Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.11.1966, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 03.11.1966, Blaðsíða 5
Þá er ég lít yfir fariim veg flyt ég þakk®P öllu samferðafólki mínu, en beztu mínar á þó kona mín segir Cl'ÐNI 1‘ORSTEINSSON, fyrrv. bóndi ¥H) MÆTUM bæði æsku og elli í „Ilafnarstræti" lífsins, einnig í Hafnarstræti Akureyrar. Langt er síðan að xmdirritaður veitti athygli reffilegum gömlum manni á breiðstræti höfuðstaðar Norðurlands. Hann var á vissan hátt í takt við hina léttstígu æsku íslands í dag og forvitnin gerði það að verkum að AM fór þess á leit við hinn unga en þó aldraða mann, hvort hann vildi eiga við- tal við blaðið. Hann tók því vel og hér kemur spjallið. Hann heitir Guðni Þorsteins son, Þingeyingur, og saga hans minnti á frásögn af vörum móð ur minnar um hennar lífsbar- áttu er stuðlaði að því að ég varð ekki sveitarlimur í æsku. AM verður því miður að fella allmikið niður úr spjalli okkar Guðna og kannski birtist að- eins ramminn einn, en það er eigi Guðna heldur undirrituð- um að kenna. Hvaða ár fæddur og hvar, Guðni? Mér er tjáð að ég sé fæddur 2. júlí árið 1883 að Jarlsstaða- seli á Fljótsheiði. Móðir mín dó er ég var á fyrsta ári og var heimilið þá leyst upp. Var ég þá tekinn í Tóstur af hjónunum Sigurbjörgu Sigurðardóttur og llluga Friðfinnssyni í Heiðarseli sem einnig var býli í Fljótsheiði en báðir þessir bæir eru nú löngu komnir í eyði. Sigur- björg reyndist mér góð fóstra og var ég að nokkru leyti undir handleiðslu hennar til full- orðinsára. Illugi fóstri minn dó er ég var 7 ára. Sigurbjörg bjó áfram í 3 ár í Heiðarseli með aðstoð barna sinna, en flutti síð an burtu í vinnumennsku og tók hún mig með sér, en ári síðár flutti hún að Arndísar- stöðum í Bárðardal, en þar var dóttir hennar orðin húsfreyja. En svo lá leið mín aftur að Heiðarseli, en þá hafði þar haf- ið bú sonur fóstru minnar. En hvað viltu segja mér í stuttu máli um uppvaxtarár þín? Jú, mér leið vel og verndar- vængur fóstru minnar var hlýr og mildur, en þó skal ég viður- kenna að seinni ár mín á Heið- arseli voru svolítið erfið. Mig langaði til að læra og það var stundum dálítið erfitt þá er jafnaldrar mínir voru að fara að heiman í skóla t. d. í Möðru- vallaskóla, en ég sé enga ástæðu að vera að kvarta und- an því nú á gamalsaldri. En hvert Iá svo leið þín frá Heiðarseli? Að Rauðá og var ég þá orð- inn 23 ára, ég réðst þangað í vinnumennsku og það tel ég mesta gæfusporið er ég hefi stigið á ævinni. Nú, hvers vegna? Ég kynntist þar stúlkunni er varð mér dásamlegur förunaut ur í gegn um líf mitt allt. Hver var sú góða stúlka? Hún heitir Jakobína Kristín Olafsdóttir. Við komum bæði sama árið að Rauðá og við gift- um okkur 1911. Mörgum þótti það óráðlegt af okkur, því við vorum bláfátæk bæði. Ég held að ég hafi þá orðið átt 20 ær. Svo fóruð þið frá Rauðá? Já, við vorum að Krossi í hús mennsku í 2 ár. En síðan lá leið okkar í Fnjóskadal og hóf- um við búskap að Veisu og bjuggum þar í 3 ár. En síðan hvert Guðni? Jú, svo lá leið okkar að Mel- um, koti í Fnjóskadal. Þar var lífsbaráttan erfið. En allt bless- aðist þó einhvem veginn. En kona mín átti meiri þátt í því en ég. Bústofninn var ekki stór svona 20—30 kindur og 2 kýr. En þó voru þessi ár á vissan hátt góð þrátt fyrir allt en annað mál er hitt hvort æskan í dag tryði þeim erfiðleikum er afar þeirra og ömmur þurftu að berjast við til þess að halda lífi. Við vorum 11 ár á Melum og síðustu árin hjálpuðu elztu börnin okkur mikið, þau Hulda og Jón, en alls eignuðumst við 7 börn. Hvert lá svo leið ykkar frá Melum? Út í Skuggabjörg í Dals- mynni. Þar batnaði efnahagur- inn, en er ég fór úr Melum mun ég hafa skuldað um 3000 krónur og var það mikill pen- ingur á þeim tímum. Við vor- um 10 ár á Skuggabjörgum og þar uxu börnin okkar úr grasi. Skuggabjörg voru afskekkt og því var dálitlum erfiðleikum bundið að láta börnin njóta skólavistar. Þurfti að koma þeim niður á Grenivík. En við hjónin lögðum áherzlú á það að þau nytu skólavistar, þess er við höfðum misst í uppvextin- um. Jú, efnahagurinn batnaði á Skuggabjörgum, er við fórum þaðan var kindaeignin. um 60 ær og 3 kýr. Og hvar namst þú svo land Guðni? Að Hálsi í Fnjóskadal, það var árið 1938. Þar skiptust á skin.og skúrir eins og gengur. Bæði hamingja og mótlæti. Þar reyndist