Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.04.1966, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 21.04.1966, Blaðsíða 8
KOSNINGASKRIFSTOFA ALÞÝÐUFLOKKSINS, STRANDGÖTU 9, SÍMI1-13-99 - Opið frá 5-10 alla daga LlFIÐ SJÁLFT í LEIKHÚSINU AM gefur ALBERT SÖLVASYNI orðið, en liann hef ir verið gagnrýnandi AM um leiklist sl. vetur VIÐ BIRTUM hér umsögn Alberts um leikritið Bærinn okkar, er Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir. Albert segir m. a. í leikdómi sínum: „Ég hefi það á tilfinningunni að við æfingar ■á þessu leikriti hafi ríkt óvanaleg starfsgleði, og viðleitni um að leggja sig allan fram til árangurs. Hér heyrið þið leikdóm Alberts. NXXN XjXXVI. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 21. apríl 1966 — 13. tbk FRAMBOÐSLISTI Alþýðuflokksins í Ólafsfirði við bæjarstjórnarkosningarnar 22. maí 1966 * Þann 11. apríl, annan páska- dag, hafði Leikfélag Akureyrar frumsýningu í Samkomuhúsi bæjarins á leiknum „Bærinn okkar“ eftir bandarískan höf- und, Thornton Wilder að nafni. Wilder er fjölhæfur gáfumaður, og hefir skrifað margt annað en leikrit. Leikritið „Bæi’inn okk- ar“ þótti svo snjallt, að Wilder hlaut verðlaun fyrir það sem bezta leikrit ársins. En hvernig er hann þá þessi verðlaunagrip- ur, í stuttu máli lífið sjálft í bnotskum, að vísu ekki allt; en líf fæðast og deyja, þar. birtist önn og erill, nám og þroski, leik ir og skyldur, von og vinbrigði, heilbrigð ást og hjónaband, gleði og sorg, hæfileikar og hrösunargirni, skynsemi og skyldurækni, sem sagt hið heil- brigða og heiðarlega hversdags- líf. Hins vegar geisa þar engir eldar haturs og hefnigirni, stormar ástríða hrekja engan fram á örlagabrún, og þó, skuggabaldrar og misindismenn fyrirfinnist ekki, og nútíma ástarvella er sé gerð útlæg. En fleira gerir þennan leik eftir- tektarverðan og minnisstæðan, nær enginn sviðsbúnaður er notaður, og engin leiktjöld, en ljóstækni beitt af hugkvæmni, með ágætum árangri, þegar sviðsbúnað og tjöld vantar, bein ist athygli leikhúsgesta mun meira að leikendunum, og þeir verða allir að leika vel, ef vel á að fara. En leikurinn gerir einnig miklar kröfur til áhorf- andans, hann þarf að láta ímyndunaraflið fylla út í marg- ar eyður, láta „Andann gruna ennþá meira en augað sér“, og verða við það virkur þátttak- andi í leiknum, með leikurun- um á sviðinu. Þótt allir hafi gott af að horfa á þennan leik — einnig börn — þá er hann þó fyrst og fremst ætlaður hinum þroskuðu mönnum og konum, því lífsreynsla auðveldar um rétt mat og verðleika þessa leik hússverks. f Frumsýningin tókst vel, og var leikendum og leikstjóra til var í að kynna leikrit svo ný- stárlegt og langt frá þeim slóð- um sem vanalegastar eru í vali á leikritum. Kjarkur leikstjór- ans er þó mestur, en það vitnar um kunnáttu hans og örugga innsýn, að hika ekki við að taka að sér leikstjórnina, og breytir þar engu um þótt leiknum hafi verið vel tekið erlendis, mörg leikrit sem svo hefir verið ástatt um, hafa þótt lítill feng- ur, og ómerkileg hér á landi. Um 20 manns kemur fram í leiknum, mjög eni hlutverk þeirra mismunandi veigamikil, en til samans mynda þau þá heild sem gera leiksýninguna að ánægjustund fyrir hvern sóma, en leikhúsgestum til ánægju. Hún var þökkuð með kröftugu lófataki og blómvönd- um til leikstjóra og nokkurra leikendanna. Ég hefi á tilfinn- ingunni að við æfingar á þessu leikriti hafi ríkt óvanaleg starfs gleði, og viðleitni um að leggja sig allan fram til árangurs. Sé Siglufirði 19. apríl. K. J. L. ARLAKÓRINN VÍSIR frá Siglufirði er að fara í söng- ferð til Danmerkur. Fer kórinn