Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 15.12.1966, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 15.12.1966, Blaðsíða 1
Verzlið í sérverzlun. Það tryggir gæðin. TÓBAKSBÚÐIN Brckkugötu 5 . Sími 12820 ^\ annast ferðalaaið FRAMKÖLLUN — ICOPIERING Jx^ PEDROMYNDIR Akureyri HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 XXXVI. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 15. des. 1966 — 45. tbl. ALÞYÐUMAÐURINN Kærleikurinn ríkir Styrktarfélag vangefinna á Akureyri hefur byggingarframkvæmdií á næsta vori MÞAKKAR lieils hugar fyrir blaðamannafundinn síðastlið- inn sunnudag; þar var fundinn grómlaus hugsjónaeldur er flutt getur fjöll. Það stórvirki er Styrktarfélag vangefinna í höf- uðstað Norðurlands er nú að leggja út í, sannar, að enn eru vöku- menn á íslandi. AM finnst sú staðreynd bezta jólagjöf, er því gat hlotnazt. Það er ákveðið að Styrktarfé- lag vangefinna á Akureyri hefji íbúa, varðandi þessar fram- kvæmdir. esar Óla og félaga hans í stjóm Styrktarfélags vangefinna á Ak ureyri rætast á verðugan hátt. AM sendir stjórn félagsins beztu heillaóskir og ef auðna ræður, skal það geta ítarlega, eftir áramót, frá stórhug þess og framkvæmdum. Trésmiðjan Reynir si. mun annast bygg- ' ingaframkvæmdir. Stjórn félagsins skipa Jó- hannes Oli Sæmundsson for- maður, Albert Sölvason, Jón Stjórn Styrktarfélags vangefinna (frá vinsíri): Niels Hansson, Jóhannes Óli Sæmundsson formaður, Jóhann Þorkelsson, Jón Ingimarsson og Albert Sölvason. — Ljósm: Kagnar Haraldsson. byggingu hælis hér á vori kom- anda. Bæjarstjórn Akureyrar hefur gefið félaginu 4 hektara lóð efst í Borgarlandi, við Kot- árborgir. Það skilyrði fyrir framkvæmd fylgdi frá stjóm- arvöldum í Stór-Reykjavík, að félagið sjálft annaðist rekstur hælisins og létu forráðamenn félagsins það eigi aftra sér frá að leggja í framkvæmdir. En fyrsti byggingarkostnaður er áætlaður um 16 milljónir kr. en með núgildandi verðlagi mun byggingarkostnaður fara allt upp í 25—26 milljónir kr. Félagið liefur nú sent öllum bæjar- og sveitarstjórnum á Norðurlandi tilmæli um fjár- stuðning og í því sambandi má geta þess, að Akureyri og Ár- skógshreppur hafa nú árlega lagt til hliðar kr. 10,00 á hvem <\\'í • AF NÆSTU GRÖSUM* MESSAÐ verður í Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl. 5 e. h. Athugið breyttan messu tíma. Sálmar nr. 83, 219, 106, 97 og 96. — B. S. HÁTÍÐAGUÐSÞJÓNUSTUR í Grundarþingaprestakalli. — Hólum jóladag kl. 1,30 e. h.; Saurbæ sama dag kl. 3 e. h.; Grund annan jóladag kl. 1,30 e. h.; Kristneshæli sama dag kl. 4 e. h.; Munkaþverá gaml ársdag kl. 1,30 e. h.; Kaup- angi nýjársdag kl. 2 e. h.; Möðruvöllum sunnudaginn 8. jan. kl. 1,30 e. h. FRA PÓSTSTOFUNNI. Frest- ur til að skila jólapósti, sem á að berast út um bæinn fyr- ir jólin, er til kl. 24 þriðju- daginn 20. des. Bréfapóst- stofan verður opin til kl. 22 sama dag. MINJASAFNIÐ A AKUREYRI verður opið n.k. sunnudag, 17. þ. 