Víðir - 14.06.1930, Page 2
2
vmr
é
“Dttir
- Kemur út einu sinni í viku. -
Ritstjóri:
O . EOOERZ.'
Afgreiðslumaður:
j ón magnússon:
Sólvangi.
Sími 58. Pósthólf 4!
Verð:
Innanbæjar kr. 0;50 á mánuði,
úti um land kr. 6.50 árgangurinn:
Auglýsingaverð: kri 1!50 cm.
til Siglufjarðar árla morguns og
vorum þar allan daginn. Jón
þorláksson fyrv. ráðherra var
með skipinu í fundaleiðangri og
ætlaði frá Siglufirði með vélbát
til Sauðárkróks og landveg það-
an til Borgarness. Bauð hann
mér að slást með í förina og
tók ég því með þökkum, því
það gaf mér tækifæri til að vitja
æskustöðva minna í Húnaþingi
Varð það að samkomulagi, að
hann skyldi ekki hafa fundi
lengri en það, að ég heíði tíma
til að fiytja fyrirlestur minn í
fundarlok. Sparaði það mér
húsaleigu og gat ég því flutt
hann ókeypis áþeim stöðum sem
eftir voru. En á Siglufirði hafði
umboðsmaður minn verið búinn
að auglýsa hann kl 5, og átti
inngangurinn að kosta 1 krónu.
Breytti ég því um fundartíma og
hélt hann í fundarlok hjá Jóni
um kvöldið ókeypis, en lét þess
getið opinberlega áður, að þeir
sem hefðu ætlað að kaupa sig
inn gætu eins borgað krónu við
útganginn, og rynni það fé þá í
Ekknasjóð bæjarins. Get ég
þessa hér af því að Tímamenn
breyddu það út á eftir að ég
hefði ætlað að véla fólkið til að
borga mér sjálfum krónu við út-
ganginn, — og sýndu þeir þar
sem oftar sannleiksást sína. —
Rak eg þessa sögu sfðar ofan í
Jónas þorbergsson á Hvamstanga.
Á Siglufjarðarfundinum var
talsvert af kommunistum og vitn-
uðu tveir þeirra um trú sína á
fundinum. Undir ræðu Jóns
þorlákssonar viðhöfðu þeir öðru-
hvoru fótaspark og þegar ég ætl-
aði að byrja fyrirlestur minn
tóku þeir að kyrja rússneskan
kommúnistasálm (internationale)
og gengu syngjandi út, en eftir
voru hátt á annað hundrað manns.
Var þetta látið heita svo hjá
Tímamönnum, sem 400 hefðu
farið út, en 50 orðið eftir.
Á Siglufirði hélt félag Sjálf-
stæðismanna. okkur veislu um
kvöldið. Að því búnu héldum
við með vélbát til Sauðárkróks,
sem er 5 tíma ferð. Logn var
á og bliðviðri og naut hin fagra
og bjarta norðlenska nótt sín
sem best, enda fór sólin að rísa
úr hafi um kl. 1. Er mikill
munur á því, hvað vornóttin er
bjartari þar en hér, enda er
skamt frá Siglunesi til norður-
heimsskautsbaugs. Ég var uppi
fyrstu 2 klukkutímana bæði til
þess að njóta næturfegurðarinn-
ar og til þess að geta séð inn í
Fljótin, mestu snjóasveitina hér
á landi, en þangað á ég kyn
mitt að rekja langí fram í ættir,
því langalangafi minn, Sigfús
Bergmann, fluttíst þaðan fyrir
130 árum vestur í Húnaþing, og
gerðist þár ættfaðir í stórum stíl.
Koma þar saman framættir hans
og þeirra Víðivallabræðra (Pét-
urs biskups), Stephensenanna og
Egilsenanna, sem allir eiga kyn
sittað rekja út á þetta hrikalega og
fannþunga annes milli Eyjafjarð-
ar og Skagafjarðar.
Um sunnudagskvöldið 1. júní
var mjög fjölmennur fundur á
Sauðárkróki, svo fult var út fyr-
ir dyr. Var Jón Þorláksson
frummælandi, en af Framsókn-
arhálfu töluðu Jón í Stóradal og
Steingrímur skólastjóri á Hól-
um og af jafuaðarmönnum Jón
Baldvinsson, sem slóst síðan í
för með okkur og varð okkur
samferða til Reykjavíkur.
í fundarlokin þegar fyrirlest-
ur minn átti að fara að byrja
hélt Gunnar Tboroddsen stutta
en snjalla ræðu og deildi þar á
dómsmálaráðherra fyrir afskifti
hans af mentamálum. Iíljóp þá
berserksgangur i Framsóknar-
menn og vildu margir fá orðið,
en við það var ekki komandi,
þvi þá átti fyrirlestur minn að
byrja. Varð þá skólastjórinn á
Hólum æstur mjög og skoraði á
alla Framsóknarmenn að ganga
af fundi og íylgdu honum um
20—30 manns, en sumir þeirra
læddust aftur inn um bakdyrn-
ar af forvitni, og sannaðist þar
sem oftar, að forboðnu ávext-
irnir eru freistandi. Yfirleitt
varð ég þess var, að Framsókn-
arforkólfum var meinilla við er-
indi mitt, og voru hræddir við
við að láta fiokkBmenn sína
hlusta á það. Vissu þeir sem
vai', að málstaðui' þeirra var
slæmur, þar sem blað þeirra
hafði mánuðum saman borið
lygar og róg á læknastéttina,
trystandi því að margir bændur
sjá aldrei annað blaðenTímann
og eiga því ekki kost á að sjá
rétt skýrt frá. En nú verður
þeim ekki kápan úr þvi klæð-
inu, að því er Bnertir óhróður
þeirra um læknanna, því bæði
hef ég haldið fyrirlesturminn um
það mál 10 sinnum víðsvegará
landinu, og auk þess hefur
Heimdallur, félag ungra Sjálf-
stæðismanna í Reykjavik, gefið
hann út í 12 þúsund eintökum,
og hefur ekkert annað rit á Is-
lenska tungu verið gefið út í
svo stóru upplagi. Verðurhann
því sendur í hverja sveít á land-
inu og opnar vonandi augun, á
einhverjum fyrir samviskusemi
Tímaklíkunnar.
Gunnar Thoroddsen, sem ég
áður nefndi, er 19 ára gamall
student úr stjórn Heimdals.
Ferðaðist hann með okkur og
stofnaði félög ungra Sjálfstæðis-
manna hingað og þangað.
Á Sauðárkróki gisti ég hjá
Jónasi lækni Kristjánssyni, sem
veiti mér bestu viðtökur, ók
mér út í Hegranes til þess að
sýna mér austurhluta Skaga-
fjarðar og fylgdi okkur morg-
uninn eftir í bíl sínum fram að
Reynistað, en þar býr Jón Sig-
urðsson alþingismaður mjög
myndarlegu búi á hínu forna og
fagra höfuðbóli.
Frá Reynistað var svo hald-
ið áfram fram Skagafjörð sem
leið liggur, yíir Stóra Vatns-
skarð og til Blönduóss. Var
drungi í lofti og nutum við því
ekki eins vel og skyldi hins
fagra útsýnis yíir Skagafjörð frá
Arnarstapa á Vatusskarði.
Samferðamenn mínir gistu á
Blönduósi, en ég hélt um kvöld-
ið áfram fram að Torfalæk, þar
sem ég er fæddur og uppalinn,
en þar býr nú bróðir minn Jón,
á8arat 2 sonum sínum uppkomu-
um. Var ég þar 2 nætur.
Á Blönduósi varhaldinn fund-
ur sem víðar og voru þar haldn-
ar margar ræður, enda þykja
Húnvetningar vera málskrafs-
menn miklir á fundum og eru
pólitiskir mjög. Þó fór alt fram
með friði og spekt, þangað til
ég skyldi halda fyrirlestur minn
i fundarlok:. Kom þá upp á
pallinn Hannes þingmaður Vest-
ur-Húnvatninga og var þá ekk-
ert syfjandalegur. Veifaði hann
að mér staf einum allníiklum
með silfurhnapp á og gói gald-
ur mikinu. Hugðist hann að
hrekja mig á brotí, eins og þeg-
ar magnaðar afturgöngur voru
áður fyr hraktar á flótta með
því að skjóta á þær silfurhnöpp-
um. En ég var það magnaðri
en draugarnir, að ég hopaði
hvergi fyrir silfurhnappinum né
særingum þingraannsins. Gerð-
ist þá hark nokkurt í salnum,
því tveir bitlingamenn úr liði
Framsóknar tóku að stappa fót-
um j,! ákafa. Voru það þeir
fyrverandi sparnaðarnefndar-
maður og fyrverandi kirkju-
málanefndarmaður, sá er „Þór*
bar beinin vegna á skerjunum
fyrir utan Blönduós. Sjálfstæðis-
menn frammi í salnum hrópuðu
þá upp og heimluðu að þing-
manninum yrði hent út. Kom
þá fram á sjónarsviðið húsráð-
andinn, sterkur mgður og ein-
beittur, tók í öxl Hannesi og bað
hann að hafa sig hægan. Æpti
þá þingmaðurinn upp, að verið
væri að leggja hendur á sig og
eggjaði menn sína, en enginn
varð til þess að leggja honum
lið. Var honum ýtt niður af
pallinum og sagt að hafa sig á
brott. Brost þá flótti í líð Fram-
sóknar, svo foringjarnir hrökl-
uðust út, en hinum óbreyttu
liðsmönnum voru gefin grið.
Flutti ég siðan fyrirlestur minn
og var gerður góður rómur að,
enda hefur Auatur Húnavatns-
sýsla lagt Iandinu til fleiri lækna
en nokkur önnur sýsla og Tíma-
rógurinn um læknastéttina þvi
fengið þar lítinn byr.
Allmiklar breytingar sá ég að
orðið höfðu í Húnaþiugi, síðan
ég var þar síðast á ferð fyrir
7 árum.
Myndarleg steinhús höfðu ver-
ið reist á ýmsum stöðum og
jarðabætur verið að gera mjög
víða, bæði þar og í Skagafirði,
jafnvel á heiðarbýlunum uppi á
Stóra Vatnsskarði. Verður von-
andi ekki langt að bíða þess, að
ekki sé lengur hagt að segja, að
„Sinumýrar, rotnar, rýrar, reiti
svörul lijú“, því með sama á_
framhaldi verður alt slægjuland
á mörgum bæjum orðið véltækt
eftír nokkur ár. Þannig var
t.. d. á Torfalæk verið að rækta
út og vinna með traktor flag,
sem er 13 dagsláttur að stærð,
og á Bíðan að taka aðra jafn-
stóra 8pildu fyrir, þegar þessi
er komin i rækt. Traktor þenn-
an hafa 2 hreppar keypt i fél-
agi.
Frá Blönduós var haldið til
Hvammstanga og var þá mislitur
söfnuður í bílnum, því í honum
voru Sjálfstæðismennirnir Jón
þorláksson, Gunnar Thoroddsen
og undirritaður, Alþýðuflokks*
maðurinn Jón Baldvinsson og
Framsóknarmennirnir Jónasþor-
bergsson ritstjóri og Páll Her-
mannsson þingmaður. þó var
samkomulagið ekki verra en
það, að stórmeiðsli hlutust eng-
in, hvorkí á limum eða mann-
orði.
Á Hvammstangafundinum og
eins í Borgarnesi flutti eg ræðu
um viðskifti dómsmálaráðherra
og læknafélagsins, en ekki lyr-
irlestur minn, því hann var
kominn prentaður á þá staði
báða og í hendur almennings.
Frá HvammBtanga var haldið
næsta dag af stað árla morguns.
Fórum við riðandi yfir Holta-
vörðuheiði, því við treystum
ekki bílfærinu þar, og síðan á
bil áfram til Borgarness, því
þar var fundur um kvöldið.
Voru þar fjöldi manna saman-
kominn og ræðumenn margir,
þar á meðal Pétur Magnússon,
Pétur OfteBen, Bjarni Ásgeirsson
og Guðbrandur Magnússon.
Eru Borgfirðingar myndarmenn
og búhöldar góðir og sá ég
einna gjörfilegasta menn þar
samankomna í ferðalaginu.
Einkennilegt var það á öllum
þessum fundum, að hversu harð-
lega sem de.ilt var á stjórnina
og þó einkum dómsmálaráðherra
þá reyndi enginn Framsóknar-
manna að mæla gerðum hans í
seinni tíð bót. Ræður þeirra
snérust aðeins um Hokkinn, en
stjórnarráðstafanirnar fóru þeir f
kringum eins og köttur um heit-
an graut. Jón Baldvinsson sló
sér upp á þvi að hæðast að
Tímanum fyrir skrum hans og
skjall um dómsmálaráðherrann.
Sagði hann að varla tæki maður
svo ofan fyrir ráðherranum á
götu, að ekki útbásúnaði Timinn
það sem vott þeirrar virðingar
og vinsældar, sem liann nyti hjá
þjóðinni.
Eftir Borgarnesfundinn var um
nóttina haldið til Reykjavíkur
með Suðurlandi. Jþaðan fór eg
I