Víðir


Víðir - 24.11.1928, Blaðsíða 2

Víðir - 24.11.1928, Blaðsíða 2
V í ð i r 2 G. J. Johnsen. Með síðustu skipum er nýkomið f vefnaðarvörudeildina Dömu siiki Ijerefis moll undirföt. Barnanærfatnaður fyrir börn á öllum aldri. karla og kvertna, verð frá kr. 20.— Efni í rúmfatnað í miklu úrvali. — Fæst einnig tilbúinn, ef óskað er. Verslun Gt.J.Johnsen. *íðir. - Keinur rít einu sinni í viku, - Ritstjóri: ÓLAFUR MAONÚSSON. Sími 58. Pósthólf 4: Verö: Innanbæjar kr. 0.50 á mánuði, úti um land kr. 6.50 árgangurinn: Auglýsingaverð: kr, 1.50 cm. RegSugerð sj ú krah ússi n s. í fyrsta tbl. Víðis var þess getið, að spítalanefnd, er semja átti frumvarp að reglugerð fyrir sjúkrahús Vestmannaeyjabæjar, hefði klofnað um málið. Sökum þess, að mál þetta héfur vakið all mikið umtal manna í milli, þykir rjett að skýra það nokkru nánar. Er spitalanefnd á fundi sínum þann 6. þ. m. gat ekki orðið á eitt sátt. heldur klofnaði í tvent, þá kom hvor hluti fram með s'tt frumvarp. Aðal-ágreiningsefni nefndarinn- ar var, hvernig starfi læknanna við sjúkrahúsið skuli háttað. Fimta grein frumvarps meiri hluta nsfndarinnar (K- Ó. bæjar- stjóra og P. V. G. Kolka) hljóð- ar svo: „Bæjarstjórn felur hjeraðs- lækni Vestmannaeyja og öðrum lækni, sem hún ræður þar til, að láta læknishjálp í tje sjúk- lingum þeim, sem á sjúkrahúsið leggjast, eftir ósk sjúklinganna sjálfra. þessir læknar eru trún- aðarmenn bæjarstjórnar með eftirlit á daglegum rekstri og snúa sjer til sjúkrahússnefndar með tillögur sínar, enda eiga þeir báðir sæti í henni. þeir læknar, sem hafa viðurkenningu Læknafjelags íslands, sem sjer- fræðingar, hafa ennfremur að- gang að sjúkrahúsinu með sjúk- linga sína, svo og aðrir læknar, sem búsettir verða í Vestmanna- eyjum, með sjerstöku samþykki sjúkrahússnefndar og bæjar- stjórnar". En 7. greinin byrjar þannig: „Ráðsmaður sjúkrahússins hef- ur á hendi rekstur sjúkrahússins og sjer um innkaup á öllum vörum og áhöidum og borgar út alla reikninga. Hjúkrunargögn kaupir hann eftir tiilögum yfir- hjúkrunarkonu, sem gefur hon- um upp hvafc þarf að kaupa inn af þeim jafnóðurn. Lækninga- áhöld og lyf pantar hann eftir uppgjöf sjúkrahússlæknanna og með samþykki sjúkrahússnefnd- ar. Stendur hann undir sjúkra- hússnefnd og ber ábyrgð gagn- vart henni á fjárhaldi og rekstri þess. Innkaup á áhöldum og öðru, fram yfir daglegan rekstur, skulu gerð í samráði við sjúkrahúss- --------------- Minni hluti nefndarinnar (Ól. Ó. Lárusson hjeraðslæknir) orð- ar 5. gr. frumv. síns þannig: „Hjeraðslæknirinn er jafnan trúnaðarmaður og ráðunautur sjúkrahússnefndarinnar, þó hann sje ekki formaður hennar. Hann annast daglega yfirumsjón með rekstri sjúkrahússins og öllu starfsfólki þess. Hann hefurvak- andi auga á því að hús, innan- stokksmunir og aörar eignir þess sjeu ekki skemdar, en öllu vel við haldið. Ber hann ábyrgð fyrir sjúkrahússnefnd og bæjar- stjórn, hvað alla daglega yfir- umsjón snertir. Hann fylgist vel með öllum fjármálum sjúkrahúss- ins og innkaupum til þess. Hjeraðslæknirinn sjer um inn- •kaup læknisáhalda, umbúða og lyfja, ef keypt verða úr heild- sölu, alt í samráði við sjúkrahús- nefnd. í fjarveru felur hjeraðs- læknirinn þeim lækni sjúkrahús- ið, sem embætti hans gegnir, enda sje því ómótmælt af lieil- brigðisstjórn og bæjarstjórn. Viljl hjeraðslæknirinn ekkiverasjúkra- hússlæknir eða mæli bæjar- stjórn á móti því, skal hún með samþykki heilbrigðisstjórnar ráða annan lækni til þess að gegna því starfi, sem hann annars hefurvið sjúkrahúsið". En 6. greinin hijóðar svo: „Hjeraðstæknirinn er læknir sjúkrahússins, þó þannig, að annar læknir, starfandi og bú- settur í bænum, getur fengiðað- gang að sjúkrabúsinu