Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 25.08.1966, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 25.08.1966, Blaðsíða 7
- Ilevrt, spurt... ; Vfí \ ' (Framhald af blaðsíðu 4). HVER bolnar í Sigurjóni? spyr X, X. í pistii til blaðs ins. Hann hefur hamrað á því að hann væri einlægur sósíal- isti. En í síðasta blaði birtir hann hörkuáróður fyrir kapítal istann Skarphéðinn í Amaro. Finnst nú ékki fleirum en mér að sósíalismi Sigurjóns sé all götóttur? ---- “AIVT þákkar 7C. X. bréfið og vísar aðeins til formálsorða sinna í upphafi þáttarins í síð- asta blaði. S. j. telur að lýð- ræðissósíalismi sé fullkomiiasta stjómmálastefnan er enn þekk ist í heiminum og þvi þurfi AM eigi að óttast að birta skoðanir þótt þær séu „úr kapítaliskum heimi“ eins og bréfritari orðar það. Því vill s. j. fullyrða að hið hreinskilna svar Skarphéðins í Amaro hafi í engu afsannað það að sósíalisti ritstýri AM. Sósíal ismi þarf hvorki múrveggi eða gaddavírsgirðingar sér til verndar né illyrmislega heft- ingu á skoðanafrelsi. AM neit- ar því a. m. k. ákveðið að SANNUR sósíalismi þurfi á svo ömurlegum áðgerðum að lialda. Ef það er staðreynd þá mætti sósíalisminn gjarnan vera huzl- aður fyrir löngu og heyra for- tíðinni tli og liana nú X. X. Eyfirðingur skrifar. „Hvernig getur Hjörtur E. Þórarinsson á Tjörn í Svarfaðar dal verið bæði framámaður Framsóknarflokksins og einnig innan samtaka hernámsand- stæðinga“? Svar AM er ákveð- ið. Hjörtur er engu minni mað ur þótt hann sé andstæðingur dvöl erlends herliðs á íslandi þó hann í sömu mund boði trú á vegum Frainsóknarflokksins. Andstæðingar hersetu eru í öll um flokkum. En margir for- ystumenn lýðræðisflokkanna þriggja hafa stutt við bak kommúnista með því að stimpla alla þá er andstæðir eru er- lcndu herliði sem konmiúnista, og AM finnst jákvætt að Hirti á Tjörn hefir ekki enn verið hrint inn fyrir járntjald komm- únista af Eysieinssinnum í Framsóknarflokknum. P. S. Eyfirðingur. Því ekki að vera hreinskilinn. Ritstjóri AM þykist vera sannur jafnaðar- maður þótf hann hafi ekki farið leynt með það að hann sé her- námsandstæðingur. HEFIR hlerað að með litlum tilkostnaði megi ganga frá fangaklefunum við lögreglustöðina nýju svo að á sómasamlegan hátt mætti hýsa þar næturgesti í viðunanlegri vistarverum en ber að líta í gömlu lögreglustöðinni og hví ekki að stuðla að ■ norðlenzkri sókn á þessuih 'sviðtlm sem öðr um. Lesendur þetta er engin hæðni heldur bláköld raunsæi. AGLEGA berazt blaðinu óánægjuraddir yfir hægfara framkvæmdum á vegum bæjar ins. Bæjarbúi skrifar m. a. Þú birtir gagnrýni á ráðamenn Dal víkur nú fyrir stuttu varðandi slæmt ásigkomulag á aðalgötu þorpsins og minnst var á öræfa götur í því sambandi. Ég veit ekki hvað vel þú þekkir orðið inn á vegamál hér á Akureyri, þar sem þú ert nýkominn eða svo til í bæinn. En það skaltu vita að ég hefi ekið márga öræfavegi sem eru mun betri yfirferðar en ýmsar götur hér í bænum. Hvað um Lundar- götu? Hvað um Eiðsvallagötu? svo tvær götur séu nefndar er lieita má að séu í miðbænum. Ég ásamt fleirum bæjarbúum áleit að með hinum nýju malbik unartækjum myndi á skönim- um tíma gerbreyta^t til liins betra hið ömurlega ástand í gatnagerð hér í höfuðstað Norð urlands. En raunin hefur orðið önnur því miður. Ég ásaka þig ekki fyrir að hamra á „norð- lenzkri sókn“, en hitt er svo annað mál hvort ráðamenn Ak- ureyrar eru liæfir að gegna