Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.11.1966, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 10.11.1966, Blaðsíða 1
Verzlið í sérverzlun. Það tryggir gæðin. TÓBAKSBÚÐIN Brekkugötu 5 . Síini 12820 annast ferðalagið’ FRAMKÖLLUN — KOPIERING Sími 1-29-50 PEDROMYNDIR Akureyri HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 Magnús E. Guðjonsson hæjarsljóri sæk- ir um lausn Irá slarfi Bæjarstjórn varð við tilmælum hans sl. þriðjud. T/- VENFÉLAGH) FRAMTÍÐ- IN heldur 2 kvöldskemmt- anir í Sjálfstæðishúsinu n. k. laugardags- og sunnudags- kvöld. Einnig bamasýningu á sunnudag. — Hinn landskunni Ómar Ragnarsson skemmtir á öllum sýningunum. Þá fer fram þjóðdansasýning og efnt verður tii skyndihappdrættis og eru vinningar til sýnis í . glugga Kaupfélags Verkamantia. Þá vill blaðið einnig vekja athygli á hinum smekklegu jólamerkj- um félagsins er fást til sölu á Pósthúsinu. FYRIR fundi bæjarráðs sl. fimmtudag lá bréf frá bæj- arstjóra Akureyrar, Magnúsi E. Guðjónssyni, þar sem hann fer fram á það að fá lausn frá störf um frá og með 31. janúar n. k. Bæjarráð vildi ekki taka endan lega afstöðu til málsins á þeim fundi. Á bæjarstjómarfundi sl. þriðjudag kom málið til um- ræðu. Þar skýrði bæjarstjóri af stöðu sína og kvaðst vænta þess að bæjarfulltrúar virtu beiðni sína og jafnframt neit- aði hann þeirri fullyrðingu er komið hafði fram í dagblaðinu Vjsi að afsögn sín stafaði af breyttum aðstæðum frá því sem hefði verið, heldur einungis af því að sig fýsti að taka við nýju starfi. Sigurður Óli Brynjólfsson tal aði af hálfu fulltrúa Framsókn ar og kvað að þeir væm ekki reiðubúnir að taka afstöðu til málsins og bar fram tillögu um að því yrði vísað til bæjarráðs. Bragi Sigurjónsson bar þá fram tillögu um að bæjarstjóm yrði við tilmælum bæjarstjór- ans, annað væri eigi hægt, en harmaði jafnframt að Akur- eyri væri nú að missa ágæta starfskrafta Magnúsar. I sama streng tók Jón G. Sólnes. Til- laga Braga var samþykkt með 8 atkv. en 3 sátu hjá. Um næstu áramót eru 9 ár síðan að Magnús E. Guðjóns- son tók við starfi bæjarstjóra á Akureyri og hefir hann í starfi sínu skapað sér mikilla vin- sælda. Því má segja að það hafi komið sem reiðarslag yfir bæj- arbúa, þá er fréttis.t lun afsögn hans og AM harmar einlæglega þessa ákvörðun, en vill þó tun leið þakka bæjarstjóranum fyr- ir farsæl störf hans í þágu höf- uðstaðar Norðurlands og mim það betur gert síðar. Sókn til sigurs Ungir jafnaðarmenn eru sigurvissir og treysta vel íslenzkri æsku tJpUTTUGASTA OG FYRSTA þing ungra jafnaðarmanna var háð í Reykjavík um síðustu helgi. Þingið einkenndist af sóknar- hug og sigurvissu og kjörorðinu sókn til sigurs. Þingið tókst mjög vel og mun AM hér á eftir birta orðréttar samþykktir þess. Sig- urður Guðmundsson var endurkjörinn formaður sambandsins, en með honum í stjórn eru Ingvar Viktorsson, Karl Steinar Viktors- son, Guðmundur Vésteinsson, Kristján Þorgeirsson, Örlygur Geirs son, Sigurður Hermannsson og Gissur Kristjánsson. STJÓRNMÁLAYFIRLÝSING ÞINGS S.U.J. Þingið ítrekar þá stefnuyfir- lýsingu samtaka ungra jafnað- armanna, að þjóðfélagið skuli í megindráttum vera þjóðfélag hins lýðræðislega sósíalisma. Þingið fagnar þeim skrefum er ^0»........