Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.11.1966, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 10.11.1966, Blaðsíða 8
Fögur sýning Iistakonu Frú Sigrún Jónsdóttir og fagrir kirkjumunir hennar. IÞESSARI VIKU hefir frú Sigrún Jónsdóttir kynnt Ak ureyringum all sérstæð lista- verk unnin úr batik og er sýn- ing hennar fyrsta sinnar teg- undar hér á Norðurlandi. Frú Sigrún er landsþekkt fyr ir listmuni sína og Akureyring um áður að góðu kunn, því að hátíðahökullinn I Akureyrar- kirkju er verk frú Sigrúnar, en einmitt fyrir það fagra verk eða teikningu af listaverkinu hlaut Sigrún verðlaun fyrir í Svíþjóð, er hún dvaldist þar við nám. Batikskreytingar er forn AM veif a§ Akureyring- ar munu hjálpa henni austurlenzk listgrein, sem nú er mjög að ryðja sér til rúms á Vesturlöndum og er frú Sigrún brautryðjandi þessarar list- greinar hér á landi. AM þakkar frú Sigrúnu fyrir komuna norður og hefur blaðið sannfrétt að sýning hennar hef ur vakið mikla athygli bæjar- búa. Einnig vill blaðið þakka frú Þóru Sigfúsdóttur kaup- konu fyrir forgöngu liennar að þessari sýningu. í stuttu viðtali er AM átti við frú Sigrúnu bað hún blaðið að færa sérstakar þakkir Jóhanni ívESSI fallega stúlka heilir Helga Einarsdóttir og á heima í Álfabyggð 8 á Akureyri. Hún er 11 ára og hefur aldrei gengið heil til skógar. Hefur hún þjáðst af nýrnasjúkdóm frá fæðingu. Til þess að lmn fái fulla bót meina sinna, þarf liún að ganga undir uppskurð, sem eklti er hægt að fram- kvæma hérlendis enn scm komið er. Það er búið að tryggja Helgu litlu sjúkrahússvist í New York, þar sem færustu læknar munu annast uppskurðinn, en slíkt kostar offjár eða nálægt 200.000.00 kr., en hjónin í Álfabyggð 8 eru engir milljónamæringar. Því vill AM heils liugar þakka frainlag Varöar, félags ungra Sjálfstæðismanna, er þegar hefur gefið 15.000.00 kr. til hjálpar Helgu, og jafnframt vill blaðið minna Akureyringa á að taka vel á móti sendimönnum Lions- klúbbsins Hugins, er hjóða mun ljósaperur til sölu n. k. sunnudag til hjálpar Ilelgu. Akureyringar!. Hver pera, sem þið - kaupið af Lionsklúbbnum Húginn stuðlar að því, að ' Helga,. fallega telpan í Álfabyggð 8, nái fullri heilsu. AM þakkar Lionsklúbbnum Iluginn og stjórnmájáféláginu Verði fyrir veittán stuðriing Helgu til handa og veit að allir Ak- ureyringar muni stuðla að því, að Helga litla nái fullri heilsu og muni því kaupa ljósaperur Lionsklúbbsms Hug- ins n . k. sunnudag. í trausti á Akureýringa óskar AM Helgu litlu góðs bata. Ljósm.: N. H. Ingimarssyni forstjóra, frú Þóru Sigfúsdóttur og Zonta- klúbb Akureyrar fyrir ómetan- lega fyrirgreiðslu í sambandi við sýninguna. =s Flugvöllurinn á Rauf- arhöfn tekinn i notkun ÞÁNN 7. þ. m. hófst áætlunar flug til Raufarhafnar og var þá hinn nýi flugvöllur þar form lega tekinn í notkun. Verður flogið þangað 2 daga í viku. Á mánudögum um Akureyri í báðum leiðum og á fimmtudög- um með viðkomu á Húsavík í báðum leiðum. Hinn nýi flug- völlur er mjög kærkomin sam- göngubót fyrir íbúa Raufar- hafnar. ALÞYÐUmAÐURINN XXXVI. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 10. nóv. 1966 — 39. tbl. Inn vigtunarg j aldið elvki innlieiint IERÉTTATILKYNNINGUfrá Framleiðsluráði landbúnað arins segir að ákveðið hafi ver- ið að innheimta ekkert af hinu svokallaða innvigtunargjaldi er haldið var eftir af útborgunar- verði á mjólk yfir sumarmán- úðina. Einnig er tjáð að smjör- verð eigi að hækka í áföngum, en þær hækkanir verða greidd- ar niður úr ríkissjóði, þá er enn fremur kunngjört að verðmiðl- unargjaldið á selda mjólk, yfir mánuðina október, nóvember og desember lækki úr 30 aurum niður í 10 aura á hvern lítra. í téðri skýrslu er greint frá því, að smjörbirgðir hafi að mun minnkað frá því um síð- ustu áramót, en þá voru þær 1168 lestir, en voru 1080 lestir í lok september. =000« Framtalsnefnd Ak. SAMÞYKKT var á síðasta bæjarstjórnarfundi að kjósa 5 menn í framtalsnefnd í stað 4 áður. Eftirtaldir voru kjöm- ir í framtalsnefnd. Aðalmenn: Gísli Jónsson, Hallur Sigur- björnsson, Sigurður M. Helga- son, Sigurður Jóhannesson og Þorsteinn Jónatansson. Varamenn: Gunnar H. Kristj ánsson, Guðmundur Blöndal, Kolbeinn Helgason, Hjörtur Eiríksson og Jón Ingimarsson. Æskulýðsdansleikur að Laugarborg MYNDIN er frá æskulýðs- dansleik, sem Ungmenna-: samband Eyjafjarðar og Sam- band eyfirzkra kvenna gengust fyrir í Laugarborg sl. laugar- dagskvöld. Um 300 manns, flest úr héraðinu og frá Akur- eyri sóttu dansleikinn, sem fór mjög vel frám. Fjórir piltar voru grunaðir um áfengis- neyzlu, við athugun viður- kenndu þeir brot sín og viku af samkomustað. Að öðru Ieyti kom ekki til árekstra við sam- komugesti og sýndi sig nú enn einu sinni, að þegar komið er til móts við æskufólkið, með því að skapa því skilyrði til _____ menningarlegra skemmtana, kann það að meta slíka við- leitni, og virðir yfirleitt þær reglur sem í gildi eru. Það var hin v-insæla hljóm- sveit frá ‘A'kranesi, Dúmbó sextett og Steini, sem lék fyrir dansinum, við mikla hrifningu viðstaddra.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.