með sjúk- linga, eftir því sem sjúkrahúss- nefnd og bæjarstjórn nánar á- kveður. Einnig hafa sjerfræð- ingar, viðurkendir af Læknafje- lagi íslands, aðgang að sjúkra- húsinu". þarna má að mestu sjá, hverju munar. — Heyrst hefur, að von væri á þiiðja frumvarpinu, frá einum bæjarfulltrúanna. Bráðlega k'smur mál þetta fyrir bæjarstjórn og er talið Iík- Iegt. að hún hallist að frumv. meiri hluta spítalanefndar. — Vonandi gengur mál þetta óskapalaust af, og óþarfi virðist vera, að út af því rísi nokkrar deilur. Lögreglueftirlitið. { 1. tbl. Víðis er lítið eitt minst á lögreglueftirlitið hjer í bænum. Mjer er kunnugt um það, að stór fiokkur manna hjer er sam- þykkur blaðinu í því, að lög- reglueftfnlitið sje alveg óviðun- andi eins og það er nú. Hjer er t. d. að eins einn næturvörður. íbúar bæjarins eru nokkur hundruð á fjórða þús- und og bráðlega bætast við mörg hundruð vermanna úr fiestum eða öllum sýslum lands- ins, þurfi bjer nokkurs að gæta, sem fáir munu efast um, að komið geti fyrir, þá virðist ot'- raun einum manni að gera það svo, að vel sje, einkum þegar þess er gætt, að í samanburði við íbúatölu, er bærinn mikill að víðáttu. Ef hjerna, á meðal þúsund- anna, skyldu finnast nokkurir miður frómir náungar, er lík- legt, að þeir yrðu ekki í vand- , ræðum með að fara í kringum þenna eina næturvörð. því mun verða svarað svo af þeim, sem ánægðir eru með það, sem er, að það mundi takast, þó að tveir væru á ferðinni. það er mjög líklegt, að svo gæti farið, en ekki verður því neitað, að með því að ha% næturverðina tvo, er hinum hnuplgjörnu gert hálfu erfiðara „að bjarga sjer“ á óleyfilegan hátt. Svo má líka benda á siðferðið á götum bæjarins, einkum í krirgum ölkrárnar, á kvöldin. Heyrst hefur, að^nýlega hafi næturvörðurinn lent í harki við nokkra ölvaða menn. Með harðn- eskju mun hann hafa komist óskemdur frá þeim hjálparlaust, en frakkinn hans var víst verrí eftir leikinn. Óvíst er, að slíkt hefði komið fyrir, ef verðirnir hefðu verið tveir. Trúlegast þykir mjer, að þeir meðlimir bæjarstjórnarinnar, sem andvígir kunna að vera því, að lögregktef'tirlitið sje aukíð, muni ekki vilja taka að sjer að gegna næturvaröarstpðu hjer einir, og heldur ekki vera færir um það, svo að vel sje. I nafni hinna fjölda mörgu, sem jeg veit um að eru sama sinnis og jeg í þessu máli, vil jig leji’a mjer aö mæiast tiljjess við hina háttvirtu bæjarstjórn, að hún hlutist til um það., að lögreglueftirlitið í bænum sje aukið sem allra fyrst. Borgari. Þurkhús. það er ekki minna vert, „að gæta fengins fjár en afia þess“. Hvergi á þessu landi er aflað jafn mikils fiskjar, á jafn stutt- um tíma, eins og hjer í Vest- mannaeyjum og mætti því ætla, að afkoma útvegsbænda væri alment góð, og er hún það ef til vill, en þó svo sje, að afkoman s)e góð, gæti hún verið miklu bétri, ef rjett væri á haldið. — Meiri partur af fiskinum hjer er þveginn og þurkaður af eigend- um fiskjarins, og er það starf byrjað — eins og kunnugt er — í miðjum maí, og er þá byrjað að þurka síðast í maí, ef tíð leyfir. En þegar óþurka-vor eru, sem oft vill vera hjer, þá er fiskur ekki tilbúinn til útfiutn- ings fyr en í ágúst, og eru þá hin fiskiver landsins stundum búin að hálfFylia fiskmarkaðinn, og verða því Vestmannaeyjar að sitja á hakanum með sölu á sínum fiski, og geta ekkert að- hafst fyr en seint og síðar meir. þetta er hið mesta óhagræði f'yrir afkomu útvegsins, og skal hjer bent á nokkur atriði þessu til sönnunar: Til þess að gera út bát með línu og netjum þarf’ alt að 30.000 krónur og ef liggja þarf með fiskinn árlangt, eins og stund- um hefur verið, eru útlánsrentur

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.