Víðir


Víðir - 27.04.1929, Blaðsíða 3

Víðir - 27.04.1929, Blaðsíða 3
V í 61 r. 4 3 virðist hafa vanrækt það. Mun hann þó hafa verið mint- ur á nefnd þessa viö og við síðan hún var kosin. Úr því að nefnd þessi var skipuö, þá ætti hún að vinna sitt verk, eins og gerist og geng- ur, en ekki draga þetta svona endalaust á langinn. Heiniboðið. Viku ritstj. fyllast vandlæt- ingu yfir því, í síðasta tbl., að fulltrúum frá Rússlandi skuli ekki boðið á Alþingishátíðina 1930. Fara þeir um þetta nokkr- um orðum og tá ekki nógsamlega gert grín að hinu „fullvalda ís- lenska ríki“ og krydda því grein sína óspart með háðs- merkjum til handa íslendingum. „Mklir menn gerumst vjer nú Hrólfur m'nn“! segja ritstj. — Já, — það má með sanni segja um þá ritstj, — og miklu meiri — en menn hefði grunað. það er ekki alveg ónýtt fyrir Rússa að eiga slíka málsvara sem þessa, sem eru búnir að hreykja sjer svo hátt í eigin í- myndun, að þeir skammast sín orðið fyrir smæð fósturjarðar sinnar. Látalæti. í síðasta tbl. Vikunnar er ver- ið að narta í bændur Framsókn- artlokksins og jafnframt minst á ádeilur alþýðuflokksfulltrúanna á þingi á stjórnina, sem auðvitað voru eintóm látalæti og mála- mynda röf). En Vikan skopast að bænd unum og brigslar þeim um a þeir láti múta sjer. þykist blaði: hafa slík ummæli eftir einhverj um íhaldsmanni, en tekur þo undir í sama tón. En þau látalæti! Okoyttir, það var minst á það hjer f blaðinu fyrir nokkru, að ein- hverjir — einn eða fle-ri — hafi gert sig seka í því, að skera stórt stykki úr Fnu þeirri, sem fest var við björgunarhringinn á bæjarbryggjunni — og stela spottanum. þeir, sem slíkt verk vinna hljóta að vera ófrómir og illa hugsandi með afbrigðum, eða aular, sem skilja ekki hverj- ar afleiðingar verk þeirra geta haft. . Bjarghringurinn, sem um ræð- ir, er hafður á bæjarbryggjunni til þess, ef slys bæri að höndum við bryggjuna, þar sem hann mætti að gagni koma, að hægt væri að kasta honum til þeirra er hjálpar þyrftu. AUir sjá, hversu hættulejgt það gæti orðið, ef bjargHnuna vant- aði, er grípa ætti til bjarghrings- ins. það eru fleiri dæmi en þetta, sem telja mætti og sýna ýmist óeðlilegt skemdareðli, ábyrgðar- leysi æg hirðuleysi. T. d. var mikið að því gert hjer um tíma, að brjóta gler af áttavitum vjel- báttanna, stela vökvanum(spiritus) og jafnvel áttavitunum sjálfum. Verst var þó, þegar stolið var vökvanum af áttavitum báta á vertíðinni, er bátar stunduðu sjó. Leiðinlegt er að lesa ummæli þau, sem standa í minningarriti vitamála íslands. þar er sagt frá því er brotist var inn í Urðar- vitann í skemdarskyni og líklega 11 þess að stela. Slíkt hafði ai- drei komið fyrir annarstaðar á iandinu í 50 ára sögu vitanna — og hafði þó margt legið frekar á glámbekk annarsstaðar en hjer. | jþetta er ilt tii afspurnar, en samt satt. Frjettir. Messað á morgun kl. 2 e. h. Undirbúningur hafnarvinnunnar í sumar er nú þegar hafinn. Verið er að lagfæra ýms