Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 25.03.1965, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 25.03.1965, Blaðsíða 1
MAOURINN í fiskleysinu hafa menn löngum reynt að bjarga sér með þvi að dorga upp um ísinn. (Ljósm.: E. Sigurgeirsson). Ársþing Ungmennasamb. Ársþing Ungmennasambands Eyjaíjarðar hið 44. í röðinni var haldið í heimavistarskólan- um að Húsabakka í Svarfaðar- dal, laugardaginn 13. og sunnu- dag.inn 14. marz sl. Formaður sambandsins, Sveinn Jónsson, setti þingið, en síðan voru kjörnir forsetar þeir Jón Stefáns- son og Eggert Jónsson, og ritar- ar þeir Haukur Steindórsson, Sigurður Jósefsson og Hreinn Ketilsson. Framkvæmdastjóri U.M.S.E., Þóroddur Jóhannsson flutti síð- an starfsskýrslu sambandsins fyrir sl. ár, en þar kom fram, að starfsemin hefur verið fjölþætt og hún aukizt mikið á árinu. Er þar helzt að nefna aukna bind- indisfræðslu, t. d. var efnt til heimsókna í barna- og unglinga- skóla héraðsins og húsmæðra- skólann, komið á fræðslukvöldi fyrir almenning, aðild að Bind- indismótinu í Vaglaskógi o. fl. Sambandið starfrækti sumar- búðir að Laugalandi í Öngul- staðahreppi þar sem 60 ungling- ar nutu tilsagnar í ýmsum íþrótt- um. Unnið var að söfnun og skráningu örnefna í héraðinu, og er það verk vel á veg komið. Þá gekkst sambandið fyrir námskeiði í starfsíþróttum, unn- litlom dreoj bjargað úr löh d Ahureyrorpolli Þriggja ára drengur, Bjarni Hallgrímsson, Strandgötu 41, var hætt kominn er hann féll niður í vök á ísnum á Akur- eyrarpolli sl. mánudag. Hafði hann verið að leika sér ásamt fleirum litlum börnum á ísnum sunnan Oddeyrar, en fór út á veikan ís, þar sem kemur í sjó- inn afrennsli frá Hríseyjargötu, og fór þar á bólakaf. Af hreinni tilviljun tók þrettán ára stúlka, Gíslína Benedikts- dóttir, eftir því hvar drengurinn var að sökkva í vökina, hljóp hún þegar til og náði til drengs- ins þegar hann var um það bil að berast undir ísskörina. Gat hún, þar sem hún stóð í vökinni, haldið honum upp úr sjónum, en ekki komið honum upp á skörina, þar sem ísinn brotnaði undan þunganum. Þá bar þar að Ottó Snæbjörnsson, blikksmið, og tókst honum að ná drengnum og koma honum heim til sín. Ekki mun drengnum né stúlk- unni hafa orðið meint af volk- inu, en töluvert frost var er þetta gerðist. Áœtlunarsiglingar Eim- skip milli erlendra hafna Eins og kunnugt er haslaði H.f. Eimskipafélag íslands sér völl á erlendum flutningamark- aði á árinu 1961 þegar skip fé- lagsins hófu áætlunarferðir milli Bandaríkja Norður-Ameríku og Evrópu. Þetta er í fyrsta sinn í siglingasögunni, að íslenzk skip halda uppi reglubundnum áætl- unarsiglingum milli erlendra hafna og því algert brautryðj- endastarf í alþjóðasiglingum þjóðarinnar. Ferðum skipanna hefur verið hagað þannig, að þau hafa komið við í íslenzkum höfnum í báðum leiðum, vestur og austur um hafið og flutt vörur að og frá landinu, jafnframt því að anna flutningum frystivara fyrir Eyjafjarðar ið var að skógrækt og á íþrótta- sviðinu var mikið starf. Gjaldkeri sambandsins skýrði reikninga þess, en þar kom fram að reksturinn hafði verið mjög kostnaðarsamur, þrátt fyrir það var rekstrarhagnaður sem nam 34 þús. kr. Mörg mál voru á dagskrá og samþykktir gerðar í flestum þeirra. Um 60 fulltrúar sátu þetta þing sem tókst með ágætum og var mikill áhugi ríkjandi fyrir störfum sambandsins og ung-. mennafélaganna við Eyjafjörð. • Stjórn sambandsins var öll einróma endurkjörin, en hana skipa: Sveinn Jónsson, formað- ur, Haukur Steindórsson, ritari, Birgir Marinósson, gjaldgeri, sr. Bolli Gústafsson, meðstjórnandi og Eggert