Víðir


Víðir - 24.11.1928, Blaðsíða 1

Víðir - 24.11.1928, Blaðsíða 1
I. árgf. Vestmannaeyjum, 24. nóvember 1928 Áskorun ttl sjómanna í Vestmannaeyjum. Formaður S'.ysavarnafjelags ís- lands, herra Guðmundur Björn- son. landlæknir, hefur beðið mig að grafast sem ítarlegast fyp'r það: \. Hver er aðal-orsök þess, að sjómenn hrjóta hjer svo afar-oft fyrlr borð, t. d. var það hálka á þilfarinu, var ógætilega setið á öldustokkn- um o. s. frv. 5 það og það skiftið, sem um var að ræða? 2. Með hverjum hætti tókst að bjarga þeim, er í sjó hraut, eða bjargaðist hann á sundi, eða með því að kastað var til hans bjarghring, belg, belti, ''eða meb krókstjaka, eða með öðrum hætti? Sjómenn eru því alvarlega beðnir og á þá skorað, að láta mjer í tje, hið allra fyrsta, sann- ar og áreiðanlegar skýrslur og svör viðvikjandi þessum framan- skráðu spurningum. Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti Afengislögiri. Framkvaemd þeirra hjer. þegar hin nýju áfengislög gengu í gildi, voru margir for- vitnir að fá að vita, hvernig þeim yrði beitt — 0g hvaða skilning t. d. hlutaðeigandi yfir- völd myndu leggja i orðið „ölv- un". — Pá ný lög hafa vakið almennara umtal, en einmitt þessi, og það ekki að orsakalausu. Margir hafa bent á það, hversu óviðeigandi og ósanngjörn ýms ákvæði þessara laga væru, þar sem rikið sjálft, seldi monnum áfeng vín, en svo mega menn helst ekki neyta þeirra, því að þá eiga menn á hættu að verða fyrir fjesektum eigi all-litlum. — Sökum þess hve orðið ölvun var óákveðið í hugum margra, munu menn hafa lagt í það mjög misjafnan skilning. — Er því hætt við, að þessu ákvæði lag- anna hafi ekki verið beitt al- staðar eins. „Rödd húsbóndans" ,His Master's Voice" þetta heimsfræga vörumerki sannar yður ágæti vörunnar. H88i$r Nýjar íslenskar söngþlötur, sungnar af Pjeiri A. Jónssyni. Ka r 1 Lárusson f Ingvöilum. ------ Sími 144. Eigi veit jeg með vissu, hvert hefur verið álit yfirvalds vor Vestm.eyinga, Kr. Linnets, í þessum efnum, en mjsr skilst, af skrifum hans í 255. tbl. Morg- unblaðsins, eÖ kalt andi til ým- issa ákvæða í lagabálk þessum. Vestmannaeyingar fóru ekki alveg varhluta af refsiákvæðum laganna sakir öívunar á almanna færi, þótt drykkjuskapur sje hinsvegar orðinn hjer mjög lítill um sumartímann. — Hjer höíð* um vjer. auk tveggja lögreglu- þjóna, er hremma skyldu þá, er brotlegir gerðust gegn lögunum, tollvörðinn Guðjón Teitsson, er einnig var nefndur löggætslu- maður. Eigi veit jeg, hvort menn þess- ir hafa verið svo samhuga, eða samhentir, að skilningur þeirra allra hafi verið eins á orðinu ölvun, en jeg man, að jeg heyrði einu sinni á tal Sveins P. Schev- ings lögregluþjóns um þetta at- riði. Virtist hann á þeirri skoðun, að allir, sem neytt hefðu áfengis svo á bæri, væru brotlegir, þótt framkoma þeirra væri að öðru leyti lýtalaus. Svipuð mun skoð- un G. T. tollvarðar hafa verið. í þessum anda unnu þeir, og hræöslan við, að þeir yrðu sjálf- ir kærðir, ef þeir framfylgdu þessu ekki sem strangast, mun hafa ýtt undir þá, að láta ekki sitt eftir liggja. það er nú svo, að hver er sjálfum sjer næstur, og voru nú skilningarvitin skerpl, svo enginn skyldi undan komast. Á þjóðhátíðinni í ágúst voru þeir S. Sch. og G. T. mættir í fullum skrúða. Stefán Árnason lögregluþjónn átti frí. Mun nú hafa átt til skarar að skríða. Ekkert var hugsað um það, þótt bærinn væri lögreglulaus á með- an. — Nú máttu menn rupla og