Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.03.1966, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 24.03.1966, Blaðsíða 5
Vinnum sameiginiega að því, að „Unga Akureyri" vaxi upp við hlýju og sfyrk frá hinum fuilorðnu, og þá höfum við lagt drjúgan skerf að framtíðarheill þessa bæjarfélags Þetta era lokaorð Hermanns Sigtryggssonar, æskulýðs- og íþróttafulltrúa, en liann er gestur AM í dag VIÐ ÞURFUM, held ég ekkert að kynna Hermann Sigtryggsson, íþróttafulltrúa fyrir lesendum AM. Hann hefir kynnt sig í gegn um sitt starf, og fleiri en undirritaður hafa eflaust fundið áhuga hans fyrir starfi sínu, og þá jafnframt að það beri jákvæðan ávöxt. Ákvörðun ÍSf að gera Akur- eyri að miðstöð vetraríþrótta í landinu hefur vakið verðskuld- aða athygli. Viltu segja mér frá þinni skoðun á málinu? Ég er auðvitað mjög ánægð- ur með þessa yfirlýsingu ÍSÍ, enda hef ég og fleiri skíðaáhuga menn hér í bænum haft þetta í huga í mörg ár. Akureyri er valin vegna þess að hér er gott skíðaland, sam- göngur eru góðar við bæinn og síðast en ekki sízt fyrir mikil skíðamannvirki, sem eru nú þegar í Hlíðarfjalli. Ber því að þakka öllum þeim mörgu, sem hjálpað hafa okkur á einn eða annan hátt við • þessa uppbygg- ingu. En þótt þessi staður hafi nú verið valinn miðstöð vetrar- íþrótta á íslandi og hingað séu velkomnir skíðamenn hvaða- næva að, þá er mér þó efst í huga að Akureyringar sjálfir, og þó sérstaklega æska þessa bæjar, fái þarna veglegt at- hafnasvæði í fögrum fjallasal. Er fyrirhugað að bæta að- stöðu þeirra er leggja vilja stund á skauíaíþróttina? Ekki liggur fyrir nein sam- þykkt frá íþróttaráði um það mál ennþá, en í áætlun, sem gerð hefur verið um þörf í- þróttamannvirkja á Akureyri, er fyrirhugað, að hér komi vél- fryst skautasvell ca. 30x60 m. stórt. Hætt er þó við að kostn- aðarins vegna við að koma slíku svelli upp, dragist það eitthvað á langinn, og verðum við því að bæta aðstöðuna hér við í- þróttavöllinn svo sem hægt verður á vetrum að halda þar við betra svelli en verið hefur. Þá vantar og heppilegt svæði, þar sem koma mætti upp hlaupabraut, fyrir skautahlaup- ara. Viltu skýra í stórum dráttum frá stárfsemi Æskulýðsráðs? Það er starf æskulýðsráðs að vera til leiðbeiningar og hjálpar um félags- og æskulýðsmál í bæjarfélaginu, og leitast við að ná til þeirrar æsku, sem sökum áhugaleysis eða af öðrum orsök- ,.um sinnir ekki heilbrigðum verkefnum í tómstundum sín- um. Yfirleitt þarf ekki að hafa af- skipti af félagslega þroskuðum og duglegum unglingum, nema þá helzt að passa að ofhlaða þá ekki með verkefnum, en hitt er aftur öllu erfiðara, að ná til hinna, þeirra sem áhugalausir eru bæði fyrir námi og félags- legum störfum, enda hefur æskulýðsráðið ekki enn þá að- stöðu, húsnæðisins vegna, til að beita sér sem skildi að þessu. Æskulýðsráðið hefur á undan förnum árum staðið fyrir ýms- um námskeiðum fyrir unglinga, aðstoðað við unglingadansleiki o. fl. í vetur verða alls 13 nám- skeið af ýmsu tagi, og unglinga- dansleikir eru haldnir af og til í Lóni, með aðstoð ráðsins. Fyr- ir þessum dansleikjum stendur nú félagsskapur