Víðir


Víðir - 30.11.1929, Blaðsíða 2

Víðir - 30.11.1929, Blaðsíða 2
{ 2 IPiðif - Kenuir út einu sinni í viku. - Ritstjóri: ÓLAFUR MAGNÚSSON. Sími 58. Pósthólf 4. Verö: Innanbæjar kr. 0.50 á mánuöi, úli uin land kr. 6.50 árganguiinn: Augiýsingaverö: kr. 1.50 cm. sksl ósagt láta. Álasar Lann Gísla J. johnsen, einhverjum á- gætasta atorku- og starfsmanni, er land þetta á, fyrir dásamleg og óeigingjarnt verk, þ. e. spít- alabygginguna. Lögmál apotekarans í þessu starli virðist vera : Allstaðar rógur, ávalt á bak, aldrei á brjóst. II. Jeg hef nú stuttlega skýrt frá rögsiðju lyfsalans. Skal jeg nú stuttlega athuga „habiltas" hans til þess að vera böðull á mann- orði samborgara sinna hjer í Eyjum. Verður þá fyrst í huga mínum að það sje mentun hans ogand- legir yfirburðir er skipi hann t þenna sess. En nánari yfirvegun segir mjer að svo geti ekki ver- ið. því að öllu athuguðu er mentun hans sæmilega takmörk- uð og sennilega löngu íirna. Ur skóla mun hann hafa farið án þess að ljúka stúdentsprófi. Mun þá hafa verið rektor, fóstri hans dr. Björn M. Olsen. vitur maður og framsýnn. það veganesti, sem hann mun hafa farið með þaðan, nægir engan veginn til þess að rjettlæta rósiðju hans. Framhalds- mentun apotekarans (hann mun vera exam. pharm.) var hiusveg- ar þess eölis, að hún verður þegar á alt er litið ekki meir andlega þroskandi en t. d. bak- araiðn. í hvortveggja iðninni á sjer stað blöndun á ýmsum efn- um, í öðru tilfellinu í kökur, í hinu tilfellinu í meðöl. Aðeins stigmunur á nákvæmni. þá er það hugsanlegt, að lyf- salinn fyrir látlausa sjálfsafneit- un, sjálfsþjálfun eða pyndingar standi nú orðið á svo háu sið- ferðislegu þroskastigi, að þetta alt rjettlæti rógsiðju hans. En því miður er þessu ekki að heilsa. Siðferðisbresti ber hann í ríkum mæli eins og við hinir. Er þá sennilega því einu til að dreifa, að skáldgáfa hans og skáldskapur rjettlæti dómsíarf hans og rógsemi. V>1 jeg því nokkru gjör athuga þá guðsgjöf hans. Hjer í Vestmánnaeyjum eru 3 skáld. Er eitt þeirra langsamlega víðkunnast og merkilegast. Á jeg þar við S'gurbjörn Sveinsson, kennara. Eru bækur hans ást- fólgnar í eigu hvers smábarns á landinu og margar hverjar sög- urnar þýddar á Norðurlandamál. Ordstir þessa manns hefur mjög n p Chí farnar að koma svo um munar Úí^eðarvörurnar o í snesíu úrvalL Verð hvergi íægra gegn sfaðgreiðsEu. Vershisi Cir. mJ« oliimen é V t ð I r lítillega verið á lofti haldið hjer í Eyjum. Til mála mun hafa kom- ið, á sínum tíma, að víkja þess- um manni frá kenslustörfum hjer. þetta er lofið, sem þessi maður hefur hlotið hjer í Eyjum úti. Hinsvegar hefur orðstír skáldsins frá Arnarholti verið haldið hátt á lofti hjer. Veit jeg vart hverju gegnir. Hygg jeg að helst ráði aurasæld hans og hvalablsstur í bæjarmálum. En sannleikurinn er sá, að af alþjóð, og tvímæla- laust af mestu áhrifamönnum um bókmentir. þjóðarinnar, er Sig. Sigurðsson veginn og ljettvægur fundinn. Bæði að efni og vöxt- um er skáldskapur hans svo agnarlítill. Lítilsháttar bergmál tómahljóðjfrá skáfdjöfrinum Einai { Benediktssyni. Ágætustu smekk- menn og áhrifgmestu skólamenn stikla framhjá stökum hans. Toka hann ekki alvarlega á skálda- þinginu. Lestrarbók prófessors Nordals inniheldur ekki staf eft ir skáidiö frá Arnarholti. Ljóða- úrval Jónasar Jónssonar kenslu- málaráðherra geyma ekki stef eftir apotekarann. Er með þessu sá dómur genginn, að t minsta kosti 20 ár fær æskulýöur ís- lands ekki að sjá andleg gersemi lyfsalans, nema hann verji sjálf- ur ærnu- fje ti! útgáfu á kveð- skap sínum. Og þó hefði jeg kosið, svona til tilbreytlngar að sjá þetta vísu- orð í skólaljóðum Jónasar Jóns. sonar: ísiands augasteinn, Alexandrina Sjeu ályktanir mínar um að hæfileikar Sigurðar Sigurðssonar rjettlæti á engan hátt rógsiðju hans, fæ jeg ekki annað sjeð, en að róggirni hans sje annað tveggja: Óumræðilega hræðilegur löstur — eða þverbrestur í skapferli geðbilaðs manns. 