hnupla í friði, og eldsvoði óg sviðalykt var einskisvirði, sam- anborið við ilmandi áfengisþef. En árangurinn varð heldur ekki svo lítill. Rúmlega 20 út- valdir voru „skrifaðir upp" fyrir ölvuh, en er rjettarhöld hófust, þóttu' sönnunargögn G. T., sem best hafði gengið fram, eitthvað undarleg og ófullnægjandi á köflum. Varð því minna úr herferðinni en ætlað var í byrjun. En nokkru seinná birtistgrein í Tímanum, þar sem svo var að orði komist, að ekki bæri að álíta þá menn brotlega, sem neytt hefðu áfengis, ef framkoma þeirra væri að öðru leyti lýta- laus. — þarna kom loksins hljóð úr horni. Dró nú mjög máttinn úr Guðjóni. þetra voru orð úr hans eigin herbúðum, sem hlýða bar. En áhrif Timagreinarinnar virt- ust hafa sljóvgað rjettlætistilfinn- ingu hans helst til mikih, sem hingað til var vel yakandi, og skal þessu til sönnunar tilfætð eftirfarandi saga: Dag nokkurn höfðu nokkrir erlendir sjómenn hópast saman á einni fjölförnustu götu bæjar- ins, beint fyrir framan glugga bæjarstjóraskrifstofunnar. Höfðu þeir ýms drykkjulæti í frammi og fiaska stóð upp úr vasa eins þeirra. Höfðucn við, sem á þetta horfðum, á orði,- að hringja til lögreglunnar og gera hejini að- vart. En þa bar svo vel í veiði, að löggætslumaðurinn, G. T., kom ofan götuna, í áttina til útlendinganna. Varð þeim star- sýnt á einkennisbúning G., en ljetu þó engan veginn af ölæðis- látum sínum. — En svo undar- lega brá við, að sá einkennis- 2. tbl. klæddi gekk áfram götu sina, án þess að skifta sjer nokkuð af mönnunum, en heilsaði bara á hermannavísu. — En er menn þessir sáu, að yfirvald þetta hafði ekkert vtð framkomu þeirra að athuga, færðu þeir sig upp á skaftið og tóku að staupa sig á miðri götunni. — Er útlend- ingar þessir höfðu dreifst i burtu, kom G. aftur fram. — Hafði bæjarstjóri þá tal af honum qg benti honum á, hversu óheil- brigt væri, að ganga snuðrandi á eftir löndum sínum, en Hða útlendingum að hafa allskonar ósvinnu í frammi. — Varð G. svara fátt, en ekki kærði hann. — Hinsvegar var einn þessara manna, st'ðar um kvöldið, sóttur um borð í skip sitt, eftir beiðni skipstjóra — og settur í varðkald. það gerði Stefán Árnason, lög- regluþjónn. Allir sjá óheilindin í þessu. Hvaða leyfi hafði þessi lög- gætslumaður til þess að gera sjer siíkan mannamun? Auðvit- að ekkert. En áhrif Tímagrein- arinnar voru voldug og virtust hafa hálfsvæft samviskusemi þessa manns, sem annars vildi víst áreiðanlega vera rjettlátur. Var þó þetta álit Tímans ekki nema rjett og sanngjarnt — og sanngjarnast af því, sem í þessu tbl. stóð, en það hefði þurft að koma fyr, því munurinn var mikill. þannig hefur framkvæmd þess- ara laga verið í Vestmannaeyjumt Eitt er gleðilegt og það er — að vjer Vestmannaeyingar höf- um aldrei eignast þá stjett manna, er „þefarar" eru nefndir. — Er gott til þess að vita, að bind- indismenn þessa bæjar skuli hafa það heilbrigðan hugsunar- hátt, að þeir sjá, að slík verk mundu að eins rýra álit þeirra og á engan hátt vinna máli þeirra gagn. — En það eru því miður ekki einsdæmi, að menn, sökum ofstækis í þessum efnum, hafi látið hafa sig til þess, að sitja á svikráðum við náungann. því skal engan veginn bót mælt, að menn sje ölvaðir á al- mannafæri, og er það skaði og skömm hvers ein«, sem gerir sig sekan í slíku. En fyrir það verður ekki bygt með ofstækis- fullum og ranglátum lögum. Ó. M.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.