Víðir


Víðir - 21.09.1929, Blaðsíða 2

Víðir - 21.09.1929, Blaðsíða 2
2 VHr THZÍr* - Kemur út einu sinni í viku. - Ritstjóri: ÓLAFUR MAQNÚSSON. Sími 58. Pósthólf 4. Verð: Innanbæjar kr. 0;50 á mánuði, úti um laud kr. 6.50 árgangurinn: Auglýsingaveið: kr. L50 cm. vaxið að greiða kenslugjald- fyrir þau öll í stöfunar- skóla. L“strarprófin síðustu árin hafa sýnt það, bæði hjer og víða annarstaðar, að við svo búið mátti ekki standa, og einhverra úrræða varð að leita. Hvaö lá þá nær en að fara þá leið, sem lög- in vísa á ? Ríkissjóður tekur nokkurn þátt í kostnaðinum við kensluna, en skólahúsin verða hjeruðin að leggja til. Síðustu haustin hefur verið miklu meiri aðsókn að skólanum hjer, en að hann gæti fullnægt, og því var ráðist í að reisa hið nýja hÚ8, bæði til leikfimiskenslu og líka til almennrar kenslu. Fyr var ekki hægt að breyta skóla- skyidu aldrinum, en að til væri eitthvert húsrúm. Nú er húsið að mestu leyti tilbúið og fengnir kennarar í tiltölu við þann barna- fjölda, sem nú er í bænum. Skólanefnd sá sjer ekki fært að draga breytinguna lengur margra hluta vegna, þörfin er svo knýj- andi. Kostnaðurinn verður að vísu mikill fyrir bæjarsjóð, en þar á móti kemur líka nokkur sparnaður fyrir bæjarbúa, þá sem börn hafa á framfæri, þar sem 8kólagjöldin sparast. Mun sá lið- ur nema um 1000 kr. a mánuði um kenslutímann, lágt reiknað. En um leið og þessi breyting er gerð, verður að breyta fleiru um tilhögun kenslunnar í skólanum. Nýlega hefur fræðslumálastjórn- in gefið út námsskrá fyrir alla skóla landsins, og eftir henni verður farið um alt land. þar er gert ráð fyrir ýmsum breyting- um, er miða að meira samræmi í kenslunni í Iandinu yfirleitt. Gert er ráð fyrir, að börn 8— 10 ára fái 2—3 st. kenslu á dag. það verður all-mikið vanda- verk fyrir skólann að bæta á sig þessu starfl, með þeim kenslu- tækjum, sem nú eru fyrir hendi, en í það tjáir ekki að horfa. Undirbúningsfræðslan er í því standi þessi árin, að breytingunni varð ekki frestað. Sá misskilningur hefur slæðst út, að með þessari breytingu sje engum manni heimilt að láta kenna utan skólans. það er að vísu heimilt, eins og það hefur altaf verið, en heimildin er bund- In sama skilyrðinu og verið hef- ur, að sótt sje um það skriflega til skólanefndar fyrir þann tíma er hún tiltekur. Að þessu sinni er umsóknarfresturinn til 25. sept. Fyrirspurnir hef jeg fengið f hvaða deild skólans yngstu börn- in verði látin. — þeim verour skift í hópa eftir þroska og kunn- áttu, og valið verkef'ni hverjum hóp við sitt hæfi, og kenslunni hagað eins og tiltækilegast þykir samkv. námsskránni. Gera má ráð fyrir, að nokkur börn sjeu í bænum, sem vegna vanheiisu eða annara ástæðna sje ■"fckki fær úrh að sækjá sköTá,"ó'g þætti mjer vænt um að jeg feirgi — ab vita um þau fyrir l. okt Lík- legt er að eiuhvað megí kenna sumum þeirra, þó að þau sjeu ekki fær um skólagöngu. Páll Bjarnason. Símfregnir. FB. Rvík 14. sept ’29. Innlendar. 3 menn druknuðu í nótt við Elíasarbryggju, þeir: Sigurbjörn Jónasson formaður á dráttnrbát „Kol & Salt“, Guðmundur Jóns- son, verkstjóri og Jóhannes Björnsson frá Litlavelii. Vöku- maður frá hafnarskrifstofúnn,- fann eitt líkiö um kl. 2 um nótt- ina, Lögreglunni var þá gert að- vart, og fundust hin líkin nokkru síðar. Rannsókn lögreglunnar hefur ekkert leítt í ljós, nema að Sigurbjörn mun hafa ætlað að flytja mann upp á Kjalarnes, en kom ekki á tiltekinn stað. Bátur Sigurbjörns var við bryggjuna, mannlaus, en Ijós í vjelarrúmi. Bryggjan er Ijóslaus og' hættu- ieg í myrkri. Hugsanlegt er að. einhver mannanna hafi dottið út- byrðis og hinir farist við að bjarga honum. — AÖ því ei v t- að verður, var enginn mannanna undir áhrifum víns. Útvarpsstöðini er valinn stað- ur á vatnsendahæð, sem er lið- ugan 8V2 kílómeter frá Rvík. Rvík 18. sept. ’29 Innflutt í ágúst fyrir kr. 6.240.776.00. þar af til Reykja- víkur fyrir kr. 3.548.890.00 * Bruni. Laust eftir ki. l'/j nótt kviknaði í bifreiðaskúr B. S. R. (Bifreiðastöð Reykjavíkur) ionarlega við Laugarveg. Brunnu þar inni 8 bifreiðar, all-ntikið af togleðursvarningi og nokkrar tunnur af smurningsolíu. Skúr- inn Jvarð alelda á svipstundu, og engin tök að bjarga neinu. Upptök eldsins voru þau, að 2 bifreiðastjórar voru að koma fyrir bifreið í skúrnum er slökn- aði á henni, en er þeir settu vjelina í gang aftur mun rafneisti hafa hrokkið í bensínið, því að bifreiðin varð alelda á svipstundu; Fengu mennirnir við ekkert ráð- ið. Slökkviliðið reif frá bárujárn- ið og dældi vatni í skúrinn lát- laust í 3 stundir áður en tækist að slökkva. Alt var lágt vátrygt, og er skaði B. S. R. því mikíll. G J. Johnsen ““ ............. " * Nýkomið. [ síðustú skTpum kom mikið Itirval af LEIRTAUI, svo sem Kaffi- stell fyrir 6ogI2. Könnur Avaxta- skáiar og mjög fallegt urval af BoIIapörum og m. fl. , I Rúðugler og Ljósakúlur | í mikiu úrvaii. Verslun Q. J. John^en I Eyjólfur Jónsson, úibússtjóri íslandsbanka á Seyðisfirði hefur senf lausnarbeiðni. Aðfinslugrein- ar um stjórn útbúsins hafa birtst í blöðunum. Erlendar. Góðar Itorfur á því að ár- angur verði af áformuðum stór- veldafundi í desember um flota- takmörkun þar sem líkur eru til að Frakkland og ftalía taki þárt í honum. Reglubundnunr loftskipaferð- um ráðgera Bretar að koma á milli Englands og Canada. Hvoit leiðin verður bein eða yfir fs- land og Grænland er enn óá- kveðið. rf pítalamálið. Eftir Grísla J. Johnsen. Frh. Eftir að hver og einn hefur gagnrýnt framangreinda skýrslu býst jeg við, að flestir muni sjá að ekki hafi öllu verið svo mjög íbótavant, og að bæjarsjóður hafi ekki þess vegna þurft miklu fje til að kosta- Til skýríngar skal það og tekið fram; að jeg gekk frá spítalanum með full- komnum útbúnaði fyrir 30 sjúkl- inga og starfsfólk í samræmi vlð það. Nei, bæjarstjórnin má gera aðra og betri grein fyrir frammi- stöðu sinni á fjárframlögum til spítalans, ef þau eru orðinn full- ar 50 þúsund krónur umfram þær 30 þúsund krónur, sem um- samdist að mjer yrðu greiddan vegna stækkunar frá uppruna- lega fyrirhugaðri stærð. Mjer datt í hug, er jeg las þessi um- mæli í Víði, einn póstur í reikn- ingum hafnarsjóðs fyrir árið 1927, þar stendur sem sje undir 7. lið c.: Hafnaruppfylling kr 22093,87 — tuttugu og tvö þúsund níutíu og þrjár krónur 87 aurar. — Eg fór að spyrja sjálfan mig: hvar er þessi hafnaruppfylling? Hún ætti þó ekki að vera það smá- smíði fyrir þessa álitlegu fjár- upphæð, að jeg kæmi ekki auga á hana. Skyldi nú ekki geta verið likt ákomið með þessar 50 þúsundir til spítalans. [Og jeg verð áð segja það afdráttarlaust eins og aðrir, jeg trúi þvi ekki fyr en mjer er sýnt það svart á hvítu og jeg geri þá kröfu að gerð sje full grein fyrir þessu. Og jeg trúi því heldur ekki fyr en jeg tek á, að bæjarstjórn treystist til að leitast við að færa mörni- um heim sanninn um það, að hjer hafi verið vel og skynsam- lega með fje bæjarbúa farið. Og jeg tek undir með Víði sje þetta rjett, hve mörg hundruð þús- und krónur mundi þá spítalinn hafa kostað í höndum bæjar- stjórnar? Um þessar 30 þúsundir mfnar, sem áttu að auka „gróða* minn á spítalanum svo mjög, er það að segja, að jeg hef nú reyndar

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.