Víðir


Víðir - 30.11.1929, Blaðsíða 1

Víðir - 30.11.1929, Blaðsíða 1
II. árg. Vestmannaeyjum, 30, nóv. 1929. 2. tbl. Deiiur socfai-demokrafa og kommunista. i. • Eftir langvarandi innbyrðis ó- eirðir og sundurlyndi er nú loks svo langt komið, að í odda ætlar að skerast á milli flokksbrota jafnaðarmannaflokksins hjer á landi, þeirra, sem telja sig social- demokrata, og kommunistanna. Hingað til hafaþessar tværgrein ar jafnaðarmannaflokksins unnið saman í einingu á yfirborðinu, en undir niðri hefur ágreiningur eðlilega verið mikill, og með ó- líkindum, að ekki myndi upp úr sjóða áður en langt liði. Óvíða, eða hvergi annarsstaðar hefur samvinna getað haldist með þessum flokkum, svo mjög grein- ir þá á, t ýmsum atriðum, enda er eitt aðalatriðið, leiðin til þess að koma áformum þeirra í framkvæmd og breyta þjóðfjel- agsskipulaginu svo gerólík. Hjer á landi hafa það verið hægfara jafnaðarmenn, sem svo kalla sig, sem haft hafa töglin og hagldirnar innann Alþýðusam- bandsins. Hvort þessir menn eru eins hægfara og þeir vilja vera láta, skal ósagt, en þeir munu hafa þeg;ð fjárframlög Dana til pólitískrasstarfsemi sinnar, með því skilyrði að afneita kommun- Istum með öllu. Mllgagn alþýðu — burgeisanna, Jóns Baldvinssonar og Hjeðins er Alþýðublaðið. Annað blað, sem telur sig fylgja stefnu social-demo- krata ér „Jafmðarmaðurinn" á Norðfirði Aftur á móti syngja, blöð norðlenskra jafnaðarmanna og Vikan hjerna kommunismanum lof og dýrð, en telja vart enga verri fjendur sína en social-demo-; krata. þegar þess er gætt, hversu aðal-málgögn jafnaðarmannanna íslensku eru sundurleit, ætti engan að furða hvernig komið er. — En vitanlegt er, að þegar blöð þeirra eru tekin að hamra hvert á öðru annarsvegar, og hinsvegar að elta grátt silfur við foringja flokksins, þá ersamlynd- ið og eininginn sist öfundsverð því að sjálfsögðu er óánægju- nöldriö í blöðurn jafnaðarmanna flokksins aðeins veikur og hjá- rómá^ómur af gauragang þeim og glymjanda, sem brotist hefur út í herbúðum hins sundurleita hóps sent telur sig til jafnaðar- manna og Alþýðuflokks. Sainvinna soc'al-demokrata og kommunista er og verður óeðli leg, þótt ekki jafnist á við þaö þegar íslenskir bændur sórust í fóstbræðralag við byltingamenn- ina aðe ns til þess að þóknast valdafíkn ems manns Jónasar Jónssonar, sem læddist e ns og úlfur í sauðargæru inn í flokk þeirra. Af frjettum þeim, sem hingaö hafa borist frá þingi Alþýðu- sambandsins í Rvík má marka, að samlyndið fer síversnandi — og fulltrúar núa hver öðrum ó spart uni nasir ýmsum vömm- um og skömmum. þó má gera ráð fyrir að social-df-mokratar og kommunistar gangi samein- aðir til kosninga nú á næstunni — að minsta kosti. II. Hjer í Eyjum er Hokkur manna, fáliðaður að vísu, sem kallar sig Alþýðuflokk. Innbyrðis skiftfst hann í hægfara jafnaðar- menn og kommúnista. þóttflokk ur þessi hafi að mestu fylgt liði undir einu merki við kosningar, þá hafa verið viðsjár eigi all-litl- ar innan flokksins og sundur- lyndi, sem fer síversnandi. þótt einkennlegt sje, þá er það samt /Svo, að minnihlutinn kommunistarnir, hafa ráðið þar lögum og lofum. Eru það í raun rjettri örfáir menn, harðsnúnir og hávaðagjarnir, sem bælt hafa hina og beislað, og teymt aðkjörborð- inu við kosningar. þessir menn -- kommunistarnir — hafa vaðið uppi á alveg óskiljanlegan hátt meðal verkamanna, sem margir hverjir eru gætnir og vilja Jriðsamlegt starf til eflingar verkalýðnum. Kommunistarnir hafa með ofríki sínu og yfirgangi orðið samtök- um verkamanna hjer til stór- tjóns. þeir hafa dregið verkalýðs- fjelögin inn í pólitískat sviftingar sinar — og veikt þannig aðstöftu þeirra til þess aft vinna aft velferft- armálum sínum á heilbrigðum grundvelli. Lyfsalinn. þegar jeg tók mjer bóífestu hjer í Vestmannaeyjum, tyrir um 5 árum síðan, einsetti jfg mjer að hafa sem minst afskifti af opinberu lífi hjer. Voru ýms rök til þess. Og þá fyrst, að jeg leit svo á, að 11 þess að geta lagt eitthvað „til málanna" þyrfti maður aðhafa grundvallaða þekkingu á sem flestum atriðum, er máli skiftu. þessa þekkingu hafði jeg vart til að bera, nýkominn