Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 11.11.1965, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 11.11.1965, Blaðsíða 2
- DRÁTTARBRAUTARMÁLIÐ (Framhald af blaðsíðu 1). vinna að fullnaðaruppdráttum og áætlunum um verkið. Jafnframt verði sótt um leyfi til samgöngumálaráðuneytisins, að framkvæmd þessi verði styrk hæf framkvæmd samkvæmt hafnarlögum. Nánari ákvarðanir um tilhög- un á framkvæmd verksins verði teknar, þegar fullnaðarupp- drættir og kostnaðaráætlanir liggja fyrir“. Við þetta er því einu að bæta, að ýmsir hefðu kosið dráttar- brautina þegar svo stóra, að taka mætti togarana upp í hana til viðgerðar, og raunar má segja, að þetta verði því brýnna, sem nú virðist vera að opnast nýir möguleikar á endurnýjun togaraflotans með nýrri og hag kvæmari gerð togskipa, sbr. til- raunir Englendinga, sem íslend- ingar hafa verið að kynna sér nýverið. En vera má, að stækk- unarmöguleikar fyrirhugaðrar dráttarbrautar verði svo rúmir, að fyrir þessu megi sjá innan tíðar. Varðandi skipulag og fram- tíðarhafnarframkvæmdir gerði hafnarnefnd á sama fundi svo- fellda bókun: - Skrúðsbóndinn (Framhald af blaðsíðu 1). Bjarni Baldursson og auk þess dansmeyjar og dólgar. Búning- ar eru flestir fengnir að láni frá Þjóðleikhúsinu. Björgvin Guðmundsson hefði orðið 75 ára 26. apríl á næsta ári. Leikfélag Akureyrar á þakk ir skilið fyrir að heiðra minn- ingu Björgvins Guðmundsson-_ ar með því að velja Skrúðsbónd ann, sem fyrsta verk sitt á þessu leikári og er eigi að efa að Ak- ureyringar og aðrir Norðlend- ingar þakki L. A. fyrir framtak sitt með því að fjölsækja á sýn- ingar þess. - Orlofsheimili (Framhald af blaðsíðu 8). ir og Jón Helgason, öll frá Ak- ureyri. Varamenn í miðstjórn: Þor- steinn Jónatansson Akureyri, Arnfinnur Arnfinnsson Akur- eyri, og Jón Pálsson Dalvík. Endurskoðendur: Sigurður Rósmundsson ig Sigurður Karls son. í sambandsstjórn auk mið- stjórnar voru kjörin: Óskar Garibaldason Siglufirði, Guðrún Albertsdóttir Siglufirði, Hulda Sigurbj ömsdóttir Sauðárkróki, Líney Jónasdóttir Ólafsfirði, Guðrún Sigfúsdóttir Húsavík, Kristján Larsen Akureyri, Páll Árnason Raufarhöfn, Valdimar Sigtryggsson Dalvík, Björgvin Jónsson Skagaströnd, og Páll Ólafsson Akureyri. „Vita- og hafnarmálastjóri reifaði helztu möguleika varð- andi hafnarframkvæmdir, bæði varðandi vöruhöfn og skipakví með hliðsjón af nauðsyn aukins viðlegurýmis, frá því sem nú er og fyrirhugaðrar niðurlagning- ar bátakvíarinnar á Torfunefi, þegar að því kemur að Glerár- gátá vérður framlengd til suð- urs. ' Helztu möguleikar sem um er að -ræða varðandi nýja við- •legukanta fyrir vöruflutninga- . skip eru:. a) Sunnan Strand- götUj, ,_b) Syðst á Oddeyrar- tanga austan Sjávargötu, c) aunnan. Togarabryggju og d) ; Norðan • Togarabryggju. Tald-i vitamálastjóri að reikna mætti með því, og lengdarmetri í viðlegukanti__(stálþil og frá- gangur á. því ásamt hæfilegum greftri og fyllingu) kostaði PjilH og 60 þús. kr., þannig að 120 m kantur (eitt skips- pláss) mundi kosta 6—7 millj. króna. Ennfremur yar rætt um jnoguleTká á -býggingu nýrrar bátakvíar. ; Engar ókvarðanir voru tekn- ar f þéssum málum.