Víðir


Víðir - 01.06.1929, Blaðsíða 6

Víðir - 01.06.1929, Blaðsíða 6
6 Viðir umræður, e'ns og oítast þegar sjúkrahússmálið Vemur til um- ræðu i bæjarstjórninni. innihald brjefs G. J. J. var viðvíkjandi því, að þegar hann afhentibæn- um sjúkrahúsið, var það skilyrði sett af hans hálfu, að dagkostn- aður sjúklinga yrði ekkí hærri á sjúkrahúsinu hjer, en á öðrum sjúkrahúsum hjerlendis. þessu skilyrði áleit konsúllinn ekki framfylgt - og fær fjárhagsnefnd nú að achuga málið. Elínu VigfúsdÖttur voru veitt umbeðin meðmæli. Erindi Lúðrasveitar Vestm.eyja va^ vísað til fjárhagsnefndar. Sömu afgreiðslu híaút brjef Erlendar Árnasonar. Innheimtumenn. það væri synd að segja, að þeir menn, sem innheimtu stunda — svonefndir „rukkarar" — væru yfirleitt vel þökkaðir f at- vinnu sinni af skuldunautunum. það er ekkl svo að skilja, að menn þessir sjeu öðrttm verri, heldur hafa þeir aðeins með höndum óvinsælt starf, sem þó er mikill vandi að rækja svó vel sje, eins og hugsanaferii margra er háttað gagnvart þessari at- vinnu. það eru gerðar þær sjálfsögðu k’röfur til innheimtumanna, að þeir sje kurteisir og prúðir. Að þeir taki ofan hútuna, ráðist ekki að mönnum á götu með reikningao. s. frv., og er ekkert nema gott við því að segja. En.hvernig er svo framkoma skuldunautanna gagnvart inn- heimtumönnum ? Jú, sumir eru jafn kurteisir við þá sem aðra, eins og þeir ætlast tii aðsjersje sýnd kurteisi — og afgreiðíTþá innheimtumenn eins fljótt og auðið er. — Aðrfr eru að vísú kurteisir, en nota allskonar und- anbrögð til þess, að komast hjá greiðslu í hiliog brta innheimtu- manninn af sjer. — Enn aðrir eru ókurt&isir og svara oftastillu til. það er eins og þeir líti til innheimtumannanná með megn- ustu lftilsvlrðingu, þótt þeir sjólf- ir sje þeim síðri hvað kurteisi og góða framkomu snertir. Ummæli sem þessi„Bölvað- ur rukkarinn". Segðu að jeg sje ekkí heima“ éða .segðu honum að koma á morgun" erU algeng. Menn þykjast ekki hafa tfma til þess að ansa þessum mönnum og reka þá frá sjer hvað eftlr annað. Stundum fá innheintu- menn skammir fyrlr reikningana, þeir sjeu of háir, ekki eins og Um var talað o. s. frv., þótt vit- anlegt sje,að innheimtumennirn- ir eiga þar enga sök, ef nokkur er, þvi oft munu slík ummæli fyrirsláttur einn. Menn ættu að reyna að gera sjer f hugarlund það mikla erflði, sem það kostar oft að innheimta jafnvel smáreikninga. Alís þá ó- þarfa tíma — og peningaeyðslu, sem stafar af kæruleysi og ó- vild manna að borga rjettmæta reikninga. Auk erfiðis innhelmtu- manna kostar þetta mikla pen- inga. Fái innheimtumenn hundr- aðs hluta at innheimtunni, þá er óskilsemi og dráttur þess, sem skuldar, skaði innheimtumanns sökum óþarfa tímaeyðslu. Sje innheimtan gerð í tímavinnu þá er skaðinn lánardrottins, vegna hærri innheimtukostnaðar — auk baga við greiðsludrátt. Sem betur fer eru margir á- reiðanleg'r menn til, sem hjer eiga enga sök, en því mlður þá eru hinir líka margir, sem með allskonar undanbrögðum reyna að komast hjá gréiðslu, og virð- ast algerlega samvtskulausir af því, þðtt þeir flæki mönnum fram og aftur í erindisleysu. Á þetta engu sfður við þá, sem eru allra mánna eftirgangssam- astir