Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.11.1966, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 10.11.1966, Blaðsíða 7
- SÓKN TIL SICURS (Framhald af blaðsíðu 1) til langframa í landinu á friðar vegna þróunar kaupfélaganna og telur, að þau hafi brugðizt skyldum sínum til verðlaekkun ar á vörum og þjónustu til al- mennings. Húsnæðismál Þingið fagnar þeirri öru og jákvæðu þróun, er nú og undan farið hefur átt sér stað í hús- næðismálum almennings. Þing- ið telur nauðsyn bera til að fylgja þeirri þróun fast eftir og stefna að lækkun bygginga- kostnaðarins með nýrri tækni, fjöldaframleiðslu íbúða og end- urskoðun ákvæðisVinnutaxta — og betri nýtingu fjármagns þess, sem til bygginganna er varið, m. a. með eflingu byggingarfé- laga verkamanna og byggingar samvinnufélaga, sem og höml- um og útrýmingu á því taum- lausa braski, er nú á sér stað í húsnæðismálunum. Þingið for- dæmir hið svívirðilega brask á íbúðarhúsnæði almennings, sem fram fer hemjulaust, og krefst þess að gripið verði strax í taumana. Þingið leggur áherzlu á, að unnið verði öfluglega að útrým ingu lélegs og heilsuspillandi húsnæðis í landinu. Menntamál Þingið fagnar eflingu mennta og menningar í landinu, en tel- ur, að enn verði að herða róð- urinn. Þingið leggur áherzlu á, að beitt verði nýtízku tækni og aðferðum við kerinslu, kennur- um og nemendum verði búinn góður aðbúnaður við námið og laun kennara verði svo góð, að hæfustu menn séu jafnan fáan- legir til kennslu. Þingið telur, að fagna beri hinni nýju iðn- fræðslulöggjöf og auknum námsstyrkjum til þeirra, er stunda langskólanám. Þingið fagnar íslenzku. sjónvarpi og væntir þess, að öfluglega verði að því irnnið, að það nái innan skamms til landsins alls. Þingið -leggur til að skólasjónvarp, er nái til landsins alls, verði stofn sett hið fyrsta. Þingið telur brýna nauðsyn bera til að hindra frekari misnotkun félags heimila í sveitum landsins en gera þau í staðinn að heilbrigð- um samkomustöðum fólksins í landinu. Utanríkismál Þingið lýsir ángæju sinni yfir farsælli meðferð utanríkismála nú og fyrr. Það lýsir yfir ein- drengnum stuðningi sínum við norræna samyinnu og telur, að ;: Islendingum beri að ástunda |;|í ■ vinsamleg samskipti við allar þjóðir. Þingið lýsir yfir stunðn- ingi sínum við starfrækslu At- lantshafsbandalagsins en telur óviðunandi að erlendur her sé tímum. Þingið telur að sendi- nefnd landsins á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna eigi að greiða atkvæði með aðild kín- verska alþýðulýðveldisins að samtökum Sameinuðu þjóð- anna. Þingið harmar styrjöld þá, sem nú geisar í Vietnam og fordæmir íhlutun utanaðkom- andi ríkja. Þingið fordæmir kúgun þá og ofbeldi sem ýmsar þjóðir og þjóðaminnihlutar eru beittir. Þingið telur, að ísland eigi að taka upp öflugan stuðn- ing við þróunarlöndin og skor- ar á ríkisdtjórnina að leggja fram frumvarp á Alþingi um stofnun þróunarsjóðs til stuðn- ings við þróunarlöndin, er í renni, eftir nokkurt árabil 1% af verðmæti þjóðarframleiðsl- unnar. Ályktanir: 