18. nóv. 1929. Ásíþór Maithiasson. Ath. öm leið og S!g. Sigurðs- syni að sjálfsögðu er boðið rúm í blaðinu til andsvara skal það og fram tekið, vegna ofanritaðrar greinar að Viðir álítur ástæðulaust að neita þeim, sem undir fullu nafni rita, og teljast verða ábyrg- ir orða sinna, um rúm í blaðinu fyrir greinir, þótt harðorðar sjeu og feli jafnvel í sjer þungar á- sakanir á einstaka menn. Álítur blaðið jafnframt ástæðulaust að halda hlífiskildi yfir mönnum, þótt þeir telji sig stuðnings menn þess, fram yfir það, að birta ekki nafnlaus níðskrif eða dyigjur, sem valdið geta mannskemdum. Væru ásakanir sem þær, er birt- ast í grein Á. M. sannar, þá væri eigi nema maklegt að þær birtust, en hinsvegar gefst lyf- salanum tækifæri til þess að hreinsa sig af áburði þessum með málssókn, enda er lijer um beinan sakar áburð að ræða, en ekki dylgjur. Annars væri betur, að þeir mörgu mætu menn, sem hnakk- tifist hafa að undanförnu í Viði> vildu fremur verja rithæfiieilsum s'num í þágu þess, sem stefndi til frekari - fræðsáu lesenda blaðs- ins, og bæjar- og þjóðþrifa en verið hefur. Kits/j. Eggert Slefánsson söngvari. Fyrir nokkru fórust Eggerti Stefánssyni þannig orð í stuttri blaðagrein, er hann reit um út- lenda söngkonu, Signe Liljequist, í Morgunblaðið. „það sem ,gerir sönginn að list, er andvarp hjartans á tóna vora, andvarp reynslunnar og lífsins og þess upplifaða; ein- ungis þaö hefur sönginn upp til hærri meiningar og djúprar feg- urðar“. þannig talar aðeins listamað- urinn af „guðs náð“. Ekki sá( sem fengið hefur listamannsnafn- ið stimplað á sig á einhverjum, listaskóianum, heldur hinn, sem er fæddur með hið fíngerða eðli sannrar listar samtvinnað sálar- lífi sínu, eins og yndisleikiun ís- lenskri vornótt. Eggert Stefánsson er ekki ein- ung's söngvari, heldtir og skáld, er á í ríkum mæli eigind stenin- jngamannsins, er getur látið streyma í gegn um sál sína ó- segjanlega dýrð norðurljósa, á- stúð blikandi stjarna, tign ís- lenskra jökla og afi hvítra fossa. — þessvegna er hann svo hug- nærnur. jaess vegna er hann og meistari í því að túlka sárustu andvörp mannlegs hjarta og myndir úr átakaniegustu harm- leikjum lífsins. Sá, er þettá ritar, mun aldrei gleyma þeim áhrifum, er hann varð fyrir í fyrsta sinn, er hann heyrði E. S. syngja „Betlikerl- inguna" eftir Gest Páisson. »Hún var kannske perla sem týnd í tímans haf var tópuð og glötuð, svo enginn vissi af, eða gimsteinn sem forðum var greiptur láns í baug, en glerbrot var hún orðin á mannfjelagsins haug“. Gestur Pálsson — Sigvaldi Kaldalóns — Eggert Stefánsson. Hve átakanlega skýrt sá jeg ekki, fytir tilverknað þessara þriggja listamanna, gimsteininn er gaidraflagðið, stjúpmóðirin vonda, þjóðfjelagið, hafði breytt í gler- brot á mannfjel3gsins haug. Eggert Stefánsson hefur sung- ið í fleiri löndum en nokkur annar íslendingur. Hann hefur tekið það að sjer, að bera ís- lenska sál, uppleysta í tónum, vítt um heim — og menn hafa hlustað — hlustað í hrifningu á söngvarann frá Sögueyjunni. I kvöld fá Vestmannaeyingar tækifæri til þess að hlusta á Eggert Stefánsson. Slíkt tækifæri gefst ekki oft. — Munið það! Á söngskrá hans verða lög eft- ir L. von Beethoven, Schubert, Verdi, Cesar Frank, Arthur Sulli- van. Einnig verða þar lög eftir íslensk tónskáld, til dæmis Sigvalda Kaldaións, vestur- íslenska tónskáldið, Björgvin Guðtnundsson og þórarinn Jóns- son. Sá síðasttaldi hefur verið sjómaður hjer í Vestmannaeyjum, en er nú orðinn frægur tónsnill- ingur. Vestmannaeyingar, þið fyllið húsið hjá Eggerti Stefánssyni í kvöld! C.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.