því forystuhlutverki. AM þakkar bæjarbúa fyrir tilskrifið. ÆJARBÚI búsettur við Grænumýri biður baejar- verkfræðing vinsamlega að líta upp í Grænumýri. Þar beri að líta neðst í Grænumýri við gatnamót Byggðavegar stórar hvilftir í götuna báðu megin, er algerlega hafi verið látnar óáreittar í allt sumar. Bæjar- búi fullyrðir þó að þessar hvilft ir geti talist mjog hættúlégar allri umferð. AM kemur liér með þessari orðsendingu til bæjarverkfræðings. T/ SPYR. Hver er eigandi að Óskarshúsinu? Mörgum finnst það lýti á fegurð Akur- eyrar. Spurningu K. hér með komið áleiðis. MARGIR skamma bílstjóra fyrir tillitsleysi og óvark- árni í umferðinni og kannski sumir, er á stundum stofna sjálf ir til hættu í umferðinni. Þetta varð mér á að hugsa er ég horfði á mann ana blint af aug um fram fyrir bil á einni af mestu aðalumferðargötu bæjar ins nýverið. Það var hiklaust bílstjórinn er þar afstýrði um- ferðarslysi af hreinni snild. Við sem fótgangandi erum megum ekki sýna tillitsleysi í umferð- inni, en ásaka svo aftur öku- menn ef slys verða er við höf- um stuðlað að. MARGIR hamra á því að börn og unglingar séu verrfegr- ungar. AM hefir ekki viljað skrifa undir það. Því fannst okk ur jákvætt að heyra í gær frá- sögn trúverðugs verzlunar- manns varðandi reynslu sína af unglingum og börnum. Eitt dæmi skal nefna. Telpa kom inn í búðina til hans og spurði hvort hann myndi láta sig hafa brúðu er kostaði 500 kr. þótt hún gæti ekki borgað nema 100 kr. Verzlunarmaðurinn treysti telpunni og lét hana hafa brúð- una og hún gerði full skil eins og um var samið. Síðar falaði hún annan hlut með afborgunar kjörum er kostaði mun meira, og eigi brást hún trausti verzl- unarmannsins. Á sama tíma lief ir verzlunarmaðurinn rekið sig á full svik af hendi fullorðinna. Bendir ekki þetta dæmi einmitt til þess að við hinir eldri séum mun sekari en hinir yngri. Við gefum fordæmið, en reynum þó að fela syndir okkar með sjón- hverfingum, fela gulnaða fingur og áfengisálirif fyrir arftökum okkar en jafnframt rekum við upp ramaóp ef við lítum ungl- ing í göturæsi og þá gjarnan vörpum við sök okkar sjálfs yfir á fórnardýr okkar eigin spillingar. Þetta er kannski mannlegt en göfugmannlegt er það eigi. AM getur eigi undir- skrifað það að réttlæti sé í því að syndir feðranna komi niður á börnunum. Við þökkum verzl unarmanninum traustið er hann sýndi telpunni og teljum að hér hafi hann sáð góðu fræi í barns sál, jákvæðari uppcldisaðferð en segja „þú mátt ekki“ bann- orð okkar fullorðnu yfirhyhn- ingu yfir okkar eigin sekt.. P. S. ritstjóri AM undanskyl- ur sig ekki frá sekt hinnar eldri kynslóðar. Þetta er tekið fram, svo eigi megj.pctla að liann hafi staðnað sein nátttröll í sporum Fariseans, er AM gagnrýndi í síðasta blaði. T LOKIN skýrum við frá stór- ■*• fréttum. Lokið var í gær- kveldi slætti á lóðinni við Verzl unarmannahúsið. En eins og bæjarbúum mun kunnugt, hef- ur heyskapur þar gengið heldur stirt í sumar, enda að vonum því óþurrkar hafa verið tíðir og marga daga ekki séð til sólar, en bóndinn mun hafa fundið á sér að hitabylgja var nærri og því slegið niður. - Norðurlandsmótið (Framhald af blaðsíðu 2). eyrar (KA) IOV2 stig. Iþrótta- félagið Þór Akureyri 8 stig. HSÞ hlaut Norðurlandsmeist ara í 9 greinum, UMSE í 8, UMSS í 3 og KA og Þór í einni grein hvort félag. Stigahæsti einstaklingur í karlagreinum varð Gestur Þor- steinsson UMSS, hlaut 24 