21. þing SUJ skorar á félags- málaráðherra að láta fram fara athugun á því, hvort unnt sé að stofna lánadeild heimilisstofn- unar innan vébanda Húsnæðis- málastofnunar ríkisins. Þingið ályktar að skora á rík isstjórn og Alþingi að beita sér fyrir því, að iðnnemar fái aðild að viðbótarlánum húsnæðis- málastjómar, þeim er verka- lýðsfélögin náðu fram með samningum á sínum tíma. Tel- ur þingið það mjög athugandi að veita þessum yngstu laun- þegum hærri viðbótarlán en meðlimir verkalýðsfélaganna fá nú. Bendir þingið á, að iðnnemar búa nú við ein lökustu launa- kjör hér á landi. Telja má alls ógerlegt fyrir svo lágt launaða stétt sem iðnnemar eru, að keppa um íbúðir á leigumark- aði með uppsprengdu verði. Skorar þingið því á hlutaðeig- andi aðila að hraða afgreiðslu þessa máls sem mest má verða. 21. þing SUJ telur nauðsynlegt, að eðlileg endurnýjun eigi sér jafnan stað í röðum þeirra, sem til opin- berra trúnaðarstarfa veljast af hálfu Alþýðuflokksins. Því tel- ur þingið, að eðlilegt sé, að ungir, hæfir menn verði í rík- um mæli frambjóðendur flokks ins við 'væntanlegar alþingis- kosningar. Það bendir á, að þingflokkur Alþýðuflokksins á Alþingi hefur oft haft einna lægstan meðalaldur þingflokk- anna, og þá farnast vel. Það væntir því þess, að í komandi kosningum verði kjömir til þingsetu fyrir Alþýðuflokkinn fleiri ungir menn. 21. þing SUJ lýsir yfir stuðningi sínum við hugsjónir um bindandi áfengis- og tóbaksnotkun. Þingið harm- ar áhrifaleysi þessarar hugsjón ar og skorar á stjórnmálaflokk- ana og verkalýðshreyfinguna að gefa hinum jákvæða mál- stað betri gaum og meiri stuðn ing en verið hefur til þessa. Þingið fordæmir þá auglýsinga herferð sem seljendur og um- boðsmenn tóbaksframleiðenda hér á landi reka til þess að fá fleiri til að neyta þess. Krefst þingið þess, að tóbaksauglýs- ingar verði bannaðar. 21. þing SUJ fordæmir þau miklu tollsvik, sem nú tíðkast og tíðkast hafa um langt skeið. Þingið krefst, að þegar verði leitað allra ráða til að fyrirbyggja smygl á alls konar varningi til landsins. Þingið telur að ófremdarástand hafi svo lengi ríkt í þeim efn- um, að ekki verði lengur við unað. Það krefst því styrkra ög undanbragðslausra ráðstafana gegn smyglinu. 21. þing SUJ fordæmir öll þau svívirðilegu skattsvik, sem viðhöfð eru í þjóðfélaginu. Þingið krefst þess að skattalögreglan verði efld svo, að unnt verði að uppræta skattsvik með öllu. 21. þing SUJ mótmælir þeirri tilhneigingu, sem á sér svo víða stað í þjóðfé laginu, að völdum og trúnaðar- störfum er safnað í hendur ör- fárra manna. Þingið mótmælir og Varar við þessari valdasam- söfnun og krefst þess, að trún- aði og valdi sé jafnan dreift í eðlilegum mæli meðal þegn- anna. 21. þing SUJ mótmælir og yarar við þyí, að ýmsar' Öflugar þjóðfélagsstofn- anir og embaettismenn í háurn trúnaðarstöðum nái í sínar hendur æ meir af því valdi, sem þjóðin hefur fengið í hendur Alþingi og alþingismönnum og öðrum kjörnum trúnaðarmönn um. Telur þingið þróun þessara mála hina alvarlegustu og hvet ur þingmenn og aðra til að spyrna við fótum. 