'm. kl. 2. — Úr því verður safnið lokað um óá- kveðinn tíma. Þó opnað fyrir skóla og áhugafólk, ef óskað er. JÓLAKORT Sumarbúðanna við Vestmannsvatn eru kom- in í bókaverzlanir. SÍÐASTA UMFERÐ í skákmóti sambandsins verður tefld að Hótel KEA sunnudaginn 18. þ. m. og hefst kl. 2 e. h. — - UMSE. BRÚÐHJÓN. — Þann 10. desem- ber voru gefin saman í hjóna- band brúðhjónin ungfrú Guðlaug Kristjana Jóhannsdóttir og Sæmundur Hrólfsson iðn- verkamaður. — Heimili þeirra er að Spítalaveg 17, Akureyri, — Ljósmynd: Niels Hansson. IIJÚSKAPUR. 11. des. voru gefin saman í hjónaband brúðhjónin ungfrú Bjarnlaug Helga Daníelsdóttir og Dag- bjartur Jóhannesson blikk- smíðanemi. Heimili þeirra er að Byrgi, Glerárhverfi. LÖGREGLAN biður foreldra og aðra umráðamenn barna, að leggjast á eitt um það að framfylgja ákvæðum um úti- vist barna á kvöldin. F R A BÆJARSKRIFSTOF- UNNI. Fram til áramóta verð ur bæjarskrifstofan opin kl. 5—7 e. h. á föstudögum til móttöku á bæjargjöldum. NÁ T T Ú R U GRIPASAFNIÐ verður lokað desembermán- uð. AM heitir á alla ráðamenn sveita- og bæjarstjómarmála á Norðurlandi, að taka vel bréfi félagsins, því það Grettistak, er félagið hyggst lyfta er hags- munamál Norðurlands alls. AM veit, að allir Norðlendingar munu ganga í fótspor miskunn- sama Samverjans og því muni vorhugur og bjartsýni Jóhann- Ingimarsson, Jóhann Þorkels- son og Niels Hansson. AM biður þeim og félagi þeirra heilla á komandi ári og vonar og veit, að þeir muni gera hugsjón sína að veruleika. Gleðileg jól og þökk fyrir, að enn er hugsjónaeldur fyrir hendi á norðlenzkri grund. Þrjár bækur frá Bókaforlaginu MHAFA borizt þrjár nýj- ar bækur frá Bókafor- lagi Odds Björnssonar. Mexíkó, eftir Magnús Á. Árnason, Vífil M. Árnason og Barböru Árnason. Er hér um mjög eftirtektarverða bók að ræða og er allur frágangur út- gefanda sérstaklega vandaður. Þá er skáldsaga eftir hina vinsælu skáldkonu Ingibjörgu Sigurðardóttur, er heitir Á blikandi vængjum. Óli og Maggi með gullleitar- mönnum, er ný barna- og ung- lingabók eftir Ármann Kr. Ein arsson. Nafn höfundarins eitt tryggir, að hér er um skemmti- lega bók að ræða. Um leið og AM þakkar BOB fyrir þessar bækur, vill blaðið geta þess, að í jólablaði II, er kemur út í næstu viku, mun verða getið annarra bóka, er blaðinu hafa borizt. AM vill heils hugar senda öllum þeim bókaútgefendum, er sent hafa bækur, beztu óskir um gleðileg jól. Kristján skáld frá Djúpalæk. Bækur effir Akureyringa Eiríkur Sigurðsson. BÓKAÚTGÁFAN FRÓÐI í Reykjavík hefur gefið út, ásamt mörgum öðrum góðum bókum, barna- og unglingabók eftir Eirík Sigurðsson, skóla- stjóra. Heitr hún Týndur í ör- æfum. Er hér um að ræða mjög skemmtilega bók, er AM mælir óhikað með. I víngarðinum, eftir Kristján frá Djúpalæk. — Bókaútgáfan Sindur hefur gefið út í tilefni af fimmtugsafmæli skáldsins og er hér eigi um að ræða ný ljóð, heldur nokkurt úrVal af ljóð- um skáldsins. Síðari hluti jólablaðs kemur 1 næstu viku Vinsamlegast skilið auglýsingum snemma

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.