Víðir


Víðir - 14.06.1930, Side 3

Víðir - 14.06.1930, Side 3
Vlllr 3 heim til Eyja með fyrstu ferð, en það var með v/b Vonin, þeirra Holtsfeðga. Hafði ég þá vetið 10 daga í ferðinni, farið fljótt yfir og með öllum farartækjum nema flugvél, bæði á gufuskipi, vélbáturn, bíl- um og ríðandi. Hafði eg mikla ánægju af að sjá óþekthéruð og að vitja fornra stöðva, en kosið hefði ég að geta farið hægar yfir og gefið mér tóm til að skygnast betur um og heim- sækja fleiri frændur og vini. P. V. G. Kolka. Hjeðinsmál. Eftir Sigurð Sigurðsson frá Arnarholti. „Vesturland*, stjórnmálablað Vestfirðinga og prentað á fsa- firði, ritstjóri Sigurður Kristjáns- son, einhver ritfærasti og mál- hressasti maður, sem nú hin síðustu árin skrifar línu í lands- málablöð, „Vesturland" verður 30. apríl s. 1. fyrir þeirri sáru sorg að neyðast til að Hytja aðra eins ritsmíð og »Héðinsmál«, er ritstjórinn nefnir svo. Nú er ekki gott í efni fyrir okkur, hérna í Vestmannaeyjum að átta okkur á þessari deilu »Vesturlands* á „Alþýðublað“, sem nokkrir kaupa hér og lesa ef skammir eru og „Skutul°, sem enginn hefir hér heyrt né séð, nema ef til vill af afspurn. það hefir sem sé aldrei verið hér til umræðu hvort skipherr- arnir — vil eg benda á að titill þessara góðu íslendinga er lög- skipaður, skipherra, vegna þeirra sérstaka utanrikis verkefna um fram skipstjóra — gerðu hina álmenna embættisskildu, mér vitanlega hefir þetta aldrei heyrst nefnt, en eg leyfi mér, í skjóli þess, að fyrir mitt tilstilli, hafa báðir þessir skipherrar gengið á mála eða gerst starfsmenn al- mennings, fyrst hjá okkur Vest- mannaeyingum og síðar, er stjórn og þing hafði lært svo mikið af starfí þessara manna og það á litla Þór, að líklega væri nú kominn tími tii að reka úr tún- inu, verja landhelgina, sem öll fjárhagsleg byrði landsius hvílir á — eg leyfi mér að taka undir og' mótmæla fyrir hönd alira sjómanna hér í Eyjum og enda allra íslenskra sjómanna öllu því sem er eða líkist því sem „Vest- urland", 30. apríl s. 1., flytur af bulli hr. Héðins Valdimarssonar og aSkutuls“, Héðinn Valdimars- son er ennþá — ef unt væri — viðbjóðslegri en sautblaðið úr Bolungarvik (?), ,»Skutull“, því hann þekkir persónulega skip- herra Jóhann P. Jónsson og marga af ágætis vinum skipherr- ans. Og, satt að segja, er mér alt þetia björgunar og strandvarnar- mál svo mikið tilfinningamál, við Farið þér ti! Reykjavíkur? Ef svo er þá skulið þér ekki láta það bregð- ast að láta mig taka myrtd af yður, því þá fáið þér myndir sem þér verðið ábyggiiega ánægðir með. Kalda' Laugaveg II. Reykjavík. hliðina á öllu hinu fjárhagslega, mannúðar og menningar — að mér ofbýður að sjá og heyra liðleskjur lasta og líta smáum augum á starfsemi skipherra vorra, Jóhanns P. Jónssonar og Eriðriks Ólafssonar, þar, og guð gefi fósturjörð vorri, að hið sama mætti segja um þann drottins postula, sem sagt er að skrifi ósómann úr Bolungarvík, — bárum við Vestmannaeyingar gæfu til að festa okkur tvo íslendinga, sem stofnuðu, unnu og framkvæmdu alt sem þessi íslenska nýung þarfnaðist. í stað þess að reisa einhverja byggingu, húsaskjól handahrökt- um sjómönnum, vita við hættu- strönd landsins o. s. frv. sem bæri nafn um ókomnar aldir þessara ágætismanna, Ieyfir sér lítið nagdýr í Bolungarvík (?) að nefna nöfn skipherranna í blað- mynd sinni! það væri ekki úr vegi að þessir vellauðugu menn, með hr. Héðinn Valdimarsson í broddi fylkingar, gerðu nú að lokum eittlivað fyrir framtíðarheill fóst- urjarðarinnar, sem þeir elska svo heitt á tungu og pappír, en svo lítið þegar nærri kemur buddunni. — Nei, þeir ættu að spara sér róginn þarna vestanlands, við Eyjum höfum notið dugnað- ar, skyldurækni og góðfýsiskip- herranna beggja í svo óþreyt- andi og stundum umburðarlind- um mæli, að þeir eru hér virtir og elskaðir af hverjum einasta manni, háum sem lágum. þeir kunna að vera svo mikl- ir menn, þarna vestur í Bolung- arvík (?) að þeir séu hafnir upp (eða nlður) yfir mannlegar til- finningar, en við hérna í Eyjun- um getum látið svo lítið að þakka af öllu hjarta hverjum góðum dreng, sem í verkinu sýnir vilja og helst líka mátt til þess að hlynna að okkar úti- vist. þetta hvorttveggja, viljann og þrekið, hafa báðir Bkipherrar okkar sýnt í ríkulegum mseii. Og hverjir mundu nú meira uppáhald sjómanna hér ? þeir duglegustu, harðsæknustu og