við aðra um ekuidir. Menn bera oft svo litla virð- ingu fyrir eigin orðum, að þótt þeir hafi lofað einhverju, þá virðist það háfa veriö gert alveg út í höu — og ekkert á því að byggja. sltkir verða oftast skuld- seigír. Aðrir eru þess ekki megnug- ir að borga reikninga, þótt þeir Vilji það, en það eru ekki þeir sem valda mestum erfiðleikum ^við innheimtuna, heldur hinir sfngjömu og kærulausu, sem oft hafa þá tilhneigingu til svik- semi. En um það atrið<, að innheimt- umönnum sje ekki sýnd tilhlýði- leg kurtéisi sem öðrum mönnum, eðaef menn þrjóskast við greiðslu rjettmætrja réikninga, þrátt fyrir getU, verður ekki deilt. — þeir ' sem slíkt gera verða sjer til minkunnar, tefja öll viðskift', valda öðrum tjóns — og sjálfum sjer líka. Samtíningur. Kampavínsflaskan brotnaði ekkl. þegar hið' risavaxna þýska skip, ,Evropa“ hljóp af stókk- únum í ágústmánuði í fyrra, átti stúlkubarn dóttir Glaéssels for- stjóra að *skíra skipið með því að kasta kampavínsflösku og þrjóta á stefni skipslns. En flask- an brotnaði ekki við fyrsta kast. þetta álíta sjómenn slæman fyr- irþoða — merki þess, að ekki mpni ált ganga vel með sk'pið. ■ ■••• • v : j ' u.tí þessi gamla hjátrú sjómanna ' rifjaðist upp fyrir mönnum í vet- ur, þegar eldur kom upp í „Ev,- roþa", og skipið brann til stór- skemda, þá ekkí fuílsmiðað. Geðshræring. Nýlega spurði blaðamaður lækni aö því, hvort menn myndu geta dáið af geðshræringu. — Læknirinn svaraði, að á því ljeki enginn vafi, én það kæmi ör- sjaldan fyrir. Til þess að skilja þetta, verða menn að minnast þess, að allar lífeðlisfræðilegar breytingar, sem stafa af geðshræringu, eru fólgn- ar í samdrætti eða þenslu ftngerð- ustu blóðæðanna, sem greinast um allan líkamann, alt frá hvitfli út í tær. Ef menh' verða mjög glaðir »ljóma þeir af gleði", „roðna af gleði" o. s. frv. Með öðrum orðuní, hinar fíngerðu blóðæðar þenjast út og fyliast blóði, rjett áður en þær ganga yiir háræðanetið. Ef þetta skeður alt oft snögt eða ákaft og við- komandi pcrsóna er heilsuveil undir, hefur t. d. æðakölkuu eða veikt hjárta, þá eru líkindi til þéss, ‘ en þó kannske iítil, að maðurinn detti niður dauður. Vjer könnumst einnig vfð hvern- ig menn .fölna af hræðslu" „finna blóðið snröna i æðunUm" eða „streyma til hjartans" eins og kallaö er. þetta er algerand- stæða við það, sem skeður þeg- ar menn komast snögglega í geðshræringu af gleði, þar eð allar hinar fíngeröu blóðæðar dragast ákaft saman við viðbrigö- in. Ef þetta verður mjög snögt og ákaft, getur það orðiðhjartanu ofraun, svo það hættir að starfa og maðurinn deyr samstundis. Með öðrum orðum: Vísindalega sjeð er ekkert þvj til fyrirstþðu, að menn getl dáið af vöídum geöshræringar, en I rauninni mun það mjög sjaldgæft. vera að lengd hundrað faðmar eða nokkuð me’ra. þar þetta elði endar að austan, kemur áfast við það hátt fjall, Heimaklettur, sem áður er um getið, norðanmegin vogsins. þetta fátt um Heimaeyjar- innar circumferentiam.