unglinga, áhuga manna um hestamennsku og bindindL Félag þeirra heitir Hestamannafélagið Fjölnir. Fer ágóði af dansskemmtunum þess um til að bæta aðstöðu þessa félags á einn eða annan hátt. Ýmislegt er sagt um þessa dansleiki, þeim til lofs eða lasts, en ég vil hvetja þá sem þessu vilja kynnast af eigin raun, eink um foreldra unglinga, að koma og líta á þessa starfsemi með eigin augum, það kostar ofur- litla fyrirhöfn en enga peninga. ‘ Finnst þér ekki að hér vanti tilfinnanlega æskulýðshús, þar sem hægt væri að reka fjöl- breytt tómstundastarf? Jú. En ég er ekki bjai'tsýnn á að úr þessu rætist í bráð. í sam bandi við starf mitt sem íþrótta fulltrúi bæjarins standa nú fyr- ir dyrum stórfelldar byggingar, eins og íþróttahús og skíðamann virki í Hlíðarfjalli og vissulega kemur það æskunni til góða, en æskilegt væri að hér risi mynd- arlegt æskulýðshús, svo beina mætti unglingum þangað til hvers konar tómstundastarfa og unglingaskemmtana. Kemur þá að því sem ég var að tala hér um áðan, að auðveldara væri fyrir okkur að ná tll hinna áhugalitlu, ef við gætum bent á og lagt til stað þar sem þeir væru velkomnir og gætu dval- ið þar við fjölbreytt og heilbrigð tómstundaverkefni. Áfengisneyzla unglinga fer stöðugt í vöxt. Myndi ekki vera hægt að gera meira en gert er, til að sporna á móti því? Æskulýðsráðið hefir mikið rætt um áfengisvandamálið á fundum sínum og leitað til margra bæði einstaklinga og fé- Hermann Sigtryggsson. laga um leiðir til úrbóta og þá fyrst og fremst þeirra sem með æskulýðsmál hafa að gera. Víða er unnið ötullega að bindindis- málum, en það virðist ekki duga. í samtökum við einstakl- inga finnur maður gjarnan að allir eru sammála um að þetta sé mikið vandamál, sérstaklega í sambandi við unglinga, sem tafarlaust þurfi að ráða bót á, en hjá almenningi og á fundum með merkum félagasamtökum hefi ég fyrst og fremst rekist á tómlætið gagnvart þessum mál- um. Ef við finndum eitthvað ráð, sem gerði það að verkum, að allur almenningur fordæmdi drykkjuskap unglinga, já og reyndar allra, og gæfi þeim ógæfumönnum duglega ráðn- ingu, sem veittu börnum og unglingum vín, þá held ég að þetta lagaðist mikið. En meðan flest allir líta aðeins á þetta hornauga án þess að þora opin- skátt að láta álit sitt í ljós, veigra sér við að taka á málun- um með einurð og festu, hilma yfir þá seku og þeir seku létt- vægir fundnir, þá er ekki von á góðu. Þú talar um leiðir til úrbóta. Auðvitað væri hægt að gera miklu meira, en það fyrsta er þetta: Að allir fullorðnir Akur- eyringar séu á verði til varnar æsku þessa bæjar gagnvart áfenginu. Síðan getum við rætt um eðli lega uppbyggingu æskulýðs- heimila, íþróttamannvirkja, skemmtistaði fyrir unglinga, leiðbeiningar við tómstunda- störf og góða samvinnu áhuga- samra bæjaryfirvalda um þessi mál við skóla og æskulýðssam- tök bæjarins. Svo í lokin Hermann, eitthvað er þú vildir leggja áherzlu á? Æskulýðsmál nútímans þurfa nútíma meðferð, hvaða leið svo sem farin verður til að finna hana, en það er okkar verkefni og frá því megum við ekki renna. Betur sjá augu en auga og öllum koma okkur æskulýðs- málin við. Ég