stig. 1 kvennagreinum varð stiga- hæst Guðrún Benónýsdóttir HSÞ, hlaut 11 stig. N BARNASAG'4 ALÞÝÐUMANNSINS Fjallgangan eftir MÁ SNÆDAL 22 /^LJÚFRIÐ þjengdist meir og meir og eftir því varð '-*r straumþuirgí láriKnar þróttmeiri, en Geir ætlaði sér að berjast til hins ítrasta. Hdhn leitaði án afláts að handfestu í hamraveggnum og. stuncjum náði hann taki, en hrjónurn- ar voru of alslépþaf'óg því missti hann tök sökum þunga straumsins. Eijusj og'þsjálfráít skaut upp í huga hans varn- aðarorðum móður sinnar: „Guð mun bjarga og fyrirgefa, ef af einlægni er beðið urn vernd“. Bæn hans var án orða, en hann vissi að ef Göð var til myndi hann skynja kall sitt um björgun. III. RAFLI /AVEÐRINU slotaði laust eftir miðnætti. Þokan í Heiðar- fjalli var á undanhaídi fyrir hægum sunnanandvara. Öðru hvoru glitti í hamrastalla Klettafjalls snjótyppta eftir norðanveðrið. I sörnu mutid.lagði úr hlaði fjölmennur leit- arflokkur frá Heiði:. Atlirabúar dalsins vissu liegar þau tíð- indi er höfðu gerztSg allir voru boðnir og búnir að veita hjálp í leit að drengjunum. Eftir að hafa þegið kaffi hjá Ingibjörgu húsfreyju er fumlaus og með bros á vör bauð gesti í bæinn. Allir furðuðu sig á æðruleysi hennar. Það var vissulega ekki ofsögum sagt af.hetjulund hennar. Þeir gátu ekki annað en borið virðingu fyrir henni og ásettu sér að duga henni vel í leitinni að drengjunum hennar. Framhald. —........ " NOKKRAR STAÐREYNDIR VARÐANDI LOK UN MATVÖRUBÚÐA Á SUNNUDÖGUM í fréttatilkynningö ffaCFélagi skrifstofu- og vérzlunarfólks er blaðinu hefir borizt, segir: V AF marggefnu tilefni (blaða- ; skrifum o. fl.) vill Félag verzl. og skrifstofufólks á Akur ! eyri taka fram eftirfarandi stað ■ reyndir um lokún matvörubúða ; á sunnudögum: Vegna mikillar og sivaxandi óánægju, sem m. a. hefir komið fram á félagsfundum F.V.S.A. hjá starfsfólki í útibúum KEA j og KVA á Akureyri yfir að þurfa að sinna afgreiðslustörþ- um á sunnudögutti, gekkjjt F.V.S.A. fyrir í samráði við fólfe þetta, að undirskiSftahlisti géngi meðal þess, þaiy ágm það', ritaði nöfn sín undir jhjóg’, eindregöá ósk til KEA, að" láta loka rii'at- vöruverzlunum sínum á sunnu- dögum, og voru sömu ástæður j tilgreindar fyrir þeirrl ósk og fram koma hér á eftir. Níu af i hverjum tíu, er í búðunum störfuðu, skrifuðu undir áskor- unina. (Áður hafði Nýlendu- vörudeild KEA látið fara fram skoðanakönnun með svipuðum árangri). - GREIN GYLFA (Framhald af blaðsíðu 8). hærri en nú. Það er því augljóst, að ekki er hægt að leysa vandann með' þvi, að flytja framleiðsluaukn- inguna að einhverju leyti milli mjólkurafurða og sauðfjáraf- urða. Vandinn hefur skapazt við það, að heildarframleiðslu- aukningin hefur verið mun meiri en fólksfjölgunin. Það, sem keppa á að, er að framleiðsluaukningin í landbúm aðinum haldist í hendur við fólksfjölgunina og að framleitt sé eingöngu fyrir innanlands- markaðinn. Með því einu móti verður vandamál landbúnaðar- ins leyst á skynsamlegan hátt. | - „HIN LEIÐIN“ I (Framhald af blaðsíðu 4). 1 | heíir stjórnarandstaðan haft hin hæðilegustu orð um | = slíkar tilraunir, kallað þær undanbrögð við samþykkt- i i ar framkvæmdir. Framsóknarflokkurinn hefir eigi svo i I sjaldan borið sér þessa gagnrýni í munn gagnvart nú- i i 'verandi ríkisstjórn. *"llMMMMMMMIMIIIIMIIMMIIIMMMMIMMMMMinMMMIMMlÍMMMMMIMIMMMMMMIMMMMMMMMMIMMMIIMIMMMMML

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.