Víðir


Víðir - 21.09.1929, Blaðsíða 3

Víðir - 21.09.1929, Blaðsíða 3
Vfðir engan eyrir sjeð úr bæjarsjóði mjer tii lianda upp í þessa i'úigu, þvi mjer var gert að greiöa þetta ár, að mig minnir 33 þúsund krónur í útsvar eða, ef jeg man rjett, ca. 10 þúsund krónum meira en árið áður. Svo jeg varð að bæta nokkrum þúsundum við, spítaiatiilag bæjarins nægði ekki í útsvarið. Vegna þessað jeg fór að minn- ast á „grðða" minn af þessu „gróðafyrirtæki" míni', byggingu spítaians, vil jeg nota tækifærið til þess ( siðasta skifti að gefa almenningi fulla yfírlitsskýrslu um tillög þau til sp'talans, sem mjer hafa borist. en þau eru þessi: Gafir «1 fyrirhugaða sjúkra- húss { Vestmannaeyjum 1924. Mb. Formenn. Stk. Skógarfoss (P. Andersen) 165 Unnur (þ. Jónsson) 100 Bragi (Jón Magnúss) 30 Hansína (Eyj. Gíslason) 50 Happasæll (Torfi Einarss.) 40 Skuld, nýja (Árs. Sveinss.) 89 Ing.Arnarson(Guðj. Tómass.) , 50 örnin (Vald. Árnason) 40 Gullfoss (Magn. Jónsson) 20 Gústaf (Gísli Jónsson) 60 Olga (Guðm. Jónss.) 30 Lagarfoss (Vald. Bjarnas.) 150 Karl (Ól. Ingiteifss.) 90 Hjálparinn (Bryng. Torfas.) 48 Mars (Vigf. Sigurðss) 50 Höfrungur,nýi (ól. Einarss.) 50 Njörður (Eyv. þórarinss.) 100 Kári (Guðm Kristj) 20 Sigríður (Guðm Helgas.) 50 Skallagrímur (StefénBjörnss.) 100 Haffrú (Sig/. Scheving) 30 Garðar (Eyj. Gíslason) 32 Asdís (Ól. Vigfússon) 100 Helga (Arni Finnbogas.) 100 Kristbjörg (Magn. Magnúss.) 60 Lundi (Eyj. Sigðurss.) 50 Nansen 32 Minerva 100 Mýrdælingur(Guðj.Hafliðass.) 32 Ása (Bjarni Sveinss) 25 Kári Sölm. (Guðj. Jónsson) 100 þor (Sigurj.Ingvarss.) 32 Emma (Eiríkur Ásbjörnss.) 65 Höfrungur, nýi Viðbót I. 50 Olga — 30 Gullfoss — 60 áigríður — 25 Skógarfoss — 35 Bragi — 45 Garðar — 32 Skuld, nýja — 20 Runólfur Runólfss., Bræðrast. 25 Magn. Magnússon, Felli 40 Sigurður Ingimundsson 50 Sigurjón Arnason 25 þórður Jónsson, Bergi 25 Brynj. Bryajólfsson, Litlal. 4 Kona 100 Sig. Sigurðsson, ly/sali kr. 500 Ónefnd , 41 Sigurður Ingimundsson „ 50 Friðbjörn þorkellss., Götu „ 25 Baetur „ 50 19 25. ElliOi___ Skuld, gamla Maí ^........ Gideön 30 30 50 78 Mb. Stk. Garöar, viðbót 25 Guðrún 20 Gullfoss, viðbót 20 Gunnar Hámundarson 50 Örn, viðbót 25 Ennfremur : Friðrik Jesson, pólerað Iiand- rið, ókeypis. Einar Magnússon, stigarið, ó- keypis. Varasjóður fyrv. Sparisjóðs Vestm.eyja, ca. 19 þús. kr. Kvenfjel. „Likn" (til innan- stokksmuna) 20 þús. -kr. Till. frá enskum útgerðarm. kr. 6250,25. ísfjel. Vestm.eyja kr. 5000,00 Ef einher skyldi finna þar eitt- hvaðvantalið, væri mjer það og málefninu mikill velgerningur, ef hann eða hún vildi tilkynna slíkt t. d. bæjarí'ógetanum, og nota jeg jafnframt hjermeð tækif'æiið til þess að þakka bæjarfógetan um fyrir þau velsögðu hvatning- arorð