- : - þau tvö fjöll, hverra áður er getið, Fiskhellar og Skikhellar, strekkja sig bæði frð hlnum kringum liggjandi fjölium inn ð eyna eða iáglendið, Fiskhellar mjög - hátt promontorium, hjer um 70 faðma hátt, gnapandl fram -fram í loftlð, sem ein spfÖs húsbust, fast móberg, ttieð háum 'pölium, skútum og hefjum. Á þessum nefjum, pöllum og skútum eru bygð steinbyrgi eða krær, hvar inni að innbyggjarnir geyma sinn fisk á vetrartímanum, sem þeir taka hálfharðan af fiskiránum, en þornar þar inni til fulls, því vindur- in'n blæs alstaðar inn um holurnar, en dögg og votviðri slær fyrir bsrgið, svo ei kemur inn ( skútana. Nokkur fá af þessum byrgjum eru með hurð og læsing, sum af þeim hafa engan anhan grund- völl á að standa, en þann af mönnum er gjörður, þar svo tilhagar, að nefndar gnýpur t.vær standa fram úr berglnu samsíðis, leggja þeir þar á milli sterk trje, fjalir og flatar hellur þvers ð milli trjánna og byggja þar svo upp af með steinum. Sumstaðar upp af þessum byrgjum er svo sljert berg og framskútandi, að þar finst eigi minsta spor eða karta, sem menn kunni tá eða fingur á að festa, en þar til brúka þeir sömu aðferð í uppgöngunni, sem síðar er getið um Súinaskers-uppgöngu. • Fiskirár eru víða um bergið. Leggja þeir trje milii tveggja nefja og hengja þar upp á fiskinn ráskertan, hvern þeir kalla ráskerðing. En mestan part brúka þeir stög af kaðii, þar bergið er sljett og framskútandi, með þeim tilbúningi, að þeir rcka járnnagia inn í móberg'Ö, og binda upp við þá kaðalinn með snærisspotrum, er þeir kaila pakkabönú. þessi innbyggjaranna hentisemi kemur mörgum ókendum undarlega fyrir sjónfc, svo hana álítandi, að þeir yiidu ekki svo lífi sínu voga, þó mikinn auð gulls og silfurs þangað sækja ætti og eigandi að verða, þar hættusamt sýnist. Upp í þessi byrgi fiýði fólkið í ræningjatiðinni, óg karimenn drógq þangað upp í vöðum konur og börn, en Tyrkir klifruðu upp á þá neðstu og stæðstu palla og skutu svo langs með berginu til fólksins, þar sem þeir sáu þáð á hillum og skútum, syo sumt datt dautt ofau fyrlr bjargið. Helgafell stendur austanvert á miðri eyhni, og pær hæst upp. Eigi það, að það sje hæst í sjálfu sjer, heldur vegna þess að það • hetur háan grundvöll og ástæðu að neðanverðu. Upp á þvfer haldin vagt hverja nótt frá krossmessu á vorin og til krossmessu á haustin. Umboðsmaðurinn lætur kalla frá Skansinum á hverjð ’kvöldi tvo ménn, sinn frá hverju 'býli, eftir boðburði. Verða það með húsmönnum þrjár umferðir á sumrf m^ð svpjátandi orðum, að sf vökumenn sjá nokkur ófriðarlfkindi, stykkjum skotið af skipum eða báta frá þeim að landi róa, þá skal sá eini strax hlaupa að Landakirkju, sem er rjett í veginum, og hringja klukk- unni, og síðan f Skansinn. En hinn annar gjörir vart við á þeim næstu bæjum, og svo hver af sjer. Eina vörðu plaga þeir að hlaða hverja nótt, nær þurt er, til eins vitnlsburðar, að þeir hafi þar verið trúir, vakandl, en ei sóf- andi. Af þessu tjalii sjest um alt haflð kring um eyjarnar nær og fjær í heiðskýru veðri. Sagt er að þetta nafn hafí fjalljð öðlást af einum þræli Hjörleifs, Helga að nafni, er Ingólfur sksl þangað elt hafa og þar vegið. það hefur engan hamar eða kletta f kring. það er kringlótt, aflíðandi, mjög blásið að ofanverðu og meö djúpum dal ■ kollinum, og standa svo vörður alt um kring\barmana. Frh. N

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.