vil beina því til bæjarbúa, að sýna þessum þætti bæjarlífsins ekki afskiptaleysi, en benda okkur á ef eitthvað mætti betur fara í okkar starfi og gefa okkur ráð. Góðir Akureyringar, ég bið ykkur um hjálp, hjálp til handa mér, til handa öllum þeim sem að æskulýðsmálum hlúa, hjálp til þess að vinna að heill og vel- ferð æsku þessa bæjar. Vinnum sameiginlega að því að „Unga Akureyri“ vaxi upp við hlýju og styrk frá hinum fullorðnu, og þá höfum við lagt drjúgan skerf að framtíðarheill þessa bæjarfélags. Munu ekki allir góðir Akur- eyringar taka undir þessi loka- orð Hermanns, sem og önnur ummæli hans í þessu viðtali. Er ekki kominn tími til þess, að tómlætið hverfi, og fussum svei vandlætarans, þá litið er ung- menni á glapstigum. Við vitum að vor er að baki þess fimbul- vetráf' er nú ríkir. En munum við þá fagna fyrsta vorblóminu er opnar krónu, með því að kremja það með skósól okkar. Æskan er blóm hinnar „Ungu Akureyrar“. Þökk fyrir viðtalið Hermann. s. j. Ofstopaveður á Dalvík Dalvík 23. marz. I. J. ÉR brast á blindstórhríð í gær, og er þetta mesta snjó- koman er komið hefur í vetur. Nýbúið var að ryðja vegi fram í sveitina, en nú er allt orðið kolófært aftur, og þá einnig til Akureyrar. Mjólkurbílarnir lögðu af stað fram í sveitina í gær, og komst bíllinn er fór að vestan fram að Steindyrum, en senda varð ýtu honum til að- stoðar, og var komið úr þeim leiðangri kl. 5 í morgun. Björgvin kom á föstudaginn með 63 tonn, og kom hann aftur inn núna í veðrinu með 5 tonn. Lítið hefur aflast af grásleppu enn, enda veður óhagstætt. STAKAN okkar 1 VIÐ biðjum Ingu Skarphéð- ins í upphafi fyrirgefning- ar á að við fórum eigi rétt með eina vísu hennar í síð- asta blaði og viljum við bæta úr því með að birta hana, von- andi rétta að þessu sinni: Mér það bæta mætti trautt. Mjög það lætur nærri, þegar sætið þitt er autt, , j þá er kætin fjærri. 1 Við gefum svo Ingu aftur orðið. Hún skýrir hér næstu vísu sína. Á öld hins mikla hraða er margui' þreyttur svona í „ein- rúmi“. Það er ekki vert að það vitnist, að maður stelist til að halla sér. En svona er það samt. Ég hallaði mér á koddann og sagði: I Gott er að fá sér góðan lúr, geta lokað augum. Láta síðan líða úr löngu þreyttum taugum. ] Þá er að þakka Ingu fyrir gott innlegg í þáttinn „Stakan okkar“ og væntir AM þess, að við njótum velvildar hennar áfram. , Svo heyrið þið næst Anton Friðþjófsson: - | Viðreisn bjargar öllu, e* ört í buddu lækkar. j Er minn kæri Bjarni Ben, brennivínið hækkar. I ÖIl mun þjóðin örvingluð yfir þessum skolla. Þegar kostar þrjúhundruð, þríggja pela kolla. i Mörgum þykir dálítið gam- an að yrkja „Bjarna Ben-vís- ur.“ S. D. vill láta þessar stök- ur sínar heita svo: i ■ Bak við einföld orðin enn er tvöfalt séð. Vizka sú er vorðin vísir á skilningstré. Flýgi fyrir róða foringi, að stjúpusið, gæðakona góða ! grípi fegin við. Við Ijúkum þættinum í dag með þessari vísu eftir Eyrúnu: Drekkum með lotning af 1 listanna brunnl Ijóðin þau geymir saga. Ágústdögum ég ann og xmni, alúðarþakkir tii Braga. Verið þið sæl að sinni.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.