frá skóla- borðinu. þessi skóðun mín hefur nokkuð breytst síðan. Mjer virðist svo nú,að sá megi sín mest, sem mest þenur sig og teygir lopann á þrykki og gatnamótum. þessa iðju virðist mjer stunda einna dyggilegast Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti. Nú vill svo til, að mig hefur stöku sinnum gripið löngun til þess að skrifa .um eitt ákveðið efni. En efnið er lyfsalinn og rógg:rni hans. þessi löngun mín til þess að skrifa um þennan skapbrest apotekarans varð upp- haflega til, er hann tók mig fyrsta sinni alvarlega tali. Knje- setti hann þá fjölda góðra manna og hlóð að þeim rógkesti. þetta var í þann mund, er hann hafði Kolka Iækni að bit- beini Munu þá vart hafa fundist þær vammir, erhann taldi mannl þessum ekki til lýta. Sauð út úr, er hið æruverðuga skáld sentist út úr lyfjabúðinpi og hrópaði á eftir lækninum ein- hver ókvæðisorð. Minnist jeg nú þess eins, að skáldið kallaði læknirinn „Grön- skolling*. En þetta orð stendur „gikkfast" í mfnni mínu, svo strákslegt sem það er, vegna þess, að sje orðið bókstaflega skilið, þá er það alveg fráleitt. Mætfi frekar bregða lækninum um rauða litinn, svo rauðbirkin sem hann var á yngri árum. En 8leppum því. Orðið eitt útaffyr- ir sig er græskulaust. Hjer í bæ er, meðal annara, einn mikilhæfur maður, þjettur fyrir og má í engu vamm sitt vita. Á jeg hjer við Gunnar Ólafsson, konsúl. þennan mann hefur lyfsalinn ljóst og leynt, sí- felt og árum saman rægt. Aldrei hef jeg heyrt apotekarann finna neitt’gott í fari þessa manns. Mun eins fara um fleiri en mig, ef menn rifja upp í minni sínu. Meðan Kristinn Ólafsson var bæjarstjóri heltók rógsýkin lyf- salann. Hælbeit lyfsalinn bæjar- stjórann og hjekk þar lengst af bæjarstjóratíö Kristins. Fann hann Kristni alt til foráttu og breiddi óspart út róg unt hann. Persónu- lega þekki jeg Kristinn mjög vel og fáa hef jeg þekt betri drengi Galla hefur hann sjálsagt eins og aðrir, en þeir munu ser.nilegr, margirhverjir, veraaf því sprottn- ir að hann er „ógætilega fram- sækinn." Kr:stinn hafði á engum mar.ni jafnmikla andstygð og á lyfsalsn- um og róggirni hans. Einhverntíma í fyrra tjáði apo- tekarinn mjer, að það væri leið- inlegt með „hantt N. N. greyið", fyrir nokkrum árum hefði faðir hans sent honum, til Reykjavík- ur, fimm þúsund krónur, setn hann hefði átt að leggja inn í banka. þessum peningum hefði svo N. N. stolið úr sjálfs síns hendi og sóað. Nú vildi þannig t'l, að N. N., sem er ágætur vin- ur lyfsalans, var nýkominn í þjónustu okkar, fór jeg því á fund hans og tjáði honum hvað lyfsalinn hefði sagt mjer, til þess að hann gæti fengið leiðrjettingu á þessum Ieiða áburði. Svarið, sem jeg fjekk var einhvernveg- inn á þessa leið: „Finst þjer þetta mikið, hann segir líka um þig, að þú hafir sóað peningum, er þú hafðir undir hendi frá Ekknasjóðnum". Sannleikurinn er sá, að af peningum Ekkna- sjóðsins hafði jeg aldrei undir hendi meira en ca. 300 kr. En satt er það, að fyrir Ekknasjóð- inn gerði jeg aldrei neitt, því af einhverjum ástæðum, er mjer ó- geðfelt að gefa eða úthluta gjöf- um. því jeg kann hvorki að gefa nje taka á móti þökkum. Sje nú þessi rógburður um mig athug- aður, þá er hann harla ósenni- legur, í Ijósi þess, að jeg er „prokuristi“ fyrir firma, sem ár- lega gre'ðir miljónir í ýmsar átt- ir þá er og vert að geta þess, að sama sumar og jeg var í stjórn Ekknasjóðsins innheimti jeg og greiddi, eftirlitslaust, á Siglufirð', um ettt hundrað og áttatíu þúsund krónur. Síðast liðið ár hefur lyfsalinn látlausf elt hjeraðslæknirinn i röndum með staflausum rógi. Rótnagar hann dyggilega starf- semi læknisins. Nú er það öllum sæmilega upplýstum mönnum vitanlegt, að hjeraðslæknirinn er með best mentuðu hjeraðslækn- um á landinu, en þó þykir mjer ekki ósennilegt, að farið sje að sjá á praxis læknisins, því sjald- an þarf lengi að ljúga, til þess að brjálist skoðun almennings. Setn stendur drepur lyfsalinn tímann með því að læsa tönn- unum til skiftis í hnakka tengda föður nvns og hjeraðslæknisins. Hversu lengi liann endist til þess

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.