21. þing SUJ telur ástand heilhrigðismála í landinu svo ábótavant, að ekki megi lengur dragast að hefjast handa um verulegar umbætur og nýskipan þeirra mála. Telur þingið nauðsynlegt að mál þessi verði tekin fastari tökum en nú er gert. Þingið skorar á Alþýðu flokkinn og ríkisstjórnina að koma til leiðar brýnum og nauð synlegum úrbótum í því efni. 21. þing SUJ harmar þá fálmkenndu stjórn, er verið hefur á dómsmálum í landinu síðustu árin. Þingið tel ur mikla þörf á algjörri nýskip an þessara mála og skorár á A1 þýðuflokkinn og ríkisstjómina að beita sér fyrir henni. 21. þing SUJ lýsir enn sem fyrr yfir eindregn um stuðningi sínum við þá stefnu að kosningaréttur og kjörgengi verði miðað við 18 ára aldur. Þingið skorar á Al- þýðuflokkinn og ríkisstjórnina að hrinda þessu máli í fr^im- kvæmd og æsku landsins að fylkja sér til baráttu fyrir fram gangi þess. 21. þing SUJ telur deilur þær, er nú geisa og geisað hafa í samtökum komm únista og lagsbræðra þeirra hér á landi, sanni, að stefnt hafi verið í ranga átt með klofningi verkalýðssamtakanna og Al- þýðuflokksins áriri 1930, 1938 og 1956. Það skorar því á alla lýðræðissinnaða . vinstriménn, einkum þó hið yngra fóík, að flykja sér í raðir AlþýðuflóSks ins, er nú stendur heill og óskiptur sem sterkasti yinstri- flokkur landsins. Akureyrarskáld kveða (Framhald af blaðsíðu 5) mótuðust eru af íslenzkum bragreglum. í 5. kaflanum „Minni“ eru t. d. kyngimögnuð eftirmæli um Hall Haraldsson. Þar er þessa vísu að finna. Hvort er sem þinn anda uggi illt, þó drífu niður muggi, muni fátt, sem hjálpi, huggi, hættur steðji að? Hugar — raunir hann ber nógar, heill, sem gengur ei til skógar. hvekkta sál við hnjaski ógar, hvarlar stað úr stað. Ég vil að lokum þakka K. f. D. fyrir þær ánægjustundir, sem ég hef notið við lestur bók ar hans. Og meðan slíkir vor- menn vaka, þarf íslenzka þjóð-' in ekki að leita sér ljóða utan landsteinanna. S. A. F. Þökkum inniiega auðsýnda samúð og hjálp vegna andláts og jarðarfarar BENEDIKTS ÞORLEIFSSONAR, Bitrugerði. Laufey Vilhjálmsdóttir, Hulda Benediktsdóttir, Sigurjón Benediktsson. s • WEED SNJÓKEÐJUR margar stærðir á fólksbíla og vörubíla. ÞVERBÖND LÁSAR KRÓKAR KEÐJUTENGUR HJÓLBARÐAR 520x13, kr. 759.00 750x14, kr. 1175.00 670x15, kr. 1154.00 640x15, kr. 1115.00 550x16, kr. 1224.00 670x16, kr. 1843.00 700x16, kr. 1669.00 750x16, kr. 3550.00 700x20, kr. 2901.00 900x20, kr. 5665.00 1000x20, kr. 6991.00 1000x20, kr. 8035.00 1100x20, kr. 8309.00 BÍLASALAN H.F. Glerárgötu 24 Sími 1-17-49 NÝK0MIÐ: Telpuskór Drengjaskór Inniskór barna Inniskór kvenna SKÓBÚÐ BÍLASALA HÖSKULDAR Volkswagen, árg. 1966 Volkswagen 1500, árg. ’65 Greiðsluskilmálar. Moskvits, árg. 1966, verð kr. 125 þús. Ford Bronco, árg. 1966 Ford Zephyr, árg. 1955 Skipti á nýrri bíl Volga, árg. 1958, verð kr. 40 þús. Útborgun 10—15 þús. o. m. m. fl. Einnig Ford Trader, árg. 1963, hægt að taka ódýrari bíl upp í. BÍLASALA HÖSKULDAR Túngötu 2, sími 11909

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.