Víðir - 18.01.1930, Qupperneq 3
Utgerðaraienn og sjómenn
fá hvergi ódýrar allskonar v5rur t'l útgerðar, svo sem.
veiðarFæri, prímusiampa, skrúflykla,rörtengur,Gúmmístígvjel, vinnu-
fötTrawi- doppur og buxur. Sjóklæði hin bestu fáan-
legu. Enfremur Siiver Fox cigarelturnar.
Spyrjið um verð á manllla og netaslöngum. það
borgar sig áreiðanlega.
Verslun G. J. Johnsen
baki um þekkingu á því sviði.
Að lokuru skal jeg geta þeas
út af grein Ársæls, að húsdyr
ruínar stauda honum opnar til
viðtals við mig, hvort heldur
er á nóttu eða degi, því að mjer
er persónulega vel við haun.
Guðl. Brynjólfsson.
var haldinn fimtudaginn 9. jan.
s. 1. Var það fyrsti fundur
hinnar nýkosnu bæjarstjórnar.
Á dagskrá voru nefndarkosn-
ingar og fleira aðlútandi starfs-
háttu bæjarstjórnarinnar.
Ritarar bæjarstjórnar voru
kosnir þeir Jóhann P. Jónsson
og þorsteinn þ. Víglundsson.
Forseti var kosinn Páll V. G.
Kolka læknir.
Kosning í fastanefndir fór þann-
«g:
Fjárhagsnefnd:
Sigfús V. Scheving, Jóhann þ.
Jósefsson og þorsteinn þ. Víg-
lundsson.
Fátækranefnd:
Sigfús V. Scheving, Magnús
Bergsson og Jóhann P. Jónsson.
Bygginganefnd:
P. V. G, Kolka, Jóhann P. Jóns-
son, ísleifur Högnason, Magnús
Isleifsson og Sve'nbjörn Einars-
son.
Hafnarnefnd:
Ólafur Auðunsson, Sigfús V.
Scheving, Isleifur Högnason, Ár-
sæll Sveinsson og þorsteinn
Jónsson, Lauiasi.
BrunamálaneFnd:
Ólafur Auðunsson, Jóhann P.
Jónsson, Magnús Bergsson og
þorsteinn þ. Víglundsson.
Heilbrigðisnefnd:
Jóhann P. Jónsson var sjálfkjör-
inn. (Auk hans e'ga bæjarfógeti
og hjeraðslæknir sæti í nefnd-
inni.)
Rafmagnsnefnd:
Sigfús Scheving, Jóhann P. Jóns-
son og þórhallur Gunnlaugsson.
Veganefnd:
Jóhann þ. Jósefsson, Sígfús V.
Seheving, Magnús Bergsson,
Jóhann P. Jónsson og þorsteinn
þ. Víglundsson.
Vatnsnefnd:
ólafur Auðunsson, Jóhann þ.
Jósefsson og ísleifur Högnason.
Bókasafnsnefnd:
P. V. G, Kolka, Lárus J. John-
sen og Hallgrímur Jónasson.
Skólanefnd:
Jóhann þ. Jósefsson, P. V. G.
Kolka, Kristján Linnet og sjera
Sigurjón Árnason.
Fjallskilanefnd:
Sigfús Scheving, Ciuðmundur
Finarsson og Pjetur Lárusson.
Stjórn Ekknasjóðsirs:
Sigurður Sigurðsson, lyfsali, Sig-
urlaug Guðmundsdótíir og Lár-
us J. Johnsen, en varamaður
Guðlaugur Hansson.
•Stjórn styrktarsjóðs ekkna og
barna þeirra Vestmrnnaeyinga,
sem drukna eða hrapa til bana :
Erlendur Árnason, Jón Einars-
son, Bjarni Jónsson ogvaramað-
ur Magnús Sveinsson. Tíl að-
stoðar við úthlutun voru kosnir
þeir Ólafur Ingileifsson og Peter
Andersen.