frá Akureyri með flugvél frá Loftleiðum, miðvikudaginn 27. apríl n. k. Á Akureyri syngur Vísir í Nýja Bíói á þriðjudagskvöld 26. apríl kl. 8.30 e.h. Söngstjóri Vísis er Cerhmidt Smith, en einsöngvarar Guðmundur Þor- láksson, Sigurjón Sæmundsson og Þórður Kristinsson, auk þess syngur blandaður kvartett 2 lög með aðstoð Vísis. Söngstjórinn mun leika einleik á trompet með aðstoð kórsins og undir- leikara. Nú eru liðin 11 ár síðan Vísir hefur látið til sín heyra á þetta rétt, hefir hinn nýstárlegi búningur og andi leikritsins haft jákvæð áhrif á flytjend- urna, enda full þörf á 'að kynda elda allrar bjartsýni, þegar lagt þann sem á horfir, svo fremi að þeir séu ekki slitnir úr tengzl- um við hið eðlilega gróandi lif. Haraldur Sigurðsson banka- gjaldkeri leikur „leiksviðs- stjóra“ þetta er eitt aðalhlut- verkið — burðarásinn •— í leik- ritinu, það fellur í hans hlut að auðvelda áhorfandanum að sjá það, sem hann þó ekki sér, með skýringum sínum staðsetur hann götur, byggingar, ár og fjöll, járnbrautarlestir og bæj- arhverfi. Á sama hátt tengir hann atburðarásina saman, svo úr verður órofa heild. Haraldur skilar þessu hlutverki með al- veg sérstökum ágætum, svo manni dettur í hug, réttur mað- ur á réttum stað. Eðlilegt lát- leysi yfir framgöngu og fasi skýr og hófstillt framsögn, og (Framhald á blaðsíðu 5). Akureyri og munu margir hafa ánægju af að hlusta á 'söng kórsins. MHAFÐI samband við Frí mann Gunnlaugsson hótelstjóra og spurði eftir hvern ig aðsókn hefði verið að skíða- landi og hótelinu yfir dymbil- viku og páska. Hvað hótelstjór- inn að fjölmenni hefði verið alla dagana, enda veður mjög ákjósanlegt til útiveru og undi fólk sér hið bezta. Til gamans 1. Hreggviður Hermannss. héraðslæknir. 2. Sigurður Guðjónsson bæjartógeli. Ljósm.: Eðvarð Sigurgeirssin. f*"....-V, EKKI BJÓR MÁNUDAG var bjórfrum varpið fellt á Alþingi við atkvæðagreiðslu eftir aðra um- ræðu í neðri deild. Viðhaft var nafnakall og voru 23 þingmenn á móti en 16 með. Má því ekki framleiða sterkan bjór má geta þess, að nú þegar er búið að panta gistirúm yfir næstu páska. AM þykir þetta fréttnæm tíð- indi og að það bendi til þess, að þjóðin viti orðið að Glerárdalur er sannkallað Gózenland, þeim er unna skíðaíþrótt og útiveru, úr því að íslendingar hugsa orð ið svo langt fram í tímann. 3. Sigurður R. Ingimund- arson bifreiðastjóii. 4. Sæmundur P. Jónsson síldannatsmaður. 5. Jón G. Steinsson vcrkstjóri. í 6. Sigurður Jóhannsson síldarma tsniaður. 7. Kristján Ásgeirsson skipstjóri. 8. Guðmundur Jónsson útgcrðarmaður. 9. Olafur Sæmundsson bakari. 10. Trausti Gunnlaugsson sjómaður. 11. Trausti Aðalsteinsson sjómaður. 12. Árni Gunnlaugsson sjómaður. 13. Þorsteinn M. Einarsson stýriinaður. 14. Jón Ingimarsson verkamaður. Lítil grásleppuveiði Skagaströnd 18. apríl. B. B. RÁSLEPPUVEIÐI er héi- enn sáralítil, en um 40 menn munu stunda veiðarnar. Rækjuveiði er enn góð, en rækjunni er landað á Hvamms- tanga en flut't hingað á bílum. Snjór er ekki mikill, en þó stórfenni allvíða, en í norðan- veðrunum skóf í stóra skafla. Skagstrendingar fjölmenntu á Húnavökuna á Blönduósi. Vegir eru hér enn sæmilegir yfirferðar. Nokkrir sauðfjáreigendur bæði hér í kauptúninu og í sveitinni hér í kring hafa tekið upp hinn nýja sið að rýja fé sitt að vetri til. Sauðfjáreign er mikil á Skagaströnd og mun hafa verið um 2500 kindur á fóðrum í vetur. Ekkert hefir frétzt um heyleysi hér um slóðir. Sviðsmynd úr leikritinu „Bærinn okkar.“ ' -■■■'■—V\\^~ \ Karlakórinn Vísir til Danmerkur PANTAÐ YFIR NÆSTU PÁSKA

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.