^ F. U. J. FÉLAGAR OTJÓRN F. U. J. á Akureyri ^ væntir þess að þið getið niætt á fundi félagsins, er verð ur haldinn að Hótel KEA næst komandi mánudag, þann 14. nóv. Kjörorð fundarins er: SÓKN TIL SIGURS. Sjá nánar auglýsingu í blaðinu í dag. þegar hafa verið stigin í átt til þess og telur að hið svokallaða velferðarríki sé áfangi að því takmarki. Þingið lýsir ánægju sinni með ályktun flokksstjóm- ar Alþýðuflokksins frá 13. marz sl., þar sem ítrekaður er sá vilji flokksins að í raðir hans fylki sér lýðræðissinnaðir vinstri- menn. Afstaða til ríkisstjómarinnar Þingið þakkar ráðherrum A1 þýðuflokksins fyrir störf þeirra í núverandi ríkisstjórn á þessu kjörtímabili. Svo og þakkar þingið þeim, flokksstjórn og al- þingismönnum Alþýðuflokks- ins giftudrjúg störf-í þágu lands og lýðs og treystir þeim til far- sælla starfa hér eftir sem hing- að til. Efnahagsmál Þingið harmar þá miklu dýr- tíð og verðbólgu, er geisað hef- ur hér á landi síðustu árin. Það lýsir vonbrigðum sínum vegna getuleysis ríkisstjómarinnar í þeim efnum og fagnar þeim vilja til stöðvunar, sem nú er fram kominn. Lýsir þingið yfir fyllstum stuðningi sínum við þá stefnu. Það lýsir andstöðu sinni við hina gegndarlausu sóun gjaldeyrisvarasjóðsins og krefst þess, að nokkurt taumhald verði haft á notkun hans. Þing- ið telur það nauðsynlegt að haldið sé uppi öflugri verð- gæzlu til þess að tryggja eðli- legt vöruverð til neytenda. Þing ið telur, að til þess að ná þessu markmiði þurfi að endurskipu- leggja starfsemi og starfsað- stöðu verðgæzlunnar. Þingið bendir á þá hættu, er stafar af hinni miklu fjárfestingu og bindingu þjóðarauðsins á Suð- vesturlandi. Skorar þingið á ríkisstjórnina að beita sér fyrir jafnari stórvirkjunarfram- kvæmdum og annarri fjárfest- ingu og stuðla að auknum vexti atvinnuveganna í öðrum lands- hlutum. Atvinnumál Þingið fagnar þeirri uppbygg ingu atvinnuveganna er fram hefur farið undanfarin ár. Það fagnar hinni miklu og mikil- vægu uppbyggingu bátaflotans, er átt hefur sér stað, telur end- urnýjun togaraflotans óhjá- kvæmilega nauðsyn, og álítur stórfellda þróun og nýskipan Sigurður Guðmundsson formaður SUJ. fiskiðnaðarins með aukna verð innan eðlilegra takmarka og mætasköpun í huga, eitt bi'ýn- lúti íslenzkri lögsögu. Þingið asta hag'smúnámár þjóðárinnar. lýsir yfir stuðningi sínum við Varar þingið við þéirri éinhaéf- heilbrigðan íslenzkan iðnað og ingu, sem á sér stað í fiskveið- telur, að ríkisvaldinu beri að um þjóðarinnar. Það fagnar styðja hann eftir föngum. Þing- þeirri stefnubreytingu, sem nú ið varar við þeirri ofþenslu sem er að verða á málefnum land- á sér stað í verzlun og viðskipt búnaðarins fyrir ötula baráttu um landsmanna, og telur óeðli- Alþýðuflokksins, og treystir lega marga aðila bundna í þess flokksstjóminni til að fylgja um starfsgreinum. Þingið telur, henni fast eftir. 'Telur þingið- • að nýir verzlunar og viðskipta- hagræðingu í landbúnaði mikla- • hættir séu nauðsynlegir og nauðsyn. — Þingið lýsir fylgi- brýn nauðsyn sé endurskipu- sínu við stóriðju á fslandi og lágningar verzlunarinnar. Þá notkun erlends fjármagns í því lýsir þingið vonbrigðum sínum skyni, þó því aðeins að það sé (Framhald á blaðsíðu 7) LEIÐARINN: ,,HIN LEIÐIN“ AKUREYRARSKÁLD KVEÐA, sjá bls. 5

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.