
ur Högnason og Kjartan Olafs-
son frá Hafnarfirði, sem baðst
eindregið undan endurkjöri.
Kjartan hefur verið í stjórn fé-
laganna frá upphafi, og færði
stjórnarformaður honum sér-
stakar þakkir fyrir störf hans í
þágu félaganna.
ísleifur Högnason var endur-
kjörinn og í stað Kjartans var
kj örinn Ragnar Guðleifsson,
Keflavík.
Á aðalfundinum flutti Baldvin
Þ. Kristj ánsson, útbreiðslustj óri,
erindi um félagsmál.
Að loknum aðalfundinum hélt
stjórnin fulltrúum og allmörg-
um gestum úr Austfirðingafjórð-
ungi hóf að Hallormsstað.
Stjórn félaganna skipa: Er-
lendur Einarsson, formaður,
ísleifur Högnason, Jakob Frí-
mannsson, Karvel Ogmundsson
og Ragnar Guðleifsson.
Framkvæmdastjóri félaganna
Ásgeir Magnússon, en auk
er
hans eru í framkvæmdastj órn
Jón Rafn Guðmundsson og
Björn Vilmundarson.
Akareyrintar sigra Fram með 8:1
í förinni var Björn Sveinsson
flugvirki, hefur hann annast eft-
irlit og lagfæringar sem gerðar
voru á vélunum í Bandaríkjun-
um.
Við komuna tóku á móti vél-
unum Tryggvi Helgason og kona
hans Petra Konráðsdóttir og
færðu þau flugmönnunum hlóm-
vönd.
Þessar flugvélar verða teknar
í notkun svo fljótt sem unnt er
og notaðar til alls konar leigu-
flugs.
Norðurflug á nú sex flugvélar,
þar af þrjár kennsluflugvélar.
Um síðustu helgi kom knatt-
spyrnulið frá Fram hingað til
Akureyrar og keppti gestaleik
við lið ÍBA.
Beið lið Fram hinn herfileg-
asta ósigur fyrir Akureyringum
sem skoruðu 8 mörk gegn 1,
staðan í hálfleik var 2:1 Akur-
eyringum í vil.
Akureyringarnir áttu mjög góða
leikkafla í þessari viðureign og
bar þar mest á Kára, Valsteini,
Steingrími og svo Magnúsi og
Jóni í vörninni.
Það er alls ekki í fyrsta skipti
sem ÍBA-liðið leikur lið þeirra
stóru úr Reykjavík svona grátt,
skemmst er að minnast leiksins
gegn Val í Reykjavík.
Það vekur því undrun nokkra
að lið sem leikur í II. deildar
keppninni þetta tímabil skuli ná
slíkum árangri, eða segir þessi
deildaskipting raunverulega ekk-
ert um styrk liðanna?
Von er á liði KR hingað n.k.
sunnudag, verður gaman að sjá
hvernig sá leikur fer, þar sem
þeir eru núverandi íslandsmeist-
arar, en eins og flestir vita var
lið Fram íslandsm. 1962.
SKEMMTI FERÐ
Ennþá eru nokkur sæti laus í
skemmtiferð Alþýðuflokksfélag-
anna sem farin verður um ri'k.
helgi. Þeir sem hug hafa á að
fara í þessa ferð ættu að til-
kynna þátttöku sem fyrst til Sig-
mars Sævaldssonar í síma 1399
eða 2726 eða Þorvalds Jónssonar
í síma 2252.
Þátttökugjald er 250 kr.
ALÞYDU
MADURINN