til Vestmannaeyinga í Víði í vetur, er hann mintist á spít- alamálið af-góðvild og skilningi f minn garð, þar sem hann komist þannig að orði: „Geri aðrir betur en Gísli Johnsen helur gert". Skýrslulesendum til leið- beiningar vil jag einnig taka það fram að svo stendur á 50 krón- unum frá Sigurði Ingimundarsyni, að hann tjáði mjer að hann gæfi þær til uppbótar fyrir það, að einn bæjarfulltrúinn hefði ekki viljað gefa fisk að sínum parti frá Blikanumj sem hann þá átti í sameign með Sigurði, en sjálf ur gaf Sigurður 50 fiska og ann- ar sameignarmaður hans 25,'Hafi Sigurður þökk fyr.ir rausnina. Áður en jeg lík máli mínu um út búnað spítalans utan og innan, vel jeggetaþess, að húsameistaritók það fram við vígsluna að vel væri frá öllu gengið, en þess mintist hann sjerstaklega, að ekki hefði hann annarstaðar hjer á landi sjeð betur gengið -frá hita-vatns- og skolpleiðslum enda kostuðu þær mig yiir 30 þúsund krónur og í þær fóru rúmur hálfurann- ar kílómeter af rörum, Og eld- húsið stenst áreiðanlega allan samanburÖ; það á engan jafn- tngja á landi hjer, hvað stærð vinnuþægindi og al'an útbúnað snertir. þá minnir mig að land- læknir ljeti svo ummælt að hann teldi rúmin betri, en í nokkru öðru sjúkrahúsi hjer. En svo að enginn haldi að jeg sje hjer að hæla sjálfum mjer um skor fram skal jeg fúslega við^það kanhast, að jeg átti að leggja spúalanum til líkhús og þerrihjall. v Að jeg ekki hefigert þetta, er í raun og veru ekki beinlinis mjer að kenna, heldur stend ur þannig á því, að ómögulegt var at fá ákveðið, hvernig þessari byggíngu, sem þí varfyrirhuguð sem útbygging yrði fyrirkomið þetta dróst svo von úr viti og er bæjarstjórnin var búin að taka við spítalanum „reyndisi. en erfiðaraj að komast að nokkurri niðurstöðu um það hvar húsið yrði sett, því að ekki mátti nú að áliti bæjarstjórnar byggja þetta sem viðbyggingu. Jeg var búinn að láta steypa holstein ogannan 8tein f húsið og draga að mjer annað efni, og mjer var ekkert að vanbúnaði annað en að bæjar stjóin segði hvar þetta „stór- - hýsi" mætti standa. Einu sinni komst jeg þó það langt að vera aðeins byrjaður. 4gúst Ámason var búinn að mæla út fyrir húsinu, en þá kom einn háttvirt- ur bæjarfulltrúi til sögunnar, taldi staðinn ómögulegan og befti auðvitað verkið. Hjelt svo bæjarstjórnin rannsóknum og bollaleggingum sínum áfram um málið, ogsjá nú allir hvílíkt «stór- virki" hefur sprottið upp af öllu því viti og striti, og ætti eng- um að þykja það undarlegt þótt að annað eins stórhýsi og þetta. 