Stjórn styrktarsjóðs handa
aldurhnignum og heilsubiluð-
um sjómönnum :
Jes A. Gíslason og Sigurjón
Árnason.
Nefnd til eftirlits með merk-
ingu veiðarfæra:
Jón Ólafsson, Gísli Magnússon
og Magnús Jónsson.
Nefnd til eftirlits með að á-
kvæðum flskveiðasamþyktar-
innar sje hlýtt:
Ársæll Sveinsson, Eiríkur Ás-
björnsson, þorsteinn Jónsson,
Magnús Jónsson og Eyjólfur
Sigurðsson.
Endurskoðendur reikninga
bæjarsjóðs til eins árs:
Jón Einarsson og þórarinn Gísla-
son og til vara Bjarni Jónsson og
Sigurður Bogason.
þá var næsta mál á dagskrá
tilboö stjórnarinnar um að hafa
vitaskipið Hermóð hjer við björg-
unar- og eftirlitsstarfsemi þá, er
þór hefur að undanförnu haft
á hendi.
Urðu nokkrar umræður um
mál þetta. Lesin voru upp sím-
skeyti þau, er farið hafa milli
ríkisstjórnarinnar og bæjarstjórn-
arinnar um þetta efni. — Gefst
mönnum hjer á að líta. — Fyrst
barst bæjarstjórninni skeyti dags.
2. jan. frá dómsmálaráðuneytinu,
svo hljóðandi:
„Út af brjefi yðar 19. fyrri
mánaðar un greiðslu 30 þúsund
króna skuldar bæjarsjóðs Vest-
mannaeyja til ríkisins vegna veru
varðskipsins þór við Eyjarnar,
tekur ráðuneytið það fram, að
greiðslufrestur sá veitist, er þjer
beiðist, sem sje til miðrar næstu
vertíðar. Ennfremur skal tekið
fram: Samningsskylda ríkisstjórn-
arinn til að hafa skip vlð Vest-
mannaeyjar er að vissu fallin nið-
ur, að líkindum að fuilu og öllu,
en ráðuneytið sje.r nauðsynina á
að skip sje þar, og býðst því
hjer með til að hafa þar á næstu
vertíö vitaskipið Hermóð, sem
varðskip þennan tíma, sem þór
mundi iiafa verið látinn vera þar
og á sama hátt, gegn því að
bæjarsjóður Vestmannaeyja greiði
ráðuneytinu fimmtán þúsund krón-
ur fyrir. Svar umbiðst þegar".
Á fundl bæjarstjórnar 3. jan.
s. 1. var málinu vísað til um-
sagnar stjórnar Björgunarfjelags
Vestmannaeyja og tveggja for-
mannc.
Síðan var mál þetta tekið fyrir
á fundi bæjarstjórnar, sem hald-
inn var 7. jan. s. 1. og var
þá samþykt að svara tilboði
ríkisstjórnarinnar með svohljóð-
andi símskeyti:
Framh.
trr
Bæjaustjörnarkosningar,
Samkvætnt skeytum Frjetfa-
stofu Blaðam. fjel. íslands hafa
úrslit bæjarstjórnarkosninga í
bæjum þeim, sem kosningum er
lokið í, verið þessi:
Norðfirði. Listi jafnaðarmanna
hlaut 220 atkvæði kom að 4 fulltr.
Sjálfstæðismenn hlutu 167 atkv.
komu að þremur, en Framsókn-
arflokkurinn hlaut 95 atkv. og 1
fulltrúa. — 580 voru á kjörskrá,
en 484 greiddu atkvæði.
Siglufirði. Framsókn 164 atkv.
kom að 2 ftr. Sjálfstæðismenn 181
atkv. komu að 2ftr. Jafnaðarmenn
384 og komu að 5 fulltrúum.
ísafirði. Jafnaðarmenn hlutu
620 atkv., 6 fulltrúa. Sjálfstæðis-
menn 381 atkv., 4 fulltrúa. C-
listi hlaut 50 atkv. Á kjörskrá
1222, en 1055 kusu.