betra að koma böm- unum í skóla, þá var heima- vistarskóli í Skógum og þar Guðni Þorsteinsson. kenndi öðlingsmaðurinn Jón Kristjánsson frá Víðivöllum og hann kennir enn, ég og böm mín eigum honum margt gott að þakka. í júlíbyrjun drap harmur á dyrnar. Sigrún dóttir okkar er þá var orðin 26 ára dó úr mislingum, en hún vann þá við skógræktina í Vagla- skógi. Þetta var mikið áfall og í raun og veru var dvölin að Hálsi ekki eins hamingjurík og á Skuggabjörgum, en þó Vorum við þar í 11 ár. Við fengum jörðina aldrei leigða nema til 1 árs í einu. Háls er kirkjujörð og ef einhverjum presti þóknaðist að hefja þar búskap þurftum við að hypja okkur. Við stóðum í byggingai-fráhikvæmdum og á Hálsi var mikil gestanauð og var erfiði konu minnar mjög V :J .• -f'Y' > <V' mikið er fór með b.éílsu hðrtháf*. Nú svo kom mæðiveikin sá mikli vágestur. Féð hrundi hið ur, átti orðið um 90 fjár áður en pestin fór að herja. og því ákváðum við að hætta á Hálsi. Fluttuð þið þá til Akureyrar? Nei við fluttum í Höfn, lítið býli hér handan fjarðarins og vorum þar í 3 ár. En kona mín var farin af heilsu og leið okkar lá þaðan til Akureyrar ái’ið 1952. Hvernig hefur þér líkað hér á Akureyri? Mér hefur líkað það vél. Ekki mætt öðru en velvild og sann- girni hjá því fólki er ég hefi kynnzt. En þegar þú lítur yfir farinn veg. Hver myndu þá einkunnar orð þín vera? Þá er ég lít yfir farinn veg flyt ég þakkir öllu samferða- fólki mínu, en beztu þakkir mín ar á þá konan mín. Svo flyt ég kveðju mína lífs og liðnum, með þökk, virðing og bæn. Ég þakka þeim sem ólu mig upp. Ég' þakka nágrönnum minum og húsbændum og svo bömum mínum barnabömum, já, og svo líka litlu bama barna börnun- um mínum. Elztu dóttur okkar er hefir annazt okkur þegar mest hefur þurft við. En beztu þökkina eins og ég sagði áðan á þó konan mín. Hér feílum við Guðni talið. Hinn 83 ára gamli maður er enn fui'ðu beinn í baki að loknum fangbrögðum við allóvægna lífs baráttu. AM sendir honum beztu kveðjur og óskar honum fagurs ævikvölds. s. j. Frú Sigrún Jónsdóttir kynnir batikiistmuni á Akureyri NÆSTKOMANDI laugardag opnar frú Sigrún Jónsdótt- ir sýningu áð Kaupvangsstræti 4 á batiklistmunum, sem hún er höfundur að. En frú Sigrún hefir skapað sér landsfrægðar í þessari listgrein og skreytingar hennar í hinu glæsilega Loft- Iciðahóteli í Reykjavík sanna að þar sem Sigrún fer er lista kona á ferð. Batik mun eigi vera mjög þekkt listgrein hér á Akureyri og því vill AM hvetja bæjarbúa til að fjölsækja á sýn ingu frú Sigrúnar að Kaup- vangsstræti 4. Þar sýnir lista- SEXTUGUR ÞANN 31. októbér sl. átti Jón Guðmundsson forstjóri sex tugsafmæli. Jón er góðkunnur borgari hér í bæ. Kvæntur er Jón Sigurlínu Gisladóttur frá Siglufirði og eiga þau hjón eina dóttur. AM sendir Jóni heílla- óskir. konan fögur verk er Akureyr- ingar ættu ekki að láta fram hjá sér fara. STAKAN okkar TEITUR HARTMANN var þekktur hagyrðingur. Hon um þótti sopinn góður eins og þessi vísa sýnir: Þótt ég fari á fyllirí og íái skelli, stend ég aftur upp á ný og í mig helli. Bróðir Hartmanns er Magn ús frá Skógi, stöðvarstjóri i Grenivík. Hann yrkir líka, en er bannmaður: Hver, sem fellur eitt sinn í ofnautn víns og daður, verður aldrei upp frá því einn og samur máður. Magnúsi þótti maður illyrt- ur við sig í síma, hringdi til kunningja síns og lét hann hlusta líka: Eftirá bann eftir sér orðunum og tímanum, þegar liann veit að vottað eí viðtalið í símanum. Næsta vísa Magnúsar segií! meira en sagt er: Hélt ég fyrst að hefði sál herrann föngulegi, en þegar ég heyrði mannsins mál .... — Meira ekki segi. Um ótíðina yrkir Magnús: Milli hríða minnkar bil, magnast tíðin auma, vetrarkvíðinn vekur til vorsins blíðudrauma. Teitur Hartmann tefldi við lækni og offraði manni, sem læknirinn glæptist á og tap- aði taflinu: Þig hefur offrim þessi blekkt það verð ég að segja, skratti var það læknislegt að láta mannimi deyja. Þá kemur vísa frá J. S. og þakkar hún fyrir prentvillurn ar i fyrri vísum sínum á eftir farandi hátt: Eitt vil ég segja AM köppum, að ein í viðbót meinleg villa, Gamla undir gæsalöppum, gera mig, fer heldur illa. . Við Ijúkum svo þættinum 3 dag með vísu eftir T. H. Hvergi leit um mökk né mq, myndir breytilegri. Aðra sveit i aítanró, enga veit ég fegri. 1

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.