áhöld og grjót- mulningsvjelin hefur verið flutt inn í Herjólfsdal. Er ætlunin að grjótið verði malað þar innfrá og síðan fiutt heim í bæinn á bílum. Mun þessi ráðstöfunheppi- legri heldur en fiytja grjótið ó- malað og þarna er nægt grjót til mulnings. Ef til vill gæti bærinn með tímanum selt mönn- um maiað grjót í mannvirki þau, er þess þyrftu. Rottur hafa sjest hjer niður við höfn- ina. Er ætlun manna að þessi óvænti og óvelkomni gestur hafi komið með bátum þeim, sem stunduðu veiðar í Sand- gerði í vetur. Vestmannaeyjar hafa hingað til átt því láni að fagna að vera lausar við þessar skaðræðis- skepnur, því það mega þær kallast, en hinsvegar hefur verið hjer nokkuð mikið um mýs. Bærinn hefur þegar látið eitra fyrir rotturnar, en um árangur- inn er enn óvíst. Hljómleika hjelt pianosnillingurinn Kurt Haeser í „Nýja Bíó“ s. 1. mið- vikudag. /lðsókn var lítil, en á- heyrendur ljetu mjög vel af hljómleikunum. — Æfintýrl í Rósenborgargarði. Sá, sem sent hefur Víði grein með þessari fyrirsögn, er beðinn um að láta nafns síns getið við ritstj. blaðsins, að öðrum kostj verður greinin ekki birt-. En undir eins og þetta skilyrði, sem Stútka óskast á ágætt he'mili. Upplýsingar gefur Gúðný þ. Guðjónsdótt:r, Dal. S t ú I k a óskast í vist. Ennfremur getur unglings- stúlka fengið að læra matartil- búning. IVlartha Björnsson. Sportskyrtur Manchetískyrtur Khakhskyrtur nýkomið. Unglingsstúlku 14-16 ára vantar mig nú þegar yfir sumarið. Matthildur ísleifsdóttir (Miðgarði, Vestmannabraut 13.) Húsnæði. 2 herbergi og eldhús óskast til Ieigu. Afgreiðslan vísar á. Vinna. Mann vantar mig til aðstoðar við fiskmælingar í nokkra daga. Gott kaup. Ólafur Magnusson. blaðið krefst ætíð, er uppfylt, þá skal greinin birt. Leiðrjetting. Sú meinlega prentvilla slædd- ist inn í erlendar símfregnir í síðasta blaði, í frjettinni frá Lon- don, að afnema detti tekjuskattinn en átti að vera teskattinn. Eldur kom upp í fiskmjölsverksmiðju Gísla J. Johnsen um hádegis- bilið í gær, en varð brátt slökt- ur. Aflabrögð þessa viku hafa veriö með svipuðum hætti og aö undan- förnu. Bátar hafa fiskað misjafnt en jafn best mun veiðin hafa verið á sumardaginn fyrsta. j gær var aflinn yfirleitt minni, enda var sjóveður verra, all- hvass frá norðri. t Uísalan heldur áfram til 14. maí. Verslun Gísla Finnssonar. Vestmannabraut 13. 4 Fiauel sijeít. og rasfað fjöibreyHir litir. Ferðatöskur allar stærðir hjá Ö?&$s5on & Co Svuntur á börn og könur — mikið úrval — S' OUJsson & Q»o Silkisvuntuefni Slifsi Slæður T reflar n ý k o m i ð S' ÖUSsson & Go. Eegnhlífar mjög ódýrar og fatlegar nýkomnar Grunnar Olafsson & Co V i nna. Vanur heyskaparmaður óskast á gott heimili á Norðurlandi. þarf að fara með Esju mai-ferð. Önnur ferð frí. Haustvinna um tveggja mánaða tíma, getur kom- ið til greina. Kaupgjald fyrir þann tíma eftir nánara samkomulagi Upplýsingar gefur. (Dd&geksson.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.