Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.11.1966, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 17.11.1966, Blaðsíða 7
- Heyrt, spurt... 7 (Framhald af blaðsíðu 4) til slökkviliðsstjóra til endan- legrar ákvörðunar, eins og gert var, sem frægt er orðið um róðn ingu brunavarðar nú fyrir nokkru, þá er þeir „stóru“ Jakob og Sólnes tryggðu Vík- ingi Björnssyni starf bruna- varðar eftir all sniðugri leik- aðferð. Er Jakob að kvitta hér fyrir stuðning íhaldsins við Vík ing Björnsson. Eða er slökkvi- liðsstjóri orðinn hálft um hálft einræðisherra á Akureyri? T/ SPYR. Mun ekki Sólnes TV bankastjóri missa af úrvals hangikjöti fyrir jólin, úr því að Víkingur er hættur hjá Kjöt- búð KEA? AM vonar að svo verði ekki. GSEGIR að tilkoma Hag- kaups til Akureyrar hafi stuðlað að allgóðu verðlagseftir liti á Akureyri. Ef það er sann leikur sendir AM Hagkaup beztu heillaóskir. TjÁ ER Magnús E. Guðjónsson * hættir störfum sem bæjar- stjóri er að sjálfsögðu lokið stuðningi bæjarfulltrúa jafnað- armanna við forseta bæjar- stjórnarinnar. PRAMSÓKNARMENN ku hafa ótal kandidata í bæj- arstjóraembættið. Stef. Reykja lín þykist vera sjálfkjörinn í stárfið, en svo finnst Hauki Árnasyni og Sigurði Óla þeir vera jafn frambærilegir og Reykjalín, já, og svo er það Ás- kell Einarsson fyrrverandi bæj arstjóri á Húsavík. Gárungar segja, að Sólnes muni alveg eins geta stutt hann eins og Víking Björnsson. : OUMIR eru að segja að L. A. ^ ætti að tryggja sér Sólnes og Jakob sem aðalleikara á há- tíðarsýningu félagsins næsta vor. VAR NOKKUR að hlæja. Síð asta tölublað íslendings skýrir frá því, að nefnt blað sé útbreiddasta blaðið á Norður- landi. Það er nú það. TSLENDINGUR skýrði frá því * fyrir nokkru síðan, að Magn ús fjármálaráðhcrra hefði lagt áherzlu á það að ný borg risi á íslandi og Akureyri gæti með sóma gegnt því verðuga hlut- verki. Sennilega hefur hann þess vegna greitt atkvæði með því, að állinn hinn svissneski yrði staðsettur í Straumsvík. T/ÓPAVOGUR er orðinn fjöl- mennari en Akureyri. Hvað segja stóru flokkarnir í bæjar- stjórn Akureyrar um það. Mættu ekki Sólnes og Jakob gjarnan gára lygnuna með nokkrum hraustlegum áratog- um? MÞAKKAR Degi innilega fyrir að feitletra ýmsar ályktanir frá þingi S. U .J. sma AUGLVSI.NGAR am AKUREYRINGAR! NÁGRENNI! Fótaaðgerðarsérfræðingur er staddur í bænum: Tekur líkþorn, þynnir neglur, lagfærir niður grónar neglur. — Gerið svo vel að panta tíma frá kl. 1—3 síðdegis í síma 2-10-30. S VIFFLU GFEL AG AKUREYRAR, óskar eftir að taka á leigu húsnæði til viðgerða á svi-fflugum o. fl. Húsnæð- ið þarf að vera a. m. k. 8 metra langt og upphitað. Má t. d. vera partur af stærra verkstæði. Upplýsingar gefur Húnn Snædal, símar 1-20-12 og 1-12-11. TAKIÐ EFTIR! Tek að mér hvérs konar heimavinnu, svo sem bók- hald og þess háttar. Upplýsingar gefnar á af- greiðslu Alþýðumannsins, sími 1-13-99. Auglýsingasíminn er 1-13-99 Steingrímur Steinþórs- son látinn STEINGRÍMUR STEINÞÓRS SON fyrrverandi forsætis- ráðherra og búnaðarmálastjóri andaðist sl. mánudag á sjúkra- húsi í Reykjavík. Steingrímur var forsætisráðherra 1950—53. Steingrímur var þjóðkunnur maður og vinsæll og er með honum fallinn góður drengur. 