Jónsson, varafor- maður. Þingið naut ágætrar fyrir- greiðslu að Húsabakka og í þinglok buðu ungmennafélögin í Svarfaðardalshreppi, Atli og Þorsteinn Svörfuður, fulltrúum til rausnarlegrar veizlu. í ungmennasambandi Eyja- fjarðar eru nú 15 félög með 870 félagsmönnum. erlenda aðila á þeim leiðum, sem að ofan eru nefndar. Þegar í upphafi ávann félagið sér gott orð á erlendum vett- vangi og varð frystivöruflutn- ingamagnið brátt allmikið, enda þótt það væri nokkuð árstíða- bundið og háð markaðssveifl- um. Á tímabilinu frá því í marz 1961 til loka síðastliðins árs fluttu skip félagsins samtals 101.070 tonn af frystivöru milli erlendra hafna og nema brúttó gjaldeyristekjur af þeim flutn- ingum sem svarar til 162 millj- óna íslenzkra króna. Það verður ekki annað sagt, en að þessi tilraun Eimskipa- félagsins til alþjóðasiglinga hafi tekizt vel og lofi góðu um áfram- hald á þessari braut. Þó verða verkefni þau, sem skipanna bíða heima fyrir ávallt látin sitja í fyrirrúmi, því það er og verður að sjálfsögðu fremsta skylda félagsins að veita landsmönnum fullkomna þjónustu. Hefur fé- lagið og jafnan miðað gerð skipa sinna við þær kröfur, sem gerðar eru til þeirra hér heima, Beint símasamband Sl. laugardag, hinn 20. þ. m., var opnað sjálfvirkt símasam- Bifreiðaeign landsmanna fvöfaldasf ó 10 árum Vegamálaskrifstofan hefur gefið út að venju bifreiðaskýrslu þar sem er að finna ýmsar upp- lýsingar um bifreiðaeign lands- manna. Alls eru skrásettar 31924 bif- reiðir á öllu landinu og 308 bif- hjól, af fólksbifreiðum eru til 112 tegundir, en sú tegund sem mest er til af er Ford, Volkswag- en er næstur í röðinni en þriðju eru Willys jeppar. Af vörubifreiðum eru til 109 tegundir, mest af Chevrolet, þar næst Ford og síðan Dodge. Árið 1955 voru skrásettar á landinu alls 15611 bifreiðir og hefur þeim fjölgað jafnt og þétt á hverj u ári en aldrei eins mikið og á síðustu þrem árum. Elzta skrásetta bifreiðin er frá árinu 1923, tvær eru af árgerð- inni 1926, en mest er af árgerð 1963, 3392 bílar. svo þau geti sem bezt leyst flutn- ingaþörf landsmanna og félag- inu er það kappsmál að í engu þurfi að draga úr þeirri þjón- ustu, sem það hefur veitt heldur mikið fremur að bæta hana. ísinn lokar siglingaleið- um að austan og vestan ísinn hefur nú lokað öllum siglingaleiðum bæði austur og vestur um, mikill ís er fyrir Austurlandi og hefur hann þegar lokað sumum fjörðum fyrir sigl- .ingum, frá Hornbjargsvita sést ísbreiða svo langt sem skyggni leyfir og allir firðir og víkur á Ströndum eru fullir af ís. Við Melrakkasléttu og Langa- nes er ísinn landfastur, einnig er Þistilfjörður orðinn fullur af ísnum. Herðubreið, sem var á austur- leið, hefur snúið frá, er hún kom í þéttan ís við Sléttu. Þá er Stapafellið einnig lokað inni, en það var að losa olíu hér á Akur- eyri. homið ó við Ddhfík band við Dalvík. Er stöðin þar gerð fyrir 300 númer, en 178 númer komust í beint samband við þessa breytingu, en hin 122 númerin koma þá inn, eftir því sem þarfir heimta og aðstæður leyfa. Svæðisnúmer er hið sama og fyrir Akureyri, 96, en síma- númer þeirra notenda, er sjálf- virka símann hafa nú fengið eru á milli 61100 og 61299. Mjög óhagstæður við- skiptajöfnuður við Austur-Þýzkaland Á s.l. ári jókst verulega inn- flutningur hingað til lands frá Austur-Þýzkalandi, en hins veg- ar minnkaði útflutningur stór- lega. Alls nam innflutningur um kr. 104 millj., en útflutningur aðeins 15,5 millj. kr. Þetta er þveröfugt við árin 1958—1964, en þá var útflutn- ingur íslendinga oftast mun meiri en innflutningur.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.