Akureyri. SjálfstæÖisflokkur
inn hlaut 620 atkv., kom að 5
fulltrúum. Verkamannalistinn 488
atkv., kom að 3 fulltrúum. Fram-
sóknarlistinn 409 atkv og kom
3 fulltrúum að. Á kjörskrá
voru 2251.
Seyðisfirði. Verkamanna- og
Framsóknarlisti lilaut 244 atkv.,
komu að 5 fulltr. Sjálfstæðis-
listinn 180 atKV., kom að 4 fulitr.
Sprengilisti fekk 25 atkvæði.
F r j e 11 i r.
Messað
á morgun kl. 5. e. h. Sjómanna.
guðsþjónusta.
Spítalaráðsniaður.
Spítalaráðsmanns starfið hefur
verið veitt Arinbirni Ólafssyni.
Arsæll Sveinsson
biður þess getið að svar fr í
sjer, við gteinum Þorsteins Þ.
Víglundssonar og Guðl. Bryni-
ólfssonar sje væntandi í nœsla
blaði.
«Veiga»
lieitir nýkominn nýr vjelb. ca.
26 smál. bygðurí Rísör í Noregi.
Eigsndi er Ól. Auðunsson útgm.
Skipstjóri hingað var norskur
maður en 2 Vestm. eyingar voru á
báínum. Bátuíinn fór frá Riscr
til Bergen 12. des. sl. þaðan 20
des. en snjerí aftur. Fór aftur frá
Bergen 30. de?. og til Shettiantíí
eyja, þaðan var hann 4 daga til
Fœreyja, en fljótur þaðan og
bingað, 53 ríma. Báturinn kvað
vera ágætur að öllum útbúnaþi,
bygður úr eyk.
Vitaskipið
.Hermóður."
(Grein þessi átti uppliaflega að birt-
ást í Morgunblaðinu, en varsíðanseud
af vítamálastjóra tii bæjarstjóra hjer og
hann beðin um að Iáta birta hana. —
Vitanlega er «Hermóður» mikluminna
skip en «Þór» en reynslan ein getur
úr skorið, hvernig liann reynist ef á
reynir, en allir vona vissulega hið
besta.)
Út af ummælum í „Morgun-
blaðinu“ í dag um vitaskipið
„Herrnóð" vii jeg biðja um rúm
yrir nokkrar leiðrjettingar.
„Hermóður" er að vísu gam-
alt skip, 37 ára (en „þór“ var
rjett þritugur þegar hann strand
aði), en það er rangt að hann
sje veikbygður, að hann sje
bygður sem línuskip og að
hann hafi veriö „rjett við að far-
ast“ á leiðinni hingsð.
Skipið er sjerstaklega sterk-
bygt, sem iogari, plöturnar mun
þykkari heldur en gerist nú á
dögum. þegar skipið var keypt
hingað, var nýbúið að breyta því
í björgunarskip handa fjelagi einu
„Det vestnorske bjergningssel-
skap“ held jeg það hafi heitið, en
fjelagið varð gjaldþrota, eins og
mörg slík fjelög á þeimárum,og
voru skip þess því seld. En
þetta bendir ótvírætt til þess, að
Norðmenn hafi haft sjerstakt álit
á styrkleik skipsins. Síðastliðið
vor fjekk skipið nýtt 4 — ára
fiokkunarskírteini hjá Lloyd, án
þess að krafist væri minstu við-
gerðar á því, —
Að skipið hafi verið „rjett við
að farast“ á leiðinni hingað, er
hreinasti uppspuni; jeg var sjálf-
ur með skipinu, og veít því vol
um þá ferð. Að ketilpípa hafi
bilað á leiðinni er ekki þsð
merkilegt atvik, að ástæða sje til
að nefna það, enda hef jegorðið
fyrir hinu sama á stærri skipum
og merkilegri haldur en „Her-
móður“ er, án þess að nokkur
maður hafi talið skipið „rjett vtð
að farast" þess.vegna.
Frekari upplýsingar um styrkleik