“ ..Nokkrar umræður urðu um 500^ s ATTRÆÐUR ^rtARÁLDUR- ÞORVALDS- ■H SON Eiðsvallagötu 8 varð , -áttræðar • -9. • -nóv. síðastliðinn. Haraldur var lengi bóndi en eft- ir að hajin fluttist til Akureyr- ar, hefur hann stundað verka- mafinavinnu. AM sendir Har- _aldi beztu heillaóskir í tilyfni afmælisins. =s DANARDÆGUR NÝLAGA lézf riiætur borgari, Oddur Daníelsson frá Dag- verðareyri, og var hann jarð- settúr í fyrradag frá Akureyrar kirkju. Muö Odds verða minnst nán- ar í AM síðar. þetta mál á bæjarstjómarfundi sl. þriðjudag og kom fram af ræðum þeirra fulltrúa, er til máls tóku, að þeir töldu brýna nauðsyn á, að sem fyrst yrði á- kveðið framtíðarskipulag vöru- hafnar fyrir bæinn, þar eð Torfunefsbryggjurnar mundu innan ekki langs tíma verða að víkja fyrir framlengingu Gler- árgötunnar inn úr bænum, fyr- irhugaðri aðalökuleið gegnum bæinn. - Rætt við Bjarka Tryggvason (Framhald af blaðsíðu 8). Þið leikið bítlamúsík? Að sjálfsögðu gerum við það. Annars myndi unga fólkið ekki hlusta á okkur, en yfirleitt reynum við að haga okkar „pro- grammi“ þannig að sem flestir fái eitthvað eftir sínu geði. Hvað segir þú annars um bítlamúsík? - Spjallað við Eið Indriðason bónda (Framhald af blaðsíðu 5.) höfuð mér og svo skreið ég heim á leið, en hægt var farið og oft þurfti ég að hvíla mig og éitt sinn er ég var að blása mæð inni heyrði ég allt í einu þenn- an litla hvin. Þetta var þá snjó- flóðsskratti er geystist fáa metra frá mér. Þetta var rokna- snjóflóð en bæði ég og heyið mitt sluppu og færið batnaði á þessum parti. Árið 1930 byggði Eiður timb- urhús að Krókum, timburfetið kostaði þá 5 aura og minnir Eið að sæmilegur dilkur hafi lagt sig þá á 15—16 kr. Oft var gest- kvæmt að Krókum t. d. fjöl- menntu þangað gangnamenn og ég kemst að því, að jafnvel hafi verið haldið þar böll og ég veit líka að Eiður hefir oft spilað fyrir dansi. Hann er sem sé snillingur á munnhörpu og enn dansar Eiður á böllum i eyju, en líkar ekki alskostar dans- músík nútímans og mér heyrist á honum að bítlarnir séu ekki í hávegum hjá honum. Árið 1945 eru Austari Krókar í Fnjóskadal dæmdir til auðnar. Þá flytja þau hjónin til Hrís- eyjar, en þar var þá ein dóttir þeirra búsett. Okkur hefir liðið hér vel, segir Eiður. Já, og mér þótti vænt um að sjá sjóinn aft- ur, bætir Matthildur við, en Eiður minn hélt víst að hér kæmi aldrei snjór, en hann skrapp hingað veturinn áður en við fluttum, þá var þar blóð- rautt og hann hjálpaði til að hreyta í sundur á túni á meðan hann stoppaði. % FÓLK FLYTUR FRÁ HRÍSEY Hrísey 6. nóvember. — S. J. FÓLKI er aftur farið að fækka í Hrísey, en síðustu árin hefir verið um nokkra fólks- fjölgun að ræða þar. Tvær fjölskyldur eru þegar fluttar til Akureyrar og sú þriðja er á för- um suður til Grundarfjarðar, auk þess munu margir leita at- vinnu utan eyjar í vetur því að atvinnuhorfur eru mjög slæmar heima fyrir. Engir bátar róa frá Hrísey eins og sakir standa. Miklar endurbætyr voru gerðar á Frystihúsinu í sumar og að því hefir verið ráðinn nýr frystihússtjóri, Jóhannes Stefáns son frá Dalvík. Unnið er nú að nýrri vatnsveitulögn fyrir þorp- ið. í barna- og unglingaskólan- um eru nú 46 nemendur og er það allmiklu færra en síðasta ár, skólastjóri er Alexander Jóhannsson frá Hlíð. Margir unglingar eru að heiman í skóla t. d. rnunu 9 unglingar úr Hrís- ey stunda nám við Núpsskóla í vetur. Eiður hlær. Jú, jú. Það getur svo sem snjóað hér og hann staðfestir þá sögu er ég hafði áður heyrt að eitt sinn \ fann- kyngi hafi hann þurft að leiða þarfanaut um ganga og eldhús á Bergi til að koma því í fjósið svo að það gæti sinnt hlutverki sínu þar, en innangengt var úr eldhúsi í fjós að Bergi. Við röbbuðum lengur saman og það ber margt á góma. Eiður bóndi hefir enn um 40 kindur, einnig á hann hænsni en kýr á hann engar orðið. Ég heyri að þú sért enn mesta kvennagullið í Hrísey, er mín síðasta