5000C =s BILL BRENNUR BIFREIÐIN A-539, Taunus 5 manna, nær gjöreyðilagðist í eldsvoða sl. laugardagskvöld. Var nýbúið að aka bílnum inn í hina nýju stórbyggingu Slipp stöðvarinnar h.f. Talið er að kviknað hafi í út frá sígarettu- stubb. FJORAR B0KAF0R- LAGSBÆKUR BLAÐINU hafa borizt 4 nýj- ar bækur frá Bókaforlagi Odds Björnssonar. Einu sinni var, endurminningar Sæmund- ar Dúasonar skráðar af honum sjálfum. Hinar 3 eru barna- og unglingabækur. Haima María eftir Magneu frá Kleifum. Adda í menntaskóla eftir Jennu og Hreiðar Stefánsson. Og Vals- auga og Indíánaskórinn svarti eftir Ulf Uller. Allur frágangur bókanna er hinn vandaðasti. - KOSS I KAUPBÆTI (Framhald af blaðsíðu 8). hafa á að sjá Koss í kaupbæti hjá Leikfélagi Akureyrar. Hlát urinn lengir lífið og L. A. bíður upp á glaða stund með sér í Samkomuhúsinu og færir undir ritaður félaginu hér með heila þökk fyrir ánægjustund. En hvenær skyldu ágætir starfskraftar L. A. fá að njóta sín í veglegu leikhúsi hér í höf uðstað Norðurlands? Það er önnur saga. s. j. AKUREYRI - SIMI 1-15-38 HITABLÁSARAR NÝKOMIN SENDING. 3 stærðir. Model Ready Heater 50 þús. B.T.U. hitaeiningar á kr. 7475.00. Model B-99 E 75 þús. B.T.U. hitaeiningar á kr. 8870.00. Model B-155 E 150 þús. hitaeiningar á kr. 14.985.00. Söluskattur innifalinn í verðinu. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. BYGGINGAVÖRUVERZLUN AKUREYRAR H.F# GLERSLÍPUN OG SPEGLAGERÐ - SÍMI 1-26-88 s BARNASAGA ALÞYÐUMANNSINS Fjallgangan eftir MÁ SNÆDAL SÓGULOK l/RAKKAR MÍNIR. Þap sem birting barnasögunnar hefir ■*•»■ á ýmsan hátt misheppnazt flytur blaðið hér útdrátt a£ því sem eftir er af sögunni og biður blaðið hér með fyrir- gefningar á hve oft hefur langt liðið á milli að sagan hefir birzt. Ef blaðið.tekur aðra sögu eftir áramót lofum við betri frammistöðu. «r\ CJIGURÐUR bóndi var búinn að finna Geir litla og koma ^ honum til húsa og var lagður af stað til hjálpar Gunn- ari, er sagan enti síðast. Hann fann Gunnar meðvitundar- lausan í jökulgjánni og aðframkominn kom Sigurður, sem var orðinn aldraður maður, drengnum heim að Fossi, en. hann unnti sér eigi hvíldar heldur gerði þegar ráðstafanir til að sóttur yrði læknir. En sjálfur lagði hann á Gamm gamla gæðinginn sinn og flýtti för sinni að Heiði til að segja tíðindin, því að hann þóttist nokkurn veginn viss, að báðir bræðurnir voru úr helju heimtir og því væri óhætt strax að segja fréttirnar. Víst voru það fagnaðartíðindi er. Sigurður bóndi flutti að Heiði. Allir voru orðnir úrkula vonar að drengirnir væru á lífi, en þó voru flestir karlmenn í dalnum enn að leita er Sigurður kom að Heiði, en fljótt gekk að koma boðum til leitarflokkanna, þá er Ingibjörg liúsfreyja hóaði af hlaðinu og breiddi hvítt lak á baðstofu- þekjuna. Eigi þarf að lýsa gleði allra yfir þessari góðu frétt. Seint um kvöldið varð Ingibjörg húsfreyja, Sigurði bónda samferða aðFossi. Hún ætlaði að.hjúkra drengjunum þar á meðan að þeir væru ekki það hressir að þeir þyldu ferðalag- ið heim. Bræðurnir hresstust furðu skjótt eftir volkið. Og þetta eftirminnilega ferðalag fullvissaði þá um, að hrakn- ingurinn var réttlát refsing fyrir skrök sitt. Þeir hétu því að láta slíkt aldrei henda sig aftur og þeir efndu það. Svo biður AM að heilsa ykkur öllum, krakkar, og þakkar ykkur fyrir. aSNN HIÐ GLÆSILEGA DANA SÓFASETT verður til sýnis í glugga Vefnaðarvöru- deildar Kaupfélags Verkamanna næstkom- andi laugardag og sunnudag. HÚSGAGNAVERZLUN AUSTURBÆJAR REYKJAVÍK Hjartkær möðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN JÚLÍANA TÓMASDÓTTIR, Glerárgötu 10, Akureyri, sem lézt í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 11. nóvember verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju laug- ardaginn 19. nóvember kl. 1.30 e. h. Reynir A. Sveinsson, Trausti Sveinsson, tengdadætur og barnabörn.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.