13x5 metrar að stærð kost' allálitlega upphæð eða jafnvel nokkrum sinnum það, sem það „normalt^ættiað kosta og mundl hafa kostað utan Vestmannaeyja, þar sem sjálfsagðrar og eðlilegr- ar hagsýni og verkhygginda nýt- ur við. Frh. Frjettir. Innilegt hjartant þakklieti vottum við öllum, sém á einn eða annan liátt hafa gefið okk- ur { tllefni af fæðingu tvíbur* okkar, og biðjum góðan guö að launa þeim, er^þeim liggur mest á. Með vinsemd. Sólheimum, 20 sept. 1929. Signe og Johann Bjarkoy. 'I ir ..... 111» lllll ¦ 11 !!¦ II......¦ I......¦¦ | ¦¦!!¦! |HIIII¥I —I —1 Kenslu byrja jeg 1. okt. Döm- ur þær, sem pantað hafa tíma hjá mjer, tali við niig sem fyrst, Margrjet S. Konráðsdóttir. Tækifæriskaup. Ferðafónn með 30 plötum, er til sölu mjög ódýrt. Verslun GISLA FiNNSSONAR. Dönsku, Ensku, þýsku og Esperanto, kennir undir- ritaður. Axel BJarnasen, Dagsbrún. Messað á sunnud. kl. 2 e. h. Sleinn Sigurðsson klæðskeri, og fjölskylda hans, fluttust búferlum úr bænum með Gulifossi um siðustu helgi. —Steinn hefur búið hjer í Eyjum í 21 ár og hafa þauhjónin, Steinn og kona hans, Krístín Friðriks- dóttir, unnið sjer almennar vin- sældir bæjarbúa þann tíma er þau hafa dvalið hjer. — þau haf'a bæði starfað í ýmsum þörf- um fjelögum þessa bæjar og verið þar hin nýtustu. Gufubát hefur Jón Jónsson, útgm. í Hlíð, keypt í Noregi, og kom hann hingað á fimtudaginn. Jón var sjálfur með í ferðinni. Knattspyrna. Síðastliðinn sunnudag keptu I. fl þórs og Týs að árlegri venju um bikar þann, sem Gisli J. Johnsen, konsúll gaf í[ þessu skyni fyrir nokkrum árum. — Úrslitin urðu þau að Týr vann sigur, skoraði 3 mörk gegn 2. Lægsta tiiboð í að koma upp útvarpsstöðinni var frá- Marc- onífjel. í London 321,000 kr. án mastra og jtrðstrengja. En stöð- in öll kostar líklega 650.000 kr. Atvinnumálaráðherra hefur undirskrifað samning við tuli- trúa Marconifjel, hjer. Fjelagið hef'ur lánað stöðinni 28 000 pund sterling, sem afhendist affallalaust gegn 6'/j% ársrentu og endur- greiðist á 5 árum. Staður fyrir Góð og hraust stúlka óskast frá 1. okt. Magnea Þórðardóttir, Fagurlyst. Húlsaumur hvern virkan dag, Plissé á miðvikudögum og iaug- ardögum. Margrjet S. Konréðabóttir. Orgel og Pianó útvega jeg með mjög heppilegum borgunarskilmálum. Ve rs1un Q í s I a F I n n slonar, stöðina verðurvalinn næstu daga f nokkurri fjarlægð frá bæuutn. — Áætlað er að 61000 lands- manna geti hlustað á stöðina með 20-30 kr. krystaltækjum, en hinir meðl-3 lampa tækjum. — Stöðina má og nota til loft- skeytasendinga, er þá hálfu aB- meiri, dregur um alla norðurálfu. Stöðin verður 16 kílówatta stöð. Prá ísafirði: Samvinnufjelag ísfírðinga á tvo báta í smfðum i Svfþjóð. Báðir verða fullgerðir í haust. Mannfjöldl á íslandi í árslok var 104.812. Aukning 1,4%. Útflutt til júlíloka 25,7 miljóti: ir. Verðmæti innfluttrar vöru & sama tíma hefur numið 37 milj. (FB). aa**

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.