spurning. Og Eiður hlær. — Þær eru alltaf góðar við mig blessaður já, og já ég held nú það og hann iðar af fjöri í sætinu. Nú hefir Matthildur orðið „Já blessaður góði ég sá hann ekki heilu og hálfu dagana, honum þykir víst meira varið í það að snúast -í kringum þær en mig“, en ekki var nú auðheyrð mikil þykkja í orðum hennar. Þá er bara eftir að kveðja og bjóða góða nótt og Eiður fylgir mér til dyra svo að ég fari ekki með vitið úr bænum og lofar því að reiðast ekki þótt þetta komi á prenti. Og er ég geng út í stjörnubjart kvöldið í ríki Þor- steins Eyjajarls lít ég af svolitl- um meiri skilningi á kofana hans Eiðs en áður, og mun eigi öllum Hríseyingum finnast sem mér að þá er eyjan missir hann Eið verði þar autt skarð, sem á engan hátt verði hægt upp að fylla. Særinn er næsta lognvær við fjörusand, þreyttur eftir „bráðarokið“ nóttina áður. „Hrísey er eyjan okkar“, kvað leirskájd og skólakrakkar sungu í fyrra og hitteðfyrra, hún er alltaf jafn vinaleg og engum ókunnugum gæti órað fyrir að jarntjald skipti henni í tvennt, líkt og Þýzkalandi nútímans, en það er önnur saga. Að morgni skal sigla til meg- inlands með Hilmari ferju- manni. Svo skal biðja AM að flytja öldnu hjónunum að Bergi beztu kveðju mína. Og kannski liggur . leið. okkar Eiðs saman austur að Krókum næsta sumár, ef guð eða örlög, vilja. s. j. Ja, það er um hana að segja eins og um svo margt sem nýtt er, að hún er ekki metin eða viðurkennd af öllum. Mörg bítlalög eru stórfalleg, en túlk- unin allmisjöfn eftir tækni og kunnáttu. The Beatles eru hreinir töframenn í meðferð hljóðfæranna. Aðrar hljómsveit ir stæla þá svö með misjöfnum árangri. Hvaða íslenzka hljómsveit telur þú bezta? Tvimælalaust hljómsveit Ingi- mars Eydal.'Hún er mjög fjöl- hæf og gerir allt vel. Mér finnst Valdi sérstæður og frábær söngvari. Ég hefi heyrt að þú sjálfur sért vinsæll söngvari og gítar- leikari? Ég geri nú ráð fyrir því, að það sé fremur hljómsveitin í heild sem á vinsældum að fagna. Er nú ekki dálítið erfitt að syngja og leika fyrir dansi heil kvöld? Jú, það er erfiðara en margir halda að óreyndu og svo er alltaf fyrir hendi óttinn við að gera eitthvað öðruvísi en vera ber. En svo að ég víki að öðru. Telur þú að vínneyzla unglinga sé að einhverju leyti okkur full- orðna fólkinu að kénná? Sumir virðast hafa tilhneig- ingu í þá átt að kenna öðrum um allt sem miður fer, en það er ekki rétt að hugsa þannig. Að yisu verður því ekki neitað, að unglingar fá yfirleitt ekki mikinn siðferðilegan styrk frá þeim fullorðnu, nema þá helzt frá góðum foreldrum. Telur þú einhvem ákveðinn hóp manna hafa neikvæð áhrif á unglinga á þroskaskeiði? Já. Ég tel að mislukkaðir kennarar gagnfræðastigsins séu sálarlífi unglingsins hættulegt. Á ég við menn sem refsa oft fyrir smávægilegar yfirsjónir, en þekkja ekki fyrirgefningu. Slíkir menn eru vitandi eða óaf- vitandi að stuðla að því, að unglingurinn lendi á villigöt- um. Skilningur er það fyrst og fremst, er ungmenni þráir að finna hjá kennara sínum, en ekki harðýðgislegt dómsorð í ætt við hnefahögg á vanga. Þannig framkoma er á vissan hátt misþyrming. En eru ekkj svo skammsýnir kennarar fáir? Á meðan einn slíkur fyrir- finnst eru þeir of margir. Hér látum við Bjarki staðar numið og ég þakka skýr og ákveðin svör hans. Og við vænt um þess að margir eigi eftir að skemmta sér við söng hans og gítarleik, og sejadum hér með beztu kveðjur frá AM til hljóm- sveitarinnar Póló og Bjarka. s. j.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.