fengsælustu, svo ekki séu nefnd börn og konur þessara manna. — það er sorgleg saga að enn skuli finnast á íslandi þau afmán, að lasta og níða bestu menn þjóðarinnar, sem árum saman leggja alt sitt og líf sitt með til þess að hjálpa og bjarga í neyð þeim sem á hafinu eru staddir, og draga að landi það sem eg, Pétur og Páll og hr. Héðinn Valdimarsson lifum á. Eg ætla að enda orð mín, ætluð vestur á fjörðu, því hér er þeim ofaukið, með því að lýsa yfir því sem formaður Björgun- arfélags Vestmannaeyja, að dag frá degi og ár frá ári hafa báð- ir skipherrarnir okkar, sem við nefnum svo, Jóhann P. Jónsson og Friðrik Ólafsson, að réttu unnið sér virðingu og elsku hvers einasta manns. Eðli- lega. Hvernig víkur því við að litli Þðr, vitanlega með skipherrana annan hvorn á stjórnarpalli, skyldi i níu ár samfleitt fínna hvern einasta, fram undir hundr- að samtals mótorbáta sem vant- aði og menn voru orðnir hrædd- ir um. Hvernig víkur því við að skipherrarnir gátu á litla Þór bjargað bátum og mönnum á hverri vertíð, níu ár samfleytt? Meira að segja stugguðu þeir frá landhelgi og netasvæði. — Eg get ehki endað mál mitt betur, en færa hinum nýju skipherrum, sem báðir reynast ágætlega duglegir og ósérhlífnir menn, þá ósk að þeim megi auðnast að »taka við fánanum*, lyfta merki íslands sterkt ogvel svo sem fyrirrennarar. Safnaðarfundur var haldinn f þjóðkirkjunni á annan í hvítasunnu. Var fundurinn ali vel sóttur. Kirkjureikningurinn fyrir árið 1929 var framlagður og kosinn var safnaðarfulltrúi í stað Steins Sigurössonar, sem fluttur er úr bænum. Kosningu hlaut Björn Finn- ' bogason frá Kirkjulandi. þá kom til umræðu á fund- inum fækkun presta. Mun dómsmálaráðherrann, með til- styrk kommúnista og jafnaðar- manna hafa frumvarp á prjónun- um í þessa átt. Prestur lagði lítið til málanna, en aðallega töluðu þeir bæjar- fulhrúi Sigfús Seheving og Jón Jónsson frá Hlíð á móti fækkun presta. Mátti heyra á ræðunum að þeim var hlýtt til prestastétt- arinnar. Var enginn jafnaðarmanna- keimur af ræðum þeirra. því eins og kunnugt er eiga komm- únistar og jafnaðarmenn, það sammerkt að þeim er í nöp við kristna trú. þótt kommúnistar gangi þar skrefi lengra en sam- herjar þeirra. Einhver af fundarmönnum, sem eg ekki þekti, fann það presta- stéttinni helst til foráttu að messu- föll væru tíð, og var tilfært dæmi frá Héraðinu á Austurlandi og frá Staðastað. En sú sanngirni og röksemd, að ætlast til þess að það bitni á allri prestastétt- inni, þótt í nokkur ár hafi á tveim stöðum á landinu verið sjaldan messað. þeim er þetta skrifar er vel kunnugt um, að fyrir fáum árum síðan sátu mestu myndarprestar Staðastað, hver fram af öðrum, sem höfðu hina mestu hylli og traust hjá sóknarbörnum sínum- það skal játað að eg þekki lítið núverandi prest á Staðastað — sem víst er komin þangað fyrir fáum árum. En heyrt hefi eg sagt sagt að hann væri fá- tækur maður, og ætti hann ekki að sæta ákúrum fyrir það hér í Vestmannaeyjum hjá jafnaðar- mönnum, sem aldrei mega heyra, svo ekki umhverfist þeir, að nokkur maður eigi aura nema flokksmenn þeirra, eins og t. d. HéÖinn Valdimarsson og Jón Baldvinsson. Jón t Hlíð tók það réttilega fram‘ að þótt messurnar væru einn mikill þáttur í starfi presta, þá væri þó starfssvið þeirra miklu víðara, benti Jón á að þeir hefðu oft verið einu svo kölluðu mentamennirnir ípresta- köllunum og því oft getað lelð- beint sóknarmönnum í andleg- um efnum um hitt og þetta- Hefði það verið venja að leita til prestanna þegar vandamál báru að höndum, og eins tók Jón fram að prestaheimllin ís- lensku hefðu oft verið fyrir- mynd, enda þótt prestarnir að jafnaði hefðu haft sultarlaun og orðið að vinna líkamlega vinnu, og strita eins og bændurnir. Værl því ekkert undarlegt þótt þetta hefði að einhverju leiti dregið þá frá þeirra eiginlegu störfum, nefnilega prestverkun- um. þessí ályktun var samþykt með 102 atkvæðum gegn 3. „Fundurinn mælir eindregið á móti því að fækkað sé prestum á landinu og átelur það framferði kirkjumálaráðuneytisins að aug- lýsa ekki brauðin laus til um- sóknar jafnóðum og þau losna. Jafnframt skorar fundurinn á þing og stjórn að breyta svo launa kjörum presta, að þeim sé alstaðar gert fært að lifa ðn þess að þurfa að vinna líkam- lega vinnu